Morgunblaðið - 28.10.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 28.10.1989, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989 2 B________________________________ Áskirkju. Ekkert húsanna er sérstak- lega hannað fyrir tónlist. Við þann kost búa allir íslenskir tónlistarmenn. Með tilliti til aðstöðuleysis er þó með ólíkindum að hægt sé að halda úti starfsemi á borð við Kammersveit Reykjajavíkur í sextán ár og talið berst að fjármögnun hennar. „Það er nú það,“ segir Rut, „við reynum að spila í húsnæði þar sem við borgum litla, eða enga leigu, og að allir listamennirnir gefi vinnu sína hveiju sinni. Þannig getum við notað aðgangseyrinn til að greiða kostnað við tónleikana sem alltaf er einhver. Nú ef einhver afgangur er, skiptum við honum milli hópsins - svona rétt upp í kostnað - því auðvitað fylgir því töluverður kostnaður fyrir fólk að taka þátt í tónleikum okkar Næg- ir að nefna, að eins og aðrir, verður það að greiða fyrir ferðir, barnapöss- un og fleira. Við höfum einnig notið velvildar ýmissa fyrirtækja, sem hafa styrkt tónleika okkar, svo að við höfum oftast fyrir kostnaði - nótna- kostnaði, flutningi á hljóðfærum, auglýsingum og prentun á efnisskrá, svo eitthvað sé nefnt. Með hliðsjón af þessu er í rauninni merkilegt, að þótt við leitum aftur og aftur til sömu hljóðfæraleikaranna, og þeir viti að þeir fái ekkert greitt fyrir vinnu sína, eru þeir alltaf til í að spila með okk- ur.“ Hvemig haldið þið þetta út svona lengi? „Ætli það sé ekki bara af þijósku," svarar Rut hlæjandi. Um leið átta ég mig á að þetta var heimskuleg spuming, því aðsóknin á tónleika Kammersveitarinnar sýnir glöggt að aðdáendur kammertónlistar eru margir hér og líklega yrði lítil hrifn- ing ef sveitin gæfist upp. „Nei, ann- ars,“ bætir Rut við, „líklega erum við bara svona bjartsýn - höldum að einn daginn komi í Ijós að við höfum sannað starfsemi okkar og við hljót- um viðurkenningu sem nauðsynlegur þáttur í tónlistarlífinu. Önnur ástæða þess að við höldum áfram er sú, að okkur finnst þetta óskaplega skemmtilegt sjálfum. Það ertil ótölu- legur fjöidi af kammerverkum, sem við viljum flytja, auk þess sem íslensk tónskáld hafa samið þó nokkur verk fyrir okkur. Það er margt sem hefur áhrif á úthaldið og ég segi alltaf að Kammersveitin haldi áfram, svo lengi sem hljóðfæraleikarar eru tilbúnir að spila ókeypis. Það er ekki heldur svo lítið að fara fram á, vegna þess að við erum ekki að tala um atvinnu- laust fólk, heldur fólk sem vinnur fulla vinnu og 'jafnvel meira, við kennslu og/eða í Sinfóníuhljómsveit- inni. Þessar síðustu vikur höfum við til dæmis, verið að æfa bæði vegna vegna vígslu 3orgarleikhússins og fyrir Englandsferðina og það hefur þýtt að með annarri vinnu eru þessir hljóðfæraleikarar að spila á hljóðfæri í átta til tíu klukkustundir á dag. Það þarf geysilegt líkamlegt úthald til þess.“ Þú talar um verk sem hafa verið samin fyrir ykkur. Nú er það svo, að þið flytjið þau einu sinni og svo heyrast þau kannski ekki árum sam- an. Hafið þið ekkert velt fyrir ykkur að gefa út íslensk kammerverk á plötu eða diski? „Það er ekki ennþá komið að því. Við eigum að vísu plötusjóð, sem við höldum til haga. Þegar við hugsum um plötuútgáfu, koma alltaf upp ýmsar spurningar: Hvérnig verk og fyrir hvern? Ætlum við að gefa út plötu fyrir íslenskan markað - eða erlendan? Ef við erum að tala um íslensk kammerverk, og kynningu þeirra erlendis, er það íslenska tón- verkamiðstöðin sem stendur að út- gáfu íslenskra verka og okkur finnst það eiginlega vera í þeirra verka- hring, en ekki okkar flytjendanna, að gefa út plötu með kammerverkum íslenskra tónskálda. Okkur finnst það hins vegar alltaf dálítið leiðin- legt, þegar verið er að skrifa verk fyrir okkur og við æfum það í langari tíma, og flytjum það svo aðeins einu sinni fyrir tiltölulega lítinn hóp.