Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 7
q 7 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15- DBSEMBER 1989 Markmið Heimahlynningar er að fársjúkt fólk geti verið sem lengst heima hjá sínum nánustu eru öllu fólki sameiginlegar við þvílíkar kringumstæður. Fái sjúklingur og aðstandendur tíma og tækifæri til þess að greiða sameiginlega úr þessum flóknu til- finningum getur það leitt til þess að báðir aðilar hafi sætt sig við hvernig komið er og það léttir eftir- lifendum oft lífið. Að sögn Bryndís- ar kemur þó stundum fyrir að fólk afneitar þeim staðreyndum sem við blasa og vill ekki trúa því að von- laust sé um bata. Þegar þannig er hellist sorgin fyrst yfir fólk að marki þegar sjúklingurinn er dáinn. Sorg vegna ástvinamissis er eðlileg til- finning sem hefur að öðru jöfnu sína eðlilegu framrás. Flestum sem annast ástvini sína á þann hátt sem Heimahlynning gerir ráð fyrir geng- ur samkvæmt rannsóknum yfirleitt betur en öðrum að vinna úr sorg sinni. Komi hins vegar upp hjá að- standendum óeðlileg sorgarvið- brögð þá er reynt að koma því fólki til hjálpar Högni Óskarsson læknir Högni Óskarsson geðlæknir er formaður Ráðgjafanefndar umlíkn.„Ég kom inn í þetta starf fyrir einu og hálfu ári síðan og þá sem geðlæknir og ráðgjafi fyrir starfsfólk Heimahlynningar. Ráð- gjafanefndin um líkn var stofnuð þegar fastara form komst á starf- semi Heimahlynningar. í henni eiga sæti fulltrúar allra þeirra sem koma við sögu í meðferð sjúklings með krabbamein á háu stigi. Nefndar- menn hittast aðra hverja viku og fjalla þar um mál skjólstæðinga Heimahlynningar. Til okkar kasta kemur helst í sambandi við mál sem snerta tengsl fjölskyldu og viðkom- andi sjúklings. Hluti af þeim vanda- málum sem við erum nú að reyna að leysa úr er að í okkar þjóðfélagi hefur dauðinn verið gerður svo fjar- lægur og dauðastríðið svo tækni- vætt, ef svo má segja. í langflestum tilvikum leggst fólk á spítala og ligg- ur sína banalegu þar, og oft er ekki undan þvi vikist að hafa það svo. En meðan fólk lá banaleguna heim og dó þar þá var dauðinn miklu eðlilegri partur af fjölskyldulífinu, þó oft hafi þetta sjálfsagt verið mjög erfitt þegar engin verkjalyf voru komin til sögunnar. En fólk bar þessar byrðar. í þessari líknarmeðferð Heima- hlynningar er lögð áhersla á að fólk geti verið saman sem allra lengst og þegar vei gengur getur fólk gengið frá málum sínum saman, rætt um sameiginlegt lífshlaup sitt og unnið úr sorg sinni að ákveðnu marki. Auðvitað reynir þetta mikið á og m.a. þess vegna sinna hjúkr- unarfræðingar Heimahlynningar ekki aðeins hinum hefðbundnu hjúkrunarstörfum heldur annast fólkið einnig á ýmsan annan hátt. Presturinn kemur fólki líka til hjálp- ar þar sem læknisfræðin getur ekki lengur komið að gagni. Það er ekki síður mikilvægt að hafa í huga að hjúkrunarfólk sem vinnur með mikið veiku fólki verður að horfast i augu við dauðann á hverjum einasta degi. Það er alltaf að missa frá sér fólk sem það hefur annast og tengst misjafnlega sterk- um tilfinningaböndum. Þetta'reynir mikið á hjúkrunarfólk og mikilvægt að það fái stuðning svo það „kulni“ ekki eins og það er kallað. Kulnun iýsir sér í áhugaleysi eða að áhug- inn beinist í æ ríkari mæli að t.d. samstarsferfiðleikum innnan hóps- ins o.s.frv. Fólkið er þannig að forð- ast eitthvað sem býr innra með því sjálfu, án þess þó að það geri sér grein fyrir að það sé að gefast upp. Fræðslustarfsemi er lika mikil- vægur þáttur í starfi Ráðgjafa- nefndarinnar. Við erum >t.d. að bjóða uppá fræðslunámskeið fyrir