Morgunblaðið - 21.10.1989, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTOBER 1989
MORGUNE
íhOKTOBER 1989
B 5»
Hvaöyiijum
með listinni?
Listamannaþing Bandalags íslenskra listamanna verður haldið næstkom-
andi laugardag, undir yfirskriftinni „Listamaðurinn sem lærimeistari“.
Verður þar fjallað um þær breytingar sem verða í menntun listamanna
með tilkomu listaháskóla hér á landi. Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, var
í sumar kjörin til að gegna starfi forseta Bandalags íslenskra listamanna.
Er liún fyrsta konan sem því embætti gegnir, þótt saga bandalagsins nái
aftur fyrir 1930.
,uff luin t ijfifiiffifiufutHU ! j
Bi-ynja segir það hafa vafist lítillega fyrir sér
hvort hún ætti að taka við þessu embætti, „en
ég ákvað að „eyða“ mér í þetta embætti, sem
er ekki svo lítii ákvörðun, ef maður ætlar að
sinna því,“ segir Biynja. „Bæði er það að
þetta er launalaust embætti og sem listamað-
ur verður maður óvirkur á þeim tíma sem maður gegnir
því. Ég hef getað hafnað verkefnum og ýtt öðrum á undan
mér, frá því ég var kosin, 15. júní. Hef ég í staðinn reynt
að sinna þessu embætti. Ég hef verið að lesa mér til, skoð-
að sögu félagsins og tilgang, reynt að hugsa upp framtí-
ðarstefnu.
Samkvæmt lögum bandalagsins kemur tilgangurinn fram
í þremur liðum. í þeim birtist mjög víðtækur skilningur: I
fyrsta lagi, að styðja vöxt og viðgang íslenskra lista, bæði
utan lands og innan. í öðru lagi, að gæta hagsmuna
ísienskra listamanna og í þriðja lagi, að efla samvinnu með
íslenskum listamönnum. Nú, frá því bandalagið var stofn-
að, hefur það eflst — og ekki bara bandalagið, heldur hef-
ur aðildarfélögum fjölgað. Þau eru nú níu með, hvert um
sig um viðeigandi stjórnarskipulagi, sem sinna, að mínu
áliti, fyrsta og öðrum lið. Svo ég fór að velta fyrir mér
hvað væri eftir fyrir bandalagið sjálft. Mín niðurstaða er
að það væru kannski fremur hugmyndafræðilegar og pólití-
skar gerðir og um leið þriðji liðurinn; að efla samvinnu
með íslenskum listamönnum.
Kannski er það aðalmálið í dag, á þessum tímum sem
fjölmiðlarnir hvolfa sér yfir listamennina og þeir jafnvel
álpast til að skemma samvinnuna milli listgreina eða lista-
manna, jafnvel með því að rægja hvern annan í glansmynda-
blöðum. Maður hefur séð það gerast. Það er ægilegt að
þeir skuli ekki skilja það að eini hugsanlegi hagnaðurinn
að því kemur kannski fram í sölu blaðsins. Því miður virð-
ist almenningur enn njóta þess að heyra fólk tala illa um
hvort annað — svo ég orði það ljúflega. Það þarf líka sam-
vinnu á milli listgreina. Grunnur leikhússins byggir á þess-
arisameiningu, því þar koma svo margar listgreinar saman.
í lögum bandalagsins segir að á tveggja ára fresti skuli
efnt til þings. Þó ég sé ekki búin að vera nema tvo mán-
uði, ætla ég ekkert að komast undan því, svo við verðum
með þing núna 28. október. Þessi yfirskrift, „Listamaðurinn
sem lærimeistari", kemur til af því að við verðum að skoða
frumvarpið um listaháskóla og spurninguna í hverra hönd-
um verður menntun og þjálfun listamannanna í framtíð-
inni. Mér finnst sjálfri að hinir skapandi, fijóu listamenn,
sem eru í fullu starfi, verði að hafa hönd í bagga með að
sinna listnemum framtíðarinnar.
