Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 6
6 T BfT MQRGUNBLAÐIÐ jLAUGAftQAGy^ ^/PRSEMBjBff 1^989, t , Laugarneskirkja: Tónlistarvika í tilefni af 40 ára afmæli LAUGARNESKIRKJA á 40 ára afmæli 18. desember næstkomandi ogafþví tilefiii verður haldin tónlistarvika í kirkjunni 10.-17. desem- ber næstkomandi. Biskup íslands, herra Ólafiir Skúlason, opnar tón- listarvikuna með ávarpi ldukkan 17 á morgun, sunnudag. Tónlistarvi- kunni lýkur sunnudaginn 17. desember með afinælismessu klukkan 14 en þá flytur Óli Þ. Guðbjartsson kirkjumálaráðherra ávarp og Jónas Gíslason vígslubiskup prédikar. Alla virka daga tónlistarvikunnar heldur Ann Toril Lindstad, orgel- leikari Laugameskirkju, hádegis- tónleika klukkan 12, þar sem hún spilar orgelverk eftir J.S. Bach, Dietrich Buxtehude, Johannes Brahms, Ludwig van Beethoven, Arild Edvin Sandvold, Rolf Karisen, og Samuel Scheidt. Aðgangur að hádegistónleikunum er ókeypis en miðar að síðdegis- og kvöldtónleik- unum verða seldir við innganginn. Tónlistarvikan hefst með messu klukkan 11 á morgun, sunnudag, en þá leikur Lárus Sveinsson ein- leik á trompet. Að loknu ávarpi biskups íslands, herra Ólafs Skúlasonar, klukkan 17 á morgun flytur kór Laugames- kirkju Missa brevis í F dúr eftir W.A. Mozart, ásamt einsöngvuran- um Sigríði Gröndal sópran, Dúfu Einarsdóttur alt, Guðmundi Gísla- syni tenór og Halldóri Vilhelmssyni bariton. Undirleik annast Júh'ana Kjart- ansdóttir og Rósa Guðmundsdóttir fiðluleikarai-, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari, Valur Pálsson, sem leikur á kontrabassa og Þröstur Eiríksson orgelleikari. Kórinn flytur einnig Gaudete, gömul þekkt jóla- lög, sem útsett era af sænska kór- stjóranum Anders Öhrwall. Stjóm- andi er Ann Toril Lindstad. Þá verður Blásarakvintett Reykjavíkur með tónleika, sem hefjast klukkan 20.30 á þriðjudag. Tónleikamir nefnast Kvöldlokkur á jólaföstu og þar verða leikin verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Ludwig van Beethoven og Joseph Haydn. Mótettukór Hallgrímskirkju og Ann Toril Lindstad halda tónleika klukkan 20.30 á fimmtudagskvöld. Þar verður meðal annars flutt mót- etta eftir J.S. Bach, Jesu Meine FVeude, og enskir jólasöngvar. Stjórnandi er Hörður Askelsson. Ann Toril Lindstad heldur orgel- tónleika klukkan 17 á laugardag, þar sem hún leikur verk eftir Char- les-Marie Widor, Cesar Frank og Max Reger. Bamaguðsþjónusta verður klukkan 11 sunnudaginn 17. des- ember og bamakór Laugamesskóla syngur. Klukkan 14 þann dag hefst afmælismessa, þar sem Ólöf Kol- brún Harðardóttir syngur einsöng og kór Laugameskirkju syngur. Eins og áður er getið prédikar Jón- as Gíslason vígslubiskup og Óli Þ. Guðbjartsson kirkjumálaráðherra flytur ávarp. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Laugarneskirkju síðast- liðin tvö ár og hljómburður í kirkjunni hefúr bathað. Tilraun til ad gefa sitt lítið af hverju - segirAnn Toril Toril Lindstad Linds organisti í Laugarneskirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg „TÓNLISTARVIKAN er tilraun til að gefa fólki sitt lítið af hveiju,“ sagði Ann Toril Lindstad, organisti í Laugarneskirkju, en hún hefur haft veg og vanda aftónlistarvikunni i kirkjunni í næstu viku. Ann