Morgunblaðið - 29.11.1989, Side 1

Morgunblaðið - 29.11.1989, Side 1
jwgttnWtaMfe MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1989 BLAÐ Hvað dettur okkur helst í hug, þegar við heyrum nöfii eins og David Arnason, Stina Kristofferson, Norma Baily, Kristjana Gunn- arsdóttir og William Valgardsson — og hvað á þetta fólk sameigin- legt? Líklega er raunhæft að álíta að þetta séu Vestur-Islendingar og það er rétt, en hvað þau eiga sameiginlegt, er annað mál. Þó eru þetta þekkt nöfn í heimalandi sínu, Kanada, og það sem þau eiga sameiginlegt er að vera rithöfundar. Ekki hefur þó farið mikið fyrir ritsmíðum þeirra hér á landi. Þau hafa ekkert verið kynnt og ótrúlega lítið brot af verkum þeirra hefiir verið kynnt. William Valgards- son, _sem heim- sótti ísland fyrir stuttu, er próf- essor í ritlist (creative writing) við háskólann í Viktoríu, en hann er einnig af- kastamikill höfundur. Hann hefur gefið út ljóðabækur, smásagna- söfn og eina skáldsögu, auk þess sem hann hefur skrifað aragrúa útvarpsleikrita og er vel þekktur fyrir þau. Ein smásaga eftir hann hefur verið þýdd og gefin út á íslensku og er það sagan Blóðrót (Blood flower) og fjallar um mann sem hefur „vetursetu“ á fámennri afskekktri eyju, þar sem hann er kennari. Eyjan er norður á hjara veraldar, veður eru grimm og haf- ið er lífæð fólksins, matarkista og grafreitur. Það má segja að flest verk Will- iams tengist baráttunni við nátt- úruöflin og þau gerast gjarnan á afskekktum, úrkynjuðum og hijóstrugum stöðum — og maður sér fyrir sér íslendinga, sem hafa flúið okkar harðbýla land fyrir veröld smjörs og ijóma í Kanada, segja afkomendum sínum frá grimma íslandi. „Það er nokkuð til í þvi,“ segir William þegar ég hitti hann örstutta stund, meðan á íslandsdvöl hans stóð, „því menningin staðnar í hugum fólks á þeim punkti sem það flytur burtu." William Valgardsson er fæddur í Kanada árið 1939. Það var langa- langafi hans sem tók sig upp af Snæfellsnesi árið 1878, ásamtsyni og ráðskonu og fluttist til Kanada. Ráðskonan giftist fljótlega eftir þangaðkomuna, en þremur árum seinna var langafinn allur. Sonur- inn, Ketill, þá unglingur mátti bjarga sér sjálfur, sem hann og gerði. „Ég man mjög vel eftir honum,“ segir William, „því hann lifði lengi, dó ekki fyrr en ég var sex ára. Hann kunni mikið af sög- um, en hann latti bæði föður minn og mig að tala íslensku, vegna þeirra fordóma sem hann hafði orðið fyrir út áf íslenska hreimn- um. Framtíðarsýn þeirra var ekki ýkja löng. Þeir lögðu áherslu á að maður hegðaði sér eins og enskur fyrirmaður — með kúluhatt og montprik — það var fínt að vera enskur. Þeir vissu ekki að árið 1989 gengju Englendingar með hring í eyra og dræpu fólk á fót- bol_tavöllum.“ í skáldsögu sinni „Gentle sinn- ers“ eru fordómar gegn innflytj- endum og minnimáttarkennd þeirra hreyfiafl sögunnar. Aðal- sögupersónan er Bobby, sem strýkur frá foreldrum sínum, sem eru hræsnisfullt ofsati'úarfólk, og fer til frænda síns, Sigfúsar, sem hann hefur þó óijósar hugmyndir um. Móðir Bobbys er íslensk, en yfirgaf ung það samfélag í Kanada sem hún ólst upp í, og lifir í þeirri villutrú að hún hafi flutt af sér upprunann og hætt að vera inn- flytjandi. Bobby er eini sonur hennar — og það má segja að ferð