Morgunblaðið - 15.10.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 15.10.1989, Síða 1
Lóóaútr- Iiliitaiiir Fram til 1. október sl. var búið að úthluta lóðum undir 115 einbýlishús í Reykjavík á þessu ári auk lóða undir 45 rað- eða parhús. Þá hefur einn- ig verið góð eftirspurn eftir lóð- um undir fjölbýlishús. Ljóst er þó, að lóðaúthlutun hjá borg- inni verður ekki eins mikil á þessu ári og í fyrra, enda óvenjulega mikill fram- kvæmdahugur í fólki þá bæði í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. í viðtali hér í blaðinu í dag ræðir Ágúst Jónsson, skrif- stofustjóri borgarverkfræð- ings, um lóðaúthlutun. Þar kemur m. a. fram, að allir eiga að geta fengið lóð hjá borg- inni, svo framarlega sem þeir uppfylla tilskílin skilyrði. Viðhorfið er afdráttarlaust: Lóð er mannréttindi. 10 <$■ SUNNUDAGUR 15. OKTOBER Sliipling félags- legra ibúöa Lánveitingarfyrir árin 1988 og 1989 úr Byggingarsjóði verkamanna og vegna al- mennra kaupleiguíbúða eru til samtals 1.237 íbúða. Þaraf er lánað til byggingar 675 íbúða í Reykjavík og á Reykjanesi en 562 íbúða föðrum kjördæmum. Þetta kemur fram í nýju frétta- bréfi Húsnæðisstofnunar þar sem birt er greinargerð stofn- unarinnar vegna gagnrýni á lánveitingar til félagslegra íbúðabygginga í júlí á þessu ári. Gagnrýnin fólst í að taumur höfuðborgarsvæðisins væri dreginn um of í þessu efni. Hér á myndinni til hliðar má sjá hvernig fjöldi félagsiegra íbúða skiptist á einstök kjör- dæmi miðað við hverja eitt þúsund íbúa um síðastliðin áramót. í greinargerð Hús- næðisstofnunar, segir að þörf- in fyrir byggingu íbúðarhús- næðis haldist ekki í hendur við íbúafjölda. Þegar fækkun verði á höfuðborgarsvæðinu leiði það af sjálfu sér að þar þurfi minna að byggja. Þá segir enn- fremur: Samkvæmt íbúðaspá Byggðastofnunar fyrir árin 1989 til 1994 kemur f ram að miðað við óbreytt ástand sé þörfin fyrir nýbyggingar á landinu 1.442 íbúðir á ári, þar af í Reykjavík og Reykjanesi 1.221 íbúð en í öðrum kjör- dæmum 221 íbúð á ári. 34.8 29.4 BLAÐ Fjöldi félagslegra íbúða á hverja 1000 íbúa l.jan 1989 Mildó er spiirt 11111 hnseign- ir Viflll- feUs Iifl. Mikið hefur verið um fyrir- spurnir hjá Eignamiðlun- inni um húseignir Vífilfells hf. við Hofsvallagötu og Nesveg, sem auglýstar voru til sölu í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Þórólfur Halldórsson, lögfræð- ingur hjá Eignamiðluninni sagði, að fyrirspyrjendur væru yfirleitt aðilar, sem hefðu hug á að kaupa annað hvort húsið í heilu lagi, ef til kæmi. Þórólfur sagði ennfremur, að verð hefði enn ekki verið ákveð- ið, en Ijóst væri af viðbrögðum markaðarins, að þessar hús- eignir færu á tiltölulega góðu verði.— Ég á alveg eins von á því, að þessar húseignir seljist fljótlega, sagði Þórólfur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.