Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 2
2 <• B —■ .H 1 i! M0K(,U:.\15LAÐ1Ð )UR 8. OKTÓBER Hugbúnaöurimi „Hú$“ lyiii’ fasleigiiasölur Húsnæó- islánln hældca LÁN frá Húsnæðisstofiiun ríkis- ins hækkuðu 1. október sl. Eru hámarkslán til kaupa eða bygg- ingar á nýjum íbúðum nú kr. 4.133.000 fyrir fyrstu íbúð og kr. 2.893.000 fyrir seinni íbúð, en hámarkslán til kaupa á eldri íbúðum kr. 2.893.000 fyrir fyrstu íbúð en kr. 2.025.000 fyr- ir seinni íbúð. Lánstíminn er 40 ár og ársvext- ir 3,5%. Gjalddagar eru 1. febrúar. 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember ár hvert. Lánin eru af- borgunarlaus fyrstu tvö árin og greiðast þá einungis verðbætur og vextir á þau. Á allar greiðslur, bæði vexti og afborganir, eru jafn- an reiknaðar verðbætur í sam- ræmi við lánskjaravísitölu svo og lagaákvæði um greiðslujöfnun. FÉLAG fasteignasala skipaði á síðasta ári nefiid til að gera úttekt á tölvumálum félagsins og var markmiðið að vinna að stöðlun hug- og vélbúnaðar fyr- ir fasteignasölur. Tæknilega ráðgjöf sótti nefhdin til Tölvu- þjónustunnar Úrlausn sf., en það fyrirtæki framleiðir m. a. Innheimtukerfi Iögmanna, sem nú er notað á um 80 lögmanns- stofúm. Ífebrúar sl. voru þau fasteigna- sölukerfi, sem eru á markaðn- um, skoðuð með það fyrir augum að velja það kerfi, sem bezt þjón- aði starfseminni. Taldi nefndin, að fasteignasölukerfið FF væri það kerfi, sem þjónaði starfsemi fasteignasala einna bezt. Kerfi þetta var upphaflega þróað 1984 af Hagvangi, en síðan yfirtekið af Marel og í vor keypti Úrlausn í samvinnu við Félag fasteigna- sala höfundarrétt að kerfinu. — Úr gamla FF kerfinu hefur nú risið nýtt og öflugt kerfi, sem hlotið hefur heitið „Húsið“, sagði Axel Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Úrlausnar í viðtali við Morgunblaðið. — Þetta kerfi keyrir á DOS 3.X og NET stýri- kerfum. í því er í fyrsta lagi hægt að skrá fasteignir, fylgieignir og kaupendur, leita uppi þær fast- eignir, sem falla undir óskir ákveðinna kaupenda en jafnframt leita uppi þá kaupendur, sem ef til vill hefðu áhuga á viðkomandi eign. Einnig er hægt að reikna út áhvíiandi veðlán, eftirstöðvabréf, núvirði og greiðslubyrði, halda skrá um sölur, sölulaun, sölu- skatt, auglýsingakostnað, skoðun- argjald o. fl. Jafnframt má skrifa út söluyfirlit, kauptilboð, kaup- samning, umboð og eftirstöðva- bréf á stöðluð eyðublöð Félags fasteignasala. Loks má fá sam- lestrarlista á eignum og kaupend- í tileftii af útgáfú íslenzkra þol- hönnunarstaðla verður haldinn kynningarfúndur á vegum Byggingarstaðlaráðs og félags- málaráðuneytisins á morgun, mánudaginn 9. október. Fer fundurinn fram í Borgartúni 6 og hefst kl. 13,10 með ávarpi Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra. eir staðlar, sem um verður rætt, eru álagsforsendur við hönnun mannvirkja (ÍST 12), jarð- skjálftar, álag og hönnunarreglur (ÍST 13), steinsteypuvirki (IST um auk ótal úrtakslista. Ein af þeim fasteignasölum, sem tekið hafa þetta kerfi í notk- un, er fasteignasalan Gimli, en þar keyrir„Húsið“ í netkerfi með fjórum vinnustöðvum.