Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 5
4 B MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞKIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 GOLF / OPNA BREZKA MÓTIÐ Margt óvenju legt gerðist sagði Caicavecchia, sem sigraði óvænt. Norman setti vallarmet á síðasta hring EFTIR fjórða og síðasta hring á Opna brezka meistaramót- inu í golfi á sunnudag, voru Ástralarnir WayneGrady og Greg Norman og Bandaríkja- maðurinn Mark Calcavecchia efstir og jafnir á 275 höggum eða 13 höggum undir pari. Þeir þurftu því að heyja ein- vígi um sigurinn og er það í fyrsta skipti í sögu mótsins sem þrír kylfingar þurfa að berjast þannig í bráðabana. undir pari, sem er mótsmet. Hann var reyndar kominn níu högg undir á tímabili en fataðist flugið örlítið í lokin. Norman var þó ekki að svekkja sig yfir fjórða deginum.„Þriðji dagurinn kostaði mig sigurinn,“ sagði hann. Þá lék hann á pari eða 72 höggum. Hann sýndi þó og sannaði á mótinu hvers hann er megnugur, þótt honum tækist ekki að klára dæmið á lokasprett- inum. Leiknar voru fjórar holur í bráðabananum. Grady, sem haft hafði forystu eftir þriðja keppnisdag, missti fljótlega af lestinni. Calcavecchia fór fyrstu holuna á pari en þá næstu á einu undir með glæsilegu lokapútti af 10 metra færi. Þriðju holuna lék hann síðan á pari. Norman lék fyrstu tvær holum- ar á einu undir pari en þá sneri gæfan bakinu við honum. A þriðju holunni mistókst hjá honum högg inn á flötina og fór því á einu yfir pari. Þar með voru þeir Cal- cavecchia og Norman jafnir eftir þijár holur. Á fjórðu holunni réðust úrslitin. Calcavecchia fór hana á einu höggi undir pari á meðan Norman lenti í sandgryfju og sló boltann síðan út fyrir. Þar með var sigur Bandaríkjamannsins í höfn og hann varð 130 þúsund dollurum ( um 7,5 miljón ísl. kr.) ríkari fyrir vikið. Norman fór á kostum Fáir hefðu búizt við því eftir þriðja dag að Norman yrði með í baráttunni um sigurinn. Hann var þá sjö höggum á eftir efsta manni, Wayne Grady. En á síðasta deginum fór Norman á kostum og lék á 64 höggum eða átta Lítt þekkt nafn Calcavecchia, sem er frá Flórída í Bandaríkjunum, var að vonum frá sér numinn eftir sigur- inn. „Margir kylfingar vinna ekki eitt einasta stórmót á öllum ferli sínum. Ég er aðeins 29 ára en er samt sem áður kominn með einn sigur í höfn. Það er stórkost- legt,“ sagði hann eftir sigurinn á sunnudag. Calcavecchia hefur staðið sig vel á mótum bandarískra atvinnu- manna í sumar og sigrað í fimm þeirra. Hins vegar bjóst enginn við að svo lítt þekktur Bandaríkja- maður ynni þetta stórmót. „Það gerðist svo margt óvenju- legt hjá mér sem ekki hendir kylf- inga á hveijum degi, eins og þeg- ar ég náði 40 feta pútti ofan í á 11. holu og þegar ég vippaði bolt- anum ofan í af 25 feta færi upp í móti,“ sagði Calcavecchia í sig- urvímu. Þetta er í fyrsta skipti sem Bandaríkjamaður vinnur á mótinu allar götur síðan 1983 en þá vann Tom Watson. Watson varð fjórði nú, kom inn á 277 höggum. Hann kom líka við sögu sðast þegar þegar bráðabana þurfti tii að útkljá úrslit á mótinu, árið 1975, en þá sigraði hann Ástralann Jack Newton. Mark Calcavecchia fagnar sigri á Opna breska meistaramótinu. KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ Rúnar Kristinsson leikur á Skagamanninn Örn Gunnarssön á laugardag. Rúnar var góður, en Skagamenn sigruðu. Sigurinn veitir okkur aukið sjálfstraust - sagði Skagamaðurinn Sigurður B. Jónsson „ÞETTA var afar mikilvægur sigur fyrir okkur, sem ætti að veita okk- ur aukið sjálfstraust eftir afleita leiki að undanförnu. Við börðumst vel, einkum í vörninni, og upp- skárum eftir því,“ sagði Sigurður B. Jónsson við Morgunblaðið eftir 1:0 sigur gegn KR á Akranesi á laugardag. Leikurinn var frekar siakur og lítið augnayndi fyrir