starfshópa annars staðar í heil- brigðiskerfinu. Þriðja atriðið er svo að koma heilbrigðisyfirvöldum í skilning um nauðsyn þess að þetta starf verði hluti af heilbrigðiskerf- inu, og við það hef ég verið í einna mestum önnum síðustu mánuðina. Það er hægt að sýna fram á það að þjónusta eins og sú sem Heima- hlynning veitir sparar peninga. Hún fækkar dýrum legudögum sjúklinga inná spítala. Hins vegar er líknar- meðferð oft tengd sjúkradeildum sem sinna líknarmeðferð og er þá sjúklingur ýmist heima eða inná spítala. Sá timi sem sjúklingurinn er heima er mun ódýrari en spítala- vistin, jafnvel þó sjúklingurinn njóti aðstoðar á borð við þjónustu Heimahlynningar. Þar við bætist að sjúklingurinn nýtur meiri lífsgæða í formi samvista við sína nánustu ef aðstæður eru skapaðar til að hann qeti verið sem mest heima hjá sinu fólki." Valgerður Sigurðardóttir læknir Tve’ir krabbameinslæknar starfa hjá Heimahlynningu, þau Sigurður Árnason og Valgerður Sigurðar- dóttir. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði Valgerður að þessi starfsemi væri enn á til- raunastigi og markmiðið með þeim tilraunum væri að öðlast reynslu í að veita fólki, langt leiddu af krabbameini, hjúkrun og læknis- hjálp á heimahúsum og þróa þessa starfsemi þann veg að hægt sé að nota þá reynslu sem þannig fæst sem flestum til hagsbóta í heil- brigðiskerfinu síðar. Valgerður sagði að það væri töluvert mikill munur á því fyrir lækni að sinna fólki í heimahaúsi eða á spítala. Á sjúkrahúsum ráða læknar ferðinni en það gera þeir síður á heimili sjúklings, þar ræður sjúklingurinn að vissu marki. Hugmyndafræðin að baki Heimahlynningu beinist að því að virða einstaklinginn, óskir hans og þarfir. Helsta verkefni lækna Heima- hlynningar er að lina verki hins sjúka fólks. SigurðurÁrnason hefur lengst af sinnt þessu starfi en síðan í október hefur Valgerður starfað með honum við þessa líknarmeð- ferð. Valgerður sagði að oft færu læknir og hjúkrunarfræðingur sam- an í vitjanir og gætu þannig skipt með sér að sinna bæði sjúklingnum og aðstandendum. „Það eru hjúkr- unarfræðingarnir sem eru á fyrstu vakt, ef svo má segja," sagði Val- gerður. „I þá er alltaf hringt fyrst og þeir meta ástandið og kalla á okkur ef þörf gerist. Mikið af okkar starfi fer einnig fram í gegnum síma. Hlutur lækna í þessari starf- semi er fyrst og fremst að bera hina læknisfræðilegu ábyrgð og hafa yfirumsjón og stjórn á allri ein- kennameðferð. Flestir sjúklinganna eru með krabbamein á háu stigi sem ekki er lengur hægt að veita meðferð til að lækna. Það er stund- um sagt að ef ekki sé hægt að lækna þá sé ekkert hægt að gera. Þetta er ekki rétt, það er alltaf hægt að líkna og markmið okkar í þessu starfi er að líkna. Það er mikilvægt að læknir sem sinnir slíkum sjúklingum sem hér um ræð- ir hafi góða þekkingu á krabba- meinssjúkdómum og viti hvaða ein- kenni geti komið upp og hvernig eigi að bregðast við (áeim. i slíkum tilvikum verða læknar að gera sér Ijóst að það þýðir ekki að setja sér óraunhæf markmið. Þegar svona I er komið er ekki hægt að lækna og stundum er ekki heldur hægt að lina allar þjáningar. En við reyn- um að gera það sem við getum hverju sinni. Það er hins vegar ekki hægt að breyta manneskjum á síðustu dögum lífs þess. Við reyn- um að virða einstaklinginn og hjálpa honum að því marki sem hann get- ur og vill taka á móti. Læknar Heimahlynningar hafa samstarf við aðra lækna og meðferðaraðila sjúklings. Morfín er ennþá áhrifaríkasta verkjameðalið og það er mikið gefið sjúklingum sem eru orðnir mikið veikir af