Morgunblaðið - 10.09.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1989, Blaðsíða 10
10 B MORGÚNBLAÐÍÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1989 íbúðir í smíðum í Grafarvogi Fallegar 2ja-7 herb. íbúðir í smíðum við Veghús. Ib. afh. tilb. u. trév. og máln í feb. '90. Byggaðili getur beðið eftir láni frá bygg- ingasjóði ríkisins. Einnig getur hann lánað hluta kaupverðs. Teikn- ingar og nánari uppl. veita sölumenn. Nýbýlavegur Glæsileg 150 fm efri sérhæð í tvíbýlishúsi. 4 svefnherb. 27 fm bílsk. All* sér. Háaleitisbraut 185 fm mjög gott tvílyft einbhús auk 53 fm bílsk. Rúmg. stofur, 4 svefnherb. A neðri hæð er mögul. á séríb. Seljugerði Vorum að fá í sölu mjög vandað 220 fm einbhús á tveimur hæð- um. 4 svefnherb. Góður bílsk. Fallegur gróinn garður. Rauðihjalli - Kóp. Mjög vandað 210 fm endaraðh. á tveimur hæðum. 4 svefnherb. Vandaðar innr. íbúðir fyrir eldri borgara í Gbæ Höfum fengið til sölu 2ja og 3ja herb. íbúðir í glæsil. sambýli fyrir eldri borgara í Gbæ. íbúðirnar afh. fullfrág. m.a. með parketi á gólfum, flísal. baðherb. Þvottaaðst. í íb. Blómaskáli. Lyfta í hús- inu. Samkomusalur. Stæði í bílhýsi fylgir öllum íb. Lóð verður frág. Stutt í alla þjónustu. íb. afh. í maí og sept. '90. Langtímalán. Hjallaland 200 fm gott raðh. á pöllum. Góðar stofur. 4 svefnherb. Yfirbyggð- ar svalir í suður. Sauna. 20 fm bílsk. Vesturbær Höfum í einkasölu glæsil. 120 fm íb. á 4. hæð í nýl. lyftuh. Vandað- ar sérsmíðaðar innr. 3 svefnh. Tvennar svalir. Sauna í sameign. Valhúsabraut 175 fm mjög gott tvíl. einbhús. 5 svefnherb. 73 fm bílsk. með þriggjafasa rafmagni (hentar fyrir iðnað o.fl.). Verðlaunalóð. Asparfell Glæsil. 6 herb. 165 fm „penthouse". 4 svefnherb. Ný eldhinnr. Nýtt parket á allri íb. Arinn. Stórfengl. útsýni. 25 fm bílsk. Laust. Víðihvammur 220 fm einbhús. Tvær hæðir og kj. m/mögul. á séríb. Mjög fal- legur garður. Laust strax. Ákv. sala. Verð 10,9 millj. Reynimelur Mjög falleg efri sérh. og ris. 5 herb. íb. á efri hæð. 3 herb. og bað í risi. Samþ. teikn. af breytingum á rish. fylgja. Laus strax. Mögul. á góðum greiðslukjörum. Álftanes 210 fm mjög fallegt einlyft einbhús. 4 svefnh. Innb. bílsk. Áhv. nýtt húsnstjlán. • Atvinnuhúsnæði • í fallegu timburh. sem hefur öll verið Lindargata Mjög skemmtileg stúdíóíb. endurn. Verð 2,2 millj. Réttarháls 800 fm atvinnuhúsn. á götuhæð. Gæti hentað fyrir margskonar rekstur. Helluhraun 240 fm iðnhúsn. á götuh’æð með góðri aðkeyrslu. Möguleiki að selja í tvennu lagi. Góð grkjör. Skútuvogur Mjög gott 380 fm atvinnuhúsn. sem skiptist í 260 fm lagerhúsn. með góðri innkeyrslu og 120 fm skrifstofuhúsnæði. Hentar mjög vel fyrir heildverslun og þ.h. Afar góð greiðslukjör. Faxafen 240 fm verslunarhæð til afh. strax. Einnig 240 fm skrifstofuhæð, auk 800 fm í kj. Bfldshöfði 300 fm glæsil. innr. skrifstofuhúsn. Laust strax. Góð greiðslukjör. Gilsbúð - Garðabæ Til sölu 652 fm verslunar- og iðnhúsn. sem afh. í okt. nk. í