Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 3
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTOBER 1989 son, fannst mér gott að undirstrika það með því að láta barnið lifa áfram og tala við hann. Mér fannst að það myndi styrkja þessa tilfinn- ingu að barnið í honum væri alltaf til staðar. Ilinsvegar læt ég hann kveðja æsku sína þeg- ar hann fer frá Fæti.“ Leikmyndin, hún hlýtur að teljast nokkuð óvenjuleg. Þetta kúpta svið og vatnið í kring. Er þetta þín hugmynd eða leikmyndateiknar- ans? „Endanlega hugmyndin er niðurstaðan úr samstarfi okkar Grétar, en það er hann sem útfærir hana. Verkið er mjög huglægt, það gerist mikið í hugarheimi Ólafs og annað- hvert atriði er meira og minna í hans ímynd- un. Og torfbær er ekki alltaf sviðið í ímyndun hans. Hann flýgur til himna og hann sekkur niður í helvíti í sínum draumum og sínum martröðum, þannig að raunsæisleg leikmynd hefði bundið okkur mjög mikið. Auk þess sem leikritið ijallar um mann sem liggur í rúminu mest allan tímann. Það hefði orðið hræðilega kyrrstætt ef við hefðum verið með hann í einu rúmi þarna á sviðinu. Þessi lausn finnst mér gefa okkur afskaplega mikið frelsi. Því það er ekkert sjálfgefið vð að lesa Ljós heimsins hvernig það verður leikið á sviði og það er mikið hugmyndalegt átak að koma því í leik- > rænt form. Hugmyndin að leikmyndinni byggst á því að finna leiðir til að vera fijálsir til að fara vítt og breitt í fantasíu Ólafs.“ Er hún eitthvað lík því sem þú hugsaðir þegar þú skrifaðir leikritið? „Ég hafði reyndar hugsað mér hana óraunsæja, en meira byggða á náttúrulegum efnum. Vatnið var alltaf inni í hugmyndinni hjá mér, en ég hafði líka séð fyrir mér tvær þústir eða þúfur á sviðinu sem væru rúmið hans, en gætu líka verið notaðar sem þúfur utanhúss. Og að það yrði jafnvel útfært með torfi. Og að þetta yrði upp við einn vegginn, ekki svona í miðjum hringnum. En á meðan við vorum að vinna þetta, við Grétar, fórum við smám saman að tala meira um að þetta væri eins og lokaðar fangabúðir, þessi lokaði heimur sem hann sleppur ekki út úr. Þess vegna varð snemma til hjá okkur sú hugsun að reyna að halda þessu ölíu inni í einum lokuð- um hring sem hann slyppi aldrei út úr. Nema í draumum sínum. Þá slyppi hann líka alveg út og inn kæmi annað leiksvið." Fylgirðu alveg bókinni í leikgerðinni? Finnst þér nauðsynlegt að gera það? „Já, tilfinningalega reyni ég að fylgja bók- inni. Það sem bókin er að segja reyni ég að segja með leiksýningunni. En maður endurrað- ar efninu og notar meðul leikhússins til að gefa sterkt andrúmsloft, sem Halldór gerir stundum með orðum. Það er annað að segja einhveija sögu, eða koma einhverri reynslu til skila, á leiksviði heldur en í bók. Bók er form sem býður upp á ákveðnar lausnir, en þær lausnir eiga ekki alltaf við á leiksviði. Svo þetta er alveg sjálfstæð leiksýning. Vona ég-‘ Að finna sérhvert hjarta og snerta það fegurð og sorg Morgunblaðið/Þorkell Jósep færir Ólafi Kárasyni Númarímur Sigurðar Breið- flörð. Það eru þó atriði í sýningunni sem eru tek- in beint upp úr bókinni... „Já, enda eru atriði í bókinni sem eru beinlínis leikhús. Það þarf ekkert að hreyfa við þeim og ég er ekkert að því.