Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 3
B 3 MORGUNBLAÐE) ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. JULI 1989 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Varamaður- inn tryggði Víkingi jafntefli undir lokin HANN var ekki rismikill, leikur Víkings og Þórs á Víkingsvelli í gærkvöldi. Hins vegar var mikið um góð færi á báða bóga, þótt liðunum tækist aðeins að skora sitt markið hvort. Telja verður úrslitin sanngjörn þegar á allt er litið. Vikingar voru sprækari til að byrja með og oft munaði mjóu við Þórsmarkið. Þegar líða tók á hálfleikinn urðu Þórsarar sífellt ágengari upp við mark Vikinga en það var sama sagan og hjá Víkingum - inn vildi knötturinn ekki. Óöryggi Upphaf síðari hálfleiks einkennd- ist af fremur fálmkenndu spili og óöryggi eins og fyrir hlé en á 60. mínútu fékk Björn Bjartmarz sann- .kallað dauðafæri en beið of lengi með að skjóta og varnarmaður Þórs komst í veg fyrir skotið. Guðmundur Jóhannsson skrifar Aðeins fimm mínútum síðar skor- uðu Þórsarar. Bojan Tanevski gaf háa sendingu inn fyrir vörn Víkinga og allt í einu var Hlynur Birgisson einn og óvaldaður í dauðafæri og skoraði af öryggi framhjá Guð- mundi Hreiðarssyni, 1:0. Við þetta hljóp nokkurt fjör í leik- inn. Hlynur var nálægt því að bæta við öðru marki en Víkingar lögðu allt kapp á sóknina. Fimm mínútum fyrir leikslok tókst Víkingum síðan að jafna. Hallsteinn Arnarson gaf fyrir frá endamörkum á fjarstöng- ina og þar skallaði Björn Einarsson knöttinn í netið og jafnaði metin 1:1. Björn hafði fimm mínútum áður komið inn á fyrir nafna sinn Bjartmarz. Örskömmu síðar var Atli Einars- son nærri því búinn að tryggja Víkingum sigur. Hann skallaði bolt- ann fyrir opnu marki en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Baldvini Guðmundssyni, markverði Þórs, að krafsa í boltann og veija. Þar með var 1:1 jafntefli staðreynd. A-f leiknum mátti dæma að hann Víkingur-Þór Víkingsvöllur, íslandsmótið 1. deild, mánudaginn 24. júli 1989. Mark Víkings: Bjöm Einarsson (86.). Mark Þórs: Hlynur Birgisson (65.). Gult spjald: Ekkert. Dómari: Ólafur Sveinsson, dæmdi sæmilega. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Hallsteinn Amarson, Stefán Aðalsteinsson, Atli Helgason, Bjöm Bjartmarz (Bjöm Einarsson vm. á 81. mín.), Unnsteinn Kárason, Ámundi Sigmundsson (Jón Oddsson vm. á 46. mín.), Luðvík Bragason, Atli Einarsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Luca Kostic, Nói Bjömsson, Þorsteinn Jónsson, Bojan Tanevski (Bjami Sveinbjömsson vm. á 88. min.), Birgir. Karlsson, Júltus Tryggvason, Sveinn Pálsson, Hlynur Birgisson, Ólafur Þorbergsson, Kristján Kristjánsson ( Sævar Árnason vm. á 83. mín.). Morgunblaðið/Júlíus Ámundi Sigmundsson, Víkingi og Bojan Tanevski, Þór, sjást hér beijast um knöttinn í gærkvöldi. var barátta botnliða. Leikurinn var „sex stiga leikur" í þeirri baráttu og úrslitin voru sanngjörn. Luca Kostic var bezti maður vallarins og er óhemju sterkur í vöm Þórs. Staðan/B6 GOLF Landsmót Landsmótið í golfí verður haldið á Hólmsvelli í Leiru 