Morgunblaðið - 09.12.1989, Side 4

Morgunblaðið - 09.12.1989, Side 4
4 6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 B 5 SVIÐS- MOLAR Sveinbjörn I. Baldvinsson, rithöfundur: „Stórir brúnir vængir“ er smásagnasafii eftir Sveinbjörn I. Baldvnsson, sem Almenna bókafélagið hefiir nýlega gefið út. Sveinbjörn hefúr áður sent frá sér þijár ljóðabækur; í skugga mannsins, Ljóð handa hinum og þessum og Lífdagatal og eitt ljóðverk á hljómplötu; Sljörnur í skónum, auk þess hefúr eitt sjónvarpsleikrit eftir hann verið sýnt hér; Þetta verður allt í lagi og hann skrifaði kvikmyndahandritið að Foxtrot. Sveinbjörn I. Baldvinsson. Sveinbjörn hefur búið í Los Angeles í Kalifomíu frá því árið 1986, og stundað þar nám við „University of Southern California," A þessum tíma hefur ein af smásögum hans verið gefin út í Bandaríkjun- um, auk þess sem þtjú stutt leikrit eftir hann hafa verið sýnd þar. Sveinbjörn dvaldi hér í fáeina daga í síðustu viku, til að fylgja bók sinni úr hlaði og náði ég þá tali af honum og spurði fyrst hvað hann hefði verið að gera í þijú ár í Banda- ríkjunum. „Ég fór til að læra handritagerð fyrir kvikmyndir, einfaldlega afþví ég hafði áhuga á kvikmynda- og sjónvarpsforminu. Það voru - og eru - heldur fá tækifæri hér til að ná valdi á þessu formi, þar sem höf- undur getur kannski vænst þess að koma að einu verki á fimm ára fresti. Það er að segja, ef hann er hepjúnn. Eg var búinn að leita lengi að svona sérhæfðu námi, því mig lang- aði ekki í kvikmyndagerð, sem slíka. Það reyndist hinsvegar ekki verið mikið um það að hægt væri að læra handritagerð, nema sem hluta af öðra námi, til dæmis kvik- myndanámi, eða leiklist. En ég fann að lokum það sem ég var að leita að í Los Angeles og dreif mig út. Þessu hárni lauk ég vorið ’88, en mér hefur dvalist aðeins þa'rna vestra.“ í smásagnasafni Sveinbjörns eru fimm sögur. í fjórum þessara sagna er dauðinn mjög nálægur. En í stað- inn fyrir að vera í sinni venjulegu mynd, er hann hreyfiafl sögunnar. Hann knýr fólk til að hugsa; vekur það upp af værum biundi hvunn- dagsins og það verður að endur- meta sjálft sig, afstöðuna til lífsins - og dauðans. Þetta eru þó engar sorgarsögur, heldur finnur hver og einn sína sátt, hvort sem er sá dauð- vona, aðstandendur, eða áhorfend- ur. En afhveiju dauðinn? „Kannski vegna þess,“ svarar Sveinbjörn," að þegar fólk stendur andspænis dauðanum, er það að sumu leyti mest lifandi. Auðvitað vil ég lika reyna að snerta þann sem les sögurnar. Mér finnst það hljóta að vera erindi höfundar að fá lesendur sína til að skilja. að þeir eru einstakir og að þeir eiga eins mikið erindi inn í þessa tilvera og hver annar. Hver og einn maður er einstakur og hann lifir í sinni veröld. Þegar hann deyr, deyr þessi veröld með honum. Það er mikils virði að geta á dauða- stundinni litið yfir farinn veg og sagt: „Ég gerði þetta gott, þetta slæmt, en ég lifði. Ég horfði ekki bara á.“ í síðustu sögu bókarinnar, „Ice- master,“ uppgötvar sögumaður sannleika. sem hann hefur í raun- inni alltaf þekkt, en ekki munað. Hversdagiegur hlutur hleypir öllu af stað og síðan flettir maðurinn upp í sjálfum sér, síðu eftir síðu. „Já,“ segir Sveinbjörn, þegar við ræðum þessa sögu, „vitund okkar er eins og ísjaki. Það stendur bara einn tíundi af henni upp húr. En allt hitt er með okkur, án þess að við geram okkur grein fyrir því. Það er mjög spennandi að fást við þann hluta, sem við viljum ekki sjá; reyna að kafa niður í þennan frosna hluta, án þess að gera sér nokkra grein fyrir því hvað kann að koma upp.