“ Áttii’ðu einhveija samvinnu við skáldið þeg- ar þú gerðir leikgerðina? „Nei. Ég held að það sé prinsipp mál hjá' Halldóri að koma ekki nálægt því þegar menn eru að færa bækurnar hans yfir í önnur foim, hvort sem það er kvikmynd eða leikhús. Hann hefur unnið efnið á bók og vill ekki koma nálægt að því sé breytt, en mönnum er fijálst að gera það.“ Hvernig er að vera kominn í nýja Borgar- leikhúsið? „Það er geysilega spennandi og óskaplega mikil upplifun og ævintýri að koma inn í leik- húsið sem við erum búin að vera að beijast fyrir í öll þessi ár. Ég er sannfærður um það að það á eftir að taka okkur einhvern tíma að læra á þetta leikhús eins og fyrir mann sem er búinn að vera dálítið góður að spila á harmónikku að fá nýtt risastórt kirkjuorgel. En mér hefur fundist mjög gaman. í þessu óvenjulega leikhúsi. Litli salurinn er ekki á nokkurn hátt líkur því leikrými sem ég hef unni í áður og mér finnst spennandi að glíma við hann. Mér sýnist líka eftir því litla sem ég hef komið inn í stóra salinn að hann sé alveg einstaklega gott leikhús og þetta sé alveg þræl vel heppnað alltsaman." „Ólafúr Kárason er lítill sveitadrengur, sem verður fyrir miklu mótlæti," segir Helgi Björnsson, sem fer með hlutverk Ólafs í Ljósi heimsins. „Hann er alinn upp við illt atlæti, er bæði sveltur og barinn. Þess vegna verður hann heilsu- laus og veikur og nær aldrei að þroskast á eðlilegan hátt. I bág- indum sínum leitar hann athvarfs í- feg- urðinni, sem hann finnur fyrst i náttú- runni og síðar í skáld- skapnum. Hann sefar þjáninguna með feg- urðinni, sem hann upplifir í gegnum sorgina." Hvernig kynnist Ólafur skáldskapnum á bæ þar sem skáldin eru sögð aumingjar og skáldskapurinn siðlaus? „Það var ekki auðvelt fyrir hánn að nálgast bækur. En það var lesinn húslest- ur á hveiju kvöldi og þar sem Ólafur var fljótur að læra að lesa fékk hann snemma að lesa úr postillunum á þessum húslestr- um. Og hann gerði það af mikiili áfergju þótt ekki hafi þær allar verið spennandi. Síðan á hann líka Númarímur eftir Sig- urð Breiðfjörð, sem hann í bókinni, Heims- Ijósi, fékk frá föður sínum. En í leikritinu er vinnumaðurinn Jósep látinn færa honum þær. I gegnum Númarímur kynnist hann skáldskapnum. Iiann lítur upp til Sigurðar Breiðfjörð, sem getur fundið sérhvert hjarta og snortið það fegurð og sorg. Sig- urður birtist honum í draumi og færir Það sitja fuglar á höndunum á þér Stefán Baldursson leikstjðri Stefán Baldursson leik- stýrir Höll sumarlandsins á stóra sviðinu í Borgar- leikhúsinu, en Höll sum- arlandsins er sjálfstætt framhald á Ljósi heims- ins. Leikritið gerist vorið og sumarið eftir að Ólafur Kárason losnar frá bæn- um Fæti undir Fótarfæti og hefur nýtt líf í Svið- insvík. Stefán Baldursson. Stefán, er mikið brugðið út af bókinni 1 leikgerðinni á Höll Sumarlandsins? „Það þarf auðvitað, eins og alltaf þegar gerðar eru leikgerðir af skáldsögum, að nýta sér aðeins önnur meðöl á sviðinu en gert er í bókinni. Ég myndi samt segja að Kjartan, sem skrifaði leikgerðina, hafi verið sögunni og kjarna hennar mjög trúr. En þetta er auðvitað alltaf spurning um að velja og hafna, hvað er með og hvað er ekki. Samtölin eru í aðalatriðum óbreytt, en Kjartan stokkar þetta upp og raðar í nýjan strúktúr. Og auðvitað þarf að beita öðrum ráðum á sviðinu til að jafnvel ná fram sömu áhrifum og í sögunni. Til þess notarðu með- öl leikhússins í stað ritmálsins.