Morgunblaðið - 14.10.1989, Page 2

Morgunblaðið - 14.10.1989, Page 2
B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR I4. 0KTÓBER 1989 S IS4 v Lokið hryssurnar inni... Þýðandi á verkinu er Einar Bragi. Hann þýddi Hús Bernörðu Alba fyrst fyrir Eeikfélag Reykja- víkur, sem setti verkið upp í Iðnó 1966. Hann þýddi leikritið að nýju síðastliðið sumar fyrir Leikfélag Akureyrar. Um leikmynd og bún- inga sér Charlotte Clason og er þetta í fyrsta skipti sem hún vinnur í íslensku leikhúsi. Charlotte var um langan tíma yfirmaður búninga- deildar Konunglega danska þjóð- leikhússins og hefur hún gert bún- inga og leikmyndir í óteljandi sýn- ingar. Titilhlutverkið í sýningunni leik- ur Sigríður Hagalín, sem kemur til Akureyrar sem gestaleikari frá Leikfélagi Reykjavíkur. Þetta er fyrsta hlutverk Sigríðar hjá Leik- félagi Akureyrar. í öðrum hlutverk- um eru: Sunna Borg, Kristjana Jónsdóttir, Ingunn Jensdóttir, Guð- björg Thoroddsen, María Sigui’ðar- dóttir, Steinunn Ólafsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Þórey Aðalsteinsdóttir og Nanna Ingibjörg Jónsdóttir. Leikstjóri sýningarinnar er Þór- unn Sigurðardóttir. Ég hitti hana að máli og spurði hvaða túlkunar- möguleika þetta verk byði upp á og hvaða leið hún hefði valið. „Það má segja með þetta verk, eins og önnur stórkostleg verk, að það er hægt að setja það- upp á ótal vegu,“ svaraði Þórunn. „I því er mikil dýpt og speki og því hægt að fara ótal leiðir að því. 1 verkinu er mikil ógn, sem mér finnst ekki nauðsynlegt að sé karllegt fyrir- bæri. Þetta er mikill kvennaheimur. Bernarða beitir miklu ofbeldi og það ofbeldi sem konur geta sýnt, með ýmsum táknum, er oft miklu grimmara en það ofbeldi sem karlar geta sýnt. Grimmdin hefur svo mörg andlit — kúgunin líka. Ég leyfi mér í þess- ari uppfærslu að fara mínar eigin leiðir að Lorea og þessu verki. Ég breyti ýmsum hlutum vísvitandi, því ég er viss um að Lorca hefur viljað að fólk nálgaðist þetta verk þannig. Hann skrifaði þetta tveimur mánuð- um áður en hann dó og hafði því ekki tíma til að endurskrifa það. Svo hefur ýmislegt breyst á þeim fimmtíu árum sem liðið hafa síðan Hús Bernörðu Alba var skrifað, sem gerir það að verkum að maður sér verkið í öðru ljósi. Grundvallarviðfangsefni verksins skiljum við allt of vel í dag — því miður. Lorca sýnir okkur hvernig kúgun og ófrelsi biýtur niður og afskræmir eðli manneskjunnar. En Lorca var mjög bjartsýnn maður — í rauninni rómantíker. Þessvegna er nauðsynlegt að sýna andstæð- urnar; fegurðina andspænis kúgun- Æ. (Moitmnblaoio/Runar Pói Hópurinn sem stendur aö sýningunni hjá Leikfélagi Akureyrar inni; ástin verður tákn frelsis og fegurra mannlífs. Sem er í rauninni dálítið sérstakt — því algengt er í bókmenntum að ástin og hjóna- bandið tákni endalok frelsisins. Konurnar sem við sjáum í þessu verki eru í rauninni hlekkjaðar af trú — eða öllu heldur notar Bern- arða Alba trúna til að staðfesta og réttlæta vald sitt. Leikurinn gerist í stéttskiptu ættarsamfélagi, sem er fullt af trúarofstæki og kreddum. Hver og einn hefur sína eigin vörn — Bernarða líka.“ Nú er það dálítið merkilegt með Hús Bernörðu Alba að í því sést enginn karlmaður. Þær systur þekkja aðeins einn karlmann, Pepe Romano, sem elsta systirin er trú- lofuð og þær virðast allar vera með hann á heilanum — svo mikið að allt verkið snýst um hann. „Já, íjarvera karlmannsins verð- ur óhugnanlega næi’verandi. Hann er í öllu sem þær hugsa og gera. I þessu verki er hann tákn fyrir frelsi. Á meðan þær eru lokaðar inni er hann er frjáls allra sinna ferða. Eða hver hefur nokkurn tímann heyrt talað um karlmann sem er lokaður inni svo kvenfólk fari ekki að mæna á hann — eða eitthvað þaðan af verra? Þegar þær systur eru svo lokaðar inni verður frelsið sem tengist karlmanni ennþá stærra í huga þeirra. Þær sjá líka karlmann sem möguleika á því að komast út úr þessari gröf Bernörðu — allt annað en þetta hús er frelsi og eina leiðin fyrir þær til að öðlast það frelsi er í gegnum karlmann. Einar síns liðs fara þær aldrei. Þetta er mjög erótískt verk — þessar systur eiga sér mjög erótíska drauma um karlmanninn." Xiao-Mei Zhu segir að sér hafi oft verið ráðlagt að skrifa ævisögu sína og jafnvel að láta kvikmynda hana. Hún gæti grætt vel á því. En það er ekki það sem hún vill. Hún hefúr þurft að leggja mikið á sig til að geta lært á píanó, fyrst í Kína á tímum menningarbyltingar- innar, þegar öll vestræn tónlist var bönnuð, og síðar í Bandaríkjun- um og Frakklandi þar sem hún vann við ræstingar, barnápössun og fleiri þjónustustörf til að geta framfleitt sér með náminu. Nú lang- ar hana til að spila fyrir aðra og leyfa þeim að njóta tónlistarinnar með sér. „Eg vil að fólk geti skynjað tilfinningar mínar, sem ég túlka með tónlistinni, áður en ég fer að segja því ævisögu mína,“ segir hin fertuga Xiao-Mei Zhu. Xiao-Mei Zhu kom til ís- lands á vegum Evrópu- sambands píanókennara (EPTA) til að halda tvenna tónleika hér á landi. Fyrri tónleikarnir voru á Kjarvalsstöðum síðastliðið mánu- dagskvöid, en aðrir tónleikarnir verða í menningarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði annað kvöld, sunnudaginn 15. október. Xiao-Mei lék Goldberg-tilbrigði Bachs á tónleikunum á Kjarvals- stöðum, en síðastliðið vor lék hún verkið á tónieikum sem hún hélt í kirkju Saint-Julien le Pauvre í París. „Eg var áköf að sjá hvernig við- brögð ég fengi hér við þessu verki,“ sagði Xiao-Mei þegar ég hitti hana daginn eftir tónleikana. „Ekki síst vegna þess hve sterk viðbrögð ég fékk á tónleikunum í París í vor. Ég valdi að spila í kirkju Saints- Juliens vegna þess hve hún er falleg og það á vel við að leika þar tónlist eftir Bach. Frakkar dást mjög að þessari kirkju, og bæði þess vegna og af því að þeir eru gífurlega hrifn- ir af þessu tiltekna verki var frábær aðsókn á tónleikana. Frakkar eru ekki feimnir við að láta tilfinningar sínar í ljós. Ég fékk stórkostleg viðbrögð og fannst á þeirri stundu að allt mitt strit hefði verið fulikom- lega þess virði. Ég hefði sætt mig við að þurfa að deyja þarna á staðn- um. Það eru ekki allir píanóleikarar sem fá að upplifa svona stórkostleg- ar viðtökur. Eftir á bárust mér heil- mörg bréf og ég fékk tiiboð um að leika verkið inn á plötu. Goldberg-tilbrigði Bachs er erfitt verk fyrir áheyrendur því það tekur kiukkutíma í flutningi. Það krefst líka mikillar einbeitingar af píanó- leikaranum og í rauninni dettur engum nema bijálæðingum í hug að setja það á verkefnaskrá hjá sér. Ég byijaði að æfa það þegar ég bjó hjá fjölskyldu í Boston. Ég vildi ekki valda þeim ónæði þegar ég væri að æfa mig og valdi því hljóðl- átt verk sem krafðist mikillar vinnu svo ég hefði nóg að gera. Áheyrendur á tónleikunum á Kjarvalsstöðum sýndu lítil viðbrögð og ég veit ekki ennþá hvað þeim fannst. Ég er óvön því að fá svona lítil viðbrögð því í Bandaríkjunum og Frakklandi láta áheyrendur og gagnrýnendur skoðanir sínar strax í ljós. Ég vona bara að Islendingar geymi tilfinningar sínar innra með sér!“ Kínverjar agaðir Eins og fram kom í grein sem Halldór Haraldsson skrifaði í Menn- ingarblaðið fyrir viku var skóla- ganga Xiao-Mei rofin vegna menn- ingarbyitingarinnar og hún send í vinnubúðir. Hún gat þó haldið áfram að æfa sig á píanóið og nokkrum árum eftir að Deng Xiaop- ing tók við völdum eftir lát Maós komst hún inn í Tónlistarháskólann í Peking þar sem hún var í eitt ár. Árið 1979 kom Sinfóníuhljóm- sveitin í Boston til Kína í tónleika- Xiao-Mei Zhu. Hún spilar á tónleikum í Hafnarborg á morgun ferðalag og reyndu margir kínver- skir tóniistarmenn þá að nota tæki- færið til að komast til Vestur- landa.„Kínverska tóniistarmenn langaði til að fara til Vesturlanda til að kynnast betur vestrænni tón- list og læra að skilja hana,“ segir Xiao- Mei, en henni var hjálpað til að sækja um styrk til náms í Banda- ríkjunum og þangað fór hún árið 1980. „Þegar menningarbyltingin liófst var lagt bann við því að leikin væri vestræn tónlist og allar upptökur eyðilagðar," segir Xiao. „Ég þurfti að læra nýja túlkun þegar ég kom til Bandaríkjanna og aðlaga mig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.