fokh. ástandi. Eignin selst í einu lagi eða hlutum. Langtimalán geta fylgt. Auðbrekka Tvær 140 fm hæðir sem geta nýst sem skrifsthúsn. eða fyrir létt- an iðnað. Góðar innkeyrsludyr. Laust strax. Góð greiðslukjör. Laugavegur - heil húseign Um.er að ræða 500 fm verslunar- og skristofuhúsn. Uppl. á skrif- stofu. Bræðraborgarstígur 250 fm iðnaðarhúsn. á götuhæð ásamt 200 fm lagerhúsn. í kj. Hlaupaköttur milli hæða. Góð innkeyrsla. Möguleiki á góðum greiðslukjörum. Laust strax. FASTEIGNA * MARKAÐURINN m^ ____I Öðínsgötu4,simar 11640 - 21700. ión GuAmundsson solusti., Opið 13-1 5 LeóE. Lövelögfr., ÓlafurStefánsson viðskiptafr Aðslæðnr hérlendls frábrugónar ■ Nóg til af góðu liíis- næði ■ Kostnaóur ekld meiri en vió aðra skóla Arkitektaskóli er forsenda sjálfstæór- ar byggingarlistar - segir Guórún Jónsdóttir arkitelct Á íslandi eru veður oft válynd. Hér eru birta, hitastig, úrkoma og vindar með öðrum hætti en með grannþjóðunum. Þá er lands- lagið hér bert af skógi, jarðvegur grýttur en ekki leirborinn og jarðskjálftar tíðir. Loks eru byggingarefni, byggingarhefðir og verklag við byggingar frábrugðin því, sem þekkist í nálægum lönd- um. Verðandi arkitektar, sem stunda nám sitt eingöngu erlendis, fara á mis við fjölmörg sérkenni við mótun byggðar hérlendis. Reynsla sú, sem arkitektastéttin hér á landi hefiir aflað sér í starfí við íslenzkar aðstæður, skilar sér því seint eða að takmörk- uðu leyti til slíkra nýliða. Þetta kemur m. a. fram í áliti nefndar, sem skipuð var í fyrra til að kanna forsendur þess að hefja kennslu í húsagerðarlist hér á landi. Nefhdin varð sammála um að bera fram þá tillögu, að hafin verði sem fyrst kennsla í byggingarlist á íslandi. Skipulagt verði þriggja ára fyrri hluta nám og miðað við allt að 20 nemendur í hveijum árgangi. Jafnframt verði leitað eftir beinu samstarfí við erlenda skóla um seinni hluta nám fyrir nemendurna. Guðrún Jónsdóttir arkitekt'átti sæti í þessari nefnd, en hún hefur lengi haft áhuga á, að hafín verði kennsla í byggingarlist hér á landi. Að mati Guðrúnar er þessi grein hérlendis alls ekki á nógu háu stigi. - Það er margt sem vantar, segir hún. — Arkitektar hér hafa aldrei haft sambærileg vinnuskilyrði við það, sem þekkist annars staðar. Okkur er einkum ætlað að varpa fram hugmyndum og helzt á mettíma. Þá er einkum spurt eftir því allra nýjasta. Á viss- an hátt erum við notuð eins og tízkuhönnuðir án þess þó að hafa skilyrði til að fylgja eftir útfærslu á þeim mannvirkjum, sem við er- um að hanna. Guðrún Jónsdóttir er fædd á Blönduósi. Hún gekk í Mennta- skólann í Reykjavík en að afloknu stúdentsprófí hélt hún til náms í arkitektúr í Kaupmannahöfn, þar sem hún lauk prófi 1963. Eftir það starfaði hún í fjögur ár í Dan- mörku og kenndi þá m. a. á arki- tektaskólanum í Kaupmannahöfn. Hún kom heim 1967 og stofnaði þá ásamt tveimur öðrum arkitekt- um teiknistofu, sem hún rak fram til árins 1979. Þá réðst Guðrún til