“ Geturðu nefnt mér dæmi um hvernig þú túlkar hluti öðruvísi í leikhúsi en í bók? ORÐININORÐRI Frá Bok och Bihliotek ’89, sem holdiö var í Gautaborg dagana 7.-10. september sl. Fyrri grein Bok och Bibliotek 89. Það er stundum talað um „Bókamessuna". Það hlýtur að vera skrýtið hugtak fyrir þá sem ekki eru sænsku- spilltir í munninum. En „massa“ er, auk þess að vera tónlistarheiti, notað á sænsku bæði yfir guðsþjónustu og kaupstefnu eða vörusýn- ingu. „Bok och Bibliotek" er í senn ráðstefna um bækur og menn- ingu svo og vörusýning þar sem varan er bækur og menning. Hér er um einkafyrirtæki að ræða, sem hefnr stefnt að því að standa undir „Norrænni menningarhátíð" eða „menningarsirkus" og tókst það i ár, með þátttöku allra Norðurlandaþjóðanna. íslendingar hafa sótt bæði sýninguna og ráðstefnuna undanfarin ár, enda aldrei tekið virkan þátt í sjálfri sýningunni fyrr en nú í haust, þegar Bókasam- band Islands og Norræna húsið voru með sinn básinn hvort. Frá fúndi Norðurlandaskáldanna. Frá vinstri: Kristina Lugn, Einar Kárason og Itosa Liksom. Stundum slengdi ég mér nið- ur við hliðina á biblíunni, sem var fallega unnin ljós- prentun af fyrstu íslensku biblíunni (prentaðri á Hól- um í Hjaltadal 1584) og í samskonar bandi og Guðbrandarbiblían gamla. Hún lá þarna undir gleri hjá þeim Þórdísi Þorvaldsdóttur og Önnu Ein- arsdóttur sem höfðu umsjá með sýn- ingarbás Bókasambandsins. Þær svöruðu fyrirspurnum og sáu um að kynna, ekki bara íslensku verkin heldur líka margan gestinn hvern fyrir öðrum. Á þriðja degi sýningar- innar sagði Þórdís að til þeirra kæmi fyrst og fremst fólk með „íslands- dellu“, en meðal þess væru auðvitað margir bóksalar og bókaverðir. „Bókaverðirnir koma fyrst og fremst til að skoða bækurnar, vita hvort hér er eitthvað sem væri vert að þeirra safn keypti. Sama gildir auðvitað um bóksalana, og þeir vilja líka selja okkur bækur. Eg held í sjálfu sér að þótt bókasöfnin séu ekki mikið áberandi á þessari sýningu, þá hefur hún mikið að segja fyrir söfnin, því hér sjá þó bókaverðirnir hvað er til, það má segja að bókasöfnin kynni sig í hverjum bás því það er bókin sem kemur fyrst og síðan söfnin. Sumir tala um að það sé alltof mikil gróðafíkn sem liggi að baki þessari sýningu og það getur vel verið, sjálf- sagt gróðafíkn að einhveiju leyti, en ég held að svona sýningar séu mjög jákvæðar, þrátt fyrir það. Það er gróði fyrir bókaverði að geta séð á einum stað nánast allt sem gefið er út, ef við tökum nú sænska bóka- verði, sem sýningin kannski beinist fyrst og fremst að, þá sjá þeir ekki bara sænskar bókmenntir heldur hluta af dönskum, norskum, finnsk- um og nú sýnishorn af íslenskum bókmenntum og íslenskri bókagerð." Þá sagði Þórdís að sér fyndist endi- lega að íslenskir bókaútgefendur ættu að láta að sér kveða að ári og Anna tók í sama streng og benti á að ef við ættum að standa undir því að fá sérstaka kynningu næsta ár eins og meiningin er þyrfti að bjóða uppá fleira en bækur til að fá at- hygli og að vel mætti ímynda sér myndlistarsýningu, leiksýningu, tón- leika og kynningu á íslenskri kvik- myndagerð