Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 3
MOHGUNByAÐIfi FÖSXUDA^UR, lfo DESEMliKK lp89 C, 3 Kristín og Kent Wheeler ásamt börnum sínum, Kirk og Karen. daga, í öðrum frumlegar dúkkulísur eða fíngerður útsaumur. Uppi á lofti í stóra dúkkuherberginu sitja m.a. sex dömur við ríkmannlegt kaffiborð, hver annarri fínni. Þarna eru tvö börn ífornkerru og frítt par, klætt loðkápum, situr í sleða, sem dreginn er af hesti. Þarna eru drengir og trúðar, en við gluggann situr sú, sem af 15 dómurum var valin fegurst allra brúða bessa lands árið 1985 og vann eftirsóttu Millie-verðlaunin. í kring um brúðurnar eru þeirra hlutir, flestirfornir, hverá réttum stað, á borðum, hillum og í skáp með þeirra borðbúnaði. Þetta gæti verið minnkaður salur úr Versölum. Og hver er Kristín? Hún er háttvís, fjölhæf kona, sem vekur athygli fyrir glæsileik, er há, dökkhærð, blátt áfram og vingjarnleg. Hún fæddist í Reykjavík 1939 og ólst upp í mið- bænum. Foreldrarhennarvoru Helga Bjargmunds- dóttir og Þorbergur Magnússon, sem hún þekkti aldrei. Hún á tvö hálfsystkyn, Óskar Valdimar og Sveinbjörgu, en sú var aðeins 3ja mánaða, þegar móðir þeirra varð fyrir bíl, tveim dögum eftir jól, 1956. Eftir það varð afi hennar, Bjargmundur Sveinsson, bróðir Kjarvals, ábyrgðarmaður hennar, en frænka hennar, Lovísa Bjargmundsdóttir, reynd- isthennieinsog móðir. Hún minntist tvisvar að hafa komið á vinnustofu frænda síns og séð þar stafla málverka, en einnig styttu frá því Danska konunglega, sem hún ekki gleymdi. Síðar þegar hún hafði ráð á, keypti hún sér eins styttu, Gæsastúlkuna, og var þetta hennar fyrsta stofustáss. Ung hitti hún orustuflugmann, sem var á Keflavík- urflugvelli. Þegar þau sögðu Bjargmundi, að þau ætluðu að gifta sig, vildi hann ekki gefa sína bless- un, fyrr en hann hafði fengið leynilögreglumann til þess að grennslast fyrir um þennan óþekkta Ameríkana. En á mormónanum Kent Wheeler fannst ekki blettur og þau Kristín giftu sig með hersiðum árið 1960 á Keflavíkurflugvelli og fluttu til Texas. Þar lærði hún hárgreiðslu, en vann aldrei við hana. Á meðan þau bjuggu í Þýzkalandi í þrjú ár, lærði hún hjá þekktum málara, aðallega að mála andlit. Þau hjón eiga tvö uppkomin börn og dótturson. Eftir að Kent gerðist atvinnuflugmaður — hann flýgur nú stærstu þotum til Ástralíu — bjuggu þau í Kaliforníu, Virginíu og Utah, og alls staðar hélt Kristín áfram að læra að mála. Hún er vandvirk og kröfuhörð og telur sig ekki nógu góðan málara, ekki nógu frumlegan. Fyrirtíu árum kynntist hún brúðuhönnun hjá efn- uðum nágranna í Utah. Þá las hún allt sem hún . gat um þessa list og kenndi sér sjálf. Kunnátta í málaralist og hárgreiðslu kom sér vel. Hún og dóttir hennar reka fyrirtækið „Treasures ofTo-morrow, lnc.“ í kjallaranum hefur hún vinnu- stofu, þar sem hún vinnur og kennir, en hennar nemendur eru á öllum aldri og koma víða að, t.d. Japan. Brúðurnareru sannar eftirlíkingaraf ca. 100 ára gömlum frönskum og þýzkum postulínsbrúðum, sem í dag kosta frá 8 til 53 þúsund dali. Mótin eru gerð eftir þessum dúkkum, stundum höfuð og hend- ur, stundum öll dúkkan, ef hún er lítil. Kristín hellir sínu postulíni og brennir. Hér má ekkert út af bregða og hún veit aldrei, hvað mun birtast, þegar hún opnar ofninn. Þá hreinsar hún og nuddar postu- línið, saumar leðurlíkama og treður með sagi. Síðast kemur málning, fatahönnun, hárgreiðsla og skart. Að fullgera brúðu tekur frá þrem dögum til þriggja vikna. Mesturkostnaðurferíklæðnaðinn. Helst notar hún efni frá Evrópu og loðskinn, aldrei gervi- efni. Ekkert er sparað, enda segist hún hafa byrjað að taka þátt í samkeppnum, til þess að afla pen- inga, þar sem Kent kvartaði undan öllum þessum kostnaði. Og í nóvember sl. rættist draumur henn- ar: hún eignaðist þýzka frum-dúkku frá 1912, enn klædda sínum upphaflegu fötum. Eftir að vinna