Morgunblaðið - 10.11.1989, Side 6
6 D
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. NOVEMBER 1989
Brynhildur Bjarnadóttir
Ijósmóöir á Húsavík
segir frá:
í hnotskurn
Brynhildur Bjarnadóttir.
Alþingishátíðin á Þingvöllum árið 1930 var sögulegur
atburður sem sumir erlendir fjölmiðlar sáu ástæðu til
að geta um. Blað eitt í Vesturheimi sendi hingað
blaðamann sinn í þessu skyni. Blaðamaðurinn var ung
kona Aðalbjörg Bjarnadóttir að nafni, betur þekkt undir
nafninu Alla Johnson. Hún var íslensk í báðar ættir en
móðir hennar Björg flutti með hana og önnur börn sín
vestur um haf árið 1902. Þær mæðgur Alla og Björg
komu hingað árið 1930 gagngert til þess að vera á
alþingishátíðinni. Þessi ferð varð örlagarík fyrir Öllu. í
þessri ferð kynntist hún frænda sínum Bjarna
Gunnlaugssyni frá Geitafelli og þau kynni leiddu seinna
til hjónabands. í þessari ferð hitti Alla líka kunningja
sinn Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra. Jónas bauð
henni skömmu síðar starf sem erlendur fréttamaður
hjá hinu nýstofnaða ríkisútvarpi. Alla kom hingað árið
1931 til þess að vinna hjá útvarpinu og giftist skömmu
síðar Bjarna frænda sínum. Þau eignuðust fljótlega tvær
dætur Brynhildi og Oddnýju Björgu. Brynhildur
Bjarnadóttir er í dag Ijósmóðir á Húsavík og þar sótti
ég hana heim á dögunum.
Fyrsta endurminning
mín er að ég vaknaði
um nóttu og pabbi
gekk með mig um gólf
en mamma lá með
eyrun við útvarpið til
þess að hlusta á BBC
og taka fréttir, Ég hlýt að- hafa
verið mjög lítil þegar þetta var en
ég man þetta vel, segir Brynhild-
ur. Ekki bjó fjölskyldan lengi í
Reykjavík. Brynhildur varfjögra ára
gömul þegar þau fluttu norður að
Geitafelli. Móðir hennar varð þar
með að hætta starfi sínu sem
fréttamaður en hún var hins vegar
fréttaritari útvarpsins þar nyrðra
um langt árabil. „Við vorum ekki
lengi á Geitafelli," segir Brynhild-
ur. „Árið eftir að við komum flutt-
um við í nýbyggt hús á nýbýli sem
nefnt var Hvoll og byggt var út úr
Grenjaðarstaðarlandi. Eftir það
bjuggu foreldrar mínir í sveit. Móð-
ir mín var öldungis óvön öllum
sveitastörfum og vissi held ég ekk-
ert hvað hún var að fara út í. Hún
var þá komin yfir fertugt og hafði
alið allan sinn aldur í þéttbýli. Hún
var alin upp í litlu þorpi sem heitir
Baldur en flutti uppkomin til
Winnipeg. Mamma var hneigð til
ritstarfa og fékkst talsvert við að
þýða en hún hafði stopular stund-
ir til þess að skrifa. Hún varð ekki
sérlega langlíf, dó árið 1959 rösk-
lega sextug að aldri. Við systurnar
ólumst upp við öll algeng störf eins
og þá gerðist í sveitum lands.
