Morgunblaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA
Fjórir
íslenskir
piltar
leika á
Wembley
UNGUNGALANDSLIÐ íslands
í knattspyrnu verður á ferð og
flugi næstu vikurnar. Strákarn-
ir eru nú í Ungverjalandi þar
sem þeir taka þátt í sterku al-
þjóðlegu móti og þaðan halda
þeir til Englands til að taka
þátt í Norðurlandamótinu. Há-
punkturinn verður svo 12.
ágúst á Wembley, en þá leika
fjórir leikmenn íslenska liðsins
með úrvalsliði Norðurlanda
gegn Englandi. Leikurinn verð-
ur forleikur á leik Arsenal og
Liverpool um ágóðaskjöldinn.
Strákarnir héldu til Ungveija-
lands í gær, en í dag leika
þeir gegn Frökkum. Síðan gegn
Ungveijum og Júgóslövum, sem eru
í sama riðli. Mótinu í Ungverjalandi
líkur svo með úrslitaleikjum 30. júlí.
Norðurlandamótið, sem fer fram
FRJALSAR
61. sigur
Lewisílang-
iíröð
Sjöberg nálægt
heimsmeti í hástökki
Carl Lewis hélt uppteknum
hætti þegar hann stökk 8,54
m í langstökki og vann þar með
61. sigur sinn í röð í greininniá New
York-leikunum á laugardag . Mörg
góð afrek voru unnin á leikunum.
Þetta er fyrsta stóra alþjóðlega
sumarmótið í fijálsum íþróttum,
sem haldið er í Bandaríkjunum í
meira en 20 ár.
Lewis varð hins vegar að hætta
við þatttöku í 4x100 m boðhlaupi
vegna eymsla í kálfum. „Ég fékk
krampa í báða kálfa þegar ég var
að hita upp. Atrennumar sex í lang-
stökkinu tóku stærri toll en ég hélt
og sjálfsagt má kenna hitanum
um,“ sagði Lewis. Meiðsli hans eru
ekki talin alvarleg.
Sandra Farmer-Patriek, Banda-
ríkjunum, náði sjötta bezta tíma
heims frá upphafi í 400 m grinda-
hlaupi kvenna. Hún varð 15 metrum
á undan sjöþrautarkonunni Jackie
Joyner-Kersee og hljóp á 53,27 sek-
úndum, sem er bandarískt met.
Sjöberg reyndi við 2,44 m
Sænski hástökkvarinn Patrik
Sjöberg stökk hæst 2,37 m í þriðju
atrennu. Þar með tryggði hann sér
sigur á mótinu. Sjöberg rejmdi síðan
að bæta heimsmet Kúbumannsins
Javier Sotomayor um einn senti-
metra en það mistókst. Hann var
reyndar nálægt því að komast yfir
í annarri atrennunni en felldi rána
með bakinu.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Haraldur Sturlaugsson, fyrrum landsliðsmaður frá Akranesi, sést hér
ásamt tveimur sonum sínum sem leika með unglingalandsliðinu, Sturlaugi og
Pálma.
í Englandi í fyrsta skipti, hefst 5.
ágúst. Þá leikur íslenska liðið gegn
Finnlandi. Englendingar hafa verið
með á Norðurlandamótum undan-
farin ár.
Eftir mótið verður valið úrvalslið
úr liðum íslands, Svíþjóðar, Dan-
merkur og Finnlands. Astæðan fyr-
ir því að leikmenn frá Noregi verða
ekki með, er að norsku leikmennim-
ir fara frá Engiandi strax eftir
mótið. Það verða ijórir leikmenn
valdir úr fyrmefnum liðum og leika
þeir gegn úrvalsliði Englands á
Wembley. Leikurinn er forleikur á
leik Arsenal og Liverpool um ágóða-
skjöldinn, en reiknað er með að
hátt í 100 þús. áhorfendur verði á
Wembley. Ljóst er að það mikil
upplifun fyrir þá fjóra íslensku
drengi, sem verða valdir í liðið, að
fá að leika á Wembley.
Láms Loftsson er þjálfari ungl-
ingalandsliðsins.
