Morgunblaðið - 10.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1989, Blaðsíða 2
------------------------------íáSkáöMMtSSM. FASTEIGNIR Gott jaftivægj á ■búóamarkaðínum Húsbréfakerfiö fyrsta skrefió til aó koma húsnæóis- lánakerfinu yfir á hinn frjálsa markaó, - segir Þór- ólfur Halldórsson, formaóur Félags fasteignasala íbúðamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið vel við sér eftir sumarleyfin og það á öllum stærðum ibúða. Þá hefur sala á einbýlis- húsum gengið vel að undanförnu. Svo virðist sem aldrei hafi komið veruleg lægð í markaðinn í sumar eins og stundum áður. Uti á lands- byggðinni fer ástandið fyrst og íremst eftir atvinnuástandinu á hverjum stað. Þar sem atvinnuástandið er slæmt, er ibúðamarkaðurinn því mjög lélegur. Ástandið eræinnig óbreytt varðandi atvinnuhúsnæði. Framboð er mjög mikið á alls konar húsnæði af því tagi og markaðurinn þar hefúr því á sér ótvírætt yfirbragð kaupendamarkaðar. Miðað við efnahagsástandið má búast við því, að framboð á atvinnuhúsnæði eigi fremur eftir að aukast en minnka í vetur. Lítið hefur þó verið um nýbyggingar á þessu ári en reynt að ljúka því, sem byrjað hafði verið á í fyrra og þá einkum því húsnæði, sem er í staerri einingum og búið var að selja eitthvað út úr áður. Tæplega er unnt að segja, að íbúð- armarkaðurinn sé frekar hagstæðari kaupendum en seljendum. Jafnvægi þar er því tiltölulega gott. Framboð á eignum er að vísu talsvert, sem þýðir, að kaupendur eiga nú fleiri valkosti en oft áður. Fyrir bragðið geta þeir gefið sér meiri tíma til að skoða og ákveða, hvað þeir vilja. Framboð á nýsmíði mun nú vera nokkru meiri en var sl. vetur. Fjölbýl- ishús eru í byggingu nokkuð víða t. d. í nýju hverfunum í Grafarvogi, en þar virðist svonefnt Húsahverfi ætla að verða mjög vinsælt. Verðið hefur fylgt nokkur veginn almennu verðlagi, sem telja verður gott. Þar eru engar merkjanlegar sveiflur en viss stígandi. Margir spyija að því, hvort ekki verði verð- hækkanir í kjölfar húsbréfakerfisins í haust og hvort því sé ekki betra að bíða með að selja þangað til. Húsbréfakerfið er hins vegar ekki kerfi, sem leysir núverandi kerfi af hólmi í einni svipan, eins og sumir virðast halda, heldur kemur það inn hægt og sígandi samhliða núverandi kerfi. Þegar lögin um húsbréf taka gildi 15 nóvember, verður það þannig ekki nema viss hópur fólks, sem fær rétt á að ganga inní húsbréfakerfið. Það eru þeir, sem verið hafá í biðröð- inni frá því fyrir 15. marz sl. og eru að kaupa eldra húsnæði og því ekki þeir, sem eni í biðröðinni og ætla sér að byggja. Nokkurrar óvissu og miskilnings verður samt vart hjá fólki, því að nýja kerfið hefur ekki verið kynnt enn þá, enda er ekki búið að semja reglugerðina, sem það á að starfa eftir. Skynsamlega af stað farið — Ég tel, að það sé mjög skynsam- lega af stað farið með þetta nýja kerfi, sagði Þórólfur Halldórsson, formaður Félags fasteignasala í við- tali við Morgunblaðið. — Ef svo held- ur áfram, sem horfir, þá á það alls ekki að valda verðhækkunum, þann- ig að markaðurinn mun haldast nokkuð eðlilegur þrátt fyrir tilkomu þess. Þegar skipt var um kerfi 1986, var gamla kerfinu varpað fyrir róða í einni svipan og það nýja náði yfir allan íbúðarhúsamarkaðinn strax með þeim afleiðingum, að allir ruku af stað til að ná sér í niðurgreidda peninga. Eftirspurn eftir peningum jókst að sama skapi, vextir hækkuðu og verð á fasteignum sömuleiðis. . Fólk mun ekki eiga eftir að ijúka til nú í því skyni að fá húsbréfalán, því að af þeim þarf að borga mark- aðsvexti. Leiðrétting fæst síðan í gegnum skattakerfið. Þetta þýðir, að þeir sem ekki þurfa á þessum Töluvert hefúr verið um smíði á nýjum