“ I fyrstu sögunni, sem ber heitið „Stórir bránir vængir," era hjón, sem hafa verið gift lengi. Þegar þau riija upp ævi sína, horfa þau mjög ólíkt á hlutina, jafnvel þá sem þau gerðu saman. Þau virðast varla þekkjast og þegar tíminn er að hlaupa frá þeim, virðast þau fjar- lægjast. „Það er oft stutt á milli þess að fólk þekkist lítið og þess að það þekkist svo mikið að það þarf ekki að tala saman. Það bara veit hvað hinn aðilinn er að hugsa. En mann- eskjan er alltaf ein. Það eru vissir hlutar af okkur, sem geta aldrei orðið hluti af öðrum. Hjón fjarlægj- ast á einn hátt, meðan þau nálgast á annann. Þegar þau eru að kynn- ast, er viss „mystik" í sambandinu og allt er upphafið. En „mystikin” hverfur og það er útilokað að endur- taka hana. Það er nefnilega einu sinni svo, að í lífinu gerist allt bara einu sinni - dauðinn líka. Og hann er einstaklingsbundinn; einn af þessum þáttum sem maður getur ekki deilt með öðram. Þótt maður deyi með fullt af öðru fólki, deyr maður alltaf einn. Ástæðan fyrir því að þau íjar- lægjast, er kannski sú, að hún á framtíð fyrir sér. Við göngum nefni- lega alltaf út frá því að við eigum framtíð um svo og svo mörg ókom- in ár. Sá sem hfur fengið að vita að hann er dauðvona, áttar sig hins- vegar á því að hann á ekki þessa framtíð. Það breytir viðhorfinu til lífsins töluvert." Persónur þínar era mjög sáttar við þá hörmulegu atburði sem þær ganga í gegnum, í öilum sögunum nema einni. Þær taka örlögum sínum af stillingu. Er hægt að vera svona sáttur? „Ég held að manneskjan búi yfir einhveijum „mekanisma,“ sem ger- ir það að verkum að þegar reynir virkilega á hana, þá leiti hún sátta. Þetta er kannski einhver spúrning um það að við tökum ekki afstöðu til lífsins fyrr en við stöndum frammi fyrir dauðanum, eða ein- hveijum missi. Andstæðurnar í lifinu eru náttúrulögmál, sem við verðum að sætta okkur við, rétt eins og að dagurinn endar og nótt- in líka, án þess að við fáum nokkr- um um það ráðið. Auðvitað kemur sáttin ekkert af sjálfu sér. Hún kemur þegar mann- eskjan á ekki um neitt að velja. Ég held nefnilega að það sé ekki rétt að maður eigi alltaf val. Og þó að fólk taki hlutunum af æðra- leysi, glittir alltaf í einhvern brest. Sáttin er sársaukafull, en óumflýj- anleg.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir eftirfarandi umsögn birtist í Los Angeles Times og er birt hér til gamans, þar sem annaö leikritiö er smásaga í„Stórum brúnum vœngjum að er ekki alvanalegt, að hér séu sýnd leikrit eftir íslenska höfunda og þegar við bættist ijöldi íslenskumælandi leikhúsgesta er óhætt að segja, að andrúmsloftið hafi verið dálítið sérstakt á frumsýningu „Unstable Conditions“ í Burbage Theatre Ensemble. Einþáttungarnir tveir eftir íslenska leikskáldið Sveinbjörn Baldvinsson eiga lítið skylt við lífið eins og því er lifað á íslandi. Þeir eru alþjóðlegir í eðli sínu, annars vegar hvað varðar skáldmálið sjálft („The Stars of Caesar“) og hins vegar þar sem ijaliað er um ábyrgð manna á þeim glæpum og grimmdarverkum, sem styijöldum fylgja („Visiting Hour“). Paige Newmark sýndi bæði festu og frískleika í leikstjórninni og óhætt er að segja, að Panos Christi, sem fór með aðalhlutverkið í báðum einþáttungunum, hafí farið á kostum. Hann fer með hlutverk gamals manns í öðrum þar sem segir frá dálítið óræðri og jafnvel dularfullri vináttu hans við ungan dreng (sem Joe Elrady túlkar á hófsaman og sannfærandi hátt) og í hinum er hann bundinn hjólastólnum, sprengiefnasnillingur úr Víetnam-stríðinu, sem verður fyrir mesta áfalli lifsins („Visiting Hour“). I einþáttungunum fer Elizabeth Herron kunnáttusamlega með vel og ljóslega skrifuð hlutverk sem móðir og hjúkranarkona og í meðförum Davids Macks vaknar uppgjafahermaðurinn til lífsins, ógnvekjandi en andlega örkumla eftir Víetnamstríðið („Visiting Hour“). Einþáttungarnir eru nokkuð ólíkir en Panos Christi jafnaði þann ágreining af einstæðum þokka. UÓÐRÆNN SVEITARÓMAN - rætt vió Þóró Helgason um Ijóöabók hans „Þar var ég „Orðmenn“ er bókaforlag sem hóf útgáfú hér á haustmánuðum. Það má segja að á vissan hátt haíí forlagið markað sér sérstöðu, þar sem það gefúr einungis út ljóðabækur að þessu sinni, alls átta. Meðal þeirra er ljóðabókin „Þar var ég,“ eftir Þórð Helgason, ogþar sem hann er einn af þeim sem unnu að stofhun útgáfúfyrirtækisins, bað ég hann að segja mér nánar frá því. Bókaútgáfan Orðmenn á rætur í því að Brynjar Viborg hafði fengið spurnir af því að Eiríkur Brynjólfsson og Þór Stef- ánsson ættu handrit að ljóðabókum. Hann ræddi við þá um útgáfu og í framhaldi fékk hann þá hugmynd að skyggnast um eftir fleiri mönnum sem ættu handrit. Þá frétti hann strax af mér, síðan Eyvindi Eiríks- syni. Honum fannst hann þama kom- inn í dálítið mikinn karlaselskap og upphóf leit að konum — sem ætlaði seint að bera árangur. Eyvindur benti okkur á Rósu dóttur sína og fljótlega bættust Ragnhildur Ófeigsdóttir og Guðlaug María Bjarnadóttir í hópinn — og að lokum Gísli Gislason. Þarna myndaði Brynjar átta manna hóp af vönum skáldum, eins og Ragnhildi, Eyvindi og Eiríki, sem höfðu öll gef- ið út bækur og svo okkur hinum, sem ekki höfðum gefið út neitt áður. Við hittumst og ræddum mögu- leikana og ákváðum að vinna þetta að mestu leyti sjálf og þá komu tölva og prentari Verslunarskólans að góð- um notum,“ segir Þórður, sem er íslenskukennari í þeim skóla. „Síðan settum við okkur í samband við Magnús Tómasson, sem gerði þessa frábæru mynd sem er framan á öllum bókunum — af leikfimihesti sem er að reyna að hefja sig tii flugs. Eftir að við komum bókunum út, höfum við staðið fyrir ljóðalestri í Þjóðleikhúskjallaranum undanfarið og erum tilbúin til að lesa upp hvar sem er, bæði sér og með öðram. Við erum nefnilega alveg sannfærð um það, að ljóð eru ekki síður fallin til upplesturs en kaflar úr bókum." — En hvers vegna eingöngu ljóðabækur? „Það bara atvikaðist þannig núna. Brynjar ákvað að sjá hvort ekki væri hægt að gefa ljóðinu byr undir vængina. Það er alkunna að ljóð hafa selst illa á undanförnum árum. Forlögin vilja ekki gefa út nema viss- an kvóta ljóðabóka og auglýsa þær illa. Það er mjög miður, því það eru ákaflega margir sem njóta þess að lesa ljóð, og þar get ég nefnt nemend- ur í skólum landsins sem dæmi.“ — Skrifaðir þú þína bók í hjáverk- um með kennslu? „Nei, bókin er skrifuð á síðasta ári. Þá var ég í ársleyfi frá störfum. Ég fór að sækja tíma í ritlist í Há- skóla íslands, hjá Nirði P. Njarðvík. Það var einstaklega vel heppnað námskeið og mikil hvatning fyrir mig. Og núna er ég í framhaldsnám- skeiði.“ Hann hét Gunnar vinnumaður í sveitinni Ég hugsaði mér alltaf að hann stykki hæð sína Uggvænlegt fannst mér þegar hann trúlofaðist einn góðan veðurdag Bókin kom mér dálítið á óvart, því hún er eiginlega ein samfelld saga, svona einhvers konar ljóð- rænn sveitaróman. Hún gerist öll í Fljótshlíðinni og sækir mest til- vísanir þangað og í Njálu. Ertu að hvetja til afturhvarfs til náttúrunn- ar? „Nei. Ég var þar í sveit á sumr- in, frá 1955 til 1962. En það er horfinn heimur, því sveitir í dag eru ekkert líkar því sem var á þessum