áhorfendur. Marktækifæri voru fá, en Skagamenn nýttu eitt og það nægði. Ekki er samt hægt að segja að um heppnissigur hafi verið að ræða, þó KR-ingar hafi verið betri. Þeir sóttu meira lengst af, en náðu aldrei að skapa sér almennileg færi gegn ákveðinni vörn Skaga- manna. Eftir róíega byijun kom ljörkippur í leikinn á 14. mínútu, er Þorsteinn Halldórsson átti hörkuskot af um 25 Sigþór Eiríksson skrifar fráAkranesi metra færi í þverslá Skagamarksins. Mínútu síðar lék Páll Guðmundsson sama leikinn — en skaut í stöng. Á næstu mínútu kom síðan eina mark leiksins og var örlítill heppnisstimpill yfir því. Amar Gunnlaugsson var með fyrirgjöf að marki KR. Boltinn fór í varnarmann KR og þaðan til baka fyrir markið þar sem Stefán Viðarsson stóð einn og óvaldaður. Hann þakkaði gott boð og skallaði laglega í netið af stuttu færi. Eftir þennan stutta Tjörkipp datt leikurinn niður í sömu lognmolluna og fyrr. KR-ingar fengu tvö þokkaleg færi fyrir hlé; fyrst Björn Rafnsson, en Öm Gunnarsson bjargaði á síðustu sturrdu, og síðan átti Rúnar Kristinsson gott langskot, sem Sveinbjöm varði af öryggi. Besta færi Skagamanna kom á 59. mínútu. Haraldur Ingólfsson óð upp vinstri vænginn, gaf fyrir á Aðalstein Víglundsson, sem skallaði naumlega framhjá. Besta færi KR-inga kom hins vegar átta mínútum síðar. Þá tókst Rúnari Kristinssyni að hrissta af sér tvo varn- armenn ÍA inni í vítateig, en í up- plögðu færi skaut hann í hliðarnetið. Þar hefði Rúnar getað gert betur. Undir lokin sóttu liðin á víxl. Gunn- ar Oddsson átti síðasta færi KR-inga, en Guðbimi tókst að bjarga skotinu. Fimm mínútum fyrir leikslok átti Karl Þórðarson gott skot eftir einleik, en rétt yfir. ■ Úrslit/B6 ■ Staðan/B6 ! ÍA - KR 1:0 íslandsmótið, 1. deild, Akranessvelli, laugardaginn 22. júlí 1989. Mark ÍA: Stefán Viðarsson (16.). Gult spjald: Ekki gefið. Áliorfendur: Fékkst ekki uppgefið. Dómari: Magnús Jónatansson dæmdi þokkalega. Lið ÍA: Sveinbjörn Allansson, Öm Gunnarsson, Sigurður B. Jónsson, Guðbjöm Tryggvason, Alex- ander Högnason, Páll Guðmundsson (Heimir Guðmundsson vm. á 76.), Aðalsteinn Víglundsson, Haraldur Ingólfsson, Karl Þórðarson, Amar Gunnlaugsson, Stefán Viðarsson (Bjarki Pétursson vm. á 82.). Liö KR: Þorfinnur Hjaltason, Sigurður Björgvinsson, Jóhann Lapas, Þorsteinn Halldórsson (Will- um Þór Þórsson vm. á 75.), Hilmar Bjömsson (Steinar Ingimundarson vm. á 64.), Rúnar Kristins- son, Gunnar Oddsson, Þormóður Egilsson, Bjöm Rafnsson, Sæbjöm Guðmundsson, Heimir Guð- jónsson. B 5 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989 Morgunblaðiö/Einar Falur Kjartan Einarsson nýtti tímann vel *_ Gerði tvö mörk á síðustu mínútunni og jafnaði fyrir IBK KJARTAN Einarsson var hetja Keflvíkinga á Valsvelli á sunnu- dagskvöld. Er rúm mínúta var til leiksioka var útlitið ekki bjart fyrir gestina, sem voru tveimur mörkum undir, en þeir gáfust ekki upp. Kjartan skoraði fyrst með skalla af stuttu færi við fjærstöng eftir sendingu frá vinstri og jafnaði síðan 2:2 áður enyfirlauk. Jöfnunarmarkið var glæsilegt. Kjartan fékk knöttinn á vallar- helmingi Vals nálægt miðlínu, brun- aði upp og lét vaða rétt fyrir utan teig — óveijandi Steinþór þrumuskot. Guöbjartsson Hálftíma fyrr gerði skrífar Halldór Askelsson ámóta mark fyrir Val og voru þetta nánast einu atvik- in, sem glöddu augað í þessum til- þrifalitla leik. Samspil af skornum skammti Valsmenn náðu iila saman og var spil bikarmeistaranna frá fyrra ári ómarkvisst. Baldur Bragason átti þátt í báðum mörkunum; fyrst með fyrirgjöf og síðan var hann felldur innan markteigs. Dómarinn dæmdi horn, en Eyjólfur Ólafsson, línu- vörður, var á öðru máli og hans dómur varð ofan á — víti var dæmt og Sævar Jónsson, besti maður Vals, skoraði örugglega. Keflvíkingar voru baráttuglaðir, Iögðu