fjölbýslihúsum í sumar og framboð á nýsmíði því verið gott. lánum að halda, fá ekki niður- greiðslu í gegnum skattakerfið og þeir munu því ekki sækjast eftir húsbréfalánunum. Þórólfur kvaðst álíta, að tíminn frá því að lögin um húsbréf voru samþykkt þar til að þau taka gildi 15. nóvember, sé full skammur til að undirbúa alla þá, sem eiga að starfa eftir nýja kerfinu. — Það þarf sinn tíma að þjálfa starfsfóik banka, fasteignasala og húsbréfadeildarinn- ar sjálfrar til að vinna eftir þessum reglum. Húsbréfakerfið ætti samt eftir að verða til verulegra bóta, þegar það hefði náð yfir allan markaðinn. Þá ætti fólk að fá fyrirgreiðslu strax til að kaupa eða byggja íbúðarhúsnæði. — Fólk fær samt aldrei hærri lán en það getur sannanlega sýnt fram á, að það ræður við að borga, sagði Þórólfur. — Þá er ekki bara reiknað með, að viðkomandi geti borgað af húsbréfaláninu. Ef hann er með ein- hver önnur lán — sama í hvaða formi þau eru — þá verður að taka þau inn í greiðsluáætlun hans. Þau hafa því vissulega áhrif á, hve hátt húsbréfa- lán viðkomandi getur fengið. Einnig verða tekin inn í dæmið fasteigna- gjöld og rekstrargjöld eins og raf- magn og hiti. Þetta eru útgjöld, sem allir íbúðareigendur verða að gera ráð fyrir. — Það er ljóst, að húsbréfakerfið á eftir að hafa mikil áhrif á störf okkar fasteignasaianna, sagði Þór- ólfur Halldórsson að lokum. — Hús- bréfakerfið verður smám alls ráðandi og núverandi kerfi hverfur þá. Þegar fram í sækir á ekki að þurfa sér- staka húsbréfadeild eða húsnæðis- stofnun til að sinna þessum málum. Fólk á þá að geta snúið sér til síns banka eða fasteignasala, sem er þá í tengslum við banka, einn eða fleiri. í sameiningu ganga svo þessir aðilar frá þessum málum. Ég lít á hús- bréfakerfið sem fyrsta skrefið í þá átt að koma húsnæðislánakerfinu öðru en því félagslega yfir á hinn fijálsa markað og burt úr ríkisfor- sjánni. MARKAÐURINN Hvað kostar að byggja cinbýllshús? HVAÐ kostar að byggja einbýlis- hús — er til eitt svar við því? Ef við viljum alhæfa getum við sagt: „Ja, einbýlishús með öllu kostar í dag krónur 63.289,68 á fermetr- ann,“ síðan tökum við af okkur gleraugun og lítum til himins — ekkert mál. En því miður er málið ekki svo einfalt, því að kostnaður við hvert hús er sérstakur og ræðst af byggingarlagi hússins, hversu flók- ið það er, hvernig aðstæður eru við grunn og hversu mikið er borið í húsið. Og það er ekki nóg að hvert byggingarlag beri sinn kostnað, held- ur eru aðferðir við sjálfa fram- kvæmdina mis- dýrar. Það skiptir sem sagt máli hvernig staðið er að byggingunni, hvað er keypt og hvar og hvernig er samið. Innrétting í eldhús getur kostað allt frá kr. 300.000 kr. til kr. 1.300.000. Mis- munur á verði er hér um kr. 1.000.000 ogþað eitt getur hækkað eða lækkað fermetraverðið um 5.000 í 200 fermetra húsi. Þá eru ótaldar aðrar innréttingar, gólfefni, flísar, frágangur lóðar og yfirleitt allt annað efni og frágangur í hús- inu. Þess vegna lítur út fyrir að talan okkar góða sem gefin var upp með 68 aura nákvæmni sé kannski ekki svo ýkja nákvæm eftir allt saman. Ef við kaupum nýjan bíl segjum við ekki „ég ætla að kaupa bíl — hvað kostar nýr bíll?