31. júlí til 6. ágúst. Síðasti, skráningadagur er í dag og liggja frammi skráninga- blöð í öllum golfklúbbum. Einnig er hægt að tilkynna þátttöku í síma 92-14100 - golfskálanum í Leiru. ínémR FÓLK ■ GRAHAM Taylor, fram- kvæmdastjóri Aston Villa, snaraði 400 þús. pundum á borðið í gær og keypti Paul McGrath, miðvörð Manchester United. Hann er 29 ára og hefur lengi átt við meiðsli að stríða á hné. „Eg var að kaupa einn af þremur bestu miðvörðum Bretlandseyja,“ sagði Taylor. ■ BIIASILÍA vann Japan, 1:0, í vináttulandsleik í Ríó. Aðeins 3 þús. áhorfendur sáu Bismarck skora sigurmarkið á 74. mín. ■ TVEIR knattspyrnukappar voru sektaðir í gær hjá FIFA - alþjóða knattspymusambandinu, fyrir samningsrof við önnur félög. Maurice Johnston, sem gekk til liðs við Glasgow Rangers, var sektaður um 290 þús. ísl. kr fyrir að hafa ekki komið hreint fram við Celtic og Svíinn Stefan Rehn, sem Everton keypti, var sektaður um 145 þús. kr. fyrir að ganga á bak orða sinna við svissneska félagið Neuchatel Xamax. KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI Skagastúlkur hristu „bikardrauginn" af sér Bundu enda á sigurgöngu. Vals í bikarkeppninni SKAGASTULKUR bundu ■ gær- kvöldi enda á fimm ára sigur- göngu Vals í bikarkeppninni. Liðin mættust undanúrslitum og urðu leikslok þau að ÍA sigr- aði 0:1 og tryggði sér þar með sæti í úrslitum gegn KA eða Þór. Valsstúlkur sitja hins veg- ar eftir með sárt ennið og fyrsta tap í bikarkeppni síðan 1983! Liðin sem sem léku í blíðunni á Hlíðarenda í gærkvöldi hafa leikið til úrslita í bikarkeppninni fjómm sinnum á síðustu fimm ámm og alltaf hafa Vals- Katrín stúlkur farið með Friðriksen sigur af hólmi. skrifar Skagastúlkur mættu greinilega til leiks í gær með því hugarfari að breyta gangi mála og uppskám eins og þær sáðu. Fyrri hálfleikur var markalaus og baráttan var í fyrirrúmi hjá báð- um liðum þrátt fyrir að gestirnir hefðu þar vinninginn. Skagastúlk- urnar vom mun ákveðnari og unnu flest návígi en mörkin létu á sér standa. í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn eftir því sem Valsliðið komst betur inn í leikinn. Sóknir Skagaliðsins vom þó sem áður mun þyngri. Kristín Arnþórsdóttir var nálægt því að koma Valsliðinu yfir snemma í síðari hálfleik en Steindóra Steins- dóttir varði vel gott skot hennar utan úr miðjum teig. Skömmu síðar kom mark ÍA. Margrét Ákadóttir rak þá endahnútinn á fallega sókn með þrumuskoti sem Guðrún Sæ- mundsdóttir varnarmaður Vals náði að komast fyrir. Margrét náði knettinum aftur og skoraði ömgg- lega af stuttu færi. Þegar leið að leikslokum þyngd- ist sókn Vals til muna og Skaga- stúlkur skmppu með skrekkinn þegar vamarmaður ÍA bjargaði af línu frá Magneu Magnúsdóttur. Allt kom fyrir ekki og fögnuður Skagastúlkna var að vonum mikill þegar flautað var til leiksloka. Sanngjarn sigur þeirra var í höfn og „bikardrottningar" undanfar inna ára úr leik að sinni. ÍÞfémR FOLK ■ A-ÞJÓÐVERJAR verða með tvö landslið á ferðinni hér á landi byijun september. Það em bæði knattspymu- og handknattleiks- landslið þeirra. Island leikur gegn A-Þýskalandi á Laugardalsvell- inum 6. september í heimsmeist- arakeppninni í knattspymu. Sama kvöld leikur a-þýska landsliðið S handknattleik vináttulandsleik Segn Islandi á Akureyri. I A-ÞÝSKA landsliðið í hand- knattleik leikur einnig gegn íslenska landsliðinu 7. september. Sá leikur fer fram í nýja íþróttahús- inu í Garðabæ. ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik tekur þátt í fjögurra þjóða móti í Sviss 20. október, ásamt landsliðum Sviss, A-Þýskalands Sovétrikjanna. FINNUR Birgir Jóhannsson, líumaðurinn snjalli í handknattleik, sem genginn er til liðs við Víking, var sagður Jóhannesson í blaðinu á laugardag og er beðist velvirðing- ar á mistökunum. ÁRNI Guðmundsson lék sinn 100. leik með 4. deildar liði Árvak- urs í knattspyrnu fyrir helgi. Hann er fímmti leikmaður hins unga fé- lags, sem nær þessum áfanga, en hinir em Björn Pétursson, Þor- lákur Björnsson, Snorri Giss- urarson og Grétar Guðmundsson. — JÓHANN Jónsson, sem kepp- ir fyrir Víði, Garði, sigraði í tveim- ur greinum í flokki 70 til 74 ára á Opna bandaríska meistaramótinu í fijálsíþróttum um helgina. Hann stökk 4,25 m í langstökki og 9,45 m í þrístökki. Hann kastaði spjótinu 36,12 m og hafnaði í 2. sæti, en kringlan flaug 30,46 m, sem var qötta lengsta kast mótsins. ÓLAFUR Unnsteinsson, HSK, keppti einnig á mótinu — í flokki 50 til 54 ára. Hann varð fjórði í kringlukasti (43,94 m) og áttundi í kúluvarpi (12,62 m). Þeir félagar keppa í HM öldunga í Oregon seinna í vikunni. ■ HALLA S. Heimisdóttir, Ármanni, kastaði kringlu 39,44 m á meistaramóti íslands í fijáls- íþróttum (15 til 18 ára) um helg- ina, sem var besta afrekið í meyja- flokki. Kastið er jafnframt met í meyja- og stúlknaflokki. Halla, sem er systurdóttir Sigurðar Einars- sonar, spjótkastara, sigraði einnig í spjótkasti (32,38 m) og kúluvarpi (9,51 m). ÞÓRA Einarsdóttir, UMSG, náði bestum árangri í stúlkna- flokki, er hún stökk 1,77 m í há- stökki. __ RÚNAR Stefánsson, ÍR, hljóp 200 m á 23,0 sek. og stóð sig best í flokknum. Hann og Þóra fengu farmiða að eigin vali innan- lands í verðlaun frá Flugleiðum. ■ SVEIT ÍR setti met í 4 x 100 m boðhlaupi sveina, fór á 47,5 sek- úndum. ■ KEPPENDUR HSÞ vöktu mikla athygli fyrir vasklega fram- göngu — sigruðu í 13 greinum. Þátttakendur á mótinu voru 215 frá 22 félögum og héraðssamböndum. ■ HAUKUR Gunnarsson, ÍFR, sigraði í 100 m hlaupi á alþjóðlegu móti spastiskra íþróttamanna í Englandi um helgina. Haukur var sjónarmun á undan Kóreubúa, en báðir fengu tímann 13,0 sek. ■ SIGURÐUR Friðjónsson, GS, varð fimmti Suðurnesjamað- urinn til að fara holu í höggi á árinu - hann vann það afrek í Bergvíkinni og notaði fímmjám. í kvöld Einheiji og ÍR mætast í 2. deildar- keppninni í knattspymu í kvöld. Þá verða þrlr leikir í 3. deild: Þróttur R. - Reynir S., Austri - Dalvík og KS - Reynir Á. í fjórðu deild eru þrir leikir: Njarðvik - Ægir, Augnablik - Stokks- eyri og Árvakur - Víkingur Ól. Allir leikimir byrja kl. 2Q.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.