Morgunblaðið - 17.10.1989, Page 5

Morgunblaðið - 17.10.1989, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989. B 5 Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Róbert Rafnsson, leikstjórnandi IR-liðsins, er hér búinn að lyfta sér vel upp og síðan lá knötturinn í netinu hjá HK-mönnum. Meistara heppni? KR-ingar héldu uppteknum hætti þegar þeir léku gegn meisturum Vals. Eins og gegn Víkingum á dögunum náðu KR-ingar að knýja fram sigur, 21:20, á spennandi lokamínút- um. Valsmenn voru yfir, 19:20, þegar þrjár mín. voru til leiks- Íoka. Pálí Ólafsson (eldri) jafn- aði, 20:20, en síðan mistókst Valdimar Grímssyni að skora úr vítakasti fyrir Val - skaut framhjá þegar 1,55 mín. voru til leiksloka. Mikill darraðadans var stigin á fjölum Laugardalshallarinn- ar undir lokin og náði Stefán Kristj- ánsson að skora sigurmark' KR, ■■■■■ 21:20, eftir send- SigmundurÓ. ingu frá Páli Ólafs- Steinarsson syni, þegar 1,18 skrifar mjn_ voru eftir. Leikurinn var köflóttur og náðu leikmenn liðanna ekki að skora mark langtímum sam- an. KR-ingar gerðu t.d. ekki mark í níu mínútur þegar staðan var, 14:12, en Valsmenn skoruðu þá fjögur mörk og komust yfir, 14:16. Þá var komið að þeim að skora ekki mark í 9,30 mín. og KR-ingar náðu að jafna, 16:16. Eftir það var jafnt á öllum tölum upp í 20:20. Eftir leikinn varð einum að orði að meistaraheppnin væri með KR. Það getur vel verið að meistara- keppnin sé nieð vesturbæjarliðinu. KR-ingar hafa burði til að tryggja sér Islandsmeistaratitilinn. Þeir hafa tvo snjalla markverði, Leif Dagfinnsson og Gísla Felix Bjarna- son, sem hefur mikið að segja í harðri baráttu. Páll Ólafsson (eldri) hefur engu gleymt. Hann stjórnaði sínum mönnum eins og hershöfðingi og skoraði mjög þýðingarmikil mörk. Konráð Ólavson var einnig mjög góður, hreyfanlegur og fljót- ur. Leifur Dagfinnsson varði vel undir lokin - t.d. skot frá Brynjari Harðarssyni, eftir hraðupphlaup. Sigurður Sveinsson sýndi skemmti- lega takta í horninu hjá KR. Brynjar Ilarðarsson leikur lykil- hlutverk hjá Val. Skorar mikið af mörkum, en er stundum of bráður. Sóknarleikur Vals er ekki nægilega skipulagður. Of mikið er um hnoð leikmanna. Þar af leiðandi eru hornamenn Vals ekki eins ógnandi og áður. Valsmenn skoruðu ekki nema þijú mörk úr hornum. HANDKNATTLEIKUR / SVIÞJOÐ Saab og Drott ósigruð Þorbergur Aðalsteinsson og félagar hans hjá Saab unnu góðan sigur gegn Víkingana í Helsingborg, 23:18. Þorbergur skoraði tvö mörk fyrir Saab, sem er taplaust ásamt Drott eftir tvær umferðir í „Allsvenskan." Gunnar Gunnarsson og félagar hans hjá Ystad töp- uðu, 15:21, fyrir GUIF í Eskilstruna. Frábær sóknamýting ÍR-ingar skoruðu tólf mörk úr þrettán sóknum þegar þeir slógu HK út af laginu og unnu, 30:22 Frosti Guðlaugsson Magnús Ólafsson. Matthías Matthías son. „STRÁKARIMIR léku vel. Það var góð barátta og stemmning hjá þeim. Við vissum að HK er mikið baráttulið. Því ákváðum við að berjast enn meira en þeir. Það tókst og við náðum að slá leikmenn HK út af laginu í byrjun seinni hálfleiksins," sagði Eyjólfur Bragason, þjálf- ari ÍR, eftir að skemmtilegt ÍR- lið hafði unnuð góðan sigur, 30:22, áHK. Leikmenn ÍR-liðsins fóru oft á kostum í Ieiknum og þá sérstaklega 'í upphafi seinni hálf- leiksins. IR yar yfir, 13:10, í leik- ■■■ hléi. Þegar ÍR-ingar SigmundurÓ. settu á fulla ferð í Steinarsson seinni hálfleik stóð sknfar ekki steinn yfir steini í vörn HK og fljótlega mátti sjá stöðuna, 18:11. ÍR-ingar léku leikmenn HIÍ grátt og skoruðu mörk í öllum regn- bogans litum. Sóknarnýting ÍR var frábær fyrstu 20 mín. í seinni hálf- leik. ÍR-ingar skoruðu þá tólf mörk úr þrettán sóknarlotum, sem er 92,3% nýting. Eftir þennan sprett var staðan_ orðin, 25:17. Nýting ÍR-inga var góð í leikn- um. Þeir skoruðu 30 mörk úr 46 sóknarlotum, sem er 65,2%. í fyrrri hálfleik skoruðu þeir þrettán mörk úr nítján sóknum, sem er 68,4% nýting. í seinni hálfleik var nýting- in 62,9%. Sautján mörk voru skoruð úr 27 sóknarlotum. ÍR-ingar áttu aðeins eina feilsendingu í seinni hálfleik og einu sinni var dæmd töf á þá. ÍR með skemmtilegt lið ÍR-liðið, sem er skipað ungum og góðum leikmönnum, er mjög skemmtilegt. Leikmenn