krabbameini. En það er hins vegar komin ný morfíntegund sem heitir Morfínsulfat, áhrif þess koma seinna en vara mun lengur en áhrif annars morfíns. Sjúklingur- inn þarf þá kannski ekki að taka lyf nema tvisvar á sólarhring í stað þess að þurfa að fá lyf á tveggja tíma fresti allan sólarhringinn. Þetta gerir það að verkum að hægt er að tryggja hinu sjúka fólki ótrufl- aðan nætursvefn. Hið nýja morfín er almennt orðið miklu meira notað enda er það til í mun fleiri styrkleik- um en hið garhla. Það eru hins veg- ar ekki allir krabbameinssjúklingar sem hafa verki. Krabbamein eru margir sjúkdómar sem hegða sér misjafnlega. Það er heldur alls ekki þannig að læknar byrji á að gefa morfín. Fyrst er fólki gefin venjuleg verkjalyf en þegar þau hrífa ekki lengur er gripið til morfínsins. Við gefum ekki morfín nema ástæða sé til en við höldum heldur ekki í við okkur að gefa það, sé þörf á því. Sjúkt fólk getur lifað árum sam- an og jafnvel unnið og verið alltaf á morfinlyfjum. Sjúklingar Heima- hlynningar eru hins vegar fæstir vinnufærir. Það ber hins vegar að leggja áherslu á að það er ekki síður mikilvægt að fólki líði eins vel og kostur er á síðustu vikum lífsins eins og á öðrum skeiðum þess. Að því reynum við að stuðla með starf- semi Heimahlynningar. Einar Jónsson og Ásta Steingrímsdóttir Á fyrstu hæð í blokk einni við Háaleitisbraut í Reykjavík búa hjón um sjötugt, Ásta Steingrímsdóttir og Einar Jónsson heita þau. Þau eru bæði uppalin undir Eyjafjöllum en eftir að þau giftu sig bjuggu þau lengst af í Vestmannaeyjum. Eftir gos í Eyjum fluttu þau til Akureyrar þar sem annar sonur þeirra bjó þá. Síðustu þrjú árin hafa þau búið í Reykjavík. Framan af æfi vann Einar í síld og var á sjónum sem háseti. Sjómennsku hætti hann árið 1964. Eftir það hefur hann unnið alls kyns verkamannastörf í landi. í sumar sem leið veiktist Einar skyndilega. „Það kom eins og ég væri skotinn þar sem ég stóð út á götu,“ segir hann við mig þar sem ég sit ásamt þeim hjónum í svefnherbergi þeirra. Einar er langt leiddur af krabba- meini i nýra sem hefur breiðst víðar út um líkamann. En hann ber veik- indi sín með afbrigðum vel. Ég veit varla við hverju ég bjóst þegar ég var á leið í heimsóknina til þeirra hjóna. En víst er að ég bjóst ekki við þeim notalega og friðsæla anda sem ríkti á heimili þeirra. Bæði virt- ust þau í góðu andlegu jafnvægi og um veikindi Einars ræddu þau af stillingu, einlægni og um fram allt æðruleysi. „Ég var búinn að finna til slappleika en ég hafði hvorki fundið sting eða verk,“ held- ur Einar áfram frásögn sinni. „Ég hafði hins vegar veitt því athygli að ég svitnað mikið á hálsinum þegar ég sat t.d. inni og horfði á sjón- varpið. En mér fannst þetta svo sem ekkert til að gera veður út af. Svo var það einn mánudagsmorgun í sumar að við þurftum út í búð áður en við færum í spil hjá Eldri borgurum í Oddfellow. Ég raka mig og klæði mig og við förum hér út í búð og verslum. Ég tek svo pok- ana og held á þeim, því Ásta á bágt með að bera því hún er hjarta- sjúklingur. Þegar ég er komin hálfa leið heim þá finn ég að ég fer að verða svo ægilega slappur. Ég gefst upp hérum bil og stoppa og sest á bekk hér niður í skýli." „En ekki vildi hann gefast upp,“ skýtur Ásta inn í frásögnina." „Svo haltraði ég áfram með pok- ana,“ segir Einar. „Og ég komst inn í gang, þá leið yfir mig. En ég jafn- aði mig og komst inn á bekk og lagði mig þar. Mér fannst þetta þó ekki geta verið neitt alvarlegt og vildi fara að spila en konan hringdi á lækni og það skipti engum togum að hann var kominn með það sama. Hann hringdi á bíl og' sendi mig uppá spítala. Hann hélt þetta væri hjartað og þeir ætluðu að fara að bera mig út í bíl, en ég bað þá bless- aða að leyfa mér að ganga. Eftir hálfan mánuð lágu fyrir niðurstöður úr rannsóknum sem gerðar voru á Borgarspítalanum og þá kom þetta út úr því.