Breytingar eru svo örar á okkar tíma — fjölmiðlafár,
gervihnettir og tölvuvæðing hellast yfir okkur. Þessvegna,
kannski, eru tímamótin svo skörp. Við verðum að endur-
skoða svo marga hluti og horfa til framtíðarinnar. Ég held
að það sem geti bjargað okkur frá því að drukkna í öllu
þessu flóði, sé einmitt að sinna listum og efla þær. Banda-
lagið ætti einmitt að vera það tæki sem við getum notað
til að efla baráttuna fyrir því að listamaðurinn verði álitinn
meira virði í þessu þjóðfélagi; litið verði á hans framlag
sem verðmætasköpun. Til þess þarf hann að geta, af al-
hug, sinnt listgrein sinni. Frumherjarnir hafa sannarlega
lagt gundvöllinn að þessu öllu, en nú verðum við að hugsa
upp á nýtt; stokka upp og finna nýjar leiðir."
Þetta komandi listamannaþing verður haldið úti í Viðey.
Ég vona að við getum eflt samvinnu milli listamanna og
hinna ýmsu listgreina. Gamlar aðferðir, með alls kyns yfir-
lýsingum og auglýsingum um málefni, virðast ekki fá hljóm-
gninn. Við höfum ekki komið þeim hugmyndum að, sem
við teljum eiga erindi í blöðin. Við verðum að finna aðra
leið til að koma hugmyndum okkar á framfæri. Þá erum
við náttúrulega komin að verkefnum okkar.“
- Hvers vegna er þingið úti í Viðey?
„Kannski hugsa ég það eins og leikstjóri. I þessu emb-
ætti haga ég mér eftir þeim forsendum sem ég get byggt
á. Annars er það nú svo að ég er í þremur af þeim aðildar-
félögum sem standa að Bandalagi íslenskra listamanna:
Fyrir utan að vera í leikskáldafélaginu, er ég í leikarafélag-
inu, leikstjórafélaginu og auka-aðili í Félagi kvikmyndagerð-
armanna. Kannski er ég manneskjan sem ætti að geta
komið á einhvers konar samstarfi milli listgreina.
Eftir bátsferð út í eyjuna um morguninn verður aðalfund-
ur bandalagsins. Við fáum að skoða húsið og ég þarf ekki
að leita langt yfir skammt, því einn af félögum okkar,
Þorsteinn Gunnarsson, leikari og arkitekt, mun segja okkur
frá innviðum þess. Annar félagi, Ragnar Arnalds, mun
segja okkur frá frumvarpi til listaháskóla, en hann var
formaður nefndarinnar sem samdi það. En hann kemur
ekki sem stjórnmálamaður, heldur sem félagi í Rithöfunda-
sambandinu. Ég vona að þetta geti orðið skemmtilegt og
gagnlegt þing — og ekki of alvarlegt, þótt ég voni að heit-
ar umræður verði milii listamannanna.“
Starfsemi bandalagsins
„í fyrsta lagi höfum við komið okkur upp aðstöðu.
Rætt við Brynju
Benediktsdóttur
forseta
Bandalags
íslenskra
listamanna um
menntun, sköpun
og endursköpun
listamannsins
Menntamálaráðuneytið afhenti herbergi á Laugavegi 24.
Þar er ágætt gagna- og upplýsingasafn, sem listamenn
hafa aðgang að. Skrifstofan hefur verið opin og verður
opin fram að þingi í tvær klukkustundir á dag. Ég býst við
að eftir það nægi að hafa hana opna tvo tíma í viku fyrir
bandalagsfélögin, frá 14-16 á miðvikudögum. Þangað geta
aðildarfélögin og aðrir leitað. Þegar ég var að lesa mér til
um sögu félagsins frá fyrri árum, fann ég heilmikið af
hugmyndum, sem margra hluta_ vegna hefur ekki verið
hægt að hrinda í framkvæmd. Ég hef alltaf sagt í sam-
bandi við leikstjórnina að það sé enginn vandi að fá góðar
hugmyndir, en það er vandi að velja þær úr og fylgja þeim
eftir. Vonandi eflumst við svo við getum sinnt ýmsum
hugmyndum, eins og hugmyndinni um listaverkamiðstöð,
sem er upphaflega frá Thor Vilhjálmssyni, þáverandi for-
seta BÍL. Hún gengur út á það að bandalagið starfi sem
einhvers konar umboð bæði við dreifingu og útfiutning á
listaverkum. Þá á ég ekki bara við myndlist, heldur leik-
list, ritlist og svo framvegis, fyrir öll aðildarfélögin."