Menntun okkar varð ekki stórkost-
leg en kannski dugði hún okkur
býsna. Ég var einn vetur í unglinga-
skóla í sveitinni og tvo vetur á
gagnfræðaskóla í Húsavík. Seinna
var ég einn vetur á húsmæðra-
skóla hjá Árnýju Filipusdóttur í
Hveragerði. Tvítug eignaðist ég
litla stúlku. Ég átti barnið heima
og Ijósmóðirin í sveitinni var yfir
mér. Hún var þá búin að ákveða
að flytja burt og sagði við mig í
hálfkæringi hvort ég vildi ekki drífa
mig og læra Ijósmóðurfræði og
taka við af sér. Þá var námstíminn
eitt heilt ár og fór námið fram á
Landsspítalanum. Ég tók þá
ákvörðun að fara í Ijósmóðurnám,
enda hafði ég enga starfsmenntun
en þurfti hins vegar fyrirsjánalega
að sjá fyrir barni. Mamma var með
telpuna fyrir mig meðan ég var
fyrir sunnan. Þá voru Ijósmæðra-
nemar í heimavist. Ég varð ófrísk
meðan á námstímanum stóð. Það
voru erfiðar næturnar þegar ég var
að gera mér Ijóst hvernig komið
væri. Og ég gleymi aldrei henni
Sigurbjörgu Jónsdóttur yfirljós-
móður þegar ég fór til hennar til
þess að segja henni frá óláni mínu
sem ég nefndi svo. Hún sagði
bara við mig „Já en góða barn,
verra gat nú hent þig." Ut frá þess-
ari reynslu hef ég oft hugsað um
fóstureyðingarlögin. Ég hefði vafa-
laust farið í fóstureyðingu ef það
hefði verið hægt en ég átti þess
sem betur fer ekki kost. Ég held
að oft séu börn óvelkomin rétt um
það bil þann tíma sem leyfilegt er
að eyða fóstri. Örvænting mín
hvarf að mestu eftir nokkrar vikur
og í fyllingu tímans gekk þetta allt
vel. Síðan hef ég ekki eignast fleiri
börn. Að prófi loknu fór ég svo
norður með drenginn minn. For-
eldrar mínir voru vissulega ekki
ánægð með að ég skyldi eignast
tvö óskilgetin börn en sú óánægja
hvarf í gleði þeirra yfir börnunum.
Þessi áðurgreinda reynsla mín
hefur verið mér drjúgt veganesti í
starfi. Ég fór strax að taka á móti
börnum þegar heim kom. Mér
mjög minnisstæð fyrsta fæðingin
sem ég var við eftir að ég tók við
LEIKFONG
sem örva
ímyndunaraflið
„Leikföng eiga að vera einföld
til þess að börn geti beitt
ímyndunaraflinu og
sköpunargleðin fái að njóta
sín," segir Hildur
Guðmundsdóttir sem um
skeið hefur verið með
námskeið í
Waldorf-brúðugerð.
Brúðugerðin er byggð á
svokallaðri
Waldorf-uppeldisfræði. Fyrir
nokkrum árum fór Hildur
ásamt eiginmanni sínum til
Svíþjóðar að nema Waldorf-
uppeldisfræði. Þar tileinkaði
hún sér brúðusauminn. En
hver er hugsunin á bakvið
brúðurnar?
myndunarafl og sköpunar-
gleði eru mikilvægir þættir
í eðli okkar og þroska.
Þessum eiginleikum þarf
að hlúa að hjá barninu og
skapa rými fyrir.
og sést þá er andlit Wald-
orf-brúðunnar afar einfalt og hug-
myndin á bakvið sú að barniö geti
sjálft ímyndað sér hvernig liggja
eigi á dúkkunni. Hún er ekki með
þetta stífa bros sem svo margar
aðrar brúður hafa. Því einfaldari
sem brúðan er því meira pláss er
fyrir ímyndunaraflið. Stundum þarf
meira að segja ekkí annað en efnis-
bút, einn hnút fyrir höfuð og tvo
sitt hvoru megin við höfuðhnútinn
sem eru þá hendur."
Hildur segir að á Norðurlöndun-
um og víðar séu starfræktir sér-
stakir Waldorf-leikskólar. Þar eru
eingöngu notuð handunnin leik-
föng úr náttúrulegum efnum. Einn-
ig eru notaðir steinar, könglar,
skeljar og trjábútar. „Það er ekki
svo langt síðan að hérlendis
tíðkaðist það að fólk léki sér að
leggjum og skeljum og þá voru
börnin í þykjustunni að leika sér
með kýr og hesta. Þetta er miklu
heilbrigðara en fá tilbúnar He-
man-ófreskjur eða brosandi
Barbie-dúkkur upp í hendurnar."
Hildur kveðst leggja þunga
áherslu á að tuskubrúðurnar séu
saumaðar úr náttúrulegum efnum.
„Við notum bómull yst, stoppum
brúöurnar með ullarkembu og hár-
ið er úr ullargarni sem þýðir að
brúðurnar má þvo. Öll leikföng
sem eru úr náttúrulegum efnum
þroska tilfinningaskyn barnsins.
Auk þess hafa handunnin, falleg
leikföng áhrif á fegurðarskyn
barnsins.
Grunnhugmyndin að baki Wald-
orf-brúðunnar er að hjálpa barninu
Lftil börn hðfa mjög gaman af öllu sem heitir að fela.
J