— Það er óneitanlega stórt skref að sam- ræma þessa hluti, en engu að síður nauðsynlegt, þegar haft er í huga, að í nánustu framtíð tengjast tölv- ur fasteignasala Þjóðskrá, fast- eignaskrám og veðmálabókum, sagði Axel Gunnlaugsson að lok- 14), öryggi mannvirkja (ÍST/DS 409), stálvirki (ÍST/DS 412), timburvirki (ÍST/DS 413) og ál- virki (ÍST/DS 419). Eldri útgáfur ÍST 12 og ÍST 13 falla úr gildi við gildistöku nýju staðlanna. Auk ofangreindra staðla verður kynnt vinna við væntanlegan grundunarstaðal þar eða gerð íslenzkra sérákvæða við danska staðalinn DS 415. Þeir sem flytja erindi á fundinum eru Ólafur Erlingsson, Guðbrandur Steinþórsson, Ingunn Sæmunds- dóttir, Vífill Oddsson og Þorsteinn Helgason. Fundarstjóri verður Gunnar S. Björnsson. Fjárhæðir og greiðslubyrði lána Húsnæðisstofhunar ríkisins október — desember 1989 Lán til kaupa eða byggingar á nýjum íbúðum: Hámarkslán — fyrsta íbúð Hámarkslán — seinni íbúð Lán til kaupa á eldri íbúðum: Hámarkslán — fyrsta íbúð Hámarkslán — seinni íbúð LánsQárhæð Ársfjórðnngs- greiðsla* 1. og 2. ár 3.-40. ár kr. 4.133.000,- kr. 36.164,- kr. 49.270.- kr. 2.893.000,- kr. 25.314,- kr. 34.488,- kr. 2.893.000,- kr. 25.314,- kr. 34.488.- kr. 2.025.000,- kr. 17.719.- kr. 24.140,- *Föst árstjoi'ðungsleg greiðsla (án verðbóta) á fóstu verðlagi i okt. 1989. um. Kyiuiing á bygg- ingarstödlnm HÍBÝLI/GARÐUR Skipt niður með litum og formum. Þar sem minna sýnist meira... ið með öllum þeim nauðsynjum sem venjulegur búskapur og stórt heim- ili krefst fellur hugmyndin um stúdíó-íbúð eða opið rými um sjálfa sig. Of mörg húsgögn minnka rým- ið og hefta það frelsi sem opið rými býður upp á. Grundvallarhugmynd- in að baki stúdíó-íbúðar er töluvert frábrugðin venjulegu heimilishaldi og þarf að taka mið af því um leið og skipulagning íbúðarinnar hefst. Borðar þú morgunmat? Lífsvenjur fólks eru misjafnar, háðar starfi, áhugamálum o.s.frv. Mikilvægt er að gera sér grein fyr- ir eigin „lífsmynstri“ áður en ráðist er í framkvæmdir og húsgagna- kaup. Það er því gott ráð að setjast niður og gera sér grein fyrir al- mennri hegðun auk áhugamála og tómstundaiðkana sem koma á fyrir í þessu litla rými. Hvað kemst fyrir og hveiju þarf að hafna. Það er því ágætis'ráð; þó það hljómi hjákát- lega, því flestir telja að þeir þekki sjálfan sig) að skrifa niður hvert skref og þarfir frá því þú vaknar þar til þú sofnar, daglegt líf og helgarlíf. T.d. borðar þú morgun- mat heima á hveijum morgni? Eld- ar þú á kvöldin? Viltu skapa heimil- islegan brag eða viltu undirstrika „frelsið"? Ef um fleiri en einn íbúa er að ræða og e.t.v. litla fjölskyldu getur það auðveldað skipulagið að skoða grunnmynd af ósköp venju- legu húsi ti! að skilja nauðsynlega skiptingu rýma, hvernig og af hverju þeim er skipt niður. Það er einnig góð regla að mæla upp rým- ið eða fá af því teikningu og gera sér grein fyrir öllum hornum, stokk- um og öðru sem gæti hindrað fyrir- ætlanir seinna