í tengslum við „Bok och Bibliotek 90“. Dagskráratriðin væru mikilvæg, þar væri hægt a<3 láta kveða að sér. Og það gerðu íslend- ingar reyndar í ár, helmingi fleiri í sviðsljósinu en í fyrra, þegar Thor Vilhjálmsson stóð einn Islendinga í því íjósi. Þann 9. september kom mennta- málaráðherra Svavar Gestsson og kynnti dagskrána „Orðin í Norðri — Nýskrifað“. í hnitmiðaðri ræðu kynnti hann Norðurlandaskáldin fimm; Einar Kárason, Rosa Liksom, Kristina Lugn, Dea Trier Mörch og Dag Solstad. Dagskrá þeirra, undir stjórn Ulriku Knutsson, reyndist mér betri skemmtun en nokkur önnur sem ég sótti þessa fjóra daga einfald- lega vegna þess að skáldin voru hvert öðru skemmtilegra á þessum fundi. Dag Solstad, sem hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs í ár. ætti að vera óþarft að kynna hér sem höfund og sömuleiðis Einar Kárason og vonandi Die Trier Mörch frá Dan- mörku, sem er bæði grafíklistamaður og rithöfundur og hefur verið þýdd á íslensku, a.m.k. Vetrarbörn (þ- Nína Björk Árnadóttir), Rósa Liksom frá Finnlandi er meðal annars þekkt fyrir bók sína Frosin augnablik (1986) og nú í haust sendir hún frá sér nýtt smásagnasafn, þar sem hún fjallar um finnska Lappland, lífið í Helsingfors og Róm og um hið „ex- ótíska“ ísland! Rósa bæði málar og skrifar og ferðast á sérkennilega magnaðan hátt, hún sagði frá sjálfri sér bæði í Moskvu og í finnska þorp- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989 B 3 --------------------*--------------—-- Skáldið vill að allir séu góðir - en getur ekki án hins vonda verið honum ljósið. Og við vonum að okkur ta- kist að gera slíkt hið sama með þessari sýningu." Þótt saga Ólafs Kárasonar gerist á þess- ari öld er líf hans á bænum Fæti undir Fótarfæti afskaplega fjarlægt því sem við þekkjum í dag. Helgi, á sagan eitthvert erindi til okkar? „Mér finnst hún eiga erindi til okkar því þetta er fallegur skáldskapur. En einn- ig, eins og segir á einum stað í leikritinu: 111 meðferð á skepnum ber vott um grimmd og guðlaust hjarta. Það er aldrei vanþörf á að halda því á lofti og koma því til fólks hvað hlýja og nærgætni skipta miklu rriáli í mannlegum samskiptum. Og saga Ólafs er örugglega ekkert einsdæmi á Islandi á þessum tíma. Svipað hefur áreiðanlega átt sér stað á ótal mörgum bæjum þótt verkið sýni kannski dálítið öfgakennt dæmi. Við getum líka dregið lærdóm af ein- stæðingsskap persónanna í verkinu. Þær lifa allar við harðræði og grimmd og eiga lítið að gefa öðrum. Samskipti þeirra verða öll á einn veg. Þær sýna hvor annarri sjaldnast nokkra umhyggju. Einstæðings- skapurinn er þeim sameiginlegur, en þær ekki til neinnar samkenndar. En eins og Ólafur segir: Það er áreiðan- legt að manneskjurnar myndu skilja hver aðra betur og elska hver aðra meira ef þær vildu viðurkenna hver fyrir annarri hve einmana þær eru.