Morgunblaðið - 14.10.1989, Side 4
np •
4. f ■ B _____________ ’ _____________MORGUNBLAÐID IAUGARDAGUR 14. OKTÓBBR 1989
A ....— 1 -
A RISAVÆNGJUM
Stefán Axel sýnir á Kjarvalsstöðum
„Þetta byrjaði allt í sjúkrabíl á leið til HafnarQarðar. Það var allt
fullt á fæðingardeildum hér í Reykjavík. Svo ég fæddist í Firðinum.
Kannski má segja að þessi byrjun hafi verið táknræn fyrir það sem
konia skyldi, því þegar ég er spurður hvaðan ég sé, veit ég eiginlega
ekki hvort ég á að segja „alls staðar“ eða „livergi". Fjölskyldan mín
var stöðugt að flytja milli staða. Ég var aldrei lengur en tvö ár i skóla
á hverjum stað, yfirleitt eitt ár, þangað til á unglingsárum að ég flutti
til Húsavíkur og var þar í fimm ár.“
Stefán Axel á vinnustofu sinni £ Rotterdam
að er Stefán Axel Valdi-
marsson, sem lýsir æsku
sinni, en nú stendur yfir
sýning á verkum hans í
austursal Kjarvalsstaða.
Ég spyr hversvegna hann hafi alltaf
verið að flytja. „Pabbi var verslunar-
stjóri og hélt alltaf að grasið væri
grænna hinum megin við fjallið. Einu
sinni fórum við meir að segja alla
leið til Bandaríkjanna, til Fresno í
Kaliforníu. Móðursystir mín bjó þar
og maðurinn hennar var að koma
upp hjólhýsahverfi. Við fórum til að
hjálpa honum að byggja þetta upp.
Eftir eitt og hálft ár leist okkur ekki
lengur á þetta, pökkuðum niður og
héldum heim, með ekkert nema
ferðatöskur, og á víxlum. Þetta var
stór fjölskylda. Við erum ijórir bræð-
urnir.
En fljótlega eftir að við komum
heim aftur, fluttum við til Húsavík-
ur. Áður en það gerðist náði ég þó
að fara í nokkra kvöidtíma í mynd-
list hjá Hring Jóhannessyni. En ég
átti ekkert við myndlistina meira á
þessum árum. Fór í Menntaskólann
á Akureyri og útskrifaðist þaðan
1977.“
Þá hefurðu auðvitað drifið þig í
myndiistina?
„O-nei. Ég fór að vinna hitt og
þettá'næstu þijú árin. Var á sjónum
— á síld og loðnu. Svo húsvörður í
Krummahólum uppi í Breiðholti í eitt
ár. Síðan var ég í byggingavinnu og
að iokum í fiskvinnslu í Færeyjum í
eitt ár.
Ég vildi ekki fara í myndlist fyrr
en ég gæti verið alveg viss um að
ég gæti unnið við þetta — og haldið
það út. Svo vissi ég ekkert hvoit ég
hefði hæfileika. Svo ekki fór ég í
Myndlista- og handíðaskólann fyrr
en 1980. Þaðan lauk ég námi frá
málaradeild 1984. Síðan lá leiðin til
Hoilands, í Jan van Eyck Akademi
í Maastrich. Þessi akademía er ekki
skóli i klassískum skilningi, heldur
það sem kalla mætti „verkpláss".
Maður fær vinnustofu og þeir borga
40% af efniskostnaði, en gjöldin hjá
þeim eru nánast engin. í regium
skólans stendur að um 40% af nem-
endum skuli vera útlendingar, sem
þýðir að um 10 erlendir myndlistar-
menn komast þarna inn á ári hveiju.
Til dæmis eru yfirleitt þrír til fjórir
íslendingar þarna í senn.“
Já, Holland virðist vera gósenstað-
ur fyrir myndlistarmenn. Að hvaða
leyti eru viðhorf Hollendinga til
myndlistar ólík viðhorfum Islend-
inga?
