Morgunblaðið - 21.10.1989, Page 1
MENNING
LISTIR .
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989 BLAÐ
Áferðalagi milli
himnaog
helvítis
Leikfélag Reykjavíkur tekur formlega við
Borgarleikhúsinu í dag og verða af því
tilefhi hátíðarsýningar á verkunum sem
frumsýnd verða þar í næstu viku.
Ljós heimsins, sem er unnið upp úr
iyrsta hluta Heimsljóss eftir Halidór Lax-
ness, verður frumsýnt á litla sviðinu
þriðjudaginn 24. október og á fimmtudag-
inn verður frumsýning á HöII sumarlands-
ins, sem er unnið upp úr öðrum hluta
sömu bókar.
Kjartan Ragnarsson gerði báðar leik-
gerðirnar og jaftifram leikstjóri Ljóss
heimsins, en Stefán Baldursson leikstýrir
verkinu á stóra sviðinu.
Sögusviðið í Ljósi heimsins er
ísienskt sveitaheimili í kringum
aldamótin síðustu. Á heimilinu eru
húsfreyjan, synir herinar tveir, þeir
Just og Nasi, heimasætan
Magnína, vinnukonan og dóttir
hennar Jana og loks aðalpersónan,
sjálft skáldið Olafur Kárason.
Það fer lítið fyrir kærleika á
niilli heimilisfólksins_ á Fæti undir Fótarfæti
og sveitarómaginn Ólafur á ekki sjö dagna
sæla. Honum er þrælað út til vinnu illa klædd-
um á frostköldum vetrarmorgnum, hatur
bræðranna í garð hvors annars bitnar á honum
og húsfreyjan notar hveija hans minnstu yfir-
sjón sem ástæðu til að minnka við hann rýran
kostinn.
í eymd sinni og veikindum, sem af þessu
hljótast, flýr Ólafur á náðir ímyndunaraflsins
og skáldskapai'ins og verður það síst til að
auka vinsældir hans á heimilinu.
Kjartan Ragnarsson, höfundur leikgerðar
og leikstjóri Ljóss heimsins, hver er ástæðan
fyrir því að þú valdir að skrifa verk upp úr
Heimsljósi?
„Það var leikhússtjórinn, Hallmar Sigurðs-
son, sem bað mig um að vinna þessa leikgerð
eftir að búið var að ræða opnun þessa stóra
og glæsilega leikhúss. Okkur fannst að það
væri ekki annað meira viðeigandi en að Hall-
dór Laxness væri þar einhversstaðar nærri
og fannst þetta efni, úr íslenskri menningu,
eiga sérstaklega vel við. Okkur langaði til að
sameina eitthvað sem væri hluti af okkar arfi,
og þar eru bækur Halldórs Laxness stór þátt-
ur, nýju og fersku leikhúsi. Og þess vegna
eru þetta nýjar leikgerðir.
Heimsljós er einhver fallegasta saga Lax-
ness. Hún er góð og okkur fannst efnið eiga
vel við opnunina. Bækurnar eru um listamann-
inn, skáldið Ólaf Kárason, stöðu hans og það
hvernig er að vera listamaður.
Upphaflega hugmyndin var að reyna að
gera eitt verk úr þessum tveimur fyrstu bókurn
og vera með það á stóra sviðinum, en þegar
ég fór að skoða bækurnar betur fæddist sú
hugmynd að gera tvær heilar sýningar upp
úr þessum tveim fyrstu bókum og sýna þær
á sitt hvoru sviðinu.
Verkin eru geysilega ólíkt. Annað gerist á
einum innilokuðum sveitabæ sem á vel við
formið á litla salnum. Hitt aftur á móti spring-
ur út í miklu miklu meiri stærð. Ólafur, er þá
kominn í þorp þar sem allur heimurinn opnast
fyrir honum. Upp úr þessu kom hugmyndin
að því að gera úr þessu tvö verk, sem væru
á sitt hvoru sviðinu.
Bækurnar eru mjög ólíkar að formi og sýn-
ingarnar eru það þess vegna líka.“
Eru þetta þá tvö sjálfstæð verk?
„Já, þau eru það.“
Fólk verður ekki að koma á báðar sýning-
arnar? Sjá fyrst Ljós heimsins og síðan Höll
sumarsins?
„Nei, alls ekki. Hinsvegar spillir það ekki
því þetta er áframhaldandi saga þótt hún
hafi verið skrifuð sent fjórar sjálfstæðar bæk-
ur. Skáldverkið um Ólaf Kárason kom út á
fjórum árum, 1936-40. Ein bók á ári. Fyrsta
bókins er Ljós heimsins, eins og hún hét í
upphaflegri útgáfu og það er verkið sem ég
leikstýri á litla sviðinu. Önnur bókin hét Höll
sumarlandsins og það er verkið á stóra svið-
inu. Þriðja bókin hét Hús skáldsins og fjórða
bókin var Fegurð himinsins. Þetta eru sjálf-
stæðar bækur, en allar segja þær sögu skálds-
ins Ólafs Kárasonar, frá fæðingu til dauða.
Og leiksýningarnar eru líka sjálfstæðar."
Þú lætur tvo leikara leika skáldið og vera
báða á sviðinu í einu. Hyers vegna gerirðu það?
„Bókin hefst þegar Ólafur er átta ára gam-
all og ég sé enga aðra leið til að leikgera
hann þarna í fyrstu bókinni en láta barn leika
hann. Og af því hann varðveitir barnið í sjálf-
um sér, er alltaf dálítið barn um leið og hann
er heimspekingurinn og skáldið Ólafur Kára-
Fyrstu
frumsýninoar
Leikfélags
Reykjavíkur i
Borgarleikhúsi