Reykjavíkurborgar, þar sem hún starfaði í fimm ár sem for- stöðumaður borgarskipulags. Árið 1984 stofnaði hún svo eigin teikni- stofu á ný og hefur starfrækt hana síðan. Of lítil umræða um arkitektúr — Miðað við þær gífurlegu byggingarframkvæmdir, sem átt hafa sér stað á undanförnum árum, er það vægast sagt undar- legt, að við skulum ekki hafa kom- ið hér upp skóla til að mennta það fólk, sem á að annast hönnun þess- ara mannvirkja, segir Guðrún. Eins og er þá missum við unga fólkið til útlanda á meðan það er hvað áhugasamast og virkast. Fyrir bragðið á sér stað miklu minni umræða hér um arkitektúr en ella. Þetta fólk slitnar líka úr nauðsynlegum tengslum við íslenzkt samfélag, sem háir því svo lengi, eftir að það er komið heim aftur frá námi. Umhverfið setur þessu fólki strax skilyrði, sem það þekkir ekki en verður að gangast undir. í stað þess að ná að móta umhverfið, verður það til að móta arkitektinn. Við höfum komið okkur upp öflugum tækniskóla og eflt verk- fræðideild Háskólans. Menn þaðan eru virkir á mörgum sviðum. Þeir stjórna t. d. steypustöðvum og verktakafyrirtækjum og eru ráða- menn í þjóðfélaginu. Arkitektar hafa ekki náð sama hljómgrunni og fótfestu. Oflugur arktektaskóli myndi örugglega verða til þess að bæta úr þessu. Guðrún telur, að slíkur skóli hér ætti fremur að tengjast listahá- skóla en tækniháskóla og segir: — Byijað yrði á grunnmenntun í arkitektúr í náinni samvinnu við góða skóla erlendis, enda eigum við örugglega kost á slíku sam- starfi. Þá ættu einnig að koma hingað kennarar erlendis frá og við fengjum einnig að senda kenn- ara héðan til annarra skóla. Síðan yrði að tryggja það, að nemend- urnir gætu farið í ákveðna skóla erlendis til að Ijúka náminu. Það yrði því að vera fyrir hendi sam- vinna um námskrá og próf. Að áliti Guðrúnar er til nóg af góðu húsnæði hér fyrir slíkan skóla og því þyrfti ekki að byija á því að byggja yfir hann. — Gamli Kveldúlfsskálinn hefði verið mjög hentugur til þessara nota, en nú er búið að rífa hann, segir Guð- rún. — Húsnæðið þyrfti að hafa rúmgóða sali og svo aðra minni sem vinnustofur fyrir nemend- urna. Fá þyrfti húsnæði, sem ekki væri í föstum skorðum, heldur hægt að breyta þyí eftir þörfum. Hins vegar þyrfti ekki húsnæði, sem væri sérhæft á nokkurn hátt. Guðrún telur, að hér myndi þró- ast sjálfstæðari arktektúr en áður, sem væri meira við hæfi íslend- inga. — Með byggingarlistaskóla og auknum rannsóknum í kjölfar hans á íslenzkum byggingarefnum og aðstæðum kæmu hér örugglega fram ýmsar nýjungar í húsagerð og við myndum ekki notast jafn mikið og hingað til við innfluttar hugmyndir á því sviði. Strangari inntökuskilyrði. Guðrún heldur því fram, að ungt fólk hér, sem áhuga hefur á að læra arkitektúr, kysi heldur að læra hér heima en erlendis og þá ekki sízt vegna þess, að það er víða orðið erfitt að komast inn í þessa skóla þar. Við skólann í Kaupmannahöfn er t. d. búið að taka upp all strangt inntökupróf