„Rökin á bak, við fjármögnun
myndlistaruppeldis eru öðruvísi. Hol-
lendingar hafa svo miklar tekjur af
ferðamönnum sem koma til að skoða
listasöfnin þeirra og gömlu meistar-
ana; Rembrandt, Van Gogh og Frans
Halls. Hollendingar taka vissa pró-
sentu af tekjum frá ferðaiðnaði, til
að byggja upp myndlistarnám — í
þeirri von að hægt sé að halda þess-
ari hreyfingu áfram.“
Eftir tveggja ára veru í akademí-
unni, flutti Stefán Axel heim til ís-
lands og tók með sér allar sínar
myndir, engin námslán lengur og við
tók sjómennskan. „Hinsvegar er
þannig kerfi í Hollandi," heldur Stef-
án Axel áfram, „að eftir tveggja ára
veru þar, á maður sama rétt og
Hoilendingar í styrkjakerfinu hjá
þeim, þannig að áður en ég fór heim,
sótti ég um styrk sem er ætlaður
ungum myndlistarniönnum. En þar
sem ég bjóst ekki við neinu, skildi
ég engar myndir eftir. Um haustið
hitti ég svo náunga sem sagði mér
að einhver frá nefndinni hefði komið
í akademíuna og verið að leita að
mér. Honurn var sagt að ég væri
farinn heim, svo ég hélt að allt væri
afskrifað. Af einhverri rælni rauk ég
þó af stað og hringdi til Hollands
úr einhvetjum tíkallasíma í Sand-
gerði; var með tíu metra af tíköllum.
Ég náði í skottið á nefndarmönnum
daginn áður en ákveða skyldi styrk-
ina og sagði þeim að ég væri á ís-
landi bara til að vinna mér inn pen-
ing — sem var auðvitað hvít iygi —
og þeir gáfu mér frest fram í janúar
tii að koma út aftur með myndirnar
mínár. Þetta símtal tók óratíma og
á meðan beið öll skipshöfnin eftir
að komast frá bryggjunni út á miðin.
í janúar fór ég síðan aftur út til
Hollands með verkin mín og naut til
þess styrks frá flugfélaginu hér. Ég
fékk aðstöðu til að setja þau upp í
Ríkisakademíunni í Amsterdam, en
nefndin vildi sjá þau í Maastrich. Ég
varð því að taka þau öll niður og
setja þau upp þar. Svo kom nefndin,
skoðaði þau á föstudegi og á mánu-
degi fékk ég svar frá þeim um að
ég fengi styrk til eins árs. Þar með
var ég aftur fastur í Hollandi og slapp
frá síldinni. Þetta var styrkur til eins
árs og þegar það ár var búið flutti
óg til Rotterdam og hef verið þar
síðan?“
Hvers vegna Rotterdam?
„Það er von þú spyijir. Rotterdam
er köld vinnuborg og er við sjó. Hún
minnir mig mikið á lífið hér heima.
Þetta er risastór hafnarborg, sem
hefur þá kosti að maður getur unnið
í friði. Amsterdam er einskonar kok-
teilborg, þar sem fólk situr á kjaft-
æði daginn út og inn. Rotterdam
hefur hinsvegar verið dauð borg hvað
menningfu snertir, ef frá er talið
Boymans van Beuningen-safnið. En
undanfarin tvö ár hafa þeir í Rotter-
dam dælt peningum í menningarlífið
í von um að geta keypt hjartað inn
í borgina.
Þarna fann ég vinnustofu í gam-
alli verksmiðju. Borgin á hana og
leigir hana út og nú eru þarna um
tuttugu listamenn að vinna, hver
með sitt stúdíó.“
Þú hefur ekki sýnt hér heima frá
því 1985, en hefurðu sýnt eitthvað
í Hollandi?
„I fyrra var ég með einkasýningu
í borg sem heitir Vlissingen í Hol-
landi. Þeir höfðu valið sex unga að-
ila sem höfðu hlotið sama styrk og
ég árið 1987 og voru með sólósýn-
ingu á verkum hvers og eins. í upp-
hafi þessa árs komst ég síðan í kynni
við galleríeiganda í Rotterdam og er
með mjög sterkt gallerí — hefur
reyndar rekið það í 20-25 ár. Hann
var sérfræðingur í Cobra-hópnum á
sínum tíma. Ég var mjög heppinn
að komast í kynni við hann, því hann
er rnjög vel íjárhagslega settur og
rekur galleríið á núlli. Hann notar
það sem kemur inn algerlega til að
auglýsa þá listamenn sem eru á hans
snærum. Hann er eins konar um-
boðsmaður líka og planar fyrir mig
sýningar, þótt ég hafi mjög fijálsar
hendur hvað það varðar. Eg hef þó
samráð við hann þegar ég skipuíegg
mitt sýningahald."
Ertu sestur að í Hollandi?
„Kannski. Við getum sagt að ég
verði þarna þangað til ég get ekki
verið þar lengur. Þá kem ég heim
og fer á sjóinn.