Toril sagðist vona að fólk gæfi sér tíma til að koma á tónleikana og slaka aðeins á í jólaamstrinu. Ann Toril Lindstad sagði að mikil vinna hefði farið í að undirbúa og skipuleggja tónlistarvikuna. „Ég byrjaði snemma í haust að æfa mig fyrir þessa hátíð. Kór Laugames- kirkju er einnig búinn að æfa stíft í allt haust og hefur staðið sig mjög vel,“ sagði hún. Kórinn syngur undir stjóm Ann Toril í Laugameskirkju á morgun, sunnudag, Missa brevis í F dúr eft- ir Woifgang Amadeus Mozart og Gaudete, jólasöngva úr bókinni Piae Cantiones frá árinu 1582 en verkið er sett saman og útsett af sænska kórstjóranum Anders Öhrwall. Ann Toril heldur hádegistónleika í Laugameskirkju alla virka daga tónlistarvikunnar og flytur þar org- elverk eftir J.S. Bach á mánudag, Johannes Brahms, J.S. Bach og Dietrich Buxtehude á þriðjudag, Ludwig van Beethoven og Norð- mennina Arild Edvin Sandholt og Rolf Karlsen á miðvikudag, J.S. Bach á fimmtudag, svo og Samuel Scheidt, Dietrieh Buxtehude og J.S. Bach á föstudag. Ann Toril heldur einnig orgeltónleika klukkan 17 á laugardag, þar sem hún flytur verk eftir Charles-Marie Widor, Cesar Frank og Max Reger. Ann Toril Lindstad hefur verið organisti í Laugarneskirkju síðast- liðin fjögur ár. Ann Toril lauk prófi í orgelleik og kirkjutónlist frá Tón- listarháskólanum í Ösió árið 1983 og Diplom-prófi frá sama skóla tveimur áram síðar. Ann Toril hefur haldið fjölmarga tónleika hérlendis og í heimalandi sínu, Noregi, svo og í Svíþjóð, Finnlandi og Þýska- landi. Kór Laugarnes- kirkju æfir fyrir tónleikavikuna í kirkjunni í næstu viku. Bðið er að skapa nýjan hljöm í Laugarneskirkju - segir séra Jón Dalbú Hróbjartsson „í TILEFNI af 40 ára afinæli Laugarneskirkju hefúr verið gert við kirkjuna að utan sem innan undanfarin tvö ár,“ sagði séra Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur í Laugamessókn. „Búið er að skapa nýjan hljóm í kirkjunni og við viljum vekja athygli á henni sem tón- leikahúsi en hún tekur 300-350 manns í sæti,“ sagði Jón Dalbú. Hann sagði að tónlistin hefði geysilega mikla þýðingu í kirkjustarf- inu. Jón Dalbú Hróbjartsson sagði að til að bæta hljómburð í Laugar- neskirkju hefðu meðal annars verið lagðar steinflísar á kirkjugólfið, kirkjuveggjunum breytt, svo og hefði eikarparket verið lagt á gólf sönglofts og eikarklæðning sett neðan á söngloftið. Hann sagði að Laugarneskirkja hefði verið vígð 18. desember 1949 og kirkjan hefði verið farin að láta mikið á sjá, eins og fleiri opinberar byggingar frá sama tíma. Guðjón Samúelsson, fýrrverandi húsa- meistari ríkisins, teiknaði Laugar- neskirkju. „Við lagfæringar á kirkj- unni höfum við notið leiðsagnar húsameistara ríkisins en hann og hans embætti hefur hannað verkið og stjórnað því, enda er kirkjan friðuð og verður að bera allar breyt- ingar og lagfæringar undir emb- ætti húsameistara." Laugameskirkja var tekin aftur í notkun 10. september síðastliðinn við hátíðlega athöfn, þar sem biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, prédikaði og vígði nýtt altari og nýjan skímarsá. Meðal gesta vora forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, og Davíð Oddsson borg- arstjóri. Dalbú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.