Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÍJR 9'. DESEMBER 1989 B 7 Tileinkað fólkinu Dan Flavin Einar Guðmundsson skrifar frá Baden-Baden STAATLICHE Kunsthalle í Baden-Baden reynir að láta sitt ekki eftir liggja á sýningarsviði nútímamyndlistarinnar í Þýzkalandi. Baden- Baden liggur ekki beinlínis miðsvæðis í Iistaheiminum, en oft eru þar samt athyglisverðar sýningar, sem komast á síður stórblaðanna og listatímaritanna. Ein slík var sýning á verkum eftir bandaríska lista- manninn Dan Flavin. Hann vinnur með neonljós. Dan Flavin er sagður hafa lagt grunninn að fyrirbærinu „minimal art“ ásamt Carl Andre, Donald Judd og Sol LeWitt. Hver í sinu horni voru þeir á sama tíma að þróa með sér hugmyndir um frelsun listaverksins undan oki hefða og táknrænna merk- inga, og beittu til þess þrengingu formsins. Sýningin í Kunsthalle Baden- Baden var sett upp með kringum- stæður í huga og verður þar af leið- andi ekki endurtekin annars staðar eða í sömu mynd. Listamaðurinn vann að uppsetningunni í hálfan mánuð fyrir opnun, lagði alla sýning- arsali hússins undir neonpípur og ljós. Var þetta fyrsta viðamikla sýn- ing hans í Evrópu í fimmtán ár, en einstök verk er að finna á listasöfnum út um alla álfu; byggjast verkin á sérstakri uppsetningu neonljósröra á völdum veggjum — það er alltaf sama grunnhugmyndin á bak við, en til- brigðin eru næstum því óteljandi. Dan Flavin fæddist í New York árið 1933. Hann lagði stund á veður- fræði á vegum bandaríska flughers- ins; var í Kóreu og Japan árin ’54 og ’55. Stundaði því næst nám í þjóð- félagsfræðum við Columbia-háskóla — var jafnframt sjálfmenntaður list- málari er hann sneri sér að gerð ljós- efnisverka árið 1963. Síðar varð hann sér reyndar úti um próf í mynd- list við háskólann í Carolina. Þar sem Flavin vinnur með ljós, veldur það oft alls konar misskilningi og jafnvel gremju fólks, sem spyr oft gáttað: Er þetta list? — Hann styðst við verksmiðjuframleitt efni, stöðluð flúrljósarör sem allir þekkja úr hversdagsleikanum; framlag lista- mannsins er hin mismunandi niður- röðun neonpípanna og spil með Ijó- sið, sem er ýmist dagsbirta, hvítt, gult, grænt, blátt, rautt eða bleikt — það er einmitt ljósið sem aðalmáli skiptir í myndgerð Flavins, en hann leggur áherzlu á, að verkin séu ekki skúlptúrar og hann sjálfur því þar af leiðandi ekki myndhöggvari eða mótunarlistamaður. „Á bak við verk- in liggur engin merking eða þróun,“ er haft eftir listamanninum, „þetta eru útfærðar skreytingar sem áhorf- andanum er ætlað að upplifa sem andartaksfrávik og gleyma svo. — Það sem þú sérð er það sem þú sérð.“ Dan Flavin var þegar árið 1961 farinn að setja saman birtukassa, með ljósaperum og flúrljósapípum, sem hann nefndi „íkona“. Hann bendir þó á, að íkona þessa beri ekki að líta á, strangt til tekið, sem „trúar- lega hluti" þótt ívafið kunni hugsan- lega að vera fyrir hendi. Það sem þó varð til þess að hann lagði endan- lega frá sér pensilinn var tilkoma verksins „Díagónal frá 25. maí 1963“. Þetta verk varð e.k. upphaf allra síðari verka listamannsins, sem upp frá því helgaði sig ljósinu — ekki þó í launhelgum skilningi, tekur listamaðurinn ávallt 'fram aðspurður. Hann var nánast að leika sér þegar hann festi ósköp venjulega, gula flúr- , r; ,V' 'r ; ’ ■ ;;;v' < - -í ■ ' _'■: V Tileinkað Leo Castelli. ljóspípu, 244 sm langa, á vinnustofu- vegginn, í 45 gráðu halla. Þá gerði hann sér ljóst, að ljósið væri hans verkfæri. „Geislandi pípan og skugg- inn af festibúnaðinum virtust mér geta staðizt út .af fyrir sig, svo kyn- lega sem það hljómar. Það var ekki nauðsynlegt að binda lampann við stað; hann virtist beinlínis geta stað- ið af eigin rammleik, kröftugur og tilþrifamikill á vegg vinnustofu minnar — skýr og ágeng gasformuð mynd, sem vegna birtumagnsins, leysti nánast upp hlutlæga nærveru sína í ósýnileika.