meir. Síðan er hægt að mæla og teikna upp í réttum hlutföllum, þau húsgögn sem eiga að fara inn, klippa þau út og raða þeim síðan fram og til baka á teikn- ingunni þannig að betra verður að sjá fyrir hvað kemst inn og hvernig hagkvæmast sé að raða því. Þannig er auðveldara að ákveða nauðsyn- lega skiptingu en hún þarf alls ekki að vera í formi veggja því í um- ræddu rými eiga þeir varla heima. Rýmum má skipta á ýmsan veg, á sjónrænan hátt t.d. með lýsingu og litum, með vissum áherslupunktum, skiptingum gólfefna, plöntum, vefnaði, niðurröðun húsgagna og ýmsu öðru sem ég mun fjalla nánar um í næstu grein. Enn fremur mun ég huga nánar að nýtingu en hvað hana varðar þarf að ganga út frá öðrum forsendum en í „venjulegri“ íbúð því nýtingarmöguleika má finna í ýmsum skúmaskotum ef vel er hugað að. Heimili, skv. orðabók, merkir: dvalarstaður eða fast aðsetur. Fyr- ir flest okkar kallar orðið heimili einnig Iram aðrar hugsanir, oftast tilfinningalegar. Flestum, jafnt mönnum sem dýrum er það eðlilegt að hreiðra um sig einhvers staðar, skapa sér bústað, finna sér og sínum skjól. Þetta er því eilítil skýring fyrir okkur á því hvers vegna fiiglinn flýgur svona fljótt úr hreiðrinu og ungt fólk, rétt fullvaxið, steypir sér í alls konar skuldir og hættir öllu til þess að eignast eitthvað sem í fljótu bragði virðist aðeins vera litlir steypukassar. En sem betur býður uppbygging heimilisins upp á dulítið meira en aðeins ytri umbúnað. Það almenna er að fólk byrjar með grundvall- ar nauðþurftir svona rétt til þess að komast af og síðan hægt og sígandi þróar og þroskar með sér stíl og breytir honum, allt eftir efnum og aðstæðum. bergjum. Fólki hættir oft til þess að yfirhlaða og reyna að fá fram Iítið einbýlishús úr litlu íbúðinni eða eina herberginu. Mergur málsins er að í litlu rými sýnist minna meira og meira minna, þ.e. með því að velja fáa en góða hluti, það nauð- synlegasta, sýnist umrætt rými stærra og með því að vejja hluti sem t.d. hafa fleiri en einn notkunar- möguleika. En ef lítið rými er hlað- En það er einmitt að þessum fyrstu og litlu heimilum sem ég ætla að huga að núna og heimilum sem eru „opin“ eða innan „fjög- urra“ veggja, svokallaðar stúdíó íbúðir, því það eru fjölmargir sem kjósa þann lífsmáta þó svo að þeir séu síður en svo nýflognir úr hreiðrinu. Þessar íbúðir eru oft kall- aðar „piparsveina- íbúðir", en sökum kynferðis míns og skoðana (sem verða þó ekki borðlagðar hér) mun ég ekki nota það heiti, og einnig vegna þess að þess konar heimili geta verið hentug og spennandi fyrir barnlausa parið sem nýbyijað er að búa. Við skulum nota hér orðið stúdíó- eða einstaklingsíbúð þó svo oft sé um tvo íbúa eða jafn- vel fleiri að ræða. eftir Elísabetu Ingvorsdóttur V. Að sníða sér stakk ... Þegar litlar íbúðir, opin rými eða svokallaðar einstaklingsíbúðir eru innréttaðar þarf að huga að ýmsu öðru en ef um er að ræða einbýli eða stóra íbúð með mörgum her- Þar scin meira sýiiisl mimia . . .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.