Morgunblaðið - 26.09.1989, Síða 8

Morgunblaðið - 26.09.1989, Síða 8
ÍÞ/émR KNATTSPYRNA / ENGLAND Fyrsta þrenna Francis í níu ár Frá Bob Hennessy ÍEnglandi Trevor Francis setti sjáifan sig í lið QPR og réttiætti ákvörðunina með því að gera öll mörk liðsins gegn Aston Villa í 3:1 sigri. „VIÐ höfum leikið vel það sem af er tímabilinu og ávallt betur en mótherjarnir hverju sinni,“ sagði Kenny Dalglish eftir 3:1 sigur Li- verpool gegn Everton á laugardag- inn í 1. deild ensku knattspyrnunn- ar. Mike Newell skoraði fyrir heima- menn á 17. mínútu, en John Bar- nes jafnaði fyrir Liverpool stundarfjórð- ungi síðar með skalla. í seinni hálfleik kom að þætti Ians Rush, sem skoraði tvisvar. Hann stóð sig vel, en féll í skuggann fyrir Peter Beardsley, sem átti þátt í öllum mörkum Liverpool og var hreint óstöðvandi. Liverpool tók þar með foryst- una í deildinni, en Everton fór niður í fimmta sæti. Nýliðar Chelsea hafa komið á óvart og eru í öðru sæti eftir 1:0 sigur gegn Coventry. Kevin Wilson gerði eina mark leiksins. Millwall átti ekki í erfiðleikum með botnlið Sheffield Wednesday og vann 2:0. Jimmy Carter og Tony Cascarino skoruðu eftir hlé. „Þetta er einn af þessum leikjum, sem við unnum, en best er að gleyma honum; sem fyrst,“ sagði George Graham hjá Arsenal eftir 1:0 sigur gegn Charlton. Brian Marwood gerði eina mark leiksins úr vítaspymu, en heimamenn voru heppnir að fá ekki dæmda á sig víta- spymu skömmu síðar. Þetta var fjórði sigur Arsenal í röð. „Við fengum kjörið tækifæri til að bæta fyrir mistökin í síðustu viku, en engu að síður gáfum við frá okkur stig,“ sagði Terry Venables hjá Tottenham eftir 2:2 jafntefli gegn Norwich. Gary Lineker og Paul Gascoigne skoruðu fyrir Spurs í fyrri hálfleik, en Dave Phillips og Mark Bowen svöruðu fyrir heima- menn eftir hlé. „Leikmenn Forest sýndu snilldartakta en hvað kom út úr spilinu," spurði Steve Coppell, stjóri Crystal Palace, eftir 1:0 sigur sinna manna. „Sigurinn veitir okk- ur sjálfstraust og ljóst er að leikaðferð Wimbledon, langar sendingar og háar og ekki tomma gefin eftir, hentar okkur ágætlega,“ bætti hann við. Manchester City tók hið stjörnum prýdda og dýra iið Manchester United í kennslustund og vann 5:1 — stærsti sig- ur City gegn nágrönnunum í 19 ár. Ahorfendur hrópuðu „Bless, bless, Fergie", „burtu með Fergie“, en formað- ur United sagði að stjórnin stæði eins- hugar á bak við stjórann. „Alex stjórnar og hann veit hvað hann þarf að gera,“ sagði hann. „Ég myndi hafa hann í byijunarliðinu í hverri viku,“ sagði Don Howe, aðstoðar- þjálfari Trevors Francis. Francis setti sjálfan sig í lið QPR og réttlætti ákvörð- unina með því að gera öll mörk liðsins gegn Aston Villa í 3:1 sigri. „Mínir menn léku hörmulega," var það eina sem Gra- ham Taylor hjá Villa sagði. ■ Úrslit / B6 ■ Staðan / B6 L FRAKKLAND Hart mætir hörðu Sovéski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Vagiz Khidiat- ulin sem leikur með franska lið- inu Toulouse missti þijár tenn- ur, er Spánveijinn Francisco Carrasco hjá Sochaux gaf hon- um olnbogaskot á síðustu mínútu í leik liðanna, sem Soc- haux vann 1:0. Sovétmaðurinn svaraði fyrir sig, dró Spánveijann niður á hárinu og fengu báðir að sjá rauða spjaldið. FráJóni Halldóri Garðarssyni ÍV-Þýskalandi ■ JENS Kunig, 24 ára flóttamað- ur frá A-Þýskalandi, átti leið fram hjá Stuttgart. Hann mætti á æf- ingu og var Arie Haan, þjálfari Stuttgart, mjög hrifinn af Kunig, sem er miðvallar- spilari. Stuttgart ákvað að borga uppihald og hótel fyrir Kunig. ■ KÖLN hefur ákveðið að bjóða öllum þeim flóttamönnum frá A- Þýskalandi, sem eru búsettir í Köln og nágreni, ókeypis í stúku á heimaleiki liðsins. ■ MJCHAEL Schuls hj á Kaisers- Iautern á nú yfir höfði' sér sex mánaða keppnisbann fyrir að hafa stigið viljandi á fót línuvarðar og óskað eftir að hann hefði augun opin. ■ WOLFRAM Wuttke hjá Kais- erslauern var settur í leibann um helgina. Hann tilkynnti veikindi í sl. viku, en sama dag og hann sagð- ist vera veikur sást hann á vínhátíð. ■ ALLT er nú komið í