tíma. Nú, en Fljótshlíðin er einn af þessum stöðum sem maður verður áþreifanlega var við söguna og sögu bókmenntanna. Og ég er að skrifa um þessi sumur — eða minningar mínar frá þeim tíma. En minningar era aldrei alveg hreinar. Þær breyt- ast með manni sjálfum. En það sem breytist kannski ekki, er að á þess- um tíma vora atburðir Njálu mjög lifandi meðal fólks og um þá bók var mikið rætt. Þegar ég fékk tækifæri til að rifja þetta upp, ákvað ég að breyta minningunum í stuttar ljóðmyndir og reyndi að horfa á yrkisefnið- með„gömlu augunum,“ það er aug- um bamsins." — Af hveiju? „Vegna þess að það var sveitin mín og ég þekkti hana ekki nema með þessum augum. Á vissan hátt er þetta þroskasaga, það er að segja, ljóðin íjalla um það þegar ungur maður er að átta sig á veröld- inni. Á þeim tíma er mjög heppilegt að vera í sveit, því þar skýrist allt á hinn eðlilega hátt, en ekki á skramskælingunni eins og hér í Reykjavík. Þar alast krakkar upp með öllu í náttúranni á eðlilegan hátt og uppgötva miklu fyrr það sem era talin algild sannindi." Daginn sem Jónína og Ingibjörg komu í Múlakot nýju kaupakonumar streymdu að út öllum áttum ungir menn í jeppum að skoða víðfrægan tijágarð Guðbjargar heitinnar. „Mér finnst ég hafa grætt tals- vert á því að riija þetta upp. Þetta er eins og kveðja — til mín og þess samfélags sem er þrotið að kröftum og kemur ekkert meira. í ijóðunum kemur heilmargt fólk við sögu, sumt er dáið, annað orðið mjög gamalt — en það hafði allt geysileg áhrif á mig. Þetta fólk er allt nefnt sínum réttu nöfnum, dýrin líka.“ — Ertu að gera upp þetta tíma- - bil ævi þiniiar og hvers vegna þá? „Já, ég er alveg viss um að ég er að gera þetta tímabil upp. Og það er áreiðanlega liður í því að vera fullorðinn maður að gera hvert skeið ævinnar upp. Ég held það sé beinlínis hollt að fara, í huganum, vandlega yfir æskuárin. Það er liður í því að losa sig við fordóma og komast út úr sjálfheldu sem vissir atburðir hafa komið manni í. Og ég held það sé öllum foreldrum nauðsynlegt að gera þetta. Nú umgengst ég böm og ungl- inga geysilega mikið og ég tel mig geta sagt að að þetta er nauðsyn- legt. Hlutimir vefjast ekki eins mik- ið fyrir manni, þegar maður minn- ist sinna eigin hugsana og tilfinn- inga. Maður skilur bömin betur og eldist seinna," segir Þórður og hlær. Sem minnir mig á hvað hann gaf mér oft tilefni til að hlæja þegar ég las ijóðabók hans, því hún er full af kímni og skemmtilegum uppákomum og ég spyr hann að lokum af hveiju hann sé með allan þennan húmor í ljóðunum. „Ætli þetta sé ekki bara lífssýn. Maður man líka betur það sem teng- ist hlálegum atburðum. Stundum situr eitthvað pínlegt í manni — sem verður fyndið þegar maður vex frá því. En auðvitað getur þessi hnyttni undirstrikað hvað það var í raun- inni gaman í sveitinni. Þetta var ómetanlegur tími.“ ssv AFRAM, AFRAM... Bókmenntir IngiBogi Bogason Einar Kárason: FYRIR- HEITNA LANDIÐ. (234 bls.) MM 1989. Áfram keyrir sagan af íbúum Gamla hússins og afkomendum þeirra, enn taka persónurnar upp á ótrúlegustu tiltækjum og enn er frásagnargleðin í fyrirrúmi. Ýmislegt er þó með öðra sniði en í fyrri bókunum tveimur: Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjunni. Fyrirheitna landið gerist að mestu leyti í Ameríku, segir frá pílagrímsferð frændanna Munda og Manna á slóðir frumheija rokksins og eigin ættingja. í New York hitta þeir Bóbó, bróður Munda, sem slæst í för með þeim suður eftir, m.a. í heimsókn til Gógóar, ömmu bræðranna, og Badda frænda. Persónuflóran er fjölskráðug og má segja að