“. MEO Höll sumarlandsins hefst þar sem Ljós heimsins endar: Ólafur Kárason er kominn til Sviðinsvíkur, laus úr prísundinni á Fæti, og í þessu litla sjáv- arplássi opnast honum heimurinn. Við fáum síðan að fylgjast með því hvernig honum vegnar fyrstu mánuðina í þessari nýju veröld. Æ' Olafur er saklaus eins og ungbarn sem kann ekki ennþá að bjarga sér og það er auðvelt fyrir þá sem á vegi hans verða að ráðskast með hann. Hvað segir Þór Tuli- nius, sem fer með hlutverk Ólafs í Höll sum- arlandsins, um þetta? „Ólafur er einstaklingur sem kann ekki almennilega að bera hönd fyrir höfuð sér. Sjálfur getur hann ekki gert flugu mein og þess vegna er kannski farið illa með hann í heimi þar sem lífsbaráttan er erfið. Þegar maður les bókina eftir Laxness þá langar mann oft til að hann veiji sig. Áð hann rísi upp og krefjist þess sem hann á skilið. En hann kann það ekki.“ En gerir þetta hann ekki að litlausri og óspennandi persónu? „Nei, hann er ekki litlaus. Hann hefur svo margt til að lifa fyrir og upplifir svo margt. Og þetta eru sterkar upplifanir. Það eru ógurlega margir hlutir að gerast í hans lífi og þó svo hann verði kannski undir þá er margt sem hann þarf að gera upp vð sig þarna í Sviðinsvík. Hann þarf að gera upp við sig af hveiju hann er skáld og af hveiju hann er til. Hann upplifir líka sína fyrstu ást og uppgötvar hve mikils virði hún er honum. Þannig að það er heilmikil togstreita í honum, hann hefur sterkar þrár og kenndir eins og tilfinningaveru sæmir." Og lærir hann ekkert á reynslu sinni í Sviðinsvík? „Já og nei. Þetta sumar er hann ekki enn búinn að átta sig á því hver hann er. Hann er bara þannig að hann getur ekki gert flugu mein. Og hann veit ekkert ennþá af hveiju. En vissulega þroskast hann og mótast, en það er ekki fyrr í þriðju bókinni, Húsi skálds- ins, sem hann áttar sig á því hvaða hlutverk hann hefur í lífínu. Það er að segja að hann er skáld og skrifar um fegurðina, sorgina og ófullkomleika mannsins, en er ekki hérna til að breyta heiminum. Hann verður áfram sama viðkvæma og ósjálfbjarga manneskj- an.“ Þóft það hafi verið farið illa með hann í sveitinni þá virðist hann ekki búast við neinu slæmu frá fólkinu í Sviðinsvík ... „Hann er auðvitað hræddur. Hræddur um líf sitt þegar allir hafna honum og hann er algjörlega allslaus. Á ekkert nema bækurn- ar. Þegar hann hefur ekkert til að borða og kann heldur ekki að bjarga sér í þeim efnum verður hann hræddur og einmana. En svo berst honum einhvernveginn björgin á síðustu stundu. Ólafur lifir alltaf í trúnni á það góða í manneskjunni og getur í rauninni ekki horfst í augu við það vonda. Enda segir hann ein- hvern tíma seinna að hann hafi draumsýn um heim þar sem allt er gott og allir eru hamingjusamir og hafa nóg að borða. En hann segir samtímis að ef sá heimur væri til þá væru ekki til skáld.“ En á Sviðinsvík, skilur hann fólkið og lífið í kringum sig? „Já, hann skilur margt, en hann er nátt- úrulega bara unglingur og það eru milljón hlutir sem hann skilur ekki. Og hann er allt- af að verða fyrir vonbrigðum með lífið, enda hefur hann miklar væntingar til lífsins að- eins sautján ára.“ MEO „Við getum tekið sem dæmi skáldkonuna á loftinu, Hólmfríði, sem verður_ eiginlega fasti punkturinn í tilverunni hjá Ólafi. Hún fæðir hann og klæðir allt þetta sumar sem leikritið er að gerast og í bókinni eru langar og fallegar lýsingar á því hve heimilið henn- ar er snyrtilegt. Köflótti dúkurinn á borðinu, hvítþvegin gólfin, þessi heimilistilfinning. Við erum auðvitað ekkert að láta hann tala um þetta í sýningunni og þau áhrif sem það hefur á hann, heldur leysum það á