Millie-verðlaunin, sem er aðeins er hægt að vinna einu sinni, getur hún ekki lengur keppt nema í gegnum nemendur sína. Hún nýtur þess að hvetja þá og örva, segir að nóg sé búið að draga úr konum, ekki bara af körlum, heldur líka af öðrum konum. „Við erum svoddan kettir," bætir hún við brosandi. Hún ferðast um landið, kennir, heldur fyrirlestra og sýningar, oft í pelsadeildum fínustu búða, af því að flestar brúður hennar eiga pelsa. Hún hefur hlot ið fjölda verðlauna og um hana hefur verið skrifað í blöð og tímarit og hún hefur skrifað margar grein- ar. Fyrirsögn einnar greinarinnar, „Touch of Class“, hittir í mark. Myndir af brúðum hennar skreyta kort, dagatöl, plaköt og greinar, enda er hún talin einn albezti brúðuhönnuður heims. Fólk úröllum stéttum biðurhana aðhanna eft- irlíkingu af börnum og vinum. Safnarar safna brúð- unum, en fleiri safna dúkkum en nokkru öðru, jafn- vel frímerkjum og gömlum peningum. Kristín telur sig nú vera á toppnum og segist hlakka til að skapa fimm feta, íslenzka, drottningar- lega fjallkonu næsta ár. Á sunnudagsmorgnum hér er virtur og vinsæll sjónvarpstími, sem heitir „Capital Edition". í sumar var sýndur þar þáttur um Kristínu, heimili hennar og list. Við landarnirvorum hrifnirog hreykniraf henni. í lok þáttarins lyfti hún einni brúðunni, kyssti hana og sagði hlýlega: „Mér þykir vænt um þær allar.“. Höfundur: Hallfrfður Guðbrandsdóttir Schneider. Unaður kynlífs ogásta UNAÐUR kynlifs og ásta - kyn- ferðisleg samskipti í nýju Ijósi, er yfirskrift bókar eftir dr. Andrew Stanway, sem nýverið kom út hjá bókaforlaginu Skjaldborg. Bókin skiptist i sex meginkafla og við birtum hér hluta úr kaflanum Þró- un hins kynræna líkama, þar sem læknirinn fjallar um hvatir og þrár. Pótt sennilega sé satt að flest okkar velji ósjálfrátt maka sem sé mikið til haldinn samskon- ar kynhvöt og við sjálf, þá eru nokkur atriði ólík í þessum hvötum, þótt kannski sé það ekki nema öðru hverju, jafnvel í bestu hjóna- böndum. Talið hefur verið að öll höfum við missterka kynhvöt. Raunar fullvissa margir sjúklinga minna mig um að svo sé þegar vandamál koma upp í kynlífi þeirra. Klínísk reynsla þendir þó til þess að þessi trú sé á misskilningi byggð vegna þess að jafnvel á skömmum tíma getur manneskja sem talin er „kynköld" eða næst- um áhugalaus um kynlíif, breyst í Ijúfan og dýrmætan kynferðislegan maka. Svarið við þessar sýndarþver- sögn er að sennilega er okkur ölt- um ásköpuð álíka sterk kynhvöt og að það sem veldur muninum séu missterkar hömlur sem banna okkur að flíka kyneðli okkar. Fólk sem virðist gersamlega ástríðu- laust reynist oft haldið sterku ímyndunarafli og draumórum en undirvitundin reynir að verjast því og jafnskjótt og eitthvað sem er ekki „viðurkvæmilegt" kemur uppí hugann reynist þeim um megn að breyta hugsunum í athöfn. Vitanlega höfum við öll einhvern áhuga á kynlífi — enda er það hluti af lífeðli okkar — en hversu mikið er „normalt" í hvert tiltekið skipti er erfitt að ákvaða vegna þess að við höfum engan samanburð. Til er fjöldi skýrlsna sem sýnir hversu athafnasömu kynlífi allir aðrir lifa, en slíkar athuganir er oft erfitt að staðfesta, og jafnvel þegar þær virðast fullkomlega áreiðanlegar hættir fólki til að líta á bestu hugs- anlegu stöðu hjá öðrum og bera hana saman við verstu hugsanlegu stöðu hjá sjálfum sér. „Normal" í samhengi við mannlega kynhvöt á við svið en ekki punkt, og allt sem með sanni má segja er að það sem er normalt fyrir mig er normalt fyrir þig. Jafnvel hjá sama einstakling breytist kynlöngunin talsvert mik- ið. Karlmenn eru á hátindi kyn- hvatar sinnar rétt um tvítugt og konur um fertugt. En hvaða mæli- kvarða sem menn nota þá er alltaf einhver sem þú þekkir stærri, betri, lengri, sneggri eða hægari, og allur slíkur samanburður er til- gangslaus. Sagt er að menn hafi minni löngun til