Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 1
o MENNING LISTIR B PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 14. OKTOBER 1989 BLAÐ Lokið hryssurnar inni — og hleypið folanum lausum Hús Bernörðu Alba a Akureyri Spænska leikritaskáldið Lorca var um margt óvenjulegur höfundur. Fyr- ir utan að vera óvenjulega afkastamikill, var yrkisefni hans aðallega konur — eða öllu held- ur þær aðstæður sem konur bjuggu við. Verk hans eru suðupottur mannlegra tilfinninga og hvað lengst gengur hann í ólgunni í Húsi Bernörðu Alba, sem frumsýrit verð- ur hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld. Verkið lýsir heimili frú Bernörðu Alba og dætra hennar fimm. Yngsta dóttirin er gjafvaxta og sú elsta nánast miðaldra. Allar eru systurn- ar ógiftar og hefst leikurinn þar sem mæðgurnar koma heim frá jarðar- för heimilisföðurins. A heimilinu eru einnig tvær vinnukonur, ein ung, önnur gömul og öldruð móðir Bern- örðu, sem er lokuð inni. Það er ljóst strax í upphafí að Bernarða er „einræðisherra" á bæn- um. Allar konurnar sitja og standa eins og hún vill og það hefur alltaf verið þannig. Bernarða skipar átta ára sorgartímabil vegna dauða eig- inmannsins og setur dætrunum það fyrir að sauma heimanmundinn sinn —jafnvel þótt enginn maður sé þeim boðlegur. Þær systur fá ekki að fara út og enginn fær að koma inn á . heimilið. Bernarða virðist hafa sömu afstöðu til karlmanna og til graðfola síns, sem er ólmur inni í stalli og berst um og sparkar, og hún segir: „Lokið hryssurnar inni og hleypið folanum lausum.“ sjá síðu 2 Sigríður Hagalín í hlutverki Bernörðu Alba Kínverski píanóleikarinn Xiao- Mei Zhu, hélt tónleika hér á landi í síðustu viku á vegum Evrópusambands píanókennara. Hún segir okkur lítillegafrá srkennilegu lífi sínu i blaðinu í dag A Kjarvals- stöðum stendur yfir sýning á málverkum eftir Stefán Axel Valdimarsson. Stefán býrnú í Rotterdam og segir okkur frá flökkulífi sem hann hefur lifað frá blautu barnsbeini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.