Morgunblaðið - 20.09.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1989, Blaðsíða 1
-I- Gesturinn er dálkur fyrir ykk- ur sem lesið Myndasögur Moggans. Sendu okkur passamynd af þér. Skrifaðu með hvað þú heit- ir, aldur og hvar þú býrð. Það væri gaman efþú segð- ir okkur stuttlega frá sjálfum þér. Þetta gæti verið skemmtilegt tækifæri til að komast í blöðin! Gesturinn Ég heiti Júlía Sif Guðjónsdóttir, en er kölluð Júlla. Ég er fædd 1973 og á afmæli þann 27/9. Ég er að fara í 9. bekk í Hagaskóla. Eg á heima í Hvassaleiti 153 á 2. hæð til vinstri. Áh&gamái mín eru að ferðast og fara í bíó með vinkonum mínum. Skemmtilegasta námsgreinin mín er enska og leiðinlegustu námsgreinarnar eru stærðfræði og heimilisfræði. Bestu dagar vikunnar eru föstudagur og laugar- dagur. Leiðinlegustu dagar vikunnar eru mánudag- ur pg sunnudagur. Ég hef átt heima í Svíþjóð í sjö og hálft ár, en ég hef ferðast mjög lítið. Ég hef annars farið til Danmerkur og Bandaríkjanna. Það land sem mig langar að ferðast til er Þýskaland. P.s. Ég þakka gott blað. Bless, bless, Júlía Fríða Þórisdóttir, 5 ára, teiknaði þessa mynd. Pennavinir Margrét Ragna Bjarnadóttir, Grund I, Hrafhagilshreppi, Eyjafírði, 601 AKUREYRI Margrét vill eignast pennavini sem eru 10 ára og eldri. Áhugmál hennar eru margvísleg. Elísabet Árný Þorkelsdóttir, Búhamri 29, 900 VESTMANNAEYJUM Elísabet er 10 ára og vill eignast pennavini á aldrinum 8-11 ára, bæði stelpur og stráka. Áhugamál: Skíði, hesta- mennska, börn og margt fleira. Sandra Sif Jónsdóttir, Hrísarlundi 6A, 600 AKUREYRI Sandra Sif er 9 ára og óskar eftir pennavinum á öllum aldri bæði strákum og stelpum. Áhugamál: Pennavinir, sund og margt fleira. Sandra svarar öllum bréfum. Bryndís Steinunn Brynjarsdóttir, Sólvallagötu 30, 230 KEFLAVÍK Bryndjs er 13 ára og vill eignast pennavini á aldrinum 12-16 ára. Áhugamál: Plötur, skíði, pennavinir og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. 9258 Hringspilið Þátttakendur setjast á gólfið með stóra pappírsörk fyrir framan sig. Á blaðið eru teiknaðir margir hringir sem hafa hver sitt mynstur eða sinn lit. Það mega ekki vera tveir eins hringir. Einn stjórnar og sá hinn sami segir: „Allir setja fingurinn í hring með . . .“ Þá eiga allir að setja vísifingur inní hringinn sem nefndur var. Sá sem setur fingur- inn í vitlausan hring fær lítinn pappírsmiða sem refsingu. Sá sem feng- ið hefur þrjá refsimiða verður að hætta i leiknum. Úr ýmsum áttum Kúlufískur Við strendur landa í titabeltinu lifir lítill fiskur sem er kallaður kúlufiskur vegna þess að þegar hætta steðjár að getur hann blás- ið sig upp í eins konar kúlu, þannig að hann verð- ur of stór munnfylli fyrir ránfiska sem vilja gjarna gæða sér á honum. En þetta er ekki það eina skemmtilega við kúlufisk- inn, vegna þess að þegar hann er dreginn upp úr vatninu getur hann urrað og hrinið aðvarnadi. Kúluelding Mörg ykkar hafið séð eldingar í þrumuveðri. Flestar eldingar eru eins og sikk sakk í laginu og geta verið marggreindar. En einnig er til mjög sjald- gæft form af eldingum sem eru kúlulaga. Þær líta ú : eins og glóandi boltar á stærð við appelsínur. Kúlu- eldingarnar geta farið mjög hægt um og verið alveg hljóðlausar eða þær springa með miklum háv- aða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.