Morgunblaðið - 10.11.1989, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989
D 5
JÓLIN KOMA
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skmul
og gjaíir
úr leir
Það hljómar kannski ekki fallega að brenna jólasveinana einn og átta,
en það er nú samt gert á hverjum degi við IMorðurbrautina í Hafnar-
firði og ítalsvert meira magni — og viti menn, karlarnir koma óskadd-
aðir og hreint ekki svo ósjálegir út úr ofninum. Til þess er leikurinn
líka gerður og hafa átta starfsmenn Listasmiðjunnar ekki undan fönd-
urgleði landans nú fyrir jólin.
sögn Maríu Gröndal, kenn-
ara, sem rekur fyrirtækið ásamt
eiginmanni sínum og fram-
kvæmdastjóra þess, Herði Helga-
syni,' eru vinsælustu munirnir
þessa dagana allt frá litlum skraut-
munum til að festa á jólapakka,
upp í stórar og miklar styttur. I
versluninni er hægt að kaupa allt
sem þarf til föndurgerðarinnar, s.s
liti og svo munina hráunna, en það
fer svo eftir getu og viija hvers og
að félagsstarf aldraðra víðs vegar
af landinu nýti sér þessa föndur-
vinnu, en einnig er rétt að taka
fram að hægt er að koma með
postulín, hráleir og annað efni til
brennslu, þótt það sé ekki keypt á
staðnum. En við látum myndirnar
tala sínu máli um hversu skemmti-
lega má skreyta með hráunnum
leirmunum og eigin hugmynda-
flugi.
VE
eins, hvernig útkoman verður.
Hægt er að fá leiðbeiningar á
staðnum, auk þess sem boðið er
upp á námskeið frá hausti og fram
að áramótum og eins frá febrúar-
byrjun.
María sagði fönduráhugann
vera gífurlegan og það ekki einung-
is fyrir jólin, heldur allt árið um
kring. Mikið væri t.d. mikið um að
saumaklúbbar, hópar og fjölskyld-
ur tækju sig saman og færu á
námskeið. Þau eru haldin bæði
fyrir byrjendur sem yfirleitt vinna
við glerunginn eingöngu og svo
þá sem lengra eru komnir og mála
t.d. undir glerung eða koma til að
læra gullvinnu. Þá er mjög algengt
Tíunda afmælisárið - Nú er HLH-flokkurinn upp á sitt besta
og gefur út nýja hljómplötu.
' Enn hljóma gullkorn fyrri ára, eins og
• „Riddari götunnar" og
„Vertu ekki að plata mig"
og með nýju hljómplötunni bætast fleiri gullkorn við.
Taktu þátt í veislunni með HLH, kauptu eintak, því HEIMA ER BEST.
LAUGAVEGI 33, BORGARTÚNI 24, KRINGLUNNI og HLJÓÐFÆRAHÚSI REYKJAVfKUR, LAUGAVEGI 96
PÓSTKRÖFUR AFGREIDDAR SAMDÆGURS f SÍMA 680685