og sömu sögu er að segja víðar í Evrópu. Með samvinnu við arki- tektaskóla erlendis mætti hins vegar gefa ungu fólki kost á sér- hæfðu framhaldsnámi annars staðar að afloknu fyrri hluta námi hér heima. — Nú þegar arkitektar koma heim frá námi erlendis, eiga þeir eftir að læra á þjóðfélagið, íslenzku bygginarefnin, loftslagið og það landslag, sem við búum við. Yfírleitt er byggt hér á ber- angri og hér eru óhemju víddir. Aðlögunin að þessu landslagi er allt önnur en aðlögun t. d. að greni- eða beykiskógum, þar sem húsin eru alltaf í afmörkuðu rými vegna gróðursins. Hér er þetta rými svo víðáttum- ikið - það er kannski heill dalur - að viðfangsefnið verður einfald- lega allt annað. Enn má nefna sólarganginn hér á landi. Annars vegar höfum við miðnæturssólina á sumrin og svo skammdegismyrk- rið. Þetta eru aðrar aðstæður en á meginlandinu, þar sem mörg okkar hafa lært. — Við íslendingar erum fram- kvæmdaglaðir og nýjungagjarnir skorpumenn. Það er hins vegar ekki okkar sterka hlið að vinna samfellt til að læra af reynslunni og ná því meiri árangri næst, seg- ir Guðrún og tekur Dani til saman- burðar. — Þeir eru þjóð, sem á sér gamla byggingarhefð. Þar er unn- ið með byggingarefni, sem menn þekkja og útfærslur, sem löng reynsla er fengin á. Hér er það hins vegar algengt, að arkitektar fái aðeins að teikna hús í hlut- fallinu 1:100. Svo lítill mælikvarði gerir það erfitt að átta sig á út- færslunni á einstökum atriðum þessa húss og afla sér þar með reynslu. í Danmörku þarf að hugsa húsið til enda fyrirfram og því þarf að skila miklu af vinnu- teikningum, áður en hafízt er handa um smíði þess. Þar verður að hafa mikla samvinnu við tækni- mennina og þó að gert sé ráð fyr- ir slíku hér í byggingareglugerð og lögum, þá er það sjaldnast hægt í framkvæmd. Hver einasti arkitekt, sem heim kemur, þarf að byija frá grunni á að afla sér séríslenzkrar reynslu um allt. íslenzku arkitektastofurn- ar eru yfírleitt mjög mannfáar. Hjá þeim eru því fyrir hendi litlir möguleikar fyrir nýliðana til að afla sér reynslu. Það sjónarmið hefur líka verið ríkt hjá þeim, sem eru að koma heim, að snúa sér strax að því að vera sjálfstæður. Þetta getur reynzt þjóðfélaginu dýrt, því að með þessu varðveitist síður sú reynsla, sem hér hefur safnazt saman með árunum. Margir eldri arkitektar hér hafa náð að þróa lausnir á ýmsum tæknilegum atriðum, sem nauð- synlegt væri að geta miðlað tii annarra, en það er ekki vízt, að aðrir arkitektar sjái þær nokkurn tímann. Segjum svo að ungur arkitekt nýkominn úr námi sé fenginn til að teikna hús t. d. í gamla mið- bænum í Reykjavík í sögulegu umhverfi. Hann þekkir hvorki sög- una né íslenzka byggingarhefð. Áður en hann nær að tileinka sér hvoru tveggja, er hann kannski búin að gera mistök t. d. mæla með því að rífa merkar byggingar eða mannvirki eða sýna því, sem þar er, fullkomið tillitsleysi. eftir Magnús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.