Morgunblaðið - 17.10.1989, Page 3

Morgunblaðið - 17.10.1989, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÖTTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989 --------------------------,-----Ui.-iM-fMl.J,-,----:------:-- B 3 KARATE / NORÐURLANDAMÓTIÐ Halldór Svavarsson fyrsti ís- lenski Norðurlandameistarinn HALLDÓR Svavarsson varð á laugardaginn fyrsti íslending- urinn til að vinná IMorðurlanda- meistaratitil íkarate. Halldór, sem fyrir skemmstu varð tvö- faldur íslandsmeistari í kumite, sigraði einnig nú í kumite, í mínus65 kg flokki. Halldór mætti Finnanum Ari Rasanen í úrslitabardaganum. Hvorugur náði að skora áður en glímutíminn var liðinn, þannig að framlengja varð. Skapti Þulur mótsins til- Hallgrfmsson kynnti áhorfendum skrifar sem fyrrj yrði til að skora yrði Norðurlandameistari. Og viti menn: Halldór var það sem náði höggi á Finnann, svokölluðu Urakan þar sem slegið er með handarbakinu frá hlið í andlit andstæðingsins, og mikilþ fögnuður braust út í Höll- inni. íslenski þjóðsöngurinn hljóm- aði fljótlega í fyrsta skipti á Norður- landamóti, Halldór stóð á efsta palli með gullverðlaunin og menn voru greinilega hrærðir af gleði. Sannar- lega söguleg stund í sögu karate íþróttarinnar hér á landi. Sölvi Rafnsson varð þriðji í þess- um flokki; tapaði 6:2 fyrir Halldóri og 5:2 fyrir Rasanen. Aðeins þrír keppendur voru í flokknum. Ánægja Islendingar voru ánægðir með árangurinn að þessu sinni. „Þetta var mjög gott í heildina hjá okkur,“ sagði Jónína Olesen, en hún náði einmitt þeim glæsilega árangri að hreppa silfurverðiaun í kata, þar sem keppendur sýna staðlaður hreyfingar. Sveitakeppninni vilja íslendingar að vísu eflaust gleyma sem fyrst því þar tókst þeim satt að segja ekki vel upp. Töpuðu öllum sínum viðureignum og lentu í neðsta sæti, bæði í karla- og kvennaflokki. Karl- arnir töpuðu t.d. 0:4, öllum bardög- unum, gegn Dönum í síðustu viður- eigninni, en fram að því höfðu Dan- ir einnig tapað öllum sínum viður- eignum. Meiðsli settu strik í reikn- inginn hjá íslendingum — aðeins 4 af 7 gátu klárað sveitakeppnina, þrír voru meiddir. Birtir til Silfrið góð afmælis- gjöfti! Bn/marc BJtB jf m aJCmm O „ÉG náði þriðja sæti á Norð- urlandamótinu fyrir tveimur árum, en keppti ekki í fyrra. Þetta er meiriháttar árangur núna, ég var búin að gera mér vonir um að ná þriðja sætinu og því er þetta framar nir ’ ■■■t4í 4dlfÍl|-> • ,s• ■ • .. /•; öllum vonum,“ sagði Jónína Olesen, kampakát, eftir að hafa tekið við silfurverðlaun- um íkata. .. , , - m C ins og Jónína nefndi keppti C hún ekki í fyrra, var þá í mm::. barnseignarhléi og Brynjar sonur hennar Konráðsson varð einmitt gjf. 10 mánaða á laugardaginn. Móðir hans hélt því upp á daginn á eftir-' minnilegan hátt. Sá litli var auð- Fwr^4 ^ • InUj vitað í Höllinni með foreldrum sínum, en faðirinn Konráð Stef- ánsson nældi í brons í mínus 75 « kg flokki í kumite. Jónína keppti einungis í kata að þessu sinni. „Kata er orðabók- ; IhIHL - HMft idÉB - H . in í karate,“ sagði hún — menn - r | Ifgr *** ‘ " sýna staðlaðar æfingar. „Það er jafnvægi, öndun og snerpa sem dómararnir horfa fyrst og fremst á. Þá þarf að vera taktur í æfing- unum, hrynjandi — ef hún er flöt ■ 1 er hún leiðinleg á að horfa.