hans til Sigfúsar sé einhvers konar leit að upprunanum, til að hann geti skapað sér sérstöðu í því sam- félagi sem hann býr í. Sigfús er íslendingur og er stoltur af þeirri sérstöðu sinni — og hann er ótrú- lega íslensk persóna frá höfundar- ins hendi. Hann gefur Bobby nýtt nafn, sem er Erik eða Eiríkur, og gengur hann undir því nafni út bókina. Erik dvelur hjá Sigfúsi sumarlangt, en á því sumri hlýtur hann sína manndómsvígslu í margvíslengum skilningi. Þegar hann hefur komist að uppruna sínum, veitir það honum styrk og öryggi. Hann er ekki lengur vega- laus maður og hann þarf að tak- ast á við náttúruöflin. Sagan öll er feikilega vel skrifuð og góð og manni finnst hálfundarlegt að verk Williams Valgardssonar hafi ekki verið kynnt á íslandi fyrir löngu — því í táknmáli, náttúrulýsingum, tilvísunum og þema er hann ákaf- lega íslenskur. Hann er ótrúlega nærri uppruna sínum og ég spyr hann hvernig standi á því, þar sem hann þekkir Island svo lítið af eig- in raun. „Frá íslendingabyggðinni í Gimli hefur mjög sérstakt verð- mætamat þróast. Yfirleitt er það svo með innflytjendahópa að þeir hafa ekki lagt áherslu á að varð- Rætt við vestur- íslenska rithöfundinn William Valgardson veita arfleifð sína, hvorki í rituðu né mæltu máli. Þeir hafa, þvert á móti, reynt að gleyma. Þessu var einmitt öfugt farið í Gimli og þeg- ar ég byijaði að skrifa, fannst öll- um það dásamlegt, því bókmennt- irnar voru, þrátt fyrir allt, það sem íslendingarnir voru stoltastir af. Þegar ég tala við rithöfunda sem hafa flust til Kanada frá öðrum löndum, segja þeir mér yfirleitt langar sögur um það hvernig þeir hafi þurft að beijast fyrir því að fá að vera rithöfundar, í stað þess að gera eitthvað „nytsamlegt". Og ég tek eftir því, þegar ég ferð- ast milli íslendingasvæða í Kanada og Bandaríkjunum, að þetta fólk les gríðarlega mikið og er vel að sér í bókmenntum. Þetta er mjög sérstakt, þegar á það er litið hveijii' yfirgefa landið sitt til að setjast að annars stað- ar. Þegar fólk fer, er það ekki af ævintýraþrá, heldur út úr neyð — það á ekkert, ekki einu sinni von og því ekki til neins að staldra lengur. Síðan hefur það flætt yfir til dæmis Kanada í hópum; Ung- veijar, Júgóslavar, Skotar, íslend- ingar og svo framvegis. Þetta er það sem kallast mætti „botnfall“ hvers samfélags, en ekki heldri borgararnir og þetta botnfall tekur ekki með sér bækur. Nema íslend- ingarnir. Þeir tóku með sér bæk- ur. Þeir tóku arfleifðina með sér og frá þeirri arfleifð hafa sprottið margir og merkir rithöfundar, vestur-íslenskur, sem starfa í dag. Ég get nefnt þér sem dæmi, að Norma Baily hlaut verðlaun í Can- nes í fyrra, fyrir eina af sínum myndum. Hún er íslensk. Það er í rauninni skaði að það skuli ekki vera meiri tengsl á milli okkar og ykkar, því við erum að vinna út af sama meiði. Mínar bækur hafa til dæmis verið gefnar út í Sov- étríkjunum, Noregi og Danmörku — en ekki á íslandi.“ William byijaði að skrifa skáld- verk þegar hann var um tvítugt, en þá var hann sestur í háskóla og var að læra ritlist. En hvers sjá næstu síóu Viðtal við Sigurð Pálsson höfund sjónvarpsmyndarinnar „Nóttin, já nóttin". Sfða 3 Gagnrýni um leikhús og bókmenntir á síðu 2/3/4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.