kvenna þegar þeir eldast, en það er alhæfing og útí hött. Vissulega eru sumir menn á sjötugsaldri jafn virkir og þeir voru á þrítugsaldri. Skoðanir á „meðaltölum" hjá konum eru jafnvel enn varhuga- verðari. Til eru konur sem geta náð orgasma tuttugu sinnum á dag og aðrar sem eru ánægðar með að ná honum aldrei á heilli mannsævi með ástríkum maka. Flestar konur eru fljðtari að fá orgasma við sjálfs- fróun en við samræði, og saman- lögð kynferðisleg útrás konu alla ævina (samfarir plús sjálfvaktir orgasmar) er sennilega meiri en hjá karlmanni. Hæfni konu til kyn- ferðislegrar nautnar er næstum takmarkalaus, en geta hénnar til að nýta hana ræðst af uppeldi hennar, tilfinningum, persónustíl, uppeldi, mökum og ríkjandi að- stæðum. Margt getur valdið því að kyn- hvöt einstaklings dofni eða jafnvel bregðist alveg. Pillan getur valdið kyndeyfð hjá sumum konum, svefnlyf, steróíðar, sum lyf við háum blóðþrýsting og sum geð- deyfðarlyf geta líka gert það; Ró- UNAÐUR KYNLÍFS OG ASTA ) j wm it XWFERÐISIK andi lyf deyfa sennilega kynlíf fleira fólks en nokkur önnur ytri orsök; áfengi getur verið kynhvatarbani, og mörg ólögleg lyf taka sinn toll. Algengasti sálræni kvillinn í hinum vestræna heimi er þunglyndi, og einn þáttur þess er dvínandi kyn- hvöt. Þunglyndi krefst oftast lækn- ismeðferðar með einhverskonar lyfjanotkun eða sállækningum. Alvarlegir líkamlegir sjúkdómar geta eyðilegt kynhvötina og það getur líka mikil líkamleg og andleg þreyta gert. Margir vinna of mikið, hreyfa sig of lítið og eiga erfitt með svefn og skilja svo ekkert í hvað þeir eru áhugalausir í kyn- ferðismálum. Auk þess nota sumir líkamsástand til að koma sér und- an kynmökum (alveg óafvitandi) þó að þeir hafi í rauninni aldrei haft áhuga á þeim. Óskemmtileg kynferðisleg reynsla getur þælt kynhvötina. Sumt fólk verður fyrir eða hefur orðið fyrir svo andstyggilegri kyn- ferðislegri reynslu að við liggur að það óski að kynferði væri ekki til. Slíku fólki er kynlífið aðeins ömur- leg skylduathöfn sem það óskar að verði af sér létt. Hjá sumum er fyrri nauðgun, kynferðisleg mis- þyrming í bernsku eða kynferðis- legt ofbeldi orsök slíkra neikvæðra tilfinninga gagnvart kynlífi, en hjá öðrum eru viðbrögðin miklu nær- tækari. Sektarkennd getur verið mikilvægur þáttur í fráhvarfi kyn- hvatar, og þeir af mínum sjúkling- um sem haldnir eru sektarkennd, hversu ómeðvituð sem hún kann að vera, hafa skerta kynhvöt af ótta við að gera eitthvað sem þau mundu blygðast sín fyrir. Sumt fólk er svo vansælt í sam- búð að það bægir kynhvötinni úr huganum. Enda erum við fúsust til kynferðislegra athafna þegar allt leikur í lyndi. Margar konur segja mér að þær hafi ekki áhuga á kynlífi vegna þess að þær séu hættar að elska, og karlmenn eru líka farnir að láta slíkt í Ijósi. Þegar sumir einstaklingar lenda í ástarævintýrum hafna þeir kyn- mökum af blygðun; ótta við að upp komist; hræðslu við ótímabæra þungun eða kynsjúkdóm, o.s.frv. En aðrir standa sig best í meinum vegna þess að kynmök við ekta- maka séu'of notaleg og „siðsöm", sem fer í bága við ómeðvitað álit þeirra á því sem kynlíf ætti að vera. Allmargar konur sem ég tala við .segja að þær missi kynhvötina ef maki þeirra vanrækir líkamshirð- ingu sína. Eiginmenn sem vínlykt er af og feitar eiginkonur eru atriði sem stundum koma til álita. Loks finnst mörgum kynhvöt sín dofna eftir slæmar samfarir í hjónabandi eða utan þess. Alvar- leg frávísun getur valdið því, einn- ig það þegar annar aðilinn fer of geist við að koma fram vilja sínum eða sérstökum óskum við hinn aðilann. Duttlungafull eiginkona eða eiginmaður, eða einhver sem hvað eftir annað vísar hinum frá, mun með tímanum endanlega eyðileggja löngun næstum hvers sem er. Farsælar samfarir velta að nokkru leyti á að þær séu fyrir- sjáanlegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.