annan hátt, með leikmyndinni. Við setjum inn eina eldavél, sem er þá bæði tákn fyrir matseld- ina sem hún stendur fyrir og_ hlýjuna. Hjá henni er alltaf ylur og hiti. Á þessu stóra sviði, sem eins og leikmyndin er leyst hjá okkur er eins og tákn fyrir Sviðinsvík, þetta berangurslega pláss, er þetta eini fasti hita- punkturinn sem hann sækir. Þetta heimilise- liment, sem er auðvitað miklu ítarlegar og öðruvísi lýst í bókinni, reynum við að sýna með okkar táknum. Þetta er bara eitt dæmi. Annað er að Halldór segir kannski í sög- unni hvernig einhver persóna segir einhveija setningu: -sagði hann dimmum rómi eða eitt- hvað slíkt. Við eltum ekki svona lýsingar nákvæmlega. Það getur verið miklu sterkara að segja það einhvernveginn öðruvísi. Ennþá eitt sem við erum ekki alltof mikið að hengja okkur í, það eru útlitslýsingar á fólki. Þær eru merkur og skemmtilegur þátt- ur í bókinni, að búa til þessa mynd fyrir lesandann, en það væri ekki vinnandi vegur að fara að breyta öllum leikurunum til sam- ræmis við útlitslýsingar bókarinnar. Okkur finnst það skipta minna máli, en reynum heldur að taka ákveðna eðlisþætti þessárar perónu sem eru einkennandi fyrir hana og yfirfæra þá í leik. Þannig að feitur maður í bókinni getur verið tággrannur í sýngunni." Þið hafið ekki áhyggjur af því að aðdáend- ur bókarinnar verði fyrir vonbrigðum þegar þeir sjá sögupersónurnar á sviðinu? „Nei, nei. Ef við værum að eltast við það yrði þetta bara söguleg myndskreyting. En auðvitað reynum við að nýta okkur sem allra mest allskonar stikkorð og skemmtilegheit sem Laxness er með og segja kannski alveg óendanlega mikið. Og svo geta lýsingar í bókinni hjá honum, sem eru í óbeinni ræðu og þar af leiðandi kannski ekki með í leik- gerðinni, þær geta samt verið óskaplega sterkur lykill fyrir hluti sem við erum að reyna að sýna í sýningunni. Mér dettur í hug dæmi um Ólaf Kárason sjálfan, en það eru auðvitað til ótalmargar lýsingar af hátt- herni hans og öðru í sögunni. Það er ein ægilega falleg lítil setning, reyndar úr þriðju bókinni Hús skáldsins, þar sem ein persón- an, Jórunn, segir: „Mér finnst alltaf að það sitji fuglar á höndunum á þér þegar þú tal- ar“. Þetta fannst okkur skemmtileg lýsing á því hvernig hann tjáir sig og svona getur maður tekið heilmikið af stikkorðum út, þótt þau séu ekki sögð í sýningunni. Þess vegna er bókin endalaus fjársjóður fyrir okkur að vinna úr.“ Fylgirðu leikgerð Kjartans? „Leikgerðin er lögð fram sem vinnuhand- rit, sem við höfum unnið út frá og já, það má’ segja að hún hafi breyst ansi mikið á æfingatímanum. En aðallega höfum við stytt hana. Hann leggur hana fram í grófu formi með þeirri vitneskju að hún eigi eftir að fara í vinnu og treystir okkur algjörlega fyrir því. Við höfum unnið sýningarnar alveg sjálf- stætt og ekkert heimsótt hvorn annan á æfingar og vitum í rauninni ekkert hvað . hinn er að gera þannig séð. Okkur hefur ekki fundist nein ástæða til að vera að elt- ast við að gera sýningarnar keimlíkar, enda býst ég við að það sé yfir þeim ólíkur stíll og ólíkt yfirbragð. Eins og til dæmis ákvarð- ast af rýminu sem þær eru leiknar í.