Útgáfa tímarits
„Síðan erum við núna að kanna möguleikana á að gefa
út faglegt tímarit, sem allar greinar eiga aðgang að — li-
statímarit, um menningarmál. Hvert aðildarfélag gefur út
sitt fréttabréf og það verður áfram. En þetta er spurning
um umfjöllun um menningu, listir og pólitík og þá um leið
upplýsingar um hvað er helst á döfinni. Við stefnum að
því að gefa tímaritið út 3-4 sinnum á ári. Ef við höfum
virka ritstjóm, hef ég engar áhyggjur af efninu. Það eru
tæplega 1.500 manns í aðildarfélögunum, ef ég tel auka-
aðildina með, þannig að það er stór hópur sem hefur áhuga
á svona fagtímariti, bæði að skrifa í það og til að fylgjast
með. Þetta er ekkert ný hugmynd, því ég held að öll fagfé-
lögin hafi fóstrað hana. En ég held við yrðum sterkari ef
wwwwiwfwiw við gæfum-fgffff*
út sameiginlega."
- Heldurðu að
hér sé fjárhags-
legur grandvöllur
fyrir tímarit af
þessú tagi?
„Já, ef við
náum til dæmis
skylduáskrift,
auk þess sem það
yrði. selt í lausa-
sölu.“
Listin sem
verðmæta-
sköpun
- En þegar þú
talar um alla
möguleikana í
sambandi við
bandalagið, verð-
ur manni hugsað
til þess sem allir
listamenn virðast
sammála um, að
hér sé svo harður
markaður að fást
við, að þeir megi
hafa sig alla við
í vinnu og útsjón-
arsemi til að láta
enda næstum ná
saman. Verður
hægt að fram-
kvæma eitthvað?
„Við búum við
mjög frumstæða
menningar-
pólitík. Að við
skulum ekki
skilja hvílíka
verðmætasköpun
listamenn geta
búið þjóðinni. Það
er allt metið til
peninga — og fyr-
irgefðu — maður
ólst upp við það
að ein af sjö
dauðasyndunum
væri græðgi. Nú
heitir hún ekki
lengur græðgi,
heldur frjáls-
hyggja — og telst
dyggð.
Ef við viljum
læra eitthvað af
öðrum þjóðum,
þá er nærtækt að
líta til Finnanna
sem halda uppi
öflugri menning-
arpólitík, enda
hirða þeir flest
verðlaun, þegar
efnt er til alþjóð-
asamkeppni. Nú,
í sambandi við
iðnað og útflutn-
ing er þetta
geysileg lyfti-
stöng, vegna þess
að listamennirnir
koma þar að
gagni, til dæmis
í sambandi við
hönnun og mark-
-aðssetningu.
Við höfum ver-
ið að skoða listamannalaunin og ég hef þingað með formönn-
um og stjórnum listgreinanna og það eru allir sammála
um að leggja listamannalaun niður, í-þeirri mynd sem þau
eru, því þau eru á vissan hátt niðurlægjandi og gangslaus.
Þarfir listgreinanna eru mjög ólíkar. Leikarar geta ráðið
sig við stofnanir og sinnt sinni list á launum, en rithöfund-
ar, tónskáld og myndlistarmenn hafa enga staði til að leita
til og kannski aðrar þarfir.