“ Tiivitnuð orð eru fengin úr sjálfsævisögulegri ritgerð, í bleiku, gulu og grænu flúrljósi. sem listamaðurinn samdi og flutti áheyrendum árið 1964 og lætur prenta í sýningarbókum sínum. Það er því kannski ekki úr vegi, að draga saman nokkur atriði úr þessum texta, þar sem listamaðurinn leitast við að varpa ljósi á sjálfan sig óg uppruna. Dan Flavin var sá tvíbura er kom fyrr í heiminn, og fer engin saga af hinum bróðurnum í listasögunni. Hann var sonur manns sem neitaði sér um munað og nautnir, lítt karl- mennskulegur, írsk-kaþólskur skóla- starfsmaður með það verksvið að leita uppi skrópara. Móðirin var heimskt harðstjórnarkvendi komin af þýzkum aðalsættum en þó án snefils af göfuglyndi. Hann var sett- ur í umsjá enskrar barnfóstru er þjáðist af nákvæmni; „hún reyndi að venja mig á klósett tveggja vikna gamlan og sló mig er það mistókst“, skrifar Flavin. Hann hafði ekki náð sjö ára aldri er hann reyndi að hlaup- ast að heiman. En tveimur húsalengj- um frá heimili sínu var hann gripinn ótta við hið óþekkta í sólskininu. Hann byijaði að teikna sem barn („Móðir mín hefur skýrt svo frá, að ég hafi dregið upp líflega, en nokkuð barnslega einfalda mynd af felli- bylsskaðanum á Long Island árið 1938, sem hún seinna eyðilagði ásamt næstum öllum teikningum bernsku minnar.“); barnið varð hald- ið þeirri ástríðu að teikna stríðsmyndir og leiftrandi sprengjub- lossa — en ásetningur foreldranna var sá, að drengurinn yrði prestur, og þess vegna var trúarlegu uppeldi snemma þvingað upp á hann. Sem kórdrengur varð hann með tímanum einkennilega snortinn af hátíðleika jarðarfaramessanna, sem voru full- komnaðar með ríkulegri kertaljósa- dýrð, messusöng, sknlðgöngum og reykelsisilmi — auk þess sem hann fékk fimmtán sent á lík fyrir altaris- drengsþjónustuna. Það átti eftir að koma síðar í ljós, að aldrei yrði hann kaþólskur prest- ur, því einkunnir tóku skyndilega að hrapa niður úr öllu valdi. Einhvern Fyrir Nikkí. veginn tókst honum samt, 18 ára gömlum, að fara að hugsa um list, rómversk-kaþólsku útgáfuna að sjálfsögðu. Er hann gegndi herþjón- ustu í Kóreu, 1955, sem veðurfræð- ingur, varð hann svo eirðarlaus á frívöktum, að hann tók upp teikni- þráðinn á ný og gerði sér fyrirsætur úr fremur ófúsum hermönnum. Yfir- boðari stöðvaði síðar þessar teikniæf- ingar á þeirri forsendu, að þær stofn- uðu karlmennsku í hættu, þar sem hermennirnir sátu fyrir berir að of- an, hallandi sér fram á kústsköft. Að herþjónustu lokinni tók við slit- rótt myndlistarnám. Honum var ráð- lagt að helga sig fræðimennsku, gerast trúarlistsagnfræðingur. „Eg reif mig lausan frá Columbia- háskóla í febrúarmánuði 1959, örvin- glaður út af misheppnuðu persónu- legu sambandi (eftir misheppnaða, óviðkomandi sjálfsmorðstilraun) og hóf síðbúið, fullkomið ástarsamband við listina. Til að byija með var ég á kafi í verkum eftir alla aðra: Gus- ton, Motherwell, Kline, Gorky, Pollock, Rothko, Jasper Johns ...“ Þremur árum seinna var hann orðinn þreyttur á þessu ástarævintýri með listinni, aðallega vegna hörmulegra framkvæmda; honum fannst allt sem hann hafði gert (fyrir utan verkið ,,mira-mira“) vera undirlagt svörtu bleki. Það var kaos í kringum karl- inn, en með nýju eiginkonunni, Sonju, tókst honum að skrapa saman aura fyrir öðru húsnæði, nýju lífi í Brooklyn. Hann gekk um gólf í Nátt- úrugripasafni sem vörður í búningi, með vasana fulla af athugasemdum á blöðum um rafmagnsleg Ijós í list- rænum skilningi. Safnstjóri sagði: „Herra Flavin, þér eru ekki á kaupi hér sem listamaður,“ og Dan Flavin féllst á þessa skoðun og hætti starfi. Flavin-hjónin voru engu að síður búin að gera sér grein fyrir ljósinu og meintum blossum þeim samfara. Þau prufuðu leiðir og margvíslegar nýjar aðferðir, þangað til á endanum kom verkið „Persónulegt algleymi” — seinna kallað skáhöllun frá 25. maí 1963. Það sem fagurfræðin er fyrir list- ina, er fuglafræðin fyi-ir fuglana ... Það var komið ljós!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.