“ Reynið þið að nota alla þessa nýju mögu- leika sem stóra sviðið býður ykkur upp á? „Mér fannst mikilvægast núna að leyfa þessu rými að njóta sín, en við erum ekkert að velta okkur upp úr allskyns tæknibrellum sem er hægt að nota hérna. Við erum ekk- ert endilega að troða þeim öllum fram svona í fyrstu sýningunni og það á áreiðanlega eftir að nota þær miklu meira í einni og sömu sýningunni en við gerum. Ég hef aðallega lagt áherslu á það í leik- myndinni að leyfa þessu opna rými að njóta sín vel og við höfum ekkert verið eltast við að byggja upp of natúralistískt í kringum ákveðin atriði. Heldur er þetta táknmynd fyrir þorpið. Þetta sviðna og þessa auðn þar sem Ólafur verður oft óskaplega einn á þess- ari píslargöngu sem að verkið er.“ Viðtal: Margrét Elísabet Ólafsdóttir. Frá vinstri: Ingmar Svedberg, formaður finnsk-sænska rithöfúndafélagsins, Lisbet Olson, bókasafhsvörð- ur í Hanaholmen (Helsingfors), Margrét Guðmundsdóttir gjafdkeri v. Norræna Húsið, Anna Einars- dóttir form. framkvæmdanefndar Bókasambands íslands, Guðrún Magnúsdóttir yfirbókavörður Norræna hússins og Ann Sandelin fyrrverandi framkvæmdastjóri Norræna Hússins. inu sínu með átta húsum fjörutíu km frá sænsku landainærunum. „For- eldrar mínir voru smábændur með sjö börn, ég er yngst og það voru aldrei lesnar bækur í minni fjöl- skyldu. Enginn hafði áhuga á listum eða neinu svoleiðis, svo ég hafði held- ur engan áhuga á bókmenntum og listum. Þess vegna er dálítið „sjokk“ fyrir mig að ég skuli vera einhver sem skrifar og málar. Mín æðsta ósk var að verða rússneskukennari. Og það varð ég aldrei. — Jú, það er of seint. En svona er andrúmsloftið sem ég kem úr. Mjög sérstakt. Og mjög þrúgandi. Fullt af angist. Og guðs- ótta. Og fólkið — það er btjálað. Allir sem einn.“ Og þessa sakleysis- legu ræðu með barnslegum og mjög svo persónulegum áherslum botnaði hún með ábyrgðarfullri setningu: „En fyrir rithöfund er þetta mjög áhugavert andnimsloft og um- hverfi." Og áður en hún las upp úr bók sinni um Moskvu tilkynnti hún vandlega að hún ætti við það vanda- mál að stríða að vera lesblind. Og ég efa að áheyrendur hafi efast um heiðarleika hennar. En allir hlógu. Kristina Lugn er líka dálítill trúður. Og skáld. Hún er þekkt og umdeild í Svíþjóð og „heildarútgáfa" af ljóð- um hennar er löngu komin út undir titlinum „Ró bara ró“ (Lugn bara Lugn) en fyrir skömmu sendi hún frá sér ljóðabókina „Hundstunden". Þá hefur hún skrifað leikrit sem tek- ið hefur verið eftir a.m.k. innanlands og eitt nýtt er væntanlegt á fjalirnar en sjálf lýsir hún yfir: „Ég er búin að skrifa tvö léleg og eitt hálflélegt leikrit og nú kemur leikrit sem segir stopp. Og svo ætla ég að gera sams- konar frama á skáldsagnabrautinni.“ Kristina Lugn þekkir sitt heimafólk auk þess sem hún kann sinn persónu- lega frásagnartón, sem stundum minnir á tón hálfbjána, svo örugglega og svo innilega meðvitað að enginn veigrar sér við að hlæja. Þannig urðu óvænt tilsvör hennar óborganleg skemmtun að þessu sinni, sem og frásögn hennar af sjálfri sér sem ungu skáldi sem orti trúarljóð og þjáðist af offitu og sem foreldrarnir sendu í vist til Noregs, sextán ára að aldri, svo hún mætti víkka sjón- deildarhringinn og þar átti hún að gæta barna og eitt þeirra datt úr rólunni, strax i byrjun, og braut i sér tennur, svo hún hataði fjölskyld- una