“ Já, vissulega getur orðið einhver bið á því að íslensk kammertónlist verði í plötusafni þeirra sem slíkri tónlist unna og er það vissulega bagalegt, því að þangað til hljóta verk erlendra tónskálda að verða okkur kunnari en verk okkar eigin tónskálda. En Kammersveit Reykjavíkur heldur starfsemi sinni ótrauð áfram og á meðan svo er, er von um að eitthvað rætist úr með plötuútgáfu. Texti/Súsanna Svavarsdóttir Arvid Pettersen — lífsspekingur í postmodernískri mynd Eftir Bo Nilsson Imörgum umsögnum upp á síðkastið hefur Arvid Pettersen verið skilgreindur sem postmodernisti. Það er ekki erf- itt að sjá hvað veldur. í málverkum hans hafa menn þóst finna ijölmörg einkenni sem yfirleitt hafa verið eignuð postmodernismanum. Þetta gildir bæði um einstök verk, sem menn hafa talið einkennast af sundraðri áherslu fremur en sam- ræmdri heild, en einkum hafa menn í þróun hans saknað persónulegs stíls sem gæfi vissan heildarblæ á verkin. I staðinn hefur komið sam- sull, segja menn, þar sem tilvísanir og athugasemdir hafa verið sóttar til ýmissa skeiða listarinnar á tímum modernismans. Þótt það kosti nokkra fyrirhöfn ættu menn að geta áttað sig á því að Arvid Pettersen var að fara í gegnum stóra kafla nútíma listasögu. Það er ekki tiltakanlega erfitt að lesa þannig úr verkum hans. Málverk Arvids Pettersens má rekja til sögulegra aðstæðna í nojskri list. Það er að segja til norska afbrigðisins af síðimpressj- ónisma. Fleiri ungir myndlistar- menn hófu einnig feril sinn á norska afbrigðinu af síðimpressjónískri myndlist, sem sett hefur svip sinn á norska málaralist frá lokum 19. aldar til 1960. Afstaða Arvids Pett- ersens til þessarar hefðar einkenn- ist hins vegar ekki á trausti á gildi hennar. Hann er tortryggnari á hana, eða hefur öllu heldur fyrir- vara, en hann nýtir sér samt sem áður myndefni hennar og stílbrögð. í myndefni leggur hann til grund- vallar marga klassíska myndefnis- flokka; uppstillingar-, landslags- og innanstokksmyndir. Þessar myndir virðast þó með öllu ótengdar norsku þjóðfélagi á þessum tíma. Hér er ekkert sem ber vitni um bændaþjóð með ríkar, alþýðlegar handverks- hefðir. Þeir hlutir sem sjást á mynd- unum eru mjög svo algengir, þeir hafa hvorki táknræna dýpt né nokkra sérstaka skáldlega fegurð. Þeir virðast frekar bera vitni um áhuga á hlutum, völdum af handa- hófi, en afstöðu til raunveruleikans sem feli í sér fagurfræðilegar vangaveltur. Til þess að árétta af- neitun sína á stað sínum í sögunni málar Arvid Pettersen á nokkrum málverkanna hluti frá öðrum tímum sem ijúfa sögulegan trúverðugleika listaverkanna. Þetta gefur málverk- um hans tímalega mótsögn sem flytur þau til samtíðarinnar. Hinn lifandi maður sést ekki á málverk- unum. Þau form frá manninum, sem sjást, eru mannaverk, eftir- myndir í mótun eða málverki. Samt er maðurinn mjög áþreifanlegur í málverkunum. Það er fyrir hug- amálægð listamannsins sem mál- verkin lifa. Þetta kemur meðal ann- ars fram í afmörkuðu sjónsviði og tilviljunarkenndri sneið úr stærri heild. Einstaklingsbundin sneið listamannsins er lítt samræmd. Einnig eru höfð endaskipti á öllum hugtökum í rýminu. í staðinn fyrir kyrrstæða miðjufjarvídd er kominn aukinn sjónrænn kraftur þar sem fjölmörgum rýmislausnum er raðað saman. Til þess að enn skýrar sjá- ist að myndefnið er skynjað frá sjónarhorni listamannsins er minnt með dráttríkri pensilskrift á verk- legan þátt þess að mála og gefur þetta verkunum skýrt persónulegt yfírbragð. Markmiðið er, með öðr- um orðum, að minnast á gildi hins einstaklingsbundna sannleika, ekki aðeins fyrir málaralistina heldur einnig fyrir sérhvert annað form þess að leita sér þekkingar á veru- leikanum. Það er reynslan af þess- ari uppgötvun sem er framlag síðimpressjónismans til málaralist- ar nútímans. Reyndar lét Ai’vid Pettersen ekki nægja að leggja síðimpressjónism- ann til grundvallar í verkum sínum. Hann hraðaði sér áfram á næstu stöð. Það er ekki erfitt að geta sér þess til að hann staldraði við þar sem modernisminn öðlaðist viður- kenningu í upphafi aldarinnar. í málverkum frá því upp úr 1980 má sjá ýmsar vísanir til upp- hafstíma modernismans. Málverkin eru máluð á grófa planka eða spýt- ur í stað þess að vera á léreft. Þessi flötur rýfur myndefnið og hlutar það sundur á fágaðan hátt. Eðlilega verður áhorfanda hugsað til þess hvernig kúbisminn sundraði mynd- efninu jafnvel þótt sundurlimun kúbistanna á myndefninu væri bundin