“ Jónína sagðist hafa tekið til . ... æfingar á ný þremur mánuðum eftir að Brynjar fæddist. „Ég fór rólega af stað og það var ekki fyrr en fyrir um einum mánuði sem mér fannst ég vera orðin góð aftur. Fyrir hálfum mánuði fór ég svo að æfa á fullu fyrir mótið. Ég ætlaði ekki að keppa; fannst ég andlega ekki nógu vel stemmd, Morgunblaðiö/Sverrir Jónína Olesen ásamt syninum Brynjari Konráðssyni, sem átti tíu mánaða afmæli á laugardaginn. Sá.Iitli virð- ekki nogu orugg. En eg se svo ist kunna vel að meta verðlaunagrip móður sinnar en tekur þó öllu með stóískri ró. sannarlega ekki eftir þvi. Síðan birti til í íslenska hópnum — þegar kom að úrslitum í kata og einstaklingskeppninni í kumite: Jónína var í öðru sæti eftir undanúr- slitin í kata, og hélt því sæti, og munaði litlu á henni og sigurvegar- anum. Anna Carlsdóttir og Hildur Svavarsdóttir kepptu báðar um brons í kumite-keppninni, hvor í sínum flokki, en urðu reyndar báðar að sætta sig við tap. Halldór Sva- varsson gerði sér hins vegar lítið fyrir og nældi í gull, sem fyrr seg- ir, Helgi Jóhannesson hlaut silfur og Sölvi Rafnsson og Konráð Stef- ánsson hlutu bronsverðldun. Iielgi og Konráð voru í -75 kg. flokki. Helgi fékk silfur án þess að vinna glímu; sá sem hann átti að mæta fyrst mætti ekki þannig að hann komst beiht í úrslit þar sem hann tapaði, 0:4, fyrir Hannu Hak- ala frá Finnlandi. Konráð tapaði í byijun fyrir Hakala, en fékk upp- reisnarglímu. Sigraði þá Jens P. Jenssen frá Danmörku, 3:2, og náði þriðja sætinu. Var það vel að verki staðið hjá Konráð, því Jens þessi hafði tapað naumlega fyrir Hakala, 6:5. ■ Úrslit/B 6. „Allt gengið upp í ár“ Með gull í hendi! Morgunblaðiö/Sverrir Halldór Svavarsson á efsta verðlaunapalli, fyrstur íslendinga á Norðurlanda- móti. Honum á hægri hönd er Sölvi Rafnsson sem varð í þriðja sæti og Halldóri á vinstri hönd, á palli númer tvö, er Finninn Ari Rasánen, sem var lagður að velli í lokabardáganum. - sagði Norðurlandameistarinn Halldór Svavarsson að loknum frækilegum sigri „ÉG vonaði auðvitað að ein- hver okkar næði að vinna gull, en hugsaði þó ekkert sérstak- lega um það. Ég stefndi bara að því að gera mitt besta,“ sagði Halldór Svavarsson, ný- bakaður Norðurlandameistari í kumite, í samtali við Morgun- blaðið eftir að hann hafði tekið við gullverðlaununum á laugar- daginn. Flemming landsliðsþjálfari þurfti að hverfa af landi brott á laug- ai'dagsmorgun, vegna vinnur sinnar í Skotlandi. Sagði Halldór það hafa haft slæm áhrif á hópinn — „það sló ntenn út af laginu. Enda gekk okkur hroðalega í liðakeppninni. Við erum reyndar allir svo litlir, það eru yfirleitt stærri menn í liða- keppni því hæð og þyngd hjálpar þar mikið til. Okkar stóru menn eru annað hvort meiddir eða að draga sig í hlé frá keppni. Þetta var eigin- lega nýtt lið sem við vorum með.“ Halldór var að vonum ánægður með árangur sinn, en þó hógvær: „þetta gekk ágætlega hjá mér! Fyr- ir keppnina stefndi ég að því að gera mitt besta. Spila af fingrum fram, en liugsaði ekki um neitt ákveðið sæti. Nú vona ég að þetta fari að ganga hjá mér. Ég hef ekki unnið markvisst að keppniskarate nema síðasta árið. Það hefur nú skilað-árangri og ég er auðvitað mjög ánægður. Eg hef alltaf æft vel en einhvern veginn hefur mér samt ekki gengið vel á mótum fyrr en nú að undanförnu. Andlega hlið- in hefur oft brugðist hjá mér, en allt gengið upp í ár,“ sagðiHalldór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.