Morgunblaðið - 21.10.1989, Side 8

Morgunblaðið - 21.10.1989, Side 8
B 'iðlífeðuíífinölri ÍÁ’uÖ/íáÐÍÁ'GUtí'■■2lílökTÖBÉK: l’éSé'- Rósirnar þínar eina og eina tíni ég bind í krans og legg að fótum þér þú gengur um garð morgunroðans þar sem gull Guðs drýpur af tijánum eins og dögg bið þú fyrir oss nú og á dauðastundu vorri stattu þá við beð vorn með fangið fullt af rósum Mín trú er mitt einkamái" er setning sem er orðin nokkuð samofin hugsun- arhætti okkar íslendinga. Af ein- hverjum ástæðum er hún orðin feimnismál og flest okkar veigra sér líklega við að taka afstöðu til Guðs og kristinnar trúar, jafnvel þótt við á unga aldri játumst henni. Eftir fermingu er eins og trúin sé afgreitt mál — einhvers konar bernskubrek. En þegar litið er á það hvað kristin trú er samof- in siðferðisvitund okkar, skráðum og óskráðum lögum, er ljóst að hún er ekki einkamál hvers og eins — við bara tölum ekki um hana og horfum háðsk — eða með undrandi umburðarlyndi í besta falli — þegar aðrir tala um Guð sinn og trú. Það er í rauninni undarlegt, að þótt í fljótu bragði megi ekki sjá neitt hættulegt við Guð og trúna, þarf töluverðan kjark til að játa trú sína opin- berlega. Því kom það ekki lítið á óvart í sumar, þegar Bókrún gaf út bókina „Stjörnurnar í hendi Maríu“, trúarljóð eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur. Ljóðabók Ragnhildar er tileink- uð komu páfa hingað til lands, en hún tók kaþólska trú þegar hún var átján ára. í stuttu máli mætti segja að bókin sé lofgjörð til Guðs og til kaþólskra dýrlinga. Hæst bera þó Maríubænir, eins og hér að ofan, auk þess sem tit- ill bókarinnar vísar til guðsmóður- innar. En hvers vegna María? „Ég verð kannski fyrst að út- skýra dýrlingadýrkun, eða Maríu- dýrkun frumkirkjunnar," svarar Ragnhildur. „Dýrlingadýrkunin hófst þannig að í frumkristni voru kristnir menn ofsóttir og þurftu að gjalda fyrir trú sína með lífinu. Þá báðu þeir kristna bræður og systur að biðja fyrir sér, eftir að þeir kæmu til Guðs. Það er ekki verið að biðja til dýrlinganna, heldur er við að biðja dýriingana að biðja fyrir manni við Guð. Þetta er nú grunnurinn að hinni „ill- ræmdu" dýrlingadýrkun. María var valin af Guði til að ganga með Krist og vera móðir hans, þannig að það hefur alltaf verið trú kaþólsku kirkjunnar að bænir hennar séu máttugri en allra annarra. Kristnum mönnum þótti gott að biðja til Maríu, því hann hefur verið nær okkur en - til aí tjá sig am Gað aðrir dýrlingar. Hún er mannlegri í augum okkar — og tvímælalaust kvenlegri. Síðan gerist það á miðöldum að mótmælendur fara að líta á Maríudýrkun sem ákveðinn anga af heiðinni gyðjudýrkun og vildu afmá hana. Það má vel vera að hún hafi fullnægt þörfinni fyrir kvenlegan guðdóm, eða fyrir gyðj- ur, en ég skil ekki að það sé neitt rangt við að hafa þá þörf — og get ekki séð að það sé neitt and- stætt kristindómnum. Mér finnst jákvætt að kristindómurinn hafi sem flestar leiðir til Guðs. Og það sem mér finnst jákvætt við kaþól- ismann, er að hann býður einmitt upp á margar leiðir. Það er nefnilega eitt í kristin- dómnum sem fólk áttar sig ekki á, og það er að maður upplifir Guð á margan hátt. Það sér mað- ur gleggst í kirkjulegri myndlist. Það hefur enginn séð Guð, en í kristindómnum er allt fullt af táknum, sem hjálpa manni að komast í tengsl við Guð. Þetta eru bæði hefðbundin og nýrri tákn. Ef þessi tákn fara að breyt- ast, breytast líka Guðshugmyndir manns. Sjálf er ég mjög hrifin af femínískri guðfræði og frelsunar- guðfræðinni og þær eiga það sam- eiginlegt að leggja áherslu á ný tákn — bæði úr Biblíunni og öðru — sem eru mjög frábrugðin þeim táknum sem hin vestræna kirkja hefur. Frelsunarguðfræðin túlkar Biblíuna út frá reynslu hinna fá- tæku, eða þeirra sem hafa verið þjóðfélagslega útilokaðir eða kúg- aðir. Grundvallartákn jjeirrar Biblíuskoðunar er þegar Israels- menn voru leiddir undan oki Egypta í gegnum Rauða hafið. Biblían er svo full af táknum og gefur manni frelsi til að velja sér tákn eftir aðstæðum hverju sinni í manns eigin lífi. í kvennaguðfræðinni er Biblían lesin út frá þeim konum sem þar eru og í henni felst endurtúlkun á Maríu mey og hennar hlutverki innan kirkjunnar. Hinn vestræni, hvíti, kristindómur hefur dálítið gengið framhjá konum og kannski líka brugðist því hlutverki að hugsa um hag hinna útskúfuðu. Þegar Guð er að tala í gegnum spámennina, í Gamla testament- inu, er hann alltaf að skamma gyðinga fyrir að vanrækja ekkjur og fyrir að vera vondir við munað- arleysingja — og það hlýtur í raun að vera hlutverk kristindómsins á hveijum tíma, að standa með þeim sem standa höllum fæti í hvaða þjóðfélagi sem er, á hvaða tíma sem er.