Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 3
D 3 stoðunum undan stolti karl- mannsins." Sjúklega afbrýði- samir karlmenn Er munur á kynjunum hvað snertir afbrýði? „Nei í sjálfu sér ekki, en karl- menn eru yfirleitt ofbeldis- hneigðari en konur og drekka verr. Þegar þetta fer saman er voðinn vís. Þá fara karlmenn kannski að berja og misþyrma konum sínum og það eru dæmi þess að konur séu teknar í yfir- heyrslu sem eru látnar standa heilu næturnar og þær svo jafn- vel pyntaðar til játrtinga. Það er einnig sagt að einn þriðji morða séframinn íafbrýðisemiköstum." Sjúkleg afbrýði- semi kvenna Hvernig lýsir sjúkleg afbrýði- semi sér hjá konum? „Konur geta til dæmis fengið meint framhjáhald makans á heil- ann, hringt í vinnuna til hans á nokkurra mínútna fresti í þeim tilgangi að fullvissa sig um að hann sé ekki með öðrum konum. Þá er leítað, gjarnan með aðstoð stækkunarglers, að kvenmanns- hárum og ekki síst sæðisblettum í fötum, í bílsætum og svo fram- vegis." Það er hægt að hjálpa fólki „Eitt versta dæmið um sjúk- lega afbýðisemi, sem ég man eftir, kom til minna kasta fyrir nokkrum árum er ég starfaði í Svíþjóð. Þar átti hlut að máli miðaldra kona, sem hafði þjáðst af mikilli vanmetakennd allt frá bernsku, en hún hafði ein af stór- um systkinahóp verið sett í fóst- ur. Þetta hafði hún ætíð upplifað sem mikla höfnun. Þegar í upp- hafi hjónabands þoldi hún alls ekki að maður sinn horfði á aðrar konur né talaði við þær án þess að það vekti hjá henni mikla en ástæðulausa afbrýðisemi. Á dansleikjum mátti hann aldr- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989 ei dansa við aðrar konur. Með árunum ágerðist þessi árátta konunnar og smám saman varð hún þess fullviss að hann héldi við flestar konur á vinnustað sínum. Henni fannst hann þreytulegur er hann kom heim úr vinnu. Það þótti henni stað- festa grun sinn um framhjáhald hans. Þá leitaði hún í fatnaði og í bíl hans að „sönnunargögnum" og fann að hún taldi kvenmanns- hár, ilmvatnslykt og sæðisbletti. Yfirheyrslur yfir makanum urðu æ tímafrekari og stóðu gjarnan heilu næturnar. Hún krafðist þess að bíllinn yrði seldur ef það mætti verða til að draga úr tæki- færum mannsins til framhjá- halds, en eins og jafnan í slíkum málum, kom allt fyrir ekki. Hann neyddist til að færa vinnuaðstöðu sína í bílskúrinn heima og fjölskyldan einangrað- ist æ meir í heimi afbrýðiseminn- ar. Þá þóttist konan verða vör ferða ýmissa kvenna um hverfið og taldi manninn nú stunda kvennafar sitt í bílskúrnum. Fékk hún mann sinn þá til að sam- þykkja að hún læsti hann inni í bílskúrnum að deginum til en var eftir sem áður viss um að hann héldi uppteknum hætti. Fannst henni hún merkja það meðal annars af svipbrigðum nágranna- kvenna sinna. Taldi hún nú að maðurinn hlyti að stunda stóðlff sitt á nóttunni meðan hún svæfi og hófijst þá miklar vökur hjá henni. Ekki gat hún þó vakað endalaust og brá því á það ráð, með samþykki mannsins, að hlekkja hann við rúmstólpa að nóttu til og læsa hann í bílskúrnum á daginn. Eins og oft i málum sem þessum varð aðlögun makans ótrúleg, enda einkenndist sambandið, þrátt fyrir allt, af heitum ástríðum og gagnkvæmri væntumþykju. .Eig- inmaðurinn hefði aldrei látið hvarfla að sér að halda framhjá konu sinni