“ og væntum þess að fá eitt svar, eina tölu. Við veðrum fyrst að skilgreina hvað við viljum, hvort það er Lada eða Benz og þá fæst rétt svar við spurning- unni um verðið. Það sama gildir um byggingarkostnað: þegar húsið hefur verið teiknað og skilgreint er hægt að tala um raunhæfa kostnað- aráætlun. Þá fæst úr því skorið hvort húsið gæti kostað krónur 63.289,68 á fermetrann eða eitt- hvað annað. En byggingarkostnað- urinn er flóknari en bílverðið að því leyti að markaðsaðstæður, aðferðir við framkvæmd og byggingartími getur allt haft áhrif á endanlegt verð til hækkunar eða lækkunar á áætluðu verði. Með ofangreint í huga skulum við síðan skoða þá möguleika sem almenningur hefur á að afla sér upplýsinga um byggingarkostnað við einbýlishús áður en lagt er í þann kostnað að teikna óskahúsið. Tökum sem dæmi að einhver sé að velta fyrir sér hvort hann hafi fjár- hagslega getu til að leggja í slíka framkvæmd, og vilji standa skyn- samlega að málum og reikna dæm- ið í heild áður en rokið er í verkið. Besta leiðin er þá að leita til sér- fræðings á sviði byggingarkostnað- ar, sem í mörgum tilvikum er jafn- framt hönnuður, verkfræðingur, arkitekt, tæknifræðingur eða bygg- ingarfræðingur. Hann er fenginn til að áætia kostnað við húsið í sam- ræmi við hugmyndir viðkomandi um stærð þess og þess. Slík þjón- usta kostar að sjálfsögðu peninga, en hún getur verið sparnaður miðað við það að leggja í fjárfestingu sem maður getur síðan ekki staðið und- ir. Verðhugmynd á þessu stigi hlýt- ur þó alltaf að vera fremur óná- kvæm og er auðvitað ekki sjálfgef- ið að allir hönnuðir hafi nægjanlega vönduð kostnaðargögn til að vinna þessar áætlanir. Önnur leið til að fá þessar upplýs- ingar gæti verið að nálgast eitthvað af þeim gögnum sem gefin eru út um byggingarkostnað, t.d. rit sem gefið er út af Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins um bygging- arkostnað við einbýlishús. Þar er reiknaður kostnaður við eitt ákveð- ið einbýlishús, en e.t.v. er það ekki eins og húsið sem þú byggir og því verður kostnaðurinn væntanlega ekki nákvæmlega sá sami og áætl- unin verður ónákvæmari en ef fyrri leiðin er valin. Með seinni aðferð- inni þó er hægt að fá talsverða hugmynd um kostnaðinn og hafi menn hugfast að ekki er hægt að alhæfa um kostnað við einbýlishús getur þessi aðferð nýst sem mjög góð byijun. Ef við lítum á kostnað við ein- býlishús RB þá er hann núna kr. 63.290 á fermetrann eða alls um 12,8 millj. kr. Kostnaðurinn skiptist þannig að 50% falla á húsið fok- helt, 26% bætast við áður en húsið er tilbúið undir tréverk og lokafrá- gangur gerir 24% heildarkostnaðar. Þessi hlutföll geta verið breytileg á milli húsa eftir byggingarlagi hús- anna. Ef við sundurliðum kostnað- inn enn frekar verður skiptingin eins og hér segir: Vinnuliðir kr. 1.350.000 Efnisliðir kr. 2.830.000 Teikningar, opinb. gjöld, vélar og fleira kr. 2.260.000 Kostn. við fokheldis- stig samtals kr. 6.440.000 Kostnaður frá því að fokheldis- stigi er náð uns húsið verður tilbúið undir tréverk skiptist á sama hátt: Vinnuliðir kr. 1.290.000 Efnisliðir kr. 1.820.000 annað kr. 260.000 Kostn. við bygg.stig. tilb. undirtréverk kr. 3.310.000 eftir Benedikt Jónsson Kostnaður við lokafrágang þessa húss er síðan kr. 3.000.000. Ég sundurliða ekki lokafráganginn „enda er hann mjög breytilegur eins og áður sagði. Mér hefur verið tíðrætt um að kostnaður við húsbyggingar geti verið mjög breytilegur eftir gerð húsanna. Þá er ónefndur einn mjög mikilvægur þáttur í byggingar- kostnaði, þ.e. fjármagnskostnaður- inn á byggingartímanum, og er hann að sjálfsögðu algjörlega háður því íjármagni sem byggjandinn hef- ur til ráðstöfunar. Áuk þess skekk- ir verðbólgan flestar góðar áætlan- ir. Ef byggingarvísitalan hækkar um 20% á ári og allur byggingar- kostnaður fylgir þeirri hækkun, hækkar kostnaður við 12,8 millj. kr. hús um 2,6 millj. á ári eða um 213 þús. kr. á mánuði. Ef ég segði að húsið kostaði 63.289 á fermetr- ann í dag yrði verðið 35 kr. hærra á morgun og 1.000 kr. hærra eftir einn mánuð. Ilöfundur er verkfræðingur hjá Rannsóknnstofnun hyggingnriðn- aðnrins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.