Ég get nefnt Listskreytingasjóð sem dæmi. Hér hafa
stjórnmálamenn verið að btjóta lög á listamönnum árum
saman. Það hefur verið ákveðið að viss prósenta fari í List-
skreytingasjóð á hveiju ári og það er 'efnt til samkeppna
meðal myndiistarmanna um umhverfisverk. Síðan eru af-
hent verðlaun, en aldrei hægt að reisa verkið því peningarn-
ir sem eiga að fára í sjóðinn, fara. ekki þangað. Þeir fara
allt annað. Þessir hlutir mæta alltaf afgangi.“
Skapandi og endurskapandi listamenn
„Annars er eitt sem hefur alltaf farið í taugarnar á
mér. Það er skilgreiningin á hinum skapandi og túlkandi
listamanni. Ég held að við íslendingar séum dálítið aftur
úr, því það er eins og eitthvert virðingarleysi felist í orðinu
túlkandi, að túlkandi listamaður sé einhver annars flokks
listamaður,- Ástæðan fyrir þessari skilgreiningu er barátta
Jóns Leifs. Hann skipti þessu niður í þessa tvo flokka. Á
þeim tíma var það nauðsynlegt, því tónskáld og rithöfund-
ar náðu ekki inn launum fyrir verk sín, vegna þess að
þeir voru ekki á staðnum við flutning þeirra. Aftur á móti
leikarinn, söngvarinn og hljóðfæraleikarinn, sem komu á
staðinn, fengu borgað sem performerandi listamenn. Því
varð Jón að hafa þennan háttinn á, til að vekja skilning á
því meðal almennings að vinnu rithöfundar og tónskálds
yrði að launa.
í dag mundi ég vilja kalla þessa tvo hópa skapandi lista-
menn og endurskapandi, því sá leikari, til dæmis, sem
W ékkf' skapandi í list sinni, er enginn leikari. Leikarinn
heldur áfram að skapa og kannski er þetta allt endurskap-
að. Hvaðan fær til dæmis höfundur hugmyndir sínar? Oft
úr raunveruleikanum, en byggir líka alltaf á gamalli hefð
eða fyrri verkum.“
Verksvið íramtíðarinnar
„Virðisaukaskatturinn. Það er mál sem er mjög alvarlegt
og er virkilega framtíðaianál bandalagsins. Ég vil virkja
formenn aðildarfélaganna betur en verið hefur og að þeir
komi meira inn í stjórn bandalagsins, ásamt forseta. Það
tekur enginn að sér formennsku í fagfélagi nema afþví
hann ætlar að sinna því um tíma og ég held að það sé
miklu sterkara að þeir sitji í stjórn bandalagsins. Ef hug-
myndir og ákvarðanir, sem teknar eru um sameiginlega
hagsmuni listamanna, eiga að skila sér vei inn í aðildarfé-
lögin, held ég að þetta sé nauðsynlegt ásamt útgáfu mál-
gagns.
Enn eitt atriði er þessi tortryggni sem ríkir milli lista-
manna og almennings og milli Reykjavíkur og landsbyggð-
arinnar. Ef við tökum Þjóðleikhúsið sem dæmi, þá er það
leikhús allrar þjóðarinnar og auðvitað eigum við sem störf-
um þar að hafa fjármagn til þess að vinna út um landið —
fara með sýningar um allt. En það er varla að hægt sé
að reka húsið eins og það er, hvað þá að efla aðra þætti,
því miður. Þetta býður Reykvíkingum upp á viss forrétt-
indi sem öll þjóðin borgar.
En ég á mér eina hugmynd, sem ég ætla að reyna að
koma í framkvæmd. Við, þessi siglingaþjóð, eigum fullt
af kvótalausum skipum og skipum sem við vitum ekkert
hvað við eigum að gera við. Því ekki að taka eitt af þess-
um skipum og gera að einhvers konar „listagaleiðu" sem
færi á hafnir í kringum landið. í áhöfninni yrðu fulltrúar
allra listgreina, með undirbúnar sýningar. Við byijuðum á
bryggjunum, færum síðan inn í félagsheimilin og þá staði
sem um væri að ræða. En dagskráin byijaði í bæjunum,
listafélögin og skólarnir á hveijum stað undirbyggju einnig
sín prógröm, þannig að úr þessu yrðu menningarleg og
listræn samskipti á báða bóga. Það er endalaus mötun í
þessu þjóðfélagi og allir eru þiggjendur. En ef við gætum
skiptst á að gefa og þiggja, held ég að það breytti miklu.
Þó þetta væri ekki nema einu sinni á ári, til dæmis að
vori fyrir Listahátíð og við mundum enda í Reykjavík við
opnun hennat'. Þetta er vel gerlegt og þetta væri skip sem
sigldi með vei'ðmæti. Þetta er auðvitað spurning um í hvað
við viljum eyða fjármagni. Viljum við eyða því í að rækta
garðinn um allt Íand?
