Morgunblaðið - 21.10.1989, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.10.1989, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989 Höfundur íslenskrar cesku í hálfa öld Armann Kr. Einarsson AFI seildist í vasann og dró upp vasaklút til að þurrka burtu tár- in af grátbólgnu andlitinu. En það var þá ekkert að þurrka, tárin voru þornuð. Leiftursnöggt grúfði Nonni litli sig upp að afa sínum og greip svo fast um háls hans, að hann kenndi til. Afi greindi öran hjatslátt og djúp ekkasog. Hann reyndi ekki að losa tökin, og sagði ekki held- ur neitt, en strauk sefandi um hnakka og herðar Nonna litla. Kannski fannst litla kútnum best að grúfa sig í háls- akot, meðan hann væri að jafna sig. Afí bar Nonna heim að húsinu. Enn ríghélt Iitli hnokkinn sér um háls afa síns og hreyfði sig ekki. Eftir drykklanga stund losaði hann loks tökin, lyfti grátbólgnu andlitinu og hvíslaði: Pabbi! Já, nefndu mig, ef þér liggur lítið við, svaraði afi lágt, líkt og í trúnaði. Um leið þrýsti hann Nonna litla að sér, eins og til merkis um, að hjá honum gæti hann ævinlega leitað skjóls og öruggrar verndar. Nonni litli er aðalpersónan í bókinni „Afastrákur", eftir Ármann Kr. Einai’s- son, einhvern afkasta- mesta og virtasta barna- bókahöfund okkar Islendinga. Nonni hefur Ient í sínum fyrstu slagsmálum við krakkana í götunni og það er erfið reynsla. Krakkarnir í götunni eru samt engin illfygli, bara venjulegir krakkar sem eiga sína góðu og slæmu daga, rétt eins og Nonni. Þau eru smátt og smátt að læra á heiminn og mennina og lexían getur oft verið hörð. Ármann hefur skrifað um fjöru- tíu bækur og eitt eiga þær sam- merkt — þær fjalla allar um það volk sem barnið velkist í á leið sinni til manns. Börnin hans Ár- manns eru ólík; hrekkjalómar og sakleysingjar, ævintýrapersónur og hann Jói í næsta húsi. Það sem hefur alitaf heillað mig mest við bækur Ármanns er að lýs- ingin á börnunum er trúverðug; þau bregðast tilfinningalega við áreiti, ekki skynsamlega. Þeim sárnar og þau gráta, þau gleðjast og þau hlæja og þau gleyma sér í hita leiks- ins án þess að hugsa út í afleiðing- ar. Þau böi'n Ármanns sem ekki bregðast tilfinningalega við aðstæð- um (heldur eftir einhveijum reglum hins harða heims) eiga gjarnan bágt. Þau nota stæla sem vörn, en iesandinn fær að sjá einsemdina og örvæntinguna á bak við grímuna. Fyrsta bók Ármanns, „Vonir“, sem hann gaf út 19 ára gamall, var þó ekki barnabók og enginn vildi gefa hana út. I bókinni „Lagt út í lífið“ segir Ármann frá þessum 'tíma. Hann gaf út bókina sjálfur og rölti, staurblankur, með hana um Suðurnes og seldi. Fólk var svo „gott í sér“, að það keypti bók af stráknum. En gefum Ármanni sjálf- um orðið: „Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef tekið víxil," segir hann, „en eftir þetta hef ég aldrei verið á hrakhólum með útgefendur". - Voru „Vonir“ fyrsta sagan sem þú samdir? „Nei, nei. Mér fannst mjög gam- an að sögum þegar ég var krakki. Við vorum mörg systkinin, eða níu talsins. Og við vorum alltaf að segja hvert öðru sögur. Svo tókum við upp á því að gefa út handskrif- að blað með sögum, skrítlum og teikningum. Blaðið hét Gosi og alls komu út fimm tölu- blöð. Þau eru nú öll týnd og það er í rauninni leiðinlegt að hafa ekki passað betur upp á þetta. Einn bróðir minn var feyki- lega flinkur teiknari og hann teikn- aði allar myndirnar í blaðið. Hann dó innan við þrítugt, svo ekki er hægt að segja hvert þessi útgáfa hefði getað leitt hann, en líklega hefur þetta verið kveikjan að mínum rithöfundaferli. En reyndar birtist fyrsta sagan mín, „Kappakstur", í bamablaðinu „Unga ísland", þegar ég var um fermingu. Það var mér mikil hvatning." Börn og unglingar þakklátir lesendur - Hvers vegna kaustu að skrifa barna- og unglingabækur? „Ég komst fljótt að því að börn og unglingar eru þakklátari lesend- ur en fullorðna fólkið. Þau láta það allavega í Ijós, ef þau eru ánægð. Smátt og smátt urðu ritstörfinþ gle ðigjafi minn og lífshamingja. Það er nú svo að bækur mínar náðu töluverðum vinsældum og þær vin- sældir hafa orðið mér sífelld upp- örvun til að halda áfram." Líklega kannast flestir íslending- ar, sem komnir eru til vits og ára, við Árnabækur Ármanns: Falinn fjársjóður, Týnda flugvélin, Flug- ferðin til Englands, Undraflugvélin, iÆÍtarflugið, Frækilegt sjúkraflug, Flogið yfir flæðarmáli og Ljáðu mér vængi. En hver er Árni? „Árni er samsettur úr mörgum strákum sem ég hef þekkt,“ svarar Ánnann. „Þannig var, hér á árum áður, að ef strákar lentu í slæmum félagsskap, þá voru þeir sendir í sveit. Þessi strákur, sem ég kalla Árna, var kominn í slæman félags- skap og var sendur á bæ við rætur Heklu — og ég hafði alveg sér- stakan bæ í huga. Þessi undraheim- ur í kringum Heklu hafði svo mikil og sterk áhrif á Árna að hann ílent- ist og neitaði að fara aftur tii borg- arinnar. Sum ævintýrin, sem hann lendir í, eru byggð á mínum eigin bernsku- minningum. En til þess að gera þau meira krassandi — og til að hann yrðí fljótari á milli staða — setti ég þyrlu inn í sögurnar. Þær voru nýkomnar til landsins og strákar voru mjög spenntir fyrir þeim. Auð- vitað var ég dálítið hikandi við að nota þær í sögurnar - fyrst í stað, því það braut allar hefðir hvers- dagslegs sveitalífs og raunveruleik- ans og gerði sögurnar síður trúverð- ugar. En það hik var alveg ástæðu- laust, því bækurnar féllu í góðan Rætt við Ármann Kr. Einarsson rithdfund jarðveg." — Fékkstu strax viðbrögð við þeim? „Ef þú meinar gagnrýni, þá var nú iítið skrifað um barnabækur á þeim tíma og í rauninni kom lítið út af barnabókum. En bækurnar mínar seldust fljótlega upp og voru ekki end- urprentaðar fyrr en löngu seinna. Það var alveg ævintýra- leg sala á barnabókum. Þegar Árnabækurnar komu út voru þær fyrst gefn- ar út í 5.000 eintökum og svo í 2.000 ein- tökum til við- ' bótar, rétt fyrir jól, þannig að upplagið var Armann, ásamt hópi barna sem tók þátt í leiksýningu sem hann leikstýrði. Myndin er tekin lyrir fimmtíu árum Frá sögustund í Hlíðaskóla. A hverjum miðvikudagsmorgni er Armann með sögu- stund fyrir yngstu nemendurna 7.000 eintök og seldist upp. í dag koma út um 30 frumsamdir íslensk- ir titlar á ári — bara af barna- og unglingabókum. Síðan er mikið þýtt af bókum og titlarnir á ári hveiju eru alls um eitt hundrað." - Skrifarðu bækurnar þínar út frá einhveijum sérstökum skilaboð- um sem þú vilt koma á framfæri? „Nei. Eg vel mér eitthvert ákveð- ið söguefni og geri mér i hugarlund hvaða atburðir koma fyrir í sögunni og hvernig henni á að ljúka. Ég brenndi mig einu sinni á því að byija á handriti án þess að gera mér grein fyrir hvernig ég ætlaði að Ijúka sögunni og varð að henda hanöritinu. Það kom ekki fyrir aft- ur. Þegar ég hef svo gert mér grein fyrir beinagrindinni, kemur þetta fínna ívaf inn. Þegar ég skrifa, reyni ég á mála atburðina sterkum litum, sérstaklega ævintýr- abækurnar. Ætli megi ekki segja að Óla og Maggabækurnar séu skýrasta dæmið þar um. Fyrsta bókin, „Óskasteinninn" er algert ævintýri. Síðan eru þær ýmist byggðar á mínum endurminningum eða á atburðum sem hafa verið að gerast í þjóðfélaginu. Ein bókin í flokknum byggist á hvalveiðum, önnur á leitinni að gullskipinu á Skeiðarársandi. Þær eru sambland af raunverulegum atburðum og ævintýi'um. Þessar Óla og Maggabækur eru í flokknum Ævin- týraheimur Ármanns og Vaka/ Helgafell hefur verið að gefa út síðustu árin. Núna í haust er 8. bókin í þeim flokki væntanleg. Það er „Víkingaferð til Surtseyjar". Mér þykir kannski vænst um, þegar ég lít yfir farinn veg,“ segir Ánnann, „hve sögúr mínar eru langlífar. Bækur sem ég skrifaði fyrir mörg- um áratugum koma út í nýjum útg- áfum. Þær virðast höfða jafnt til ungu kynslóðarinnar í dag.“ Tvær af bókum Ármanns eru þó ekki ævintýrabækur. Það eru „Afa- strákur" og „Ómmustelpa". Þær bækur er reyndar um barnabörn Ármanns sjálfs og eins og inngang- ur þessa viðtals sýnir, fjalla þær um mjög lítil börn, afadrengurinn Nonni er til dæmis þriggja ára, og sýnir okkur það blinda traust sem börnin bera til fullorðinna og að við megurn aldrei bregðast þeim. Fyr- ir„Ömmustelpu“ hlaut Ármann verðlaun frá Fi'æðslut'áði Reykja- víkur árið 1977. Hann var gerður heiðursfélagi í Fé- lagi íslenskra rit- höfunda árið 1982. Kennari í íímmtíu ár Líklega þykir flestum ævistarf Ár- manns hafa verið ærið, þegar litið er til bóka hans. Samt sem áður hefur hann ritað allar sínar bæk- ur í frístundum sín- um, því hann hefur verið kennari í meira en fimmtíu ár. Fyrst á ýmsum stöðum úti á landi, en frá stofn- un Hlíðaskóla, árið 1955, hefur hann starfað þar. En hvers vegna kennsla? „Ég hafði ekki efni á að fara í neitt langskólanám, en ég gat unnið mér inn fyrir því að komast í Kennaraskólann. Þegar ég fór í Kenn- araskólann, vænti ég þess ekki að hafa ánægju af kennsl- unni. En ég komst að öðru, því þetta er starf sem er mjög lifandi og hefur veitt mér ómælda ánægju. Fyrir tíu árum hætti ég í fullu starfi sem kennari og fór í hlutastarf í nokkur ár. En ég hef enn ekki getað slitið mig alveg frþ skó- lanum mínum.óg er núna með sögustund' fyrir krakkana í bók- asafni Hlíðaskóla á miðvikudagsmorgn- um. Ég geri þetta mest svona fyrir sjálfan mig, til að halda sambandi við nemendurna og hina kennarana.“ Flestar bækur Ármanns fjalla um stráka og þeirra ævintýri. Sjálfur á hann þijár dætur og ég spyr hann stríðnislega afhveiju hann hafi ekki heldur skrifað bækur fyrir þær. „Mér finnst ekki rétt að skipta bókum niður í stelpubækur og strákabækur. Þótt ég skrifi bækur um stráka eru líka stelpur í þeim. Þó nú ekki að kvenþjóðinni sé sleppt,_ aðalkryddinu í tilverunni," segir Ármann og brosir. „Ég held ég megi segja að ég hafi skrifað fyrir alla aldursflokka og bækurnar hafa ávallt verið ætlaðar báðum kynjurn." Sögustundir - Sögustund á skólabókasafni. Afhveiju? „Mér finnst dálítill misskilningur ríkja hérna í sambandi við skóla- bókasöfn. Sumir virðast álíta að þau séu eingöngu til að alla sér upplýs- inga og heimilda. Vissulega er það einn tilgangur þeirra, en ég tel mjög mikilvægt að skólasafnskenn- arar kynni bækur og þá ekki síst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.