Það er mjög hagstætt að vera í
Hollandi, vegna þess að styrktarkerf-
ið hjá þeim er svo sterkt. Þótt maður
selji ekkert á maður alltaf möguleika
á að fá_ styrk til að halda áfram að
vinna. Á hveiju ári fær 20% umsækj-
enda þann styrk sem ég fékk og
hann er aðeins fyrir listamenn sem
eru að hefja sinn feril. Og hann er
geysilega hár. Síðan er annar styrk-
ur, enn hærri, fyrir listamenn al-
mennt. Að auki er mýgrútur af
styrkjum til afmarkaðra verkefna,
en það ríflegir að maður getur lifað
einhvern tíma á þeim.“
Sem fyrr segir hélt Stefán Axel
síðast sýningu hér í Galleríi Borg
1985. Myndirnar á sýningunni á
Kjarvalsstöðum hafa allar verið unn-
ar eftir þá sýningu. Stefán Axel sýn-
ir aðeins níu myndir nú — allar
gríðarlega stórar. „Já,“ segir Stefán.
„Það komu hérna litlir krakkar í gær
að skoða og einn guttinn kom hérna
inn, horfði á myndirnar og sagði:
Veistu hvað ERRÓ er búinn að mála
margar myndir — 128. Honum
fannst þetta eitthvað fáar rnyndir."
Á myndflötunum birtast skipsstefni
og flugvélavængir — allt stórt í snið-
unum og ég spyr Stefán hvort þetta
sé heimþrá, flökkueðli, eða lífið í
Rotterdam.
Hann hlær, horfir hugsi á vængi
sem breiða úr sér yfir hálfan vegginn
í austursalnum: „Það má kannski
segja að í grófum dráttum hafi form-
in alltaf verið að einfaldast hjá mér,
sem hefur þá ósjálfrátt kallað á
stærra format, sem gefur mér þá
meiri möguieika á að breyta mynd-
efninu í sálrænt andrúmsloft.“
Þannig að flugvél er þá ekki,flug-
vél og skip er ekki skip?
„Nei, nei.“
En myndinar eru nokkuð dökkar.
Ertu þunglyndur?
„Nei, allsekki. Bara ekkert voða
gamall.“
Á leiðinni út velti ég þessu fyrir
mér og rámar þá í einhveija kenn-
ingu ,um að myndlistarmenn vinni
sig úr myrkri, yfir í ljósið. Það er
að segja að þegar þeir eru ungir og
óöruggir, máli þeir í fremur dimmum
litum, en verk þeirra lýsist meir og
meir með aukinni kunnáttu og
þroska. Kannski er það þannig. Alla-
vega eru tvær nýjustu myndirnar á
sýningu Stefáns Axel nokkuð ljósar;
vængirnir risastóru og guli turninn.
Ég sný við og spyr:
Meinarðu að hægt sé að segja um
myndlistarmenn að þeir vinni við að
finna ieiðina frá myrkrinu í ljósið?
Hann flissar og segir: „Þú getur
haft það þannig ef þú vilt,“ og auðvit-
að er hægt að búa til kenningu úr
hveiju sem er — það er þó satt.
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir
Vetrarstarf Kammermúsíkklúbbsins er nú hafið og verða fyrstu
tónleikarnir haldnir í Bústaðarkirkju á morgun, sunnudagskvöldið
15. október. Á tónleikunum flytja fjórir hljóðfæraleikarar úr Sin-
fóníuhljómsveit íslands, þau Szymon Kuran og Andrzej Kleina frá
Póllandi og Sarah Buckley og Gary McBretney frá Bretlandi, þrjá
strengjakvartetta eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Dmitri Shos-
takovitch.
zymon Kuran er vara-
konsertmeistari Sin-
óníuhljómsveitarinnar
og leikur á fyrstu fiðlu
í kvartettinum. Andrzej
leikur á aðra fiðlu, Sarah á lágf-
iðlu og Gary á knéfiðlu. Þau hafa
ekki spilað saman opinberlega
áður, en æft saman heima
ánægjunnar vegna að sögn Szym-
ons.
Verkin sem flutt verða á tón-
leikunum annað kvöld, eru
Strengjakvartett í G- dúr, K. 387
og Strengjakvartett í B-dúr, K
458 eftir Wolfgang A. Mozart og
Strengjakvartett nr. 10 í As-dúr
op. 118 eftir Dmitri Schostako-
vitch.
Kammermúsíkklúbburinn fyr-
irhugar að halda fimm tónleika í
vetur. Þeir næstu verða í desem-
ber með Blásarakvintett
Reykjavíkur og Guðríði Sigurðar-
dóttur píanóleikara.
MEO
Szymon Kuran, Andrzej Kleina, Sarah Buckley og Gary McBretney. Morgunblaðið/Árni Sæberg