“ Ragnhildur Pala fifeigsdóttir Maríubæn María megi ást mín vera kertið sem brennur upp til agna þér til dýrðar Megi reykur þess ummyndast í bláa rós við fætur þér ó Móðir Guðs ilmandi króna þess full af óúthelltum tárum „María skiptir mig persónulega mjög miklu máli. Eftir því sem árin líða, skiptir hún mig stöðugt meira máli. María kallar fram hjá manni hina barnslegu trú. Gagn- vart Maríu finnst mér ég ekki síst vera barn, því hún er móðir í kirkj- unni og ég held að hjá henni eigi maður athvarf — eins og barn hjá móður. Maður tengir líka alltaf mikla blíðu við Maríu. Það er mikilvægt að gera, því Guðs- hugmyndin í gegnum tíðina, hefur oft birst manni sem mjög herská og Guð verið _ kallaður Drottinn herskaranna. Ég efa ekki að oft á tíðum hefur verið nayðsynlegt fyrir fólk að tengjast Guði í þess- ari mynd. María er andstæðan við þetta; hin móðurlega blíða og hlýja. María var manneskja og manni finnst hún alltaf skilja mannlegan breyskleika, eins og mæður skilja oft breyskleika barna sinna betur en aðrir.“ - Nú er fremur sjaldgæft að fólk tjái sig um trúartilhneigingar sínar, eða ræði yfirleitt um trú- mál og yrkir ekki um Guðdóminn nema þeir séu sálmaskáld. Trúin virðist ekki vera hluti af daglegu lífi okkar. Afhveiju heldurðu að þetta sé? „Ég held að þetta sé visst út- slag af þeim púritanisma, sem er landlægur í mótmælendakirkjunni — kannski líka ákvepin feimni við að tjá tilfinningar. í kaþólskunni kijúpum við, krossum okkur og játum, þannig að maður á auð- veldara með að tala um tilfinning- ar sínar á þessu sviði. Til að tala um Guð og tjá sig trúarlega, þarf maður ekki að vera engill. Ég er eins venjuleg, breysk manneskja og aðrir og tilgangurinn með þess- ari bók var ekki að stilla mér upp sem fyrirmynd annarra. En vegna þess hversu kaþólska trúin er stór og eðlilegur hluti af lífi mínu, þori ég að tjá tilfinningar mínar til Guðs og trúarinnar — og hef þörf fyrir það.“ - Én er ekki fremur litið á það sem einhvers konar tilgerð, þegar fólk játar trú sína opnberlega? „Hér áður fyrr, meðan kristin- dómurinn var sterkari sem stofn- un í þjóðfélaginu en nú er, vitum við að margir sem játuðu kristin- dóminn í orði voru ekkert einlæg- ir. En síðan kristindómurinn missti kraft sinn í Evrópu, reikna ég fremur með því að fólk sé ein- lægt, þegar það játar trú sína opinberlega. Éinkum vegna þess að í dag slær enginn sér upp á kristindómunum, út á við.“ - Hefurðu orðið vör við for- dóma vegna trúar þinnar? ,jJá, alveg frá upphafi. Ég tók kaþólska trú formlega þegar ég var 18 ára, en hafði verið henni mjög fylgjandi frá 16 ára aldri. Ég man að báðum for- eldrum mínum fannst þetta ósköp leiðinlegt. Mömmu ennþá meira, því hún var lútersk prestsdóttir, og þau báðu mig um að vera ekk- ert að flíka þessu. Mamma hafði alið mig upp í kristni. Ég hafði lesið mikið í Bibl- íunni sem barn og hafði alla tíð verið trúuð. En hér á íslandi eru það frávik að ganga úr þjóðkirkj- unni. Þetta er einlitt þjóðfélag, við erum öll mjög svipuð, göngum í gegnum eitt og sama skólakerf- ið, höfum eina trú og frávik vekja upp mjög misjafnar tilfinningar. Svo held ég að þessi opna tján- ing, sem er í kaþólsku trúnni, hafi verið dálítið feimnismál fyrir foreldra mína. Við Islendingar erum svo Iokað- ir. Við venjumst því ekki að tjá tilfinningar okkar, hvorki trúar- legar né aðrar og ég get vel ímyndað mér að þetta vafstur í mér hafi verið óþægilegt. En það skrýtna við þetta allt var að mamma bar mjög sterkar tilfinn- ingar til Maríu meyjar — þótt hún væri mótmælandi." - Heldurðu að það sé ótti við trúartjáninguna sem heldur fólki frá trúnni? „Ég held að aliir séu trúaðir, á einhvern hátt, það er að segja að mannfólkið sé fætt trúað og að allur ótti við trúna sé barátta hvers einstaklings gegn trú- hneigðinni í sjálfum sér. En trúar- tilfinningin er mjög sterk í mann- inum, rétt eins og ástartilfinning og kyntilfinning og ég held að maður komist aldrei langt frá trúnni fremur en ástinni og kynlíf- inu. Það voru einu sinni tímar þegar ástin og kynlífið voru feimnismál. í dag er það ekki, en trúin er orðin feimnismál. En þótt maðurinn sé í afneitun á ein- hveijum af þessum þáttum, eru þeir alltaf til staðar." Viðtal: Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.