og fjölskyldan hataði hana og hún gat ekkert gert nema gengið til Drammen og séð „Gone with the wind“ dubbað á norsku. En hvað sem opinberum persónu- leika og sviðshæfileikum líður þá vora skáldin fimm þarna saman kom- in og tilkölluð vegna verka sinna og um þau í heild ætla ég ekki að reyna að fara betri orðum en Svavar Gests- son gerði í ræðu sinni en hann sagði meðal annars: „Og það er sameigin- legt með öllum þessum höfundum að geta skrifað raunsæjar samfélag- slýsingar án þess að það kosti lesend- ur þeirra miklar kvalir og sjálfsaf- neitun að lesa bækur þeirra, eða marga kafl'ibolla fyrir hverja blaðsíðu til að halda sér vakandi... Og ennfrcmur (í mjög lauslegri þýðingu): Þau eru skáld og listamenn sem þora að sjá og lýsa því sem þau sjá á þann hátt að það vekur at- hygli. Og á þann hátt að bækur þeirra eru til handa venjulegu fólki af því þær fjalla utn raunveruleika þessa fólks.“ „Stelpan hans pabba“ vann Einn af hápunktum „Norrænu menningarhátíðarinnar" í ár var op- inberun úrslita í leikritasamkeppni sem „Bok och Bibliotek" efndi til í samvinnu við Göteborgs Stadsteater. Að minnsta kosti 213 höfundar, þar af tveir íslenskir, hafa örugglega beðið með óþreyju allt fram á síðustu stund, en úrslitin voru fyrst tilkynnt á blaðamannafundi þann 5. septem- ber, að verðlaunahafanum viðstödd- um, Patrik Bergner. llinn nýráðni leikhússtjóri Borgarleikhússins Per Lysander kvað leitun á jafri undrandi dómnefnd sem þessari, þegar um- slagið með nafni höfundar verðlauna- leikritsins, „Pappas flicka", var opn- að. Alls höfðu borist 213 leikrit, 124 frá sænskum höfundum, 42 frá Dan- mörku, 40 frá Noregi, 5 frá Finn- landi og 2 frá íslandi. Undrun dóm- nefndar kom til af því að það virtist hafa verið leitað langt yfir skammt, því Patrik Bergner er 27 ára gamall leikari, nú búsettur í Gautaborg og starfar auk þess sem lausráðinn leik- ari við Borgarleikhúsið. Hann er fæddur í Stokkhólmi en ólst upp í Bandaríkjunum og seinna á hinum og þessum stöðum í Svíþjóð. „Pappas flicka", sem er ijölskyldudrama með fjórum hlutverkum, sagði hann fjalla um óttann við að vera ekki elskaður. Hann sagðist hafa sent fjögur leikrit í keppnina og hafa skrifað leikrit síðan hann var um tvítugt, borið sum þeirra undir leikstjóra og „drama- turga", en án árangurs með tilliti til uppfærslu. Þijú leikrit höfðu auk þess verið valin til heiðursviðurkenningar. „Kjærlighed uden yller“, eftir danska rithöfundinn Jess Ornsbo, „Nigger" eftir ungan sænskan höfund að nafni Bengt Ohlsson og „Motet", eftir norska leikarann og höfundinn Ketil Egge, sem hefur starfað við Roga- land teater síðan 1979. í dómnefnd áttu sæti níu manns: Carin Mann- heimer rithöfundur og leikstjóri við sjónvarp, Tomas Tengby rithöfundur og leikstjóri, svo og frá Göteborgs Stadsteater: Birgitta Palme, fyrrver- andi leikhússtjóri, Per Lysander, núverandi leikshússtjóri, leikararnir Christer Fant og Johan Karlbcrg, leikstjórinn Gunnilla Berg og leiklist- arráðunautamir Nadja Gabay og Kristina Ros. Verðlaunum og heið- ursviðurkenningum var síðan úthlut- að við frumsýningu á „Góða ntann- eskjan frá Sezuan" eftir Bertolt Brecht. TEXTI OG MYNDIR: Kristín Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.