greiningu en þessi sundur- hlutun tilviljunarkenndari. Það eru einnig önnur atriði í þessum mál- verkum sem benda til kúbismans. Einnig það að nota spýtur sem flöt undir málverkið tengist kúbisman- um og límingarmyndir (collage) sem miða að því að flytja mannlega smíðisgripi raunveruleikans beint á léreftið. I málverkum Arvids Pett- ersens er framkvæmdin ekki jafn hátæknileg en árangur verður að miklu leyti sambærilegur. Jafn- framt nær Arvid Pettersen með þessu að gefa málverkum sínum Iandfræðilega og menningarlega staðarákvörðun. Það fer varla milli mála að þetta er kúbismi af norskri gerð þar sem náttúran er með eins og nokkurs konar sjálfsagður hlut- ur. Arvid Pettersen lætur hins vegar ekki sitja við kúbískar tilvísanir. Hann hefur einn- ig í myndefnisvali og málun nokkuð af veikleika kúbistanna fyr- ir prímitivismanum. Þetta kemur verulega mikið fram í þeim hlutum sem móta málverkin en aðrir hlutir eru settir til þess að skapa tímarugl- un. En einnig í litaskala og hand- bragði mótast þessi málverk af tengslunum við áhuga kúbista á hinu frumstæða. Þetta gildir ekki síst um litaskalann sem hefur verið skorinn niður úr uppmögnuðum litaskala síðimpressjónista niður í takmarkað litaval sem er aðallega fólgið í gráum og brúnum litbrigð- um. Þegar við þetta bætist fábreyti- leiki í málverkinu, sem stundum stappar nærri því að vera predikun, skilur maður að það er kraft\inn í tjáningunni sem hefur leitt Arvid Pettersen til kúbismans. Eftir norskan kúbisma Arvids Pettersens með rætur bæði í kúbískum prímitivisma og norsku bændasamfélagi verður iðnaðar- samfélagið og smíðisgripir þess eðlilegt framhald. Þennan áhuga á daglegu lífi okkar í iðnaðarþjóð- félagi sem menningargrunni hefur hann notfært sér í mörgum mál- verkum eftir 1980. Merkilegust er tvímælalaust röð andlitsmynda sem eru málaðar á ónýta vatnskassa úr bílum. Tilgangur myndanna er ekki að mála lifandi menn. Það fer eng- an veginn milli mála að þetta eru bijóstmyndir, sem nafa vakið áhuga Arvids Pettersens, þ.e.a.s. myndir sem þegar hafa verið gerðar af mönnum. Þessar bijóstmyndir standa fyrir listina sem menningar- leg minnismerki. En einnig fyrir listina sem verk einstaklingsins sem með persónulegri tilvist sinni og tilfinningum skapar mótvægi við nafnleysi iðnframleiðslunnar. Þetta er enn frekar dregið fram með því að málarinn kaus að mála þessar bijþstmyndir. í sömu expressjónísku hefð er einnig önnur hlið á sama máli. Það er saknaðartilfinning eftir bænda- samfélaginu og smíðisgripum þess. Arvid Pettersen hefur kippt þeim hlutum úr eiginlegu samhengi þeirra með því að beiná athyglinni algjörlega að þeim. Á þennan hátt virðist hann leggja áherslu á að þessir hlutir hafi misst þann tilgang sem þeir áður gegndu. Nú eru þeir viðfangsefni listrænnar myndsköp- unar og hafa þar með öðlast tákn- ræna dýpt. Arvid Pettersen leggur hér mikla áherslu á rammann og skerpir þannig áherslu á að hlutirn- ir tilheyri listinni. Afstaðan til hlut- anna á myndinni er mótuð í ex- pressjónísku málverki, ekki af neinu þjóðfélagsraunsæi heldur af við- kvæmni eins og þeir væru hjart- fólgnir dýrgripir. Þeir einkennast ekki af nafn- lausri Ijöldaframleiðslu iðnaðar- þjóðfélags heldur af handverks- kunnáttu og handlagni bændaþjóð- félags. Þessa hefð, að líta yfir far- inn veg, sem mótaði mjög norræna málaralist á millistríðsárunum, kall- ar Arvid Pettersen fram með lita- skala sem me_ð öllu hefur glatað litskrúði sínu. í gráum blæbrigðum einum dregur hann upp liðinn tíma sem ef til vill var ekki alltaf eins Ijúfur og saknaðarfull expressjónísk málverk halda fram. Listræn endur- sköpun Arvids Pettersens á bænda- menningunni mótast af allmiklu meiri efasemdum, þar er varla að finna saknaðarvott. Aðferð hans að sýna þetta minnir á breytinguna úr svart-hvítu yfir í litasjónvarp. Þegar menn eru farnir að horfa á litasjónvarp er býsna furðulegt að snúa sér aftur að því að horfa á svart-hvítan skjá. Þvílíka saknaðar- rómantík bítur sig enginn í nú á tímum ef ekki liggur einhver hug- myndafræði að baki. Arvid Pettersen: Corridor, 1988.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.