liðsins leika fjölbreyttan handknattleik og skor- uðu falleg mörk af línu, úr hornum, með gegnumbrotum og úr hrað- aupphlaupum. Það sem vantar einna helst hjá IR er öflug lang- skot. Hornamenn liðsins Matthías Matthíasson og Frosti Guðlaugsson léku mjög vel - voru hugmundarík- ir. Matthías skoraði sex mörk og þá fiskaði hann fjögur vítaköst, sem gáfu mörk. Magnús Ólafsson var sterkur á línunni - skoraði §ögur mörk úr fjórum skotum. Ólafur Gylfason og Róbert Rafnsson voru vakandi fyrir utan og þá gerði Orri Bollason ágæta hluti. „Það eru margir góðir leikmenn í okkar herbúðum, en okkur vantar fleiri reynda leikmenn. Við höfum nú stuttan tíma til að brosa. Leikum gegn Stjörnunni í Garðabæ á mið- vikudaginn," sagði Eyjólfur Braga- son, þjálfari ÍR. HK-Hðið náði ekki eins góðri nýtingu og IR. Leikmenn liðsins skoruðu 22 mörk úr 47 sóknarlot- um, sem er 48,8% nýting. Of mikið var um feilsendingar hjá leikmön'n- um HK, eða alls þrettán í leiknum. Magnús Sigurðsson og Róbert Har- aldsson voru bestu leikmenn HK- liðsins. Baráttan var góð hjá HK framan af, en greinilegt er að reynsluleysi háir leikmönnum Hðs- ins. Það vantar meiri yfirvegun í sóknaraðgerðir þeirra. ÍHémR FOI_K ■ MIKIL stenmming var í Selj- arskóla þegar ÍR og HK mættust. Sérstaklega voru stuðningsmenn HK líflegir - klæddir í skrautlega búninga, með fána og lúðra. Einn var mættur með bandaríska fán- ann. Hvers vegna er ekki vitað. ■ AFTUR á móti setti einn stuðn- ingsmanna ÍR leiðinlegan blæ á leikinn. Hann var mættur á staðinn með bílaflautu sem ver tengt raf- geymi. Flautaði maðurin í tíma og ótíma og var eins og maður væri staddur í umferðahnút í Seoul, en ekki í íþróttahúsi. Ekki virtist mað- urinn fylgjast með leiknum, heldur kom hann á svæðið með þær hvat- ir og hrella aðra með flautu sinni. Hávaðinn var óbærilegur. Húsvörð- ur verður að stöðva þessa þróun í Seljaskólanum. Banna stuðnings- mönnum IR að að mæta með bif- reiðavarahluti til leiks. Þessi óbæri- legi hávaði er frekar til að fæla handknattleiksunnendur frá heldur en að laða að. Erlingur Kristjánsson skoraði tíu mörk gegn Víkingum. Víkingar vinna nyrðra VÍKIIMGUR vann nauman sigur á KA á Akureyri, 23:22, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 12:12. Fyrri hálfleikur bauð upp á ágætan handknatt- leik, þar sem knötturinn var látinn ganga meðan síðari hálf- leikur var hins vegar lengst af hálfgerður farsi og munar þar kannski mestu að dómarar leiksins, Egill Markússon og Kristján Sveinsson, misstu öll tök á leiknum. Það var jafnræði með liðunum. upphafsmínúturnar uns Erl- ingur þjálfari Kristjánsson hóf stór- skotaárás sína og breytti stöðunni úr 4:4 í 8:4 á 5 Magnús Már mínútna leikkafla. skrifar Heimapiltar virtust - fráAkureyri vera na tökum á leiknum en óþarfa fljótfærni þeirra ásamt baráttu Víkinga gerði þau áform að engu, Víkingar jöfnuðu á lokasekúndu hálfleiksins með marki Bjarka úr horni. Síðari hálfleikur hófst með tveim- ur þrumufleygutn Erlings en eftir það var leikurinn Víkinga, þeir komust í 19:15 um miðjan hálfleik- inn og þó ekki skildi nema eitt. mark í lokin var sigurinn tiltöluiega öruggur. Leikur KA fór nefnilega alveg úr böndum í takt við mistök dómarattna, kollegar þeirra úr Víkingi kláruðu sig betur og héldu höfði. Leikur þessi var ekkert augna- yndi, að stórleik Erlings undan- skildum. Hann hélt liði sínu á floti, en eftir því sem kraftar þurru var enginn til að taka eftir og liðið tap- aði afar mikilvægum leik heima. Víkingar státa af meiri breidd með Bjarka sem aðalmann og fór vel á að sami maður gerði einmitt hitt mikilvæga 23. mark Víkings. V-ÞYSKALAND Bjami markahæstur Bjarni Guðmundsson var marka- hæstur hjá Wanne-Eicke! með fjögur mörk, er liðið tapaði 20:18 (11:11) heima gegn Grosswallstadt um helgina. Michael Root gerði átta mörk fyrir gestina. Gummersbach er enn án sigurs og gerði 15:15 jafntefli við Lemgo, en þetta var fyrsta stig heimamanna. Dusseldorf sigraði loks, vann Fredenbeck 20:16. Kiel vann Dormagen 29:24, Essen — Sehutt- ewald 23:21 og jafntefli varð hjá Milbertshofen og Weiche-Handew- itt, 20:20. Frá JóniHalldóri Garðarssyni ÍV-Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.