en lét undan öllum hennar óskum. En þrátt fyrir allar ráðstafanir var hún enn viss í sinni sök að maðurinn stæði með einhverjum klækjum í framhjáhaldi. Hún stóð í þeirri meiningu að hann hefði til dæmis útvegað hjákonum sínum aukalykla að öllum lásum. Hún fann tortryggilega ilmvatns- lykt af honum á morgnana og nágrannakonurnar horfðu á hana með hæðnissvip." Grétar segir hinsvegar að með réttri meðferð hafi tekist að hjálpa hjónunum. Þetta er hins- vegar eitt versta dæmið sem ég hef horft upp á.“ Grétar segir að þegar fólk sé sjúklega afbrýðisamt geti það fengið allt til að koma heim og saman við fullvissu sína um fram- hjáhald makans. „Það er í raun engrar undankomu auðið. Ef konan heldur sér til er það auð- vitað gert fyrir elskhugann og ef hún er eins og drusla til fara þá er hún búin á líkama og sál eftir framhjáhaldið og hefur ekki orku til að halda sér til lengur. Það ber allt að sama brunni og mak- inn á sér ekki viðreisnar von. Að baki sjúklegri afbrýðisemi eru mjög oft geðsjúkdómar. Oft er um að ræða þunglyndi, sem er mjög algengur sjúkdómur. Þunglyndi, sem slíkt, lækkar mjög sjálfsmat. Maður telur sig óalandi og óferjandi. Þá er stund- um grunnt á tortryggni gagnvart makanum. Þá má nefna „parano- iu“, sem einkennist af ofsóknar- tilfinningu og gífurlegri tortryggni ásamt ranghugmyndum, sem gjarnan beinist að makanum. Heilarýrnun af ýmsu tagi getur haft í för með sér sjúklega af- brýðisemi, til dæmis vegna mi- stúlkana af ýmsu tagi. Þá má nefna skerðingu á sjón og heyrn, sem hjá viðkvæmum einstakling- um getur leitt til sjúklegrar af- brýðisemi. Loks geta ýmis vand- ræði í kynlífi, til dæmis getuleysi mannsins, kynt undir afbrýði- semi og svo mætti lengi telja. En það er oftast hægt að hjálpa þessu fólki." Á að bægja afbrýði innan eðli- legra marka frá sér? „'Það er ekki hægt að bægja tilfinningum frá hvort sem þær eru eðlilegar eða sjúklegar. Til- finningarfá útrás, ýmist á eðlileg- an eða sjúklegan hátt. En hjón verða að ræða hlutina og sigrast á þeim áður en í óefni er komið." Að vinna bug á afbrýðisemi Hvað með fólk sem finnst af- brýðisemi há sér og vill sigrast á henni. Hvað á það að gera? ^„,Það þarf á einhvern hátt að sigrast á minnimáttarkenndinni og öðlast eðlilegt sjálfstraust og sjálfsmat. Þeir einstaklingar þurfa að leggja meiri rækt við sjálfa sig og það má gera á marg- an hátt. Algengt er að þessir ein- staklingar hafi aldrei í raun feng- ið að njóta sín í lífinu, aldrei haft trú á að þeir hefðu til dæmis næga greind eða annað það at- gervi sem til þarf. Sumum hentar að auka við þekkingu sína, fara í nám af ýmsu tagi eða fara í líkamsrækt til að öðlast betri til- finningu fyrir og traust á líkama sínum. Öðrum dugar að fara meðal fólks í auknum mæli, fara á ræðunámskeið, í sjálfsstyrking- armeðferð, ráða sig í vinnu þar sem þeir njóta sín og ekki sakar að fara að hugsa um eigið útlit, klæðaburð og svo framvegis. Það er margt sem má gera til að vinna bug á minnimáttar- kennd. í sumum tilfellum getur verið gott að leita til sálfræðings, sé afbrýðisemi manni fjötur um fót, til að vinna úr málum sínum, en þegar afþrýðisemin er orðin sjúkleg er mál að leita til geð- læknis." Texti: Guðbjörg R. Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.