flestir skarti ein- hveiju sérstöku. Venjulegt fólk — ef það á annað borð er til — fær ekki pláss í þessari sögu. Þetta er saga um einkennilegar mann- eskjur. Hér er á ferðinni íslenskur aðall í stiknandi vegarykinu í Memphis, burðajálkarnir óþreyt- andi greyhound-rátur. Persónurn- ar lifa fyrir augnablikið, njóta stundarinnar sem svífur hjá án þess að hafa of miklar áhyggjur af fortíð og framtíð. Innsæið ræð- ur ákvörðunum — og sögufram- vindunni um leið. Amma Gógó hefur tekið við hlutverki Línu, hún er kletturinn í hafinu, tekur því sem að höndum ber, umber allt, þolir allt. Þegar Baddi, sonur hennar, hefur barið hana til óbóta og brotið flest og bramlað heima við, hlær hún bara, öll plástruð í framan. Og taiar um hvað þetta hafi nú verið leiðinlegt fyrir íjúflinginn hann Badda! Persónurnar þroskast misjafn- lega og mis-sennilega. Mikið hefur hallað undan töffaranum Badda; „Hinsvegar sá ég hvað hann hafði elst allur og hrörnað, orðinn rán- um ristur í andliti, augun búin að missa lit, og tennurnar undarleg- ar.“ Þarna er harðjaxlinn hálfút- branninn, minnislaus og tinandi en sjálfum sér samkvæmur: Sein- ast sjáum við hann í löggubíl á leið burt. Dæmi um persónu sem gengur illa upp er Bóbó. Heima á Islandi var hann undir hælnum á Badda, fór inn á klósett til að hugsa upp hemaðaraðgerðir gegn fylleríinu í honum — aðgerðir sem voru aldrei framkvæmdar. I Ameríku er hann skyndilega orðinn harður í horn að taka, meinfýsinn, og dregur sjálfan sig og aðra sundur og sam- Einar Kárason an í háði. Ekki órökrétt þróun, á hinn bóginn óljóst hvað gerðist. Hvernig og hvenær breyttist hann svona? Sagan svarar þessu illa. Aðaltími sögunnar er einhvem tíma upp úr 1980. Reagan og Gaddafí virðast t.d. ráða ríkjum. Stokkið er aftur í atburðarásinni af og til, t.d. er drykkjusaga Baddá rakin skömmu eftir að Mundi og Manni hitta hann í fyrsta sinn í Ameríku. Segja má að tímaflakkið sé í góðu samræmi við ólíkindalega atburðarásina. Frásagnargleðin, sem skin í gegn á hverri síðu, hefur tvö and- lit og ekki eins. Óneitanlega smit- ar hún lesandann, krækir í hann. Sagt er frá mörgu fáránlegu þann- ig að sá sem hér ritar varð að taka ser pásur til að hlæja upp- hátt. Á hinn bóginn er stundum gert fullmikið úr litlu, ýmislegt endurtekið sem betur væri aðeins sagt einu sinni. Keimlíkar absúrd aðstæður — sem að vísu eru hiægi- legar — koma fyrir aftur og aftur og verða þá leiðigjarnar. Það er stutt frá fyndni í fíflaskap. Sagan þyldi töluverða styttingu án þess að missa nokkuð af bestu eigin- Ieikum sínum. Sjónarhornið er ólíkt því sem er í hinum eyjasögunum. Mundi er miðlæg persóna, hann segir söguna. Samkvæmt þessu ætti hann að vera fyrirferðarmestur. Sem er öðru nær. Höfundi tekst Hver er dódó? að sneiða hjá annmörkum sem fylgja jafnan sjónarhorni af þessu tagi með því að láta sögur gerast í sögu. Mundi endursegir sögur frá Bóbó og Manna og birtir sjúkra- skýrslur af Badda frænda þegar hann var á Kleppi. í heildina gengur frásögnin upp innan ramma sjónarhornsins. Áð vísu einstaka undantekningar. Það er t.a.m. einkennilegt og truflandi fyrir lesandann þegar Bóbó, sem mestan part sögunnar er fullur og ruglaður, gengur burt frá þeim félögum, Manna og Munda, og söguþráðurinn, sem ætti að fylgja Munda, fylgir orða- laust Bóbó út í dimma og hættu- lega nóttina. Að sama skapi nýtir höfundur illa þau tækifæri sem sjónarhomið gefur til að nálgast sögumanninn, Munda, og lýsa hugarheimi hans. Þótt sagan sé fyrst og fremst hóp- saga, en ekki einstaklings, þá ger- ir sjónarhornið kröfu