Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 6\ d . Sagt frá líknarmeðferð Krabbameinsfélagsinsfyrir sjúklinga með ólæknandi krabbamein og talað við hjónin Ástu Steingrímsdóttur og Einar Jónsson, sem nýturslíkrar meðferðar Síðustu áratugina hafa þung bær veikindi og dauði verið fjarlægari öllum þorra fólks en var lengst af á þessu landi frá landsnámstíð og fram á þessa öld. Formæður okkar og forfeður fæddust, lifðu og dóu íhinum fátæklegu húsakynnum sfnum og studdi þar hver annan á erfiðum stundum lífsins og þegar dauðann bar að garði. Fólk hlúði að og vakti yfir ástvinum sínum og þegar öllu var lokið stóðu líkin uppi, sem kallað var, í nokