Morgunblaðið - 21.10.1989, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989
B 7
barna- og unglingabækur. Fyrir
hver jól gefst kærkomið tækifæri
til að tala um nýju bækurnar. Slík
kynning getur opnað glugga til
frekari bóklesturs. Það er til höf-
undamiðstöð sem sendir höfunda
í skólana til bókmenntakynninga
og mér finnst þessi þjónusta of lítið
notuð. Það er ekki nærri allir skól-
ar sem sinna þessum þætti. Ég hef
sjálfur farið nokkrum sinnum í
skóla til að kynna mín verk. Það
eru einhveijar ánægjulegustu
stundir sem ég hef átt. Krakkarnir
hlusta mjög vel og samræður á eft-
ir eru mjög líflegar og skemmtileg-
ar, því þörn eru svo ófeimin við að
spyija og spyija. Þetta er ekki síð-
ur mikilvægt fyrir höfundana en
börnin. Mér finnst að allir grunn-
skólar eigi að taka þetta upp og
það er ekkert flókið að hafa upp á
þessari rithöfundamiðstöð, því hún
er á skrifstofu Rithöfundasam-
bandsins.
En í sögustundunum mínum í
Hlíðaskóla geri ég ýmist að lesa eða
segja sögurnar. Það er ekkert síður
vel þegið að maður segi sögur. Með
því er hægt að gera stóra atburði
stærri og sleppa smáatriðum. Það
getur verið nauðsynlegt þegar mað-
ur er með mjög ung börn, því þau
hafa ekki þolinmæði til að hlusta á
öll aukaatriðin. Hjá eldri krökkun-
um þarf söguþráðurinn að vera ítar-
** legri til að auka spennuna og draga
hana á langinn.
Ef börnum er sagt eitthvað sem
grípur þau, þá læra þau að hlusta.
Það er nefnilega hægt að vera í
skóla og hlusta ekki neitt — eða
að minnsta kosti illa.“
- Heldurðu að fólk geri mikið
af því að segja börnum sögur í dag?
„Nei, ég held að fólk gefi sér
alltof lítinn tíma til að lesa eða
segja börnum sínum sögur. En for-
eldrarnir fara sjálfir svo mikil á
mis ... óg fyrr en varir eru börnin
vaxin úr grasi og farin að heiman,"
segir Armann hugsi. Hurð heyrist
skellt og stúlkurödd kallar: „Afi!“
Það er sjálf ömmustelpa sem er
komin heim úr skólanum — nú orð-
in sextán ára og býr hjá afa. „Hún
kom til okkar fimm ára í pössun
og ílentist," segir Ármann. En mað-
ur er farinn að skilja hvers vegna
það er alltaf er fullt af börnum í
kringum hann.
En það er ekki bara svo að verk
hans séu hluti af uppeldi íslenskra
barna, því bækur Ármanns hafa
verið þýddar á fjölmörg tungumál.
„Niður um strompinnn" og „Vík-
ingaferð til Surtseyjar" voru þýddar
á rússnesku og seldust í 100.000
eintökum á einni viku. Þetta finnst
Ármanni skemmtilegt og segir:
„Maður veit að þetta er stórt land
og þar búa margir, en samt er það
er hálfgert sjokk að heyra svona
tölur og ég hefði aldrei trúað þessu
ef þýðandinn minn hefði ekki skýrt
mér frá því bréflega. Mér fannst
þetta mikið ævintýri.
Myndin sem aldrei var
máluð
Árið 1964 var Víkingaferðin
þýdd á norsku og fékk það ár „Sol-
fugls-verðlaunin", fyrir þýdda
barnabók og enn eru bækur Ár-
manns að koma út í Noregi. í
næsta mánuði er væntanleg ein
nýrri bóka hans „Hundakofi í para-
dís“. Það mun vera fimmtánda bók-
in sem gefin er út í norskri þýð-
ingu. Ég spyr Ármann hvaða áhrif
öll hans verðlaun og viðurkenningar
hafa haft á hann.
„Það má kannski segja að ég
hafi notið mikillar velgengni og þar
kom að ég fór hugsa um hvaða til-
gangi ég þjónaði sem rithöfundur.
Og ég á mér einn draum. Hann er
sá að mín ritstörf verði öðrum
hvatning til að skrifa bækur fyrir
börn og unglinga og ég velti því
lengi fyrir mér hvað ég gæti lagt
af mörkum til þess.
Þegar ég varð sextugur, ætlaði
fjölskyldan að láta mála af mér
mynd, en það varð ekkert úr því.
Þegar ég varð sjötugur kom þettá
sama vandamál upp, en þá fékk ég
þessa hugdettu; að stofna til barna-
bókaverðlauna í sambandi við eitt-
hvert forlag. Markmiðið með þess-
um verðlaunum var að stuðla að
auknu framboði á góðu íslensku
lesefni fyrir börn og unglinga. Fjöl-
skyldunni leist vel á þéssa hugmynd
og árið 1985 voru þessi verðlaun
stofnuð í samvinnu við Vöku/
Helgafell. Síðar kom Barnabókaráð
til liðs við okkur, íslandsdeild
IBBY-samtakanna, Barnavinafé-
lagið Sumargjöf og menntamála-
ráðuneytið. Þessi keppni hefur farið
fram úr mínum-glæstustu vonum.
Nú þegar hafa fjórar bækur hlotið
verðlaun og verið gefnar út. Þetta
eru allt fyrstu bækur höfundanna;
fyrsta bókin var Emil og Skundi
eftir Guðmund Ólafsson, árið 1986.
Næsta ár á eftir skrifaði Kristín
Steinsdóttir Franskbrauð með sultu
og vann. Þriðja bókin var Fugl í
búri eftir Kristínu Loftsdóttur og
síðastliðið vor vann Heiður Baldurs-
dóttir verðlaunin fyrir Álagadalinn.
Og nú þegar eru handrit farin að
berast í næstu keppni."
- Hvað er það helst sem gerir
barnabók góða?
„Mér finnst þurfa skemmtilega
atburðarás, sem er svona hæfilega
margslungin og að í sögunni sé eitt-
hvað sem höfðar til lesandans, það
er að segja, að efni bókarinnar veki
hann til umhugsunar. Þó er ég al-
veg á móti því að bækur feli í sér
einhvern siðaboðskap, því krakk-
arnir verða sjálfir að læra að draga
ályktanir af atburðum sögunnar."
- En að lokum Ármann, ég man
eftir framhaldsleikriti í útvarpinu
eftir þig, Árni í Hraunkoti, og þú
hefur öðru hveiju fengist við leikrit-
un. Nú hef ég heyrt að þú sért
búinn að skrifa nýtt unglingaleik-
rit. Um hvað er það?
Ármann setur upp leyndardóms-
fullan svip og segir: „Ætli það sé
ekki óhætt að segja að krassandi
atvik, sprell og undarlegar uppá-
komur séu rauði þráðurinn í leikrit-
inu. Persónurnar eru sóttar til nem-
enda, kennara og annars starfsfólk
í skólum. Ég skrifaði þetta leikrit
fyrst og fremst með það markmið
fyrir augum, að vekja gleði og
kátínu áhorfenda. En hvort það
hefur tekist verða aðrir að dæma.“
Það er ljóst að Ármann kærir sig
ekki um að of mikið sé sagt frá
efni leikritsins að svo stöddu, en
þar sem mér finnst þetta undarlega
þunn lýsing, vélaði út úr honum
handritið og ætla' að leyfa mér að
segja að þetta er lifandi gamanleik-
ur um nákvæmlega það fólk- sem
Ármann talaði um; nemendur,
kennara og annað starfsfólk í
skóla. Þetta er hið skrautlegasta
„gengi“. Þótt Ármann segist gerast
gamall, er þess ekki að merkja á
þessu nýjasta verki hans, því honum
tekst jafnvel og áður að skapa hrek-
kjalóma, ólátabelgi, skvísur og dísir
og málfar unglinga þekkir hann
eins og handarbakið á sér.
„Veistu," spyr Ármann þegar ég
er að kveðja hann. „Ein bóka minna
heitir „Mamma í uppsveiflu". Aðal-
efni sögunnar eru krakkar í grunn-
skóla sem fá þá hugdettu að stofna
og starfrækja leikhús til að safna
peningum í sérstöku augnamiði.
Með brennandi áhuga og aðstoð
kennara síns og fleiri góðra manna
tekst þeim að hrinda hugmynd
sinni í framkvæmd. Drýgstan hlut
að máli á borgarstjórinn í Reykja-
vík. Og barnaleikhúsið tekur til
starfa með pomp og prakt.
Það hefur lengi verið draumur
minn að áhugafólk og leikarar taki
höndum saman og stofni slíkt leik-
hús. Ég er sannfærður um að það
mundi örva til dáða, og þá ekki síst
ungt fólk og ég skil ekki afhveiju
hér er ekki starfrækt barna- og
unglingaleikhús. En ég vona að ég
fái að sjá slíkt leikhús verða að
veruleika, áður en langt um líður.“
Viðtal:
Súsanna Svavarsdóttir
Frá opnun Baselmessunnar.
Einar Gubmundsson skrifarfrá Munchen:
OKT,-
NÓV,-
DES.
Það eru ávallt langlokumál
þar sem verið er að telja
upp marga ólíka hluti. í
þessu tilviki eru það helztu
myndlistarsýningar vest-
ur-evrópska svæðisins sem komast
á blað, og það eru þrír lokamánuð-
ir ársins 1989 er njóta heiðursins.
Amsterdam. Frá 24. okt. til 25.
febr. er Amsterdams Historisch
Museum með sýningu er Qallar um
sögu homma og lesbía í Hollandi.
Stedelijk museum: U-ABC, Urugu-
ay, Argentíná, Brasílía og Chile;
ungir listamenn frá þessum svo-
nefndu löndum hins þriðja heims —
til 12. nóv. — Rijksmuseum Vinc-
ent van Gogh: Til 10.12. — Frank
Auerbach, málverk og teikningar;
listamaðurinn vann til gullljóns,
ásamt Sigmar Polke, á Feneyja-
bíennal ’86.
Baden-Baden. Að lokinni sýn-
ingu Donalds Judds tekur við mál-
ari tréskurðarverkanna, Stephan
Balkenhol og stendur hans sýning
yfir frá 28.10. til 3.12.
Basel. Baðendurnir; Poul Céz-
anne, til 10.12. Cézanne er nefndur
faðir nútímalistarinnar. í ár eru 150
ár liðin frá fæðingu hans, og því
eru 150 málverk, vatnslitamyndir
og teikningar af baðandi fólki úr
opinberum söfnum og einkasöfnum
Evrópu, Sovét- og Bandat’íkjun-
um, Japan og Ástralíu.
Berlín, gervihjartað, dettur út
að þessu sinni.
Bern. Kunsthalle: Michelangelo
Pistoletto, 21.10. til 3.12.
Brussel í Belgíu er haldin hátíð-
arveiru sem brýst út á tveggja ára
fresti. Nú í ár er Japan miðpunktur
svonefndrar „Eurófalíu“ — það eru
um það bil 40 japanskar listsýning-
ar í gangi fram til 15. des. þar sem
verið er að kynna föstu liðina í
fari listfengis hinnar skáeygðu
þjóðar.
Darmstadt. Frá Warhol til Basel-
itz, grafík til 19.11.
Dusseldorf. Kunstsammlung
N.ordrhein-Westfalen: Til 29. okt.
eru til sýnis málverk eftir Spán-
veijann Antoni Tapies, og þar á
eftir frá 18.11. — 7. jan. ’90 eru
skúlptúrar eftir Tony Cragg. — Það
er engin ástæða að nefna hvað er
að gerast hjá dr. Svetska í Kunst-
verein, en Stadtische Kunsthalle
(tvær listastofnanir undir sama
þaki) er með yfirlitssýningu á verk-
um eftir Richard Artschwager, sem
stendur til 12. nóv.
Eindhoven/Holland. Van Abbe
Museum: améríski listruglarinn All-
an McCollum sem býr til verk er
samanstanda af tíu þúsund inn-
Josef Felix Muller: „An titils"
Ixindon — eftir Köln fer hún
til Mílanó og Parísar. Stendur
þessi sýning frá 21. nóv. ’89
til 11. febrúar 1990 í Museum
Ludwig. — Á tímanum frá
16. til 22. nóv. fer fram hinn
23. listamarkaður, Art Co-
logne. 185 gallerí taka þátt;
sérlegir gestir eru 30 ung,
alþjóðleg gallerí. Föstudag-
inn 17. nóv. eru öll helztu
gallerí borgarinnar með opn-
anir á myndlistarsýningum í
óbeinum tengslum við list-
messuna; má kannski telja
upp sem örfæst dæmi úr
aragrúa: Galerie und Editi-
on Hundertmark sýnir Arnulf
Rainer — Paul Maenz er með
Anselm Kiefer — Michael
Werner verður með verk eftir
Marcel Broodthaer. — í Köln-
ischer Kunstverein, frá 12.11.
til 7.1. ’90, eru valin verk frá
25 ára ferli galleristans Rolf
Ricke, en hann skartar nöfn-
um eins og Artschwager,
Judd, Nauman, Gerhard Richter,
Rosenquist, Ruckriem, Serra ...
nokkrir upptaldir af 35 listamönn-
um.
London. Serpentine Gallery:
12.12. ’89 til 28.1. ’90, Alexander
Rothchenko.
Maastricht/Holland. Bonnefant-
enmuseum: Robert Mangold, ný
málverk, til 28.1. ’90.
Munchen. Kunsthalle der Hypo-
Kulturstiftung: Egon Schiele og
samtíð hans, til 7.1. ’90. Lenbach-
haus: Karl Schmidt-Rottluff
(1884-1976), yfirlitssýning, til 3.
des. Neue Pinakothek: Hollenskar
teikningar frá 16. öld, 22.11. til
21.1. ’90.
París. Centre Georges Pompidou:
Bram van Velde, 19.10. til ára-
móta. Musée d’Art de la Ville de
Paris: Til 31.10. stendur sýning
Nam June Paik (innan ramma
samnings við Parísarborg vegna
tvö hundruð ára afmælis frönsku
byltingarinnar). Frá 27.10. til 28.1.
’90 stendur yfirlitssýning á fyrir-
bærinu konseptlist.
Rotterdam. Museum Boymans-
van Beuningen: Gerhard Richter,
fimmtíu nýleg málverk, 14.10 til
3.12.
Schaffhausen/Sviss. Hallen fur
Neue Kunst: Sammlung CREX,
• Dan Flavin, eldri verk, og Robert
Mangold, nýjar myndir, til 31.10.
og tekur þá við vetrarfrí.
Stokkhólmur. Moderne Museet:
Til 20.11. Earth and Freedom —
Latin American Art from
1820-1970. Kandinsky og Svíþjóð
— Malmö 1914, Stokkhólmur 1916,
26.12. til 18.2. ’90. Hilma af Klint:
•Secret Painting, 26.12. til 18.2. ’90.
Stuttgart. Staatsgalerie: 150 ár
ljósmyndunar, 11.11. til 14.1. ’90.
Vín. Wiener Secession: Daniel
Buren, intallasjón í 600 rúmmetra
salarkynnum, 10.11. til 17.12.
C.O. Paeffgen: „Helmut Kohl kanzlari og eiginkona
Zurich, sem upphaflega er komin
frá Stuttgart, hvar metaðsóknin fór
yfir töluna kvartmilljón.
Köln. í Museum Ludwig er senni-
lega viss hápunktur í sýningahaldi
meginlands Évrópu á síðustu þrem-
ur mánuðum ársins. Það er um að
ræða fyrstu stóru yfirlitssýningu á
verkum Andy Warhol, en hann lézt
árið 1987. Þessi sýning kemur frá
Museum of modern art í New
York; var í Chicago og nú síðast í
Zurich. Kunsthaus: Yfirlitssýn-
ing á verkum Salvadors Dali lýkur
þann 22. okt. Frá 13. okt. til 12.
nóv. er „Video-Skulptur, retro-
spektiv und aktuell". Þessi sýning
var upphaflega sett saman í Köln
og hefur þegar birzt grein um hana
í Lesbók Morgunblaðsins. Frá 17.
nóvember til 18. febrúar næstkom-
andi er yfirlitssýning á verkum
Wols.