Morgunblaðið - 26.09.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 26.09.1989, Síða 2
I * I 2 B MÖRGUN^BIAbá) 1ÞROTTIR ÞRIÐJUDAGURyj.'sEPTEMBEE 1989 FRJALSAR IÞROTTIR / SPJOTKAST „Verðum að beijast með kjafti og klóm gegn ólög- legum spjótum" - segirEinarVilhjálmsson. „Þriggja ára æfingar og vinna mín er í hættu“ Morgunblaðið/Einar Falur Einar Vilhjálmsson er ekki yfir sig ánægður með framleiðsluna á spjót- um frá Ungveijalandi. ÍÞRÚmR FOLK ■ ÓMAR Jóhannsson úr golf- klúbbi Suðurnesja fór holu í höggi á móti í Leirunni um síðustu helgi. ■ ARNAR Guðlaugsson, sem var aðstoðarþjálfari Ivans Varlanov hjá Völsungi í knattspyrnunni í sumar, verður þjálfari Völsungs í handboltanum í vetur. Húsvíking- ar leika í 3. deild. ■ ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður ÍA sem var kjörinn efnilegasti leikmaður 1. deildar, mun að öllum líkindum leika körfu- knattleik með Keflvíkingum í vet- ur. ÍBK verður án tveggja leik- manna frá því í fyrra. Jón Kr. Gíslason fór til Danmerkur og Axel Nikulásson gekk til liðs við KR-inga. ■ HAFSTEINN Bragason, hornamaður úr Stjörnunni, mun líklega missa af fyrstu leikjum vetr- arins í handknattleik. Hann meidd- ist á fingri í hraðmóti um helgina og er í gifsi. ■ í FYRSTA sinn í sögu ís- lenskra getrauna kom fram röð með 12 rétta en engin með 11 rétta. Fyrsti vinningur kom á ein- faldan seðil og því var greiddur út vinningur fyrir 10 rétta. ■ MIKIL réttarhöld standa nú yfir í T'ékkóslóvakíu vegna mútu- máls sem upp kom fyrir skömmu. Fimmtán leikmenn, fjórir dómarar og þrír aðstoðarmenn eru meðal sakbominga. Leikmennirnir koma frá Frydek Mistek en liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Spartak Usti sem var í bullandi fallhættu. Nú hefur semsagt komið í ljós að pen- ingar drógu úr getu varnarmanna Frydek og allir leikmenn liðsins hafa verið dæmdir í leikbann. Þetta er þriðja mútumálið í Tékkósló- vakíu á þessum áratug en kunnug- ir segja að í knattspyrnunni séu alltaf peningar í spilinu. ■ UEFA, knattspyrnusamband Evrópu og EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, hafa skrifað undir fimm ára samning vegna Evrópu- keppni félags- og landsliða í knatt- spyrnu frá 1991-96. EBU greiðir samtals 50 milljónir dollara (um þrjá milljarða íslenskra króna) fyrir sýningarréttinn. Þar af eru 18 millj- ónir fyrir Evrópukeppni landsliða 1992 og 1996. ■ FLORENCE Griffith-Joyner, sem vann til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Seoul, er í vondum málum. Bandaríski hlaup- arinn Darrel Robinson hefur nefnilega sakað hana um lyfjatöku og jafnvel sagt að hann hafi sjálfur selt henni lyfin. Þetta kom frá í viðtali við Robinson í vestur-þýska blaðinu Stern. Hann sagðist hafa selt henni lyf fyrir 2.000 dollara í mars 1988 og það hafi sko ekki verið neinar vítamínpillur. Robin- son endurtók svo þessar ásakanir í þætti í vestur-þýska sjónvarpinu. Joyner, sem var í þessum sama þætti, sagði hinsvegar að Robinson væri ekki með öllu mjalla og hrað- lyginn í þokkabót. Bandaríska fijálsíþróttasambandið hefur þó ákveðið að rannsaka hvort eitthvað sé til í þessum ásökunum. Þess má geta að brasilski hlauparinn Joaqu- in Cruz og gulldrengurinn Carl Lewis hafa áður sakað Griflíth um lyQ'atöku. En nú er hún búin að fá nóg og undirbýr málshöfðun á hendur Robinson. ■ SOVÉSKI landsliðsmaðurinn Belanov kemur til Mönchenglad- bach nú í vikunni og mun vænta- lega leika með liðinu gegn Köln um næstu helgi. ■ TURU Diisseldorf hefur orðið fyrir áfaili. Tékkneski landsliðs- markvörðurinn í handknattleik, Barda, er