Morgunblaðið - 15.10.1989, Síða 11
fiEÉt
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER
B 11
Við Hringbraut
Vorum að fá í sölu tveggja hæða hús ásamt kjallara. í
húsinu eru tvær sérhæðir og tvær litlar íbúðir í kjallara
ásamt innbyggðum bílskúr. Húsið getur selst í einu
lagi eða sem tvær einingar.
Útborgun 30-50%. Eftirstöðvar til lengri tíma.
Fasteignasalan Hátún,
Suðurlandsbraut 10,
sfmar 21870,687828
og 687808.
Nú er að hefjast lóðaúthlutun í nýju hverfi, svonefndu Rimahverfi, sem er í Borgarholti norðan við
Foldahverfi. Þar verður úthlutáð í fyrsta áfanga 10 lóðum undir fjölbýlishús með 217 íbúðum og enn-
fremur 19 einbýlishúsalóðum, 11 tvíbýlishúsalóðum og 6 raðhúsalóðum auk 38 íbúða í verkamannabú-
stöðum.
í^málaraðs og borgarminja-
varðar. \Ef leyfi fæst til að rífa
húsið og byggja nýtt, þá er viðkom-
andi samt bundinn af samþykktu
skipulagi og ef því er ekki til að
dreifa, þarf að leggja málið fyrir
skipulagsnefnd áður en hægt er að
samþykkja byggingarleyfið í bygg-
ingarnefnd.
Gatnagerðargjöld af slíkum hús-
um er reiknað þannig, að frá rúm-
máli nýja hússins dregst rúmmál
þeirra bygginga sem fjarlægðar
Íiafa verið af lóðinni. Það er því
eingöngu greitt gatnagerðargjald
af raunverulegri stækkun bygging-
ar á lóðinni. Á eignarlóðum og á
leigulóðum, sem hefur verið úthlut-
að fyrir maí 1984 greiðist núna
aðeins hálft gatnagerðargjald og
þannig verður það til 1. júlí 1990
en eftir þann dag greiðist fullt gat-
nagerðargjald af þessum lóðum eins
og nýjum lóðum.
En gerum ráð fyrir, að einhver
hafi verið búinn að sækja um lóð
og greiða gatnagerðargjöldin, en
vilji nú hætta við allt saman. Hann
þarf kannski að flytja út á land eða
sér einfaldlega, að hann hefur ekki
efni á húsinu. Fær hann þá það
endurgreitt, sem hann er búinn að
borga?— Já, að sjálfsögðu, segir
Ágúst.— Samkvæmt reglum um
gatnagerðargjöld ber þá að endur-
greiða þau ásamt vöxtum og þá er
miðað við skuldabréfavexti.
Ágúst minnir á, að borgarráð
úthlutar byggingarréttinum til til-
tekins aðila og honum er óheimilt
að framselja þann rétt. Ef hann
vill hætta við, verður hann að skila
lóðinni og fá þá gatnagerðargjöldin
endurgreidd eins og áður sagði.
Hafi hann verið búinn að láta teikna
hús, þá fær hann þann kostnað
ekki bættan. Borgin leysir ekki til
sín teikningar, enda á næsti lóðar-
hafi að vera óbundinn af þeim.
Hafi framkvæmdir verið hafnar
t.d. búið að steypa sökkla og jafn-
vel plötu, er þarmeð komið varan-
legt mannvirki á lóðina. Borgarráð
hefur þá heimilað viðkomanda að
selja framkvæmdirnar og þar með
byggingarréttinn, en þó skal alltaf
bjóða borginni að neyta forkaups-
réttar. Ef borgin leysir til sín slíkar
lóðir, þar sem einhverjar fram-
kvæmdir eru hafnar, grunngröftur
eða þaðan af meira, þá bætir borg-
in slíkan útlagðan kostnað, ýmist
eftir mati eða eftir framlögðum
reikningum.
Lóð er mannréttindi
Sú var tíðin, að það þótti mikill
ávinningur að fá lóð í Reykjavík.
Lóðaskorturinn var það mikill, að
margir sáu í því mikla hagnaðarvon
að fá úthlutað lóð hjá borginni og
þar af leiðandi komust á kreik mikl-
ar sögusagnir um brask með þær.
En er það liðin tíð?— Þetta er alger-
lega úr sögunni, segir Ágúst.—
Fólk á þess alltaf kost nú að fá lóð
undir íbúðarhús. Það eru ávallt ein-
hveijar lóðir í boði, en síðan er það
umsækjenda að vega og meta, hvort
þeir vilja þær eða ekki. En það er
ekki um það að ræða að fá neitt
gefins, því að allir borga fullt gatna-
gerðargjald sem önnur gjöld. Að fá
lóð er hins vegar sjálfsagður hlut-
ur, sem allir eiga jafnan kost á án
tilíits til búsetu. Viðhorfið er þannig
nú, að lóð sé mannréttindi.