Unglinga-
landsliðið
Þeir leikmenn sem skipa íslenska ungl-
ingalandsliðið, eru:
Friðrik Þorsteinsson, Fram
Eggert Sigmundsson, KA
Rútur Snorrason, Tý
Davíð Þ. Hallgrímsson, Tý
Guðmundur Benediktsson, Þór A.
Þóður Guðjónsson, KA
Hákon Sverrisson, UBK
Þór Sigmundsson, Selfossi
Kristinn Lárusson, Stjöruninni
Rúnar Sigmundsson, Stjörnunni
Matthías Ásgeirsson, Stjömunni
Sturlaugur Haraldsson, ÍA
Pálmi Haraldsson, ÍA
Viðar Guðmundsson, Fram
Óskar H. Þorvaldsson, KR
Flóki Halldórsson, KR
KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND
Breytingar hjá Stuttgart
Miklar breytingar hafa orðið
hjá Stuttgart að undan-
fömu - leikmenn hafa verið seld-
ir frá félaginu og nýir leikmenn
keyptir. Blöð í V-
Þýskalandi segja
að forráðamenn
Stuttgart syndi í
peningum, eftir að
Jurgen Klinsmann var seldur til
AC Mílanó og nú næstu daga
verður Júgóslavinn Srecko Kat-
anec seldur til Sampdoría á Ítalíu.
Stuttgart gekk frá kaupum á
Frá
Einari
Stefánssyni
ÍV-Þýskalandi
danska leikmanninum Peter Ras-
mussen frá Álaborg í gær - borg-
aði fyrir hann 48 millj. ís. króna.
Arie Haan, þjálfari Stuttgart,
sagði í gær og það gæti vel farið
svo að keyptur yrði einn leikmað-
ur til viðbótar til félagsins. Þess
má geta að hann er ekki búinn
að gefa upp vonina um að fá
sænska leikmanninn Klas Inges-
son frá IFK Gautaborg. Það verð-
ur þó ekki fym en í öktóber að
hann komi til Stuttgart, eða þegar
keppnistímabilið er búið í Svíþjóð.
Kaiserslauem er komið í mál
við Stuttgart eftir að forráðamenn
Stuttgart neituðu að kaupa Har-
ald Kohr, sem hefur verið meidd-
ur. Kohr er einnig kominn í mál,
þar sem hann er atvinnlaus þessa
dagana og er á sölulista hjá
Stuttgart.
Kaiserslautem vill fá 48 millj.
ísl. króna fyrir Kohr og vexti af
þessari upphæð síðustu fjórar vik-
urnar.
Bemharö
Valsson
skrifar
frá Frakklandi
fctím
FOLX
■ MARSEILLE hóf titilvörnina
íu 1. deild frönsku knattspyrnunn-
ar með glæsibrag og vann Lyon
4:1 á útivelli. Fimm nýir menn vom
í byijunarliði meist-
aránna, en þeir léku
eins og þeir hefðu
spilað saman í ára-
tug.
■ CHRIS Waddle var ekki í
byijunarliði meistaranna, en kom
inná og tók við fyrirliðabandinu af
Jean-Pierre Papin, sem meiddist.
■ STJÖRNURNAR blómstmðu
í fyrsta leik Marseille, en hinn efni-
legi Philippe Vercruysse bar af
og var helsti maðurinn á miðjunni.
■ OFT sýður upp úr innan sem
utan vallar, þegar Nice og PSG
leiða saman hesta sína og verður
ekki annað sagt en heitt hafi verið
í kolunum í Nice um helgina, er
liðin gerðu 3:3 jafntefli. Tveimur
leikmönnum var vikið af leikvelli
og sex fengu að sjá gula spjaldið.
Allt varð vitlaust, er markverði
heimamanna var sýnt rauða spjald-
ið fyrir að mótmæla marki og ýta
við dómaranum, en þá var staðan
3:1 Nice í hag. Þjálfari Nice tók
lið sitt af velli um tíma, en leikurinn
hófst á ný 10 mínútum síðar. í leiks-
lok fór dómarinn af velli í lögreglu-
fylgd.
