Morgunblaðið - 08.10.1989, Qupperneq 1
HEIMILI
SUNNUDAGUR 8. OKTOBER
BLAÐ
íbúðarhúsnæði:
Verómætió
tæpir 250
milljaróar
Verðmæti íbúðarhúsnæðis
hér á landi var nálægt 250
milljörðum króna í árslok 1988
á núgildandi verðlagi sam-
kvæmt yfirliti sem birtist í Hag-
tölum mánaðarins. Þar kemur
ennfremur í Ijós að verðmæti
íbúðarhúsnæðis var rúmlega
30% af áætluðum þjóðarauði
íslendinga sem var samtals
rúmir 800 milijarðar í árslok
1988 á sama verðlagi.
Á myndinni hér til hliðar sést
þróun á verðmæti íbúðarhús-
næðis á föstu verðlagi frá árinu
1945 auk þess sem fram kemur
hvernig verðmætið á hvern
íbúa hefur þróast á sama tíma-
bili. Frá stríðslokum hefur
verðmæti íbúðarhúsnæðis
tæplega fimmfaldast en miðað
við verðmæti á hvern íbúa er
aukningin 2,5 föld. Hins vegar
minnkar verðmæti á hvern íbúa
lítilsháttar milli áranna 1985
og 1988.
Vi
litlar
íbúöir
Þegar litlar íbúðir, opin
rými eða svokallaðar
einstaklingsíbúðir eru inn-
réttaðar, þarf að huga að
ýmsu öðru en ef um er að
ræða einbýli eða stóra íbúð
með mörgum herbergjum,
segir Elísabet V. Ingvars-
dóttir innanhúshönnuður í
þætti sínum Híbýli/Garður
í dag. Hún telur, að fólki
hætti oft til að yfirhlaða og
reyna að fá fram lítið ein-
býlishús úr lítilli íbúð eða
einu herbergi. Mergur
málsins sé sá, að í litlu rými
sýnist minna meira og
meira minna.
Ef lítið rými er hlaðið öll-
um þeim nauðsynjum, sem
venjulegur búskapur og
stórt heimili krefst, fellur
hugmyndin um litla íbúð
eða opið rými um sjálfa sig.
Of mörg húsgögn minnka
rýmið og hefta það frelsi,
sem opið rými býður upp á.
2
81dpu-
lagsgeró
Miklar breytingar eru að
verða á allri vinnu við
skipulagsgerð. Fram að þessu
hefur hún mikið farið fram hjá
ríkinu, en nú eru verkefnin óð-
um að færast út til sveitarfé-
laganna sjálfra. Annað hvort
ráða þau til sín sérmenntað
fólk eða þau leita til sjálfstætt
starfandi ráðgjafa.
Þetta kemur m. a. fram í við-
tali við Stefán Thors, skipu-
lagsstjóra ríkisins, hér í blaðinu
í dag. Hann telur, að bæði
ábyrgð og vald með tilliti til
skipulags eigi að vera í höndum
sveitarfélagnna sjálfra.— Hlut-
verk ríkisins á að vera fólgið í
því að hafa með höndum ráð-
gjöf við undirbúning undir
skipulagsgerð og eftirlit. Þessi
ráðgjafarstarfsemi á að snúa
^að sveitarstjórnum en einnig
I ekki síður að hinum al-
menna borgara.