meiddur á baki og verður frá keppni í fjóra mánuði. M SOVÉSKA meistaraliðið Minsk vann Essen stórt, 32:22, í keppn- inni um Super Cup í handknattíeik. „ÞETTA er sorgarsaga," sagði Einar Viihjálmsson, spjótkastarinn snjalli, þegar hann sagði frá komu spjóta frá Ungverjalandi inn á mark- aðinn í sumar. „Ekki veit ég hvort þetta hafi verið viljaverk hjá framleiðanda í markaðs- skyni, eða hvort hér sé um að ræða galla eða ónákvæmni íframleiðslu spjóta. Eitt er víst að hér eru á ferðinni stórlega gölluð spjót. Það er búið að misnota og vanvirða spjótkastsgrein- ina stórlega," sagði Einar. Isumar urðu margir spjótkast- arar gramir vegna smíði á nýj- um spjótum frá Ungveijalandi. „Við getum ekki annað en verið •■■■■i áhyggjufullir. SigmundurÓ. Þessi spjót eru Steinarsson ólögleg,“ sagði skrifar Steve Backley, spjótkastarinn sterki frá Englandi, „Þetta spjót nálgast að vera eins og það spjót sem var bannað fyrir þremur árum,“ sagði Einar Vilhjálmsson. „Við vorum meðvitaðir um vandræðin sem sköpuðust í sam- bandi við Nemeth-spjótin, áður en spjótkastaramir fóru að deila á spjótin. Við skoðuðum sumar gerðir spjótanna. Vandamálið er að sum þeirra uppfylla kröfur, en önnur aftur á móti ekki. Það er augljóst að við verðum að kanna þetta mál betur,“ sagði Mick Gee, tækninefndarmaður alþjóða fijálsíþróttasambandsins. Vandræðin í sambandi við spjótkast hófust fyrir fjórum árum, eða þegar A-Þjóðveijinn Uwe Hohn náði risakasti - 104,80 metra. Þá varð það ljóst að gömlu spjótin voru orðin hættuleg inni á fijálsíþróttavöllum og stutt væri í stórslys. I framhaldi af því var ákveðið að breyta spjótunum þannig að spjótkastarar urðu að kasta þeim hærra í loft upp. Ný spjót með öðrum þyngdarpunkti komu á markaðinn. Það var ekki hægt að kasta þeim eins langt og þeim gömlu. í sumar komu spjót frá Ung- veijalandi fram á sjónarsviðið. Þau voru byggð þannig upp að hægt var að kasta þeim lægra og jafnframt náðu spjótkastarar lengri köstum. Margir snjöllustu spjótkastarar heims voru ekki ánægðir rneð spjótin og sögðu að þau væru svipuð og gömlu spjót- in. Hættunni yrði aftur boðið heim. „Sorgarsaga" „Það var í Búdapest áttunda ágúst sem sorgarsagan hófst. Spjótkösturum var boðið þangað til keppni. Þá var ný framleiðsla á spjótum kynnt og spjótin sýnd. Þeim var skotið á loft út úr þrýsti- hólkum. Mönnum varð þá strax ijóst að það varð að kasta þessum spjótum á ákveðin hátt til að ná árangri með þeim. Þrengja varð útkasts- hornið. Það sem menn báru mikla virð- ingu fyrir framleiðandanum Mik- los Nemeth, sem varð Ólympíu- meistari í spjótkasti í Montreal 1976, fóru nokkrir spjótkastarar að nota spjótin,“ sagði Einar. „Ég fann strax að spjótið var mjög óeðlilegt. Það flaug vel ef því var kastað lágt. Svifeiginleiki þess var svipaður og gamla spjóts- ins, sem var bannað fyrir þremur árum. Þegar spjótinu var aftur á móti kastað hátt varð það óstöð- ugt í loftinu og veitist óeðlilega um. Á þijátíu til fjörtíu sentimetra kafla fyrir aftan handfangið var sandhúð á yfirborðinu. Sandurinn var greinilega settur á til að auka svifeiginleika spjótsins. Þegar því var kastað lágt féll það seinna. Mér var strax ljóst að hér var um að ræða vægast sagt vafasamt spjót. Sumir spjótkastarar tóku strax ótrúlegum framförum á stuttum tíma með spjótið. Þjóðveijinn Sneider kastaði því fljótkega 84,56 metra, en þess má geta að hann hafði aðeins einu sinni áður kastað yfir 80 metra. Vkr yfirleitt að kasta þetta 76 til 78 metra." Svíar og Finnar mótmæla Einar sagði að fljótlega hafi Finnar og Svíar farið að mótmæla