háaloft hjá Dortinund og var fram- kvæmdastjóri félagsins rekinn um helgina. Sá er einnig framkvæmda- stjóri landsliðsmannsins Andreas Miiller. Talið er nær öruggt að hann fari frá Dortmund - líklega aftur til Frankfurt, eða þá jafnvel Juventus. KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Leikmenn Stuttgarl stóðu í ströngu Ovænt uppákoma á heimavelli utandeildarliðsins Gútersloh, varð til þess að leikur liðsins gegn Stuttgart tafðist um sex mínútur. Rétt þegar leikurinn átti að hefjast kom maður nokkur á bifreið sinni inn á völlinn og ók inn á vallarhelming Stuttgarts. Þar stöðvaði hann bifreiðina og yfirgaf staðinn í loftbelg. Leikmenn Stuttg- art ýtti bifreiðinni af ieikvelli. Þeir áttu svo í erfiðleikum með að ryðja Gútersloh úr vegi. Það var ekki fyrr en i framiengingu að þeim tókst að tryggja sér sigur, 0:2. Buchwald og Hotic skoruðu mörkin. Ásgeir Sigurvinsson lék ekki með Stuttgart, sem mætir Bayern Múnchen í 16-liða úrslitunum. FráJóni Halldóri Garðarssym ÍV-Þýskalandi ÍÞRÚntR FOLX LEIKUR Everton og Liverpool á laugardag var 141.,,- derby-leikur“ liðanna. Ian Rush hefur leikið í 24 þessara leikja og gert 23 mörk fyrir Liverpool. ■ GARY Lineker, sem léttist mikið í veikindum, gerði sitt fyrsta deildarmark fyrir Totten- ham um helgina. „Ég -þarf að styrkjast meira,“ sagði hann, „og á þó nokkuð í land.“ Frá Bob Hennessy ÍEnglandi Brian Robson Gary Lineker ■ LENNIE Lawrence, stjóri Charlton sendi dómurum tóninn eftir tapið gegn Arsenal og sagði að þeir stæðu alltaf með „stóru“ liðunum, er þau léku gegn þeim „litlu“. „Þeir verða að muna að framtíð okkar er í veði. Á síðustu tveimur árum hefur Charlton tvisvar fengið vítaspyrnu á heima- velli og aldrei á útivelli. Sjáið til. Við höfum fengið eina vítaspyrnu í síðustu 80 leikjum. Það eru 7.200 mínútur. Ætlið þið að halda því fram að það hafi aldrei verið brotið á okkur innan vítateigs í allan þenn- an tíma?“ ■ KEN Bates, formaður Chelsea, gekk út á völlinn fyrir leikinn gegn Coventry, kallaði á David Speedie, fyrrum leikmann Chelsea en nú hjá Coventry og færði honum ávísun upp á 750 pund og gaf honum einnig stuttbuxur. Ástæðan? Speddie dró niður bux- urnar í ágóðaleik með Chelsea í fyrra og var sektaður um 750 pund. ■ MANCHESTER City og Manchester United léku 111. „derby-leikinn“ á laugardag. 2.000 stuðningsmenn United voi-u með miða í stæði, sem var fyrir stuðn- ingsmenn City og brutust út ólæti. Leikurinn tafðist í átta mínútur fyrir vikið og leikmenn gengu af . velli á meðan lögregla færði stuðn- ingsmenn United á sinn rétta stað. ■ BRIAN Robson lék ekki með United. 10 ára gömul meiðsli tóku sig upp og gert ráð fyrir að lands- liðsfyrirliðinn verði frá í mánuð. ■ TREVOR Francis, sem er 35 ára og hefur átt'við þrálát meiðsli að stríða, lék sinn fyrsta heila leik með QPR síðan 2. janúar og gerði þijú mörk á hálftíma. Þetta var fyrsta þrenna stjórans í níu ár. ■ GUÐMUNDUR Torfason fékk fimm í einkunn fyrir leik sinn með St. Mirren gegn Aberdeen. Honum var skipt út af. BELGIA Arnór Guðiohnsen er að ná sér vel á i ik. Arnór lagði upp tvö Arnór Guðjohnsen átti góðan leik með liði sínu Anderlecht á laug- ardaginn er liðið vann Cerlle Brúgge, 4:0. Arnór lagði upp tvö marka And- erlecht. Van Den Linden skoraði fyrsta markið á 29. mínútu og Degryse bætti öðru markinu við skömmu síðar eftir góðan undirbúning Arnórs. Grún kom Anderlecht í 3:0 í upphafi síðari hálfleiks. Linden skoraði síðan sitt annað mark á 64. mín. eftir að Arnór hafi leikið upp hægri vænginn og gefíð fyrir. Frá Bjarna Markússyni iBelgiu Arnór var tekinn af leikvelli á 68. mínútu og gaf þjálfarinn þá skýringu að mikið álag hafi verið á Arnóri síðustu vikumar og vildi því hvíla hann fyrir Evrópuleikinn gegn írska liðinu á miðvikudaginn. Arnór lék nú við hlið Van Den Linden í fremstu víglínu. Anderlceht er nú komið í efsta sæti deildarinnar með 10 stig eins og Mechelen. Urslit / B6 Staðan / B6 GETRAUNIR: 121 122 X 1 X 2X1 LOTTO: 4 17 30 31 34 + 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.