Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 8
8 D
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989
HEILSA
Birtaerallt
semþarf
Hver sá sem hefur ferðast flugleiðis um langan veg kannast
við hversu erfitt getur verið að yf irvinna tímamismuninn og
suma tekur allt upp í tvo sólarhringa að jafna sig eftir flugferð
t.d. frá Tókíó til Lundúna.
En við sáum það nýlega í
bresku tímariti að banda-
rískir vísindamenn við
Harvard-háskólann telja sig vera
búna að finna lausnina á þessu
vandamáli — lausn sem þeir
fundu reyndar við rannsóknir á
svefnerfiðleikum manna.
Niðurstaðan var sú að fengi
fólk mikið og sterkt Ijós í fimm
klukkustundir, á þeim tíma sem
það vanalega væri sofandi,
myndi líkaminn jafna sig og starf-
semi hans verða í samræmi við
daglegt vökuástand. Meðal ann-
ars breytist starfsemi þvagfær-
anna við þessa birtu úr því lág-
marki sem hún er í þegar við
erum sofandi.
Og þá er bara fyrir þreytta
ferðalanga sem eiga í vandræð-
um með að aðlagast breyttum
tíma sólarhringsins eftir stremb-
ið ferðalag, að óá sér í sem
mesta birtd og það sem fyrst
eftir lendingu. Drífa sig helst
beint af flugvellinum og á strönd-
ina sé hægt að koma því við.
í hnotskurn
Mér finnst lífið hafa verið gott
og ríkt þó það hafi oft verið svo
(erfitt að„maður hafi varla getað
hugsað sér næsta dag. Ég gifti
mig í þriðja sinn hér á Húsavík.
Það var átta ára gömul telpa sem
leiddi okkur saman, mig og mann-
inn sem ég átti þá. Þessi litla telpa
sótti mikið til mín og það endaði
með því að ég lofaði að sjá til með
heimili föður hennar um tíma en
giftist honumsvo. Ég hafði þá enn
trú á því að hægt væri að byggja
hjónaband á gagnkvæmu trausti
og vináttu. En þarna datt ég í éinn
pottinn enn og og vínið átti enn
sinn hlut í því. Það ætti að vera
óieyfilegt einni manneskju að
leggja of mikið á sig en þetta gera
því miður flestar konur sem búa
með drykkjumönnum. Þetta hjóna-
band varaði í þrjú ár. Þá var það
ekki hægt meir og þyngst féll mér
að skilja við telpuna. En hún hefur
verið mér trygg og hefur alltaf
samband við mig, hún er tvítug
núna.
Það þýðir svo lítið að skipu-
leggja í þessu lífi, það er eins og
það sé togað í streng. Ég held að
manni séu gefin ávkeðin spil á
hendur en maður geti svo að ein-
hverju leyti ráðið hvernig spilast
úr þeim. Það er ekki aðalatriði
hverju maður mætir í lífinu heldur
hvernig maður tekur því og hvað
maður gerir sér úr þyí. Ég hef þrátt
fyrir allt verið lánsöm, ég hef það
gott í dag og bý með góðum og
traustum manni, Helga Héðins-
syni. Ég hef ákaflega gaman af að
ferðast og hef nú á síðustu árum
getað látið það eftir mér. Ég gæti,
best trúað að ég fái mér aldrei
nýja eldhúsinnréttingu í gamla
húsið mitt hér á Húsavík, ég held
ég ferðist fyrir peningana. Það er
nefnilega svo margt sem hægt er
að njóta og hafa gaman af.
Tilvera mín hefur veri marg-
breytileg og ég hef stundum séð
ýmislegt sem aðrir ekki sjá, svo
sem framliðið fólk. í litlu húsi sem
ég bjó í á Akranesi sá ég t.d. mjög
oft gömul hjón sem mér þótti orð-
ið vænt um. Ég lýsti þeim fyrir
séra Jóni Guðjónssyni og hann
þekkti þau mæta vel af lýsingunni.
