Morgunblaðið - 10.11.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 10.11.1989, Qupperneq 7
D 7 i MÍ3RfjH rNBLAí>H>,-FÓSTUBAGÚR JÖ. NQYEÍvtBER: Í983 : Ijósmóðurstarfinu. Fyrst og fremst var nú næstum að segja stórhríð og ekki hægt að komast heim með bíla. Pabbi og annar maður fóru með mér á hestum. í Hólkoti lenti ég á kafi í stórum snjóskafli. Stór trukkur var sendur eftir mér og við vorum á annan klukkutíma að brjótast það sem venjulega er tveggja til þriggja mínútna akstur. Það kom hins vegar ekki að sök því barnið fæddist ekki fyrr en daginn eftir og þá var það fótafæð- ing. Ég vildi láta lækninn taka við en hann sagði að þetta gæti ég sjálf. Ég hef alltaf verið þakklát fyrir þá ráðstöfun hans og svo hitt að fólkið á bænum lét ekki á sér sjá neinn kvíða þó Ijósmóðirin væri alger nýgræðingur í starfi. En allt gekk vel og það fæddist myndarlegur drengur. Þetta var mín eldskírn í Ijósmóðurstarfinu. Það var mikið að gera þetta fyrsta vor sem ég var í staríi en þetta var á þeim tímamótum þegar æ fleiri konur fóru að fæða börn sín á spítölum. Eg var ekki lengi Ijósmóðir í sveit en ég hef unnið við Ijósmóðurstörf eða einhvers konar hjúkrun mest öll þau 32 ár sem liðin eru síðan ég lauk námi. Svo gifti ég mig. Hann kom í hlaðið eitt kvöld, ekki á hvítum hesti heldur leirljósum. Ég flutti með honum suður á Akra- nes með börnin mín tvö. Við áttum saman nokkur ár. En hann var drykkjumaður, einn af þeim mönn- um sem hægt að segja um að í hafi verið bæði gull og grjót. Allt lék í höndum hans en hann var samt ekki sinnar gæfu smiður. Ég fór frá honum með börnin og réði mig ráðskonu norðúr í Húnavatns- sýslu, lengst inni í dal þar sem ekki var rafmagn. Að áliðnu sumri réði ég mig Ijósmóður vestur í Súgandafjörð en áður en til þess kæmi að ég færi vestur ákváðum við að halda hjónabandinu áfram. Stuttu seinng kom pabbi og bað okkur að koma heim að Hvoli og taka við búskapnum. Ég á því Vest- firðina eftir í þessari hringferð minni. Ég varð Ijósmóðir aftur í sveit- inni minni með þeirri breytingu að yfirleitt fór ég með mínar sængur- konur út á sjúkrahúsið á Húsavík og sat yfir þeim þar. Við bjuggum á Hvoli til ársins 1964, þá var út- séð með að ég hlyti að gefast upp. Við skildum og ég fór með börnin austur á Egilsstaði. Þetta var voðalegt skipbrot og hitt líka að þurfa að fara að heiman aftur, úr því ég var komin þangað. Ég var tengd bænum mínum sterkum böndum fram að þeim degi er ég lokaði þar endanlega hliðinu á eft- ir mér. Þá slitnaði eitthvað innra með mér. Ég man ekki lengra til mín en það að pabbi sagði alltaf, við skulum gera þetta eða við skul- um rækta þetta. Ég var alltaf með honum í útiverkunum. Mér leidd- ust húsverk og leiðast þau enn í dag. Ég hef hins vegar alltaf verið dæmalaus moldvarpa. Þetta var því meira skipbrot en margur gerir sér grein fyrir. Ég réði mig fyrst yfir veturinn að Egilsstöðum. Ég fór austur til að skoða mig um í september. Það var glampandi sólskin og allt í feg- urstu haustlitum. Þetta var líklega seinasta haustið sem kornrækt var á Egilsstöðum og það voru bylgj- andi kornakrar ofan frá Egilsstöð- um og niður að Fljóti. Kannski þess vegna fannst mér ég vera að koma heim. Ég var