til þess að sögumaðurinn standi lesandanum nær, að persónu hans sé t.d. lýst gegnum hugsanir og verknað og misræmi þessa beggja. Lítið fer fyrir slíku. Bókmenntir Sigurjón Björnsson Jóhanna Kristjónsdóttir: Dulmál dódófuglsins. — Á ferð með augna- blikinu um fjarlæg lönd. Vaka- Helgafell. Reykjavík 1989.157 bls. Fyrir einu ári kom út ferðabók Jóhönnu Kristjónsdóttur, „Fíladans og framandi fólk“. Þá heimsótti hún mörg framandi og fjarlæg lönd í suðri og austri. Nú kemur önnur bók hennar með stuttum frásöguþáttum frá ferðum um tíu fjarlæg lönd: Ruanda, Márit- íus, írak, Túnis, Portúgal, Marokkó, Kuwait, Japan, Malawi og ísrael. Hún fer því ekki skemmra að þessu sinni, lengst suður i hina svörtu Afríku og alla leið austur til Japans. Á undan þáttunum fer athyglis- verður inngangur þar sem höfundur ræðir um ferðalög sín og ferðanátt- úru. Og í bókarlok eru „kort og upp- lýsingar um löndin sem koma fyrir í bókinni". Jóhanna er einstaklega næmur og athugull ferðamaður. Hún sér margt sem aðrir koma ekki auga á og hún er afar þefvís á mismunandi and- rúmsloft í mannlífi og mannlegum samskiptum. Henni er lagið að gera lýsingar sínar lifandi og eftirminni- legar. í inngangsorðum fer hún nokkrum orðum um ferðahvatir sínar. Hún talar um þörfina á að „njóta augna- bliksins". Á öðrum stað segir hún: „Það er forvitni sem rekur mig áfram. Undursamlega forvitin for- vitni. Hún eykst við hvert ferðalag." Og enn talar hún um að ferðirnar séu henni „rómantískur raunveru- leiki. Og rómantíkin ætlar að verða lífseig". En það er meira í þes'su. Jóhanna Kristjónsdóttir er ekki aðeins að fara til að skoða, sjá og upplifa hvað sem er. Hún er ekki jafn forvitin á allt. Sálarsigti hennar er fíngert og hleyp- ir ekki öllu í gegn. Þetta er augljóst af hinum stuttu þáttum hennar. Þar er vandlega valið og hafnað og frá- sögnin er mjög svo hnitmiðuð og markviss undir frísklegu og glað- Jóhanna Kristjónsdóttir beittu yfirborði. Það er eins og hún sé alltaf að leita. Að hveiju? Mér virðist að hún hafi komist einna næst endamarkinu á eyjunni Máritíus, þar sem fólk af mörgum þjóðernum, mismunandi litarhætti og ólíkum trúarbröðum lifir saman í sátt og samlyndi, er hlýlegt, velvilj- að og hjálpsamt. Á þessari merku eyju var það sem hinum ófleyga, klunnalega og góðviljaða dódófugli var útrýmt endur fyrir löngu af vond- um aðkomumönnum. Andi síðasta dódófuglsins hófst upp á bleikt ský og á því mun hann svífa til eilífðarn- óns. „Hugsaðu þér,“ sagði hann (Má- ritíusbúinn, sem sagði höfundi sög- una), „hvað það væri gott ef dódó- fuglinn gæti fylgst með okkur af skýinu sínu. Þá gæti hann séð að við höfum eitthvað lært, við lifum í friði og reynum að áreita engan“. Ég tel víst að heiti bókarinnar, Dulmál dódófuglsins, sé vel valið að vel yfirlögðu ráði. Jóhanna Krist- jónsdóttir er í ferðalögum sínum að leita ráðningar á einhverju því dul- máli mannlífs sem henni er mikil- vægt að skilja — og vonandi einnig öðrum. Hún stígur gott skref í þá átt í þessari bók. Frá þessu sjónarmiði skoðað fær þessi hugljúfa bók mun dýpri merk- ingu fyrir mig. Vona ég að ég hafi ekki skotið fram hjá marki og leitt lesendur á villigötur. Ef ég ber þessa bók saman við fyrri ferðabók höfundar, virðist mér hún taka eldri bókinni fram á marga lund. Frásögnin er í meira jafnvægi. Bókin er betur skrifuð, knappari og hnitmiðaðri og síðast en ekki síst er hún betur út gefin. Ég hygg að margir muni hafa yndi af þessari bók sem er talsvert meira en venjuleg ferðasaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.