“ Eftir rannsóknina hefur Einar verið heima og „haft það Ijómandi gott með þessari fínu aðstoð sem við höfum fengið m.a. hjá Heima- hlynningu," segir hann og kona hans samsinnir því. „Það kemur hjúkrunarfræðingur hingað þrisvar í vi.ku og gerir mér til góða, þvær mér og skiptir um rúmfatnað. Læknirinn kemur svo á miðvikudög- um.“ „Auk þess er alltaf hægt að ná til þessa fólks hvenær sem er sólar- hringsins, við höfum einu sinni þurft á því að halda," segir Ásta. „Þá fékk ég leiðinda verki sem ég hef aldrei fyrr né síðar fengið," segir Einar. „Ég hygg að ég sé á sterkum lyfjum og þau duga mér til þess að vera nánast verkjalaus." Við höfðum í upphafi veikindanna mjög góða aðstoð frá heilsugæslu- stöðinni í Álftamýri og svo hafa Haraldur Dungal heimilislæknirinn okkar og Magni Jónsson læknir á Borgarspítalanum reynst okkur frá- bærlega vel,“ segir Ásta.„Seinna var okkur bent á þjónustu Heima- hlynningar og við höfðum samband við hana. Ég hefði ekki trúað hvað þetta er mikið gott," segir Einar. „Ekki einasta hafa þau hugsað svona vel um Einar, þau hafa líka hlúð að mér og talað við fjölskyld- una. Þetta er ómetanleg hjálp. Síðan við fengum hana þá líður okkur báðum andlega mikið betur. Við vitum að við erum í öruggum höndum, það er allt gert sem hægt er“ segir Ásta. „Það er mikil guðs- gjöf að við skulum geta verið saman hér heima þennan tíma og ég vildi óska að sem flestir gætu notið þess sama við svipaðar kringum- stæður." „Það getur enginn hugsað sér hve mikils virði þetta er nema sá sem reynir það,“ segir Einar. „Ég vildi óska að þessir blessaðir ráða- menn okkar sjái sér fært að styrkja þessa starfsemi þannig að hún geti náð til sem flestra sem hennar þurfa. Það er fleygt fjármagni í það sem minni þörf er á.“ Og Ásta bætir við: „ Við vonum að þingmenn samþykki frumvarpið hans Jóns Helgasonar um að hætta að veita áfengi í opinberum veislum og láti þá peninga, sem þannig sparast, renna til þessarar starfsemi. Við vorum að hlusta á frásagnir af þessu frumvarpi hans Jóns í morg- un og viljum endilega koma því að framfæri að við erum einlægir aðdáendur hans fyrir að koma fram með slíkt frumvarp." Ég stóð nokkuð lengi við heima hjá þeim Einari og Ástu og spjallaði við þau um ýmislegt sem varðar þann illkynjaða sjúkdóm sem Einar stríðir nú við. Þau sögðu mér að þau fyndu mikinn styrk í heimsókn- um ættingjá, vina og vandamanna. Þau hafa ekki orðið fyrir þeirri reynslu að vera sniðgengin vegna veikindastríðsins eins og oft vill verða í þessu þjóðfélagi, þar sem tilhneigingin er að ýta út í horn öllu sem lýtur að alvarlegum veikindum og dauðsföllum. Vafalaust eiga þau gott fólk að, en hitt er kannski ekki síður umhugsunarvert að til þeirra er gott að koma. Það er gott að vera nálægt fólki sem er sátt við örlög sín og mætir þeim af æðru- leysi og án biturleika. Til þess að geta þetta þarf fólk að hafa andlegt þrek en hin góða þjónusta sem Heimahlynning hefur veitt þeim hjónum á ugglaust einnig sinn stóra þátt í því hve Einar og Ásta hafa getað mætt þungbærum erfiðleik- um með miklu jafnaðargeði og still- ingu. Guðrún Guðlaugsdóttir |(fÍlljlMQAC/ Tissues MYKT ER OKKAR STYRKUR HEILDSOLUB. JOHN LINDSAY H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.