þarna með sjúkraskýlið til sumarsins 1967 og ég ætlaði aldrei að fara þaðan. En ég var rétt að segja búin að drepa Brynhildur Bjarnadóttir tvftug mig af vökum og álagi. Eg var með eina stúlku með mér sem þreif og fleira. Sjálf sá ég um konurnar all- an daginn og hafði börnin við rúm- stokkinn hjá mér á næturnar. Þá var engin næturvakt. Svo voru sjúklingar sem þurfti að annast líka. Ég hafði þetta allt á höndum mér. Eftir árið fór hjálparstúlkan og ég var ein í þrjá mánuði með konurnar, ungbörnin, sjúklinga, alla matargerð, þrif og þvotta og svo börnin min. Ég hreinlega of- keyrði mig og ákvað að hvíla mig á Ijósmóðurstarfinu um tímas. Ég fór niður á Seyðisfjörð, ætlaði bara að vinna þar fram á haustið og fara svo upp eftir aftur. Á Seyðis- firði vantaði Ijósmóður um veturinn og ég réði mig þangað en ákvað að fara upp eftir aftur um vorið. Ég ætlaði að kaupa mér hús á Egilsstöðum, var búin að skrapa- saman í útborgun og ná mér í bankalán en ég þurfti að fá sveitar- ábyrgð af því ég var einstæð móð- ir. Ég fékk hana ekki, ég veit hverj- um það var að kenna en ég læt það kyrrt íiggja hér. Ég hafði kynnst manni á Seyðisfirði og af því svona fór með húsið mitt þá. varð það úr að við fluttum suður til Hafnarfjarðar, hann kom þaðan. Fyrsta sumarið í Hafnarfirði gerði ég lítið enda var þá atvinnu- leysi og fólksflótti úr landinu. En svo fór ég að vinna íhlaupavinnu á Borgarspítalanum og seinna fór ég að vinna á Sólvangi. Mér fannst mjög vænt um gamla fólkið sem ég annaðist þar. Þessi annar mað- ur minn fór ekki vel með vín frem- ur en sá fyrri. Ég gerði mér þó ekki grein fyrir því strax. Stundum er maður slegin einhverri blindu og gerir gott úr hlutum eins og unnt er. Ekki bætti úr skák að krakkarnir mínir voru ósátt við að fara frá Seyðisfirði, en það varð að hafa sinn gang. Loks kom þar að maðurinn minn vildi fara burt úr Hafnarfirði, hélt að hjónabandið gengi betur ef við breyttum um umhverfi. Þá fluttum við norður á Blöndós. En það kom fyrir lítið, haustið 1973 var ég orðin ein. Svona sviftingar kosta óskapleg átök Ég var Ijósmóðir á Blönduósi en mér sárleiddist þar, það er eini staðurinn sem mér hefur reglulega leiðst þó ég eigi þar ágætis kunn- ingja. Ég fór því þaðan eftir rúmt ár. Þá var drengurinn á sjónum og dóttirin að byrja að búa sjálf. Ég var því laus við, vann á Akur- eyri um vorið og leysti af á Egils- stöðum um sumarið. Svo flutti ég haustið 1974 suður til Reykjavíkur og fór að vinna á Borgarspítalan- um og á Grund. Þá keypti ég mér litla risíbúð í Laugarneshverfinu. Um haustið 1975 fór ég að vinna á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Það er í eina skiptið sem ég hef unnið Ijósmóðurstörf á vöktum. Mér fannst erfitt að vera lítið tann- hjól í 'stórri vél. Að vísu lærði ég mikið á að vinna þar en mér fannst slæmt að vera kannski vera búin að vera með sömu konuna alla vaktina og hún komin í fæðingu, en þá var vaktin búin og ég mátti ganga út. Ég gat ekki vanist þessu. Þetta starf er þannig að konan verður oft mjög náin Ijósmóður- inni. Þegar auglýst var eftir Ijós- móður á sjúkrahúsið á Húsavík þá sótti ég um og hef verið hér Ijós- móðir í þrettán ár. Það er ágætt að vera hér, en kannski festi ég hvergi rætur héðan af. Þetta finnst nú kannski einhverjum undarlegt að heyra en svona er það. Sjá næstu síðu. Því einfaldari sem brúðurnar eru, þvi betra. Hildur Guð- munds- dóttir hefur um árabil kennt Waldorf- brúðu- gerð. til að vera skapandi. Hinsvegar er mjög auðvelt að drepa niður sköp- unargleðina." Með hvaða hætti? „Það þarf ekki annað en að hrúga í börn of mörgum leikföng- um, leikföngum sem eru svo full- komin að ekkert pláss er fyrir ímyndunina. Ef leikföng barnsins eru mjög fullkomin þá þarf barnið ekki að bæta miklu við, hvorki í huga né höndum. Þá þreytist barn- ið líka fljótt og vill fá nýtt dót. Hildur bendir á að það sé eftir- tektarvert að fylgjast með barni sem hefur vanist því að eiga tiltölu- lega fá og einföld leikföng. „Þá kemur í Ijós að það á miklu auð- veldara með að finna sér eitthvað til dundurs á eigin spýtur en það barn sem hefur vanist því að hafa hrúgu af fullkomnum plastleik- föngum í kringum sig.“ Óll börn þurfa að sjálfsögðu örv- un og hana fá þau ef þau fá að fylgjast með og taka þátt í starfi hinna fullorðnu. Þannig fá þau líka efnivið í leikinn sem þau skapa síðan sjálf út frá því sem þau hafa upplifað. Að sögn Hildar hefur brúðan dálitla sérstöðu meðal leikfanga. „Hún er eftirmynd af manneskju. I vissum tilfellum getur dúkkan tengst barninu á þann hátt að barnið finnur sig sjálft í brúðunni. Þá getur brúðan hjálpað barninu að upplifa á ný atburði dagsins, bæði gleði og sorg. Til að ýta und- ir slík tengsl er það mjög gott fyr- ir barnið að eignast brúðu sem hefur sama augnlit og háralit og það sjálft." En hefur Hildur gaman af brúðu- sauminum? „Ég hef alltaf haft mjög gaman af handavinnu og það sem er skemmtilegt við dúkkurnar er að engar tvær eru eins. Mér finnst ég vera að skapa nýja persónu í hvert skipti sem ég sauma dúkku og svo finnst mér ííka gaman að skapa eitthvað sem á eftir að veita einhverju barni gleði, sem ég vona að dúkkurnar mínar geri. Stundum tek ég tarnir og sauma margar í einu," segir Hildur. „Þetta er tímafrekt því það er ekki um fjöldaframleiðslu að ræða og hver brúða tekur margar klukkustundir í saumaskap. Hinsvegar er það ekki mjög erfitt að sauma þessar brúður og konur þurfa ekki að vera miklar handavinnukonur til að búa til brúðu. Annars hefur mig alltaf langað að vinna meira með brúðuleikhús. Einn vetur fórum við hjónin á bóka- söfn og sýndum Rauðhettu með handbrúðum en síðan hef ég ekk- ert fengist við það að ráði nema fyrir börnin mín. Það má setja brúðuleikhús upp á mjög einfaldan hátt en þó þann- ig að það skili sér alveg og sé mjög skemmtilegt. Það sem þarf til er að skapa stemmningu, örva ímyndunaraflið og hafa leikhúsið einfalt." Hildur hefur um árabil tekið þátt í að reka verslunina Yggdrasil, sem í fyrstu var í Kópavoginum en hef- ur nú flutt á Kárastíginn. Þar er efni selt í brúðurnar en líka hægt að fá þær tilbúnar og leikföng úr náttúrulegum efnum, trébíla, liti og svo framvegis. Reyndar segir Hildur að þau flytji líka inn matvöru sem er ræktuð lífrænt-bíódín- amískt, en sú aðferð grundvallast á kenningum Rudolfs Steiners sem er upphafsmaður Waldorf-uppeld- isfræðinnar. GRG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.