áherslu á varnarleikinn, þar sem Freyr Sverrisson stjórnaði af röggsemi, og treystu á skyndisókn- ir. En eins og hjá Valsmönnum var samspilið lengst af af skornum skammti. Þeir fengu tvö góð mark- tækifæri áður en að þætti Kjartans kom. í fyrri hálfleik bjargaði Ingvar Guðmundsson á línu eftir skot frá Gesti Gylfasyni og skömmu eftir mark Halidórs skaut Ingvar Keflvíkingur Guðmundsson í slá Valsmarksins. Betur má ef duga skal Vaismenn eru heillum horfnir þessa dagana. Bikardraumur þeirra varð að engu í síðustu viku og nú misstu þeir efsta deildarsætið, sem þeir hafa vermt nær allt mótið. Með ámóta spilamennsku verður erfitt fyrir þá að endurheimta það. Keflvíkingar eru einnig í baráttu- sæti — í neðri hluta deildarinnar. Hvert stig er dýrmætt, en Suður- nesjamenn þurfa að gera enn betur til að komast af mesta hættusvæð- inu. ■ Úrslit/B6 ■ Staðan/B6 Kjartan Einarsson hefur gert sex mörk fyrir ÍBK í 1. deild í sumar. Valur-ÍBK 2 : 2 íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild, Valsvelli, sunnudaginn 23. júlí 1989. Mörk Vals: Halldór Áskelsson (58.), Sævar Jónsson (vítasp. 85.). Mörk ÍBK: Kjartan Einarsson (89., 90.). Gult spjald: Lárus Guðmundsson (74.) og Siguijón Kristjánsson (81.), Val. Óli Þór Magnússon (87.), ÍBK. Áhorfendur: 640. Dómari: Ágúst Guðmundsson var slakur.' Lið Vals: Bjarni Sigurðsson, Þorgrímur Þráinsson, Siguijón Kristjánsson, Magni Blönd- al Pétursson, Steinar Adolfsson (Gunnlaugur Einarsson vm. á 81.) , Sævar Jónsson, Halldór Áskelsson, Jón Þór Andrésson (Lárus Guðmundsson vm. á 51.), Guðmundur Baldursson, Ingvar Guðmundsson, Baldur Bragason. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason, Jóhann Júlíusson, Freyr Sverrisson, Valþór Sigþórssn, Ingvar Guðmundsson, Gestur Gylfason.'Árni Vilþjálmsson (Garðar Jónasson vm. á 83.), Óli Þór Magnússon, Kjartan Einarsson, Jóhann B. Magnússon, Jón Sveinsson (Stein- bjöm Logason vm. á 87.). Fyrsta mark Halldórs Halldór Áskelsson gerði sitt fyrsta mark fyrir Val eftir þrumuskot fyrir utan vítateig. Jón Sveinsson, Morgunblaðið/Júlíus í 1. deiid á sunnudagskvöld og á myndinni er boltinn á leið í netið IBK, kemur engum vörnum við. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Sjálfsmark á mölinni Sigurganga efsta liðsins stöðvuð SJÁLFSMARK Egils Einars- sonar, Stjörnumanns, á 3. mínútu reyndist eina markið í leik ÍR og Stjörnunnar á ÍR- velli á laugardag. Egill var aðþrengdur úti á kanti og hugðist senda til Sigurðar Guðmundssonar, markvarð- ar, en sendingin var óná- kvæm og endaði í eigin marki. Leikurinn bar þess merki að vera leikinn á malarvelli. Eft- ir að hafa fengið gjafamark í upphafi börðust IR-ingar eins og ljón, vörðust vel og Guðmundur fengu hættulegar Jóhannsson skyndisóknir. skrifar Stjörnumenn áttu erfitt með að byggja upp markvisst spil er þeir komu að vítateig ÍR-inga og voru auk þess mjög óöruggir í vöminni. Bæði lið áttu ágæt færi til að skora, einkum ÍR-ingar en þeim tókst ekki af sjálfsdáðum að koma boltanum í markið framhjá Sig- urði Guðmundssyni, markverði Garðbæinga. Hann lék í stað Jóns Otta Jónssonar, sem var í leik- banni. Stjörnumenn hefðu getað kom- ið sér vel fyrir á toppi 2. deildar með sigri í leiknum en það mis- tókst. „Stjörnuhrap" þetta varð ÍR-ingum hins vegar heilladijúgt en staða þeirra í botnbaráttunni var orðin mjög óþægileg fyrir leik- inn. Karl Þorgeirsson og Hlynur Elísson voru traustir í liði ÍR-inga en Sveinbjörn Hákonarson var beztur Stjörnumanna. ■ Úrslit/B6 ■ Staðan/B6 Jft Sigurður B. Jónsson, Guðbjörn Tryggvason, Karl Þórðarson, ÍA. Rúnar Kristinsson, Gunnar Oddsson, Sæbjörn Guðmundsson, KR. Sævar Jónsson, Baldur Bragason, Val. Kjartan Einarsson,. Freyr Sverrisson, IBK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.