Mér er minnisstætt hvað konan
gekk létt um. Einnig verð ég vör
við einhvers konar orkustrauma í
kringum mig og get stundum áttað
mig á skapgerð fólks eftir þessum
sveiflum. Oft hef ég fengið hugboð
um ef eitthvert mótlæti er í vænd-
um, bæði í einkalífi og í starfi. Fyr-
ir þessu eru engin rök en þetta
er reynsla mín. Á svona lífsreisu
verður maður kannski brot af sál-
fræðingi ef maður hefur einhvert
innsæi til að bera. Maður verður
kannski líka svolítið brot af skáldi.
Ég hef alltaf haft gaman af Ijóðum
og fyrir tæpum tíu árum tók ég
að mér að hafa fastan vísnaþátt í
Víkurblaðinu. Það hefur gengið
bærilega og veitt mér ánægju-
stundir. Árið 1984 gaf Víkurblaðið
út eftir mig Ijóðabókina Hraun-
gróður. Hún er fyrsta bókin sem
er algerlega unnin hér heima í
héraði“
Að skilnaði gaf Brynhildur
Bjarnadóttir mér Ijóðabók sína
Hraungróður. Ég lýk þessum skrif-
um með hluta af Ijóði hennar Á
hljómleikum.
Frá uppsprettu voldugri ymur um salinn
ástriða, fegurð, hryggð
og gleðin.
Svo hljóðnar og hljómsprotinn fellur.,
, Undarlegt bergmál. - Þú skynjar
að allt sem þú hlustaðir á
var endurkast þinna eigin sálarstrengja.
Ólgandi hljómkviða úr hjarta þíns dýpstu
leynum.
Öldurót, brimgnýr, blátærir dagar.
Líf þitt i hnotskum.
Guðrún Guðlaugsdóttir
SIMYRTING
Nýtt f rá
Biodroga
Nýlega kom á markað
Biodroga No 1, nokkurskon-
ar gel sem á að vera fyrir-
byggjandi gegn hrukkum og
mýkja djúpar hrukkur og fínar
línur.
Biodroga No 1 inniheldur
engin litarefni og er ofnæm-
isprófað. Hæfir bæði ungum
og rosknum og má nota
kvölds og morgna undir dag-
eða næturkrem.
HYDRA
SWISS
með kavíar
Fyrir skömmu var kynnt
hér á landi krem frá La Pra-
irie í Sviss sem heitir HYDRA
SWISS. Kremið lítur út eins
og kavíar, þar sem efnaþætt-
irnir eru varðveittir í perlu-
laga gelatínhjúpi. Reyndar er
líka að finna kavíarupplausn
í HYDRA SWISS.
Kremið á meðal annars að
styrkja húðina, gera hana
stinna og endurbæta blæ
hennar og lit, Mælt er með
því að kremið sé notað á
morgnana undir farða.
Svitalyktar-
eyðir fyrir
herra
í vor kom á markað Ben-
etton-herralína. Fram til
þessa hefur verið haégt að
fá rakspíra, Eau de toilette,
svitalyktareyði í úðabrúsa og
líkamssápu.
Nú fyrir skömmu bættist
við fyrir herra svitalyktareyðir
í föstu formi. Þar sem alkó-
hólmagn er mjög lítið á það
að koma í veg fyrir ertingu.
%
50
o ----------1 I I l , ,J J I
16-24 24-29 30-34 35-39 40-49 50-64 65 +
PARAGRAPHICS
Lyktarskyn kvenna
Fyrir nokkru var í Bandaríkjunum gerð rannsókn á lyktarskyni
kvenna. í Ijós kom að konur á fertugsaldri hafa hvað næmast
lyktarskyn.
Kannrki er þetta ástæðan fyrir því að svo margar ungar kon-
ur úða á =:g alltof miklu ilmvatni?