spjótinu, töldu það ólöglegt. „Ég notaði ungverska spjótið í keppni í Malmö 10. ágúst og setti þá vallarmet. Kastaði 82,68 metra. Eftir það kast komu menn til mín og sögðu að vallarmetið yrði ekki dæmt gilt þar sem spjótið væri ólöglegt. Ég kastaði sænsku spjóti í tveimur síðustu köstunum og náði þá að kasta 84,50 metra, sem er vallarmet. Mikla umræður urðu um spjótið á meðal spjótkastara. Þegar sam- þykkt var að leyft yrði að keppa með spjótinu á alþjóðu stigamóti, Grand Prix, í Zúrich 16. ágúst og síðan í Berlín og Köln, hristu margir höfuðið yfír því að spjótið hafi verið samþykkt á þessum mótum. Ég fór þá að hugsa um þessi mál. Var sannfærður um að spjó- tið væri ólöglegt, eða þá að nýtt tímabil í spjótkasti væri að hefj- ast. Ný heimsmet myndu líta dagsins ljós fljótlega." Rautt Ijós var sett á spjótið í Mónakó Áður en lokakeppni alþjóða fijálsíþróttasambandsins hófst í Mónakó, kom það fram á tækni- fundi að spjótin frá Ungveijalandi væru ólögleg og ekki mætti nota þau í Mónakó. Bent var á að regl- um um þvermálsákvæði á belg spjótsins væri ekki fullnægt. Einnig var sagt að það stæðist ekki reglur um slétt yfirborð. Ólöglegt væri að setja sand á spjótið til að bæta svifeiginleika þess. Framleiðanda spjótsins var tilkynnt um þetta. Framleiðandinn kom með ný áhöld kvöldið fyrir keppnina. Þau spjót voru með löglegt þvermál á belg og oddi, en sandur var enn til staðar. Sandhúðin var þó þykk- ari. Þessi spjót voru skoðuð og fyrri ákvörðun stóð óhögguð. All- ir spjótkastararnir sem kepptu vissu að þessi spjót voru ólögleg. Á mótinu í Mónakó var síðast keppt með ungverska spjótinu á alþjóðlegu stórmóti og ég er nokk- uð sannfærður um að þessi gerð af spjótum verður ekki notuð aft- ur,“ sagði Einar. Hótaði að hætta í Tókýó Einar sagði að þegar hann keppti í Tókýó á dögunum, hefði einn Þjóðveiji mætt til leiks með ungverskt spjót. „Ég var ekki yfir mig hrifinn. Ég tilkynnti móts- höldurum að ef þetta spjót yrði notað myndi ég ekki taka þátt í keppninni. Ég sagði að ég myndi ekki taka þátt í öðru móti sem ungverskt spjót yrði notað, eftir að því var hafnað á tækninefndar- fundi í Mónakó. Þar var okkur tjáð að spjótið yrði tekið fyrir á tækninefndar- fundi í Barcelona. Mönnum er óljóst hver niðurstaðan var þar. Ég hef frétt að Ungveijarnir hafi þar fengið tveggja ára tilrauna- leyfi á framleiðslu spjótanna. Annars hefur verið farið mjög leynt með þetta mál. Það er eins og menn innan alþjóða fijálsí- þróttasambandsins þori ekki að hafa hátt um málið í kjölfar lyija- málanna. Ef ekki verður tekið á ólögleg- um spjótum með kjafti og klóm þá er spjótkast sem keppnisgrein í hættu. Það á ekki að vera hægt að bjóða upp á ólögleg spjót með alþjóðlegum gæðastimpli, eins og gert hefur verið. „Þá er eins gott að hætta“ Ef haídið verður áfram á þess- ari villigötu á það eftir að skaða greinina. Þá mun ég ekki hugsa mig tvisvar um og eins gott að hætta. Ég bíð nú eftir því hvað muni gerast í þessu máli. Ég á kannski ekki að þurfa að kvarta. Ég á þriðja og fjórða lengsta kastið í heiminum með ungverska spjót- inu. Það er þó ekki það sem ég er að hugsa um - heldur er það framhaldið.. Ef ég á að fara að keppa með breyttum spjótum þarf ég að breyta allri tækni sem ég hef verið að æfa upp í þrjú ár og byija upp á nýtt í þriðja skipti á ferlinum. Ég hef lagt mikið á mig vegna ánægjunnar, en maður yngist ekki upp með árunum,“ sagði Einar, sem sagðist vera ánægður með árið. „Ég hef aldrei náð eins jöfnum og góðum köstum og á þessu ári“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.