En er lóðaframboðið orðið slíkt,
ekki bara í Reykjavík, heldur einnig
í nágrannabæjunum, að það sé bók-
staflega af ásettu ráði verið að
keppa um fólkið með lóðafram-
boði?— Nei, svarar Ágúst.— Það
er bara af hinu góða, að fólk geti
valið hvar það fær lóð. Það getur
síðan gert upp hug sinn, hvort það
vill heldur byggja í Reykjavík eða
annars staðar. Eftirspurn eftir lóð-
um hér sýnir samt, að þeir eru
margir, sem vilja byggja í borginni
og þó að eftirspurn hafi ef til vill
eitthvað dregist saman á síðustu
mánuðum, þá er ekki þar með sagt
að menn vilji t. d. heldur byggja í
Kópavogi eða einhverjum öðrum
stöðum fremur en í Reykjavík.
Þróun í húsagerð er mikil nú á
tímum og sumir farnir að velta fyr-
ir sér nýjum tegundum húsa, sem
þurfa miklu stærri lóðir en tíðkazt
hefur. Á meðal þessara húsagerða
eru svonefndir veðurhjúpar af einni
eða annarri gerð. Ágúst var spurð-
ur að því, hvort fram hefðu komið
lóðaumsóknir fyrir slík hús og hvort
borgin væri farin að móta afstöðu
sína til þeirra og svaraði hann þá:
— Þess eru tvö nýleg dæmi, þar
sem sótt var um lóð í því skyni að
byggja þar íbúðarhús með gler-
byggingu yfir lóðina og utan um
íbúðarhúsið eða hluta þess og fá
þannig yfirbyggðan garð. Þá hafa
Ííka komið fram hugmyndir um
gleryfirbyggingar yfir göngugötur
eða torg.
Við smíði íbúðarhúsa með gler-
byggingu að auki þyrftu lóðar-
hafarnir að greiða býsna há gatna-
gerðargjöld, að minnsta kosti að
óbreyttum reglum. Það er hins veg-
ar i athugun hjá borginni hvernig
með skuli fara, þegar sett er gler-
yfirbygging yfir götur og torg, sem
eru þá að minnsta kosti að ein-
hveiju leyti opin almenningi. Sam-
kvæmt reglugerð á að greiða gatna-
gerðargjöld í samræmi við rúmmál
húsa og rúmmál af svona glerbygg-
ingum er oft æði mikið og kannski
hlutfallslega mjög mikið miðað við
flatarmál. Að óbreyttum reglum er
það ekki mjög fýsilegur kostur að
byggja yfir götur og torg, svo að
ekki sé talað um ibúðarhús með
yfirbyggðri lóð.
Engin þörf á skýjakljúfum
Ágúst Jónsson var að lokum
spurður að því, hvort hann teldi vel
að Reykvíkingum búið varðandi
byggingarlóðir og sagði hann þá,
að svo mætti hiklaust telja og raun-
ar á höfuðborgarsvæðinu öllu.—
Innan marka Reykjavíkur er enn
til mikið byggingarland. Það er því
engin nauðsyn á að hefja smíði á
skýjakljúfum- hér líkt og í New
York eða Tókío, enda lítið sambæri-
legt með Reykjavík og þessum
borgum. Benda má samt á, að þeg-
ar Skúlagötusvæðið var skipulagt,
var þar gert ráð fyrir miklu hærri
húsum en voru fyrir. Þar er að finna
gott dæmi þess, að gamall borgar-
hluti er skipulagður að nýju og þá
gert ráð fyrir meiri landnýtingu,
það er fleiri íbúðum á hektara en
áður. s
Einbýlishús á sunnan-
verðu Seltjarnarnesi
Sjávarlóð
Glæsilegt 300 fm einbýlishús á 1500 fm sjávarlóð á
eftirsóttum stað á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Stór
bílskúr. Húsið skiptist m.a. í glæsilegar stofur, stórt
bókaherb. og 4 svefnherb. Hér er um að ræða eittglæsi-
legasta einbýlishús sem nú er í boði á fasteignamark-
aðnum í dag.
Teikn. og allar nánari uppl. á skrifst.
EIGNAMIDUJNIIV
2 77 11 if
Þ I NCHOLTSSTRÆTI 3
Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum.
Þórólfur Halldórsson, lögfr.—Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320
Bilaborgarhúsið
við Fossháls er til sölu
Hér er um aó ræóa nýtt, glæsilegt hús.
Flatarmál er 7340 fm. Eignin hentar vel fyrir ýmis konar
atvinnustarfsemi.
Skipulag hið innra býður upp á margs konar nýtingu.
I húsinu eru bæði innréttaðir, glæsilegir sýningasalir,
verkstæði, auk skrifstofurýmis. Húsið er einnig fullbúið að
utan og lóð er frágengin, en þar eru m.a. 150 bílastæði
með hitalögn. Húsið selst í einu lagi eða hlutum.
Teikningar og allar nánari upplýsingar veittar
á skrifstofunni (ekki í sfma).
EiGnamiÐLunin
ÞINGHOLTSSTRÆTI 3, SÍMI 27711 SverrírKristjánssonsölusstjóri
- ÞorleifurGuðmundsson sölumaður- Unnsteinn Beck hrí. - Þórólfur Halldórsson lögfræðingur