■ RPl fékk Mónakó án Eng-
lendinganna Hoddle og Hateley,
sem em meiddir, í heimsókn og
lauk viðureigninni með markalausu
jafntefli. RPl hét í fyrra Matra
Racing, en áður Racing Club
París. Stuðningur Matra er ekki
lengur fyrir hendi og um tíma leit
út fyrir að liðið yrði lagt niður.
Bestu mennirnir vom seldir til að
greiða niður skuldir og byggir fé-
lagið nú að mestu á ungum óg
óreyndum mönnum.
■ LOUIS Fernandez, sem var
fyrirliði franska landsliðsins í
sínum síðasta landsleik, lék með
Matra Racing á síðasta keþpn-
istímabili. Hann fár lengi frá vegna
meiðsla, en lék síðustu tvo leiki liðs-
ins. Þegar leikmennirnir vom settir
á söluskrá kom sú staða upp að
enginn vildi kaupa kappann. Fem-
andez, sem var einn besti leikmað-
ur Frakka í HM í Mexíkó 1986
og dýrasti leikmaður Frakka fyrir
tveimur áram, var allt í einu at-
vinnulaus. Hann hefur hins vegar
æft með Cannes og ætlar liðið að
bjóða honum þriggja ára samning.
HJOLREIÐAR / TOUR DE FRANCE
Greg LeMond sést hér fagna sigri
í París.
LeMond sigraði á ótrú-
legum endaspretti
Greg LeMond frá Bandarílq'un-
um sigraði í Tour de France
hjólreiðakeppninni með ótrúlegum
endaspretti. Aðeins munaði átta
sekúndum á honum og Frakkanum
•Laurent Fignon þegar upp var stað-
ið. Er þetta naumasti sigur í 86 ára
sögu keppninnar.
Fyrir síðasta keppnisdag hafði
Frakkinn fimmtíu sekúndna forskot
á LeMond. Síðasta leiðin, sem er
frá Versölum til Champ Elysees,
er aðeins 24,5 km að lengd en það
þykir ekki langt í hjólreiðakeppni
sem þessari. Þess vegna bjuggust
flestir við auðveldum sigri Fignon.
En annað kom í ljós. LeMond
bmnaði á ótrúlegum hraða og náði
tímanum 26 mínútum og 57 sek-
úndum. Fignon, sem startaði tveim-
ur mínútum á eftir LeMond átti
ekki svar við þessum rosalega
spretti Bandaríkjamannsins og kom
í mark á 58 sekúndum verri tíma
en hann.
Glæsileg endurkoma
Þetta er í annað skipti, sem Greg
LeMond vinnur Tour de France.
Hann vann keppnina árið 1986 en
gat ekki keppt í fyrra og hitteð-
fyrra vegna slæmra áverka er hann
hlaut af slysaskoti. Og ekki nóg
með það, því að mánuði áður en
það gerðist, hafði hann ristarbrotn-
að.
Fáir aðrir en LeMond sjálfur
trúðu því að hann gæti unnið upp
forskot Fignons á svo lítilli vega-
lengd á sunnudaginn. „Ég trúði því
alltaf að þetta væri mögulegt,"
sagði LeMond sigri hrósandi eftir
að sigurinn var í höfn. „Mig
dreymdi ekki einu sinni um að lenda
í einu af tíu efstu sætunum fyrir
keppnina. Tuttugasta sætið hefði
verið gott. En að horfa á sjálfan
sig sigra er það skrýtnasta sem ég
hef upplifað," sagði hann og átti
þá við að hann þurfti að sjá hvern-
ig Fignon vegnaði á síðustu metmn-
um áður en hann gat fagnað sigri.
Allir eru á einu máli um að Greg
LeMond hafi sýnt mikla skapfestu
og hugrekki í keppninni og það
hafi gert gæfumuninn. LeMond vill
hins vegar frekar þakka sérhönn-
uðu stýri hjóls síns sigurinn.
GETRAUNIR: X21 X21 111 112
LOTTO: 1 4 13 27 29 + 16