Listin er ekki hluti af lífinu hérna, ekki einu sinni í
Reykjavík. Það hefur orðið aðskilnaður milli listsköpunar-
innar og annarra félagslegra þátta. Sá sem ákveður að
verða listamaður, velur sér hart líf, hann malar ekki gull.
Listámcnn hér hafa verið kallaðir afætur, hér ríkja ölmusu-
sjónarmið og talað er um aðstoð við listamenn. Þetta verð-
ur að breytast — fólk verður að skilja að hér er um verð-
mætasköpun að ræða. Og kannski er listin það eina sem
getur bjargað okkur og er einhvers virði. Það að búa úti
á landi kemur ekki í veg fyrir að menn geti verið virkir
listamenn. Samgöngur og tölvuvæðingin sjá fyrir því.
Þegar ég var að alast upp, fannst manni maður vera
fæddur á hjara veraldar og lifa í ægilegri einangrun í
óbyggilegu landi. En tímarnir eru svo breyttir að allt þetta
sem við töldum til ókosta eru nú álitnir kostir, jafnvel þeir
hlutir sem við seljum ferðamönnum; að slást við rigninguna
og náttúruöflin.“
- Nú Ijallar komandi listamannaþing um frumvarp um
listaháskóla. Það vekur upp hjá manni spurningar um hvað
þér finnist um listauppeldi hér, fram að háskólastigi, og
hvort þú álítur Bandalag íslenskra listamanna geta unnið
að breytingum til batnaðar?
„Þetta er allt samhangandi. Þessvegna finnst mér svo
góð hugmynd formanns framkvæmdastjórnar Listahátíðar
að efna til samkeppni meðal barna og unglinga um listsköp-
un, bara það að fá þau til að sinna listuin.
Þegar verið er að tala um tortryggni landsbyggðarinnar
gagnvart Reykvíkingum, þá á hún sér auðvitað orsakir.
Við hér í Reykjavík búum betur að því að geta sinnt þess-
um þörfum. Það er alveg voðalegt og þarf að breytast.
Við getum auðvitað sagt að landsbyggðin hafi mjög margt
fram yfir okkur; það er hreina loftið, þögnin, náttúrufegurð-
•in og margt annað — landsbyggðin er laus við bílafargan-
ið og lætin. Landsbyggðin hefur óendanlega margt fram
yfir Reykjavík.“
- En fyrir þá foreldra sem vilja að börnin þeirra hljóti
eitthvert listauppeldi, til dæmis leiklist og listdans, dugar
þetta ekki til-
„Nei, það er rétt. Ef fólk á landsbyggðinni vill mennta
börnin sín, verður það að senda þau í burtu, vitandi að þau
koma ekki til baka, því það eru engir atvinnumögúleikar.
Ef jafna á möguleika barna um landið til að eiga aðgang
að listauppeldi, verður að gera listamönnum kleift að vinna
út um allt land. Þeir möguleikar eru ekki fyrir hendi í
dag. Það er ljóst.“
- Þegar við tölum um „listauppeldi“ er líka ljóst að hin-
um skapandi þörfum er ekki sinnt í skólakerfinu hér. Það
þykir ekki eins sjálfsagt að börn læri tónlist, leiklist, list-
dans og myndlist eins og til dæmis stærðfræði, landafræði
eða mannkynssögu. Til þess að hljóta þetta listauppeldi
verða foreldrar að senda börn sín í sérskóla, sem oftar en
ekki eru rándýrir. Er þetta ekki misrétti barna til náms —
eða hvaða tekjuhópur er það sem getur staðið undir þessu
uppeldi og getur bandalagið unnið að breytingum á þessum
málum?
„Bandalagið hefur endalaust verið með góðar tillögur
um þessi mál, en hefur talað fyrir daufum eyrum. Við vei'ð-
um að finna nýjar aðferðir til að hafa áhrif, því það er
greinilegt að gamlar baráttuaðferðir duga ekki lengur. Það
er ekki lengur nóg að fá góðar hugmyndir og koma með
tillögur. Það þarf að fylgja öllu svo miklu fastar eftir í
dag, því við erum að drukkna í tillögum um alla mögulega
hluti. Þegat' við tölum um menningarpólitík og stefnu stjórn-
valda í menningar- og menntunarmálum, eru það nákvæm-
lega þessir hlutir sem við erum að tala um, en ekki ölmus-
ur og greiðasemi og forræði. Við þurfum að fara að svara
spurningunum um hvað við viljum með listinni, hveijir eiga
að stunda hana og hverjir eiga rétt á á njóta hennar.“
Viðtal: Súsanna Svavarsdóttir
Einat Gnðniundssnn skiiiai fiá Amsterdam:
GENGH) A
KÍNAMÚRINN
T
Listamannatvíeykið Ulay/Mar-
ina Abramovic kemur fram und-
ir hollenzku flaggi; hann (Uwe
Laysiepen) er þýskur en hún
júgóslafhesk, og hafa þau starfað
saman síðan 1976; stór nöfn í
Hollandi, sem náð hafa út fyrir
þarlenda landsteina. Á þrammi
um áströlsku eyðimörkina,
1980/81, fengu þau hugmyndina
að ganga úr sitthvorri áttinni
eftir og meðfram Kínamúrnum
til að mætast á miðri leið. Þau
höfðu heyrt, að eina mannvirkið
sem geimfarar á tunglinu gátu
greint á jörðu niðri væri Kína-
múrinn. Göngunni ætluðu þau
að gera skil með myndlistarsýn-
ingu, kvikmyndum, myndbönd-
uin og bók. — Árangurinn er nú
sem sagt kominn í ljós; það var
í Stedelijk Museum — aðrir við-
komustaðir sýningarinnar eru
Antwerpen í Belgíu, Sydney í
Ástralíu, Diisseldorf, París og
Montreal í Kanada, nær þetta
sýningarhald fram til ársins
1991. Sýningin er kölluð „Elsk-
endurnir“.
il að hrinda hug-
mynd sinni í fram-
kvæmd höfðu Ulay
og _ Marina
Abramovic sam-
band við Stedelijk-
Museum-forkólfa. Og þar sem þau
voru stjörnur í hollenzku listalífi á
þeim tíma, 1983, leiddi það til þess,
að sérstök stofnun var sett á lagg-
irnar, Amphis Foundation, málefn-
inu til fjárhagslegs stuðnings og
annars halds. Málið þróaðist jafn-
framt upp á það stig, að hollenzka
ríkisstjórnin tók það upp á sína
arma. Brinkmann, þá- og núver-
andi menntamálaráðherra
(mennta-, heilsu- og velfarnaðar-
málaráðherra á hollenzku), impraði
á möguleikanum, í opinberri heim-
sókn.
Að sögn Hollendinga stendur
vagga skrifræðisins í Kína. I
kínverska menntamálaráðuneytinu
hittu Hollendingar fyrir afar vin-
gjarnlega Kínverja, er brosandi
sögðu þvert'nei við málaleitan. En
á endanum reyndust vera króka-
leiðir og smugur fyrirfundust. Það
tókst með naumindum að koma á
sambandi við Hið kínverska félag
til stuðnings alþjóðlegri vináttu;
hófust þá samningaviðræðuf, m.a.
um fjármálahliðar þar sem græðgin
í Kínveijum gekk alveg fram af
Hollendingum — má þarna kannski
segja að skrattinn hafi hitt ömmu
sína. „Það voru miklir kynninga-
rörðugleikar", skrifaði Frank
Lubbers fyrir hönd Amphis Found-
ation í myndarlega sýningarbókina,
sem ber heitið The Lovers á frum-
málinu. En eftir fimm ára langar
umleitanir gátu Ulay og Marina
Abramovic loksins hafizt fóta. Frá
30. marz til 27. júní 1988 þreyttu
þau gönguna. Hún gekk frá Gula
hafinu en hann lagði upp frá Góbí-
eyðimörkinni. Múrinn teygir sig
yfir rúmlega 4.000 kílómetra og
þessari vegalengd' skiptu þau á
milli sín. Farangur var þeim ekki
til trafala, því kínverskir fylgdar-
menn sáu um þá hlið.
í fréttatilkynningu frá Stedelijk
Museum sagði orðrétt þetta, innan
gæsalappa: „Samkvæmt kínversk-
um goðsagnafræðum er Múrinn
dreki, er táknar kraft yfirborðs
jarðar. Höfuð drekans, karllegi
Ulay: Yfirlit, Elskendurnir.
parturinn (eldur) er við Gula hafið,
og halinn, kvenleikinn (vatn) er í
Góbí-eyðimörkinni. Hinn mikli Múr
fylgir leið drekans umhverfis jörð-
ina. Á nútíma vísindavísu er Múr-
inn byggður á kraftlínum. Lista-
mennirnir tveir vildu gefa sig á
vald þessum kröftum til þess að
kanna hver áhrif Múrinn mikli hefði
á þau.“
Um listamennina er það að segja
að í Hollandi voru nöfn þeirra nefnd
með lotningu er undirritaður dvaldi
fyrst að ráði í Amsterdam, 1983.
Þau koma úr performansgeiranum,
eðli verka hafði með innbyrðis
tengsl þeirra að gera, og jafnframt
það að reyna á þolrif til hins
ýtrasta. Til að mynda sátu þau
saman, bak í bak, fléttuð saman á
hárunum í sautján klukkustundir
samfleytt. Öðrum klukkustundum
samfleytt stóðu þau nakin í dyra-
gátt, svipbrigðasnauð á meðan sýn-
ingargestir þurftu að komast leiðar
sinnar á milli þeirra. Þau voru
tvisvar valin til þátttöku á Doku-
menta í Kassel, árin 1977 og 1982;
er þarna komin skýring á því
hversu mikið hollenzkir hafa látið
með þau. Fyrir Hollendinga skiptir
það afar miklu máli, að; eignast
stjörnur á heimsmælikvarða og er
miklum fjármunum til kostað ár-
lega.
Kínamúrnum viðkomandi er það
helzt að segja, að elztu lilutar hans
eru taldir hafa verið reistir á
fimmtu öld fyrir vestrænt tímatal.
Frumástæða var, að skilja í sundur
þrætugjörn, heimarík kínversk hér-
öð, en svo fór þetta út í það, að
verða varnarveggur gegn útlenzk-
um djöflum (aðallega mongólum).
— Seinni tíma saga Múrsins er að
hluta til sú, að í menningarbylting-
unni var hvatt til niðurrifs og al-
múganum sagt að nota múrstein-
ana til þess að reisa ný fjölskyldu- •
hús. Það var því gengið á Múrinn.
En svo fór Richard Nixon, Banda-
ríkjaforseti tii Kína á sínum tíma.
Hið útlendingafælna Kína hóf að
opnast gagnvart umheiminum. Og
þurfti þá að fylla upp í eyður hér
og þar — sums staðar var það gert
með frauðplasti svo sýna mætti
erlendum ferðamönnum múrinn
sem heillegastan. Kínveijar voru
Ulay: Aukalit, Elskendurnir.
áfjáðir í þann erlenda gjaldeyri sem
ferðaþjónustuiðnvæðingu hlaut að
fyigja. Andy Warhol lét það orð
falla við vegginn, að hann væri
„nice“.
Hver áhrif Kínamúrinn hafði á
listafólkið var sýningunni í Sted-
elijk Museum ætlað að leiða í ljós.
Sýningin fól í sér þáttaskilin^sem
orðið höfðu í lífi listaparsins á
langri leið frá fæðingu hugmyndar-
innar til útfærslunnar. Elskendurn-
ir voru hættir að elskast þá loksins
er þau gátu hafizt handa um að
ljúka verkefninu. Hollenzk gyllini,
nokkrar milljónir að miklum líkind-
um, þvinguðu skötuhjúin til þess
að fara alla leiðina. Um var að
ræða e.k. hjónaskilnaðarsýningu;
einstaklingsbundin verk þeirra
voru í aðskildum sölum.
Marina Abramovic nefnir sitt
tillegg Boat Emptying, Stream
Entering og í greinargerð frá Sted-
elijk Museum segir: „ . . . allri kjöl-
festu hefur verið varpað útbyrðis,
öilum ónauðsynjum fleygt fyrir
borð, efnisþátturinn er í lágmarki
þess sem komast má af með til
þess að hleypa inn streymi nýrrar
orku. Þessi upplifun nýrrar orku-
hleðslu býður Marina sýningargest-
um að njóta í formi objekta úr sér-
lega eðlisleiðandi (varma-, raf-
magnsleiðandi, o.s.frv.) efnurn sem
eru kopar og kvarz.“ Meintir obj-
ektar, um 30 talsins, voru festir
upp á veggi þriggja sýningarsala
og gestum boðin afnot af þeim,
standandi, sitjandi eða liggjandi,
til orkuhlcðslu . . . Þá var hún og
með vídeóuppsetningu, þar sem
minna var um að ræða abstrakta
upplifun Kínamúrsins.
„Ulay gefur sínum hluta sýning-
arinnar yfirskriftiná The Wall, The
Walk, The Alien, er skírskotar til
vitundai' um verund hans á múrn-
um, gönguna og framandleika í
kínversku umhverfi. Nokkrir sýn-
ingarmuna eru relief, rismyndir
jákvæðra og neikvæðra -forma.
Hann hefur einnig sett upp verk,
sem byggir á eigin ljósmyndum
teknuin á göngunni. Loks er lit-
skyggnufrásögn af gönguferðalag-
inu.“ (Tilvitnun er sótt í greinar-
gerð frá SM.)
Haustið 1988 héldu Mariná
Abramovic og Ulay aftur til Kína
tii þess að gera tvær kvikmyndir,
sviðssetningar áður afrekaðrar
Kínamúrsgöngu. Þessar tvær kvik-
rnyndir voru svo sameinaðar í eina
útgáfu; titillinn The Lovers — sýn-
ingartími 52 inínútur. — Þar sem
um ræðir leikna kvíkmynd, er helzti
gallinn náttúrulega sá, að myndin
var ekki gerð fyrir breiðtjald heldur
tekin á 16 mm filmu.
Vitaskuld hvarflar að manni, að
óðum nálgist sá góði veðurdagur í
Hollandi, þegar sagan af „Gömlu
fötum keisarans“ verður skráð. En
grófi dráttur sögunnar þeirrar er
sá, að keisarinn klæddist svo gat-
slitnum fötum, að um föt var naum-
ast að tala, Tízkusérfræðingarnir
sögðu hins vegar, að þetta væri
einmitt móðurinn; „yðar keisara-
lega hátign, þér eruð hæstmóðins
og aðeins fífl sjá það ekki,“ sögðu
ráðgjafarnir. Gömlu fötin keisarans
voru svo gatslitin, að í rauninni
stóð hann aðeins uppi á nærkiæð-
unum. En enginn sagði neitt. Allir
dáðust að gömlu fötum keisarans.
Saklausum börnum var haidið inni
á lokuðum dagvistunarstofnun-
um . . .
Af Kínvetjum er annars það að
segja, að þeirra stjórnvöld hafa á
sumrinu 1989 þvegið af sér þróun
í lýðræðisátt með blóðbaði á Torgi
hins himneska friðar, í Peking.
Þessi stærsta þjóð heims, með
stærstu dagblöð í heimi, er svo
hrædd við erlend menningaráhrif
(þeir taia um vestræna menning-
armengun og miðla ekki því sem
er að gerast í franskri myndlist eða
þýzkum bókmenntum), að hún iok-
ar gluggum og reisir um sig ósýni-
léga varnarmúra; hin bendandi ör
vísar því eðiilega í áttina til stein-
aldarstigsins, vegna þess að aliur
þvingaður menningarlegur sam-
dráttur leiðir til hnignunat'. — En
svo eru Kínvetjar vísast óskiljan-
legir eins og íslendingar. Kínveijar
geta ekki verið án dollara (erlendir
ferðamenn gefa af sér 2,2 milljarða
dollara og eru helzta tekjulind út-
lends gjaldeyris), svo aldrei er að
vita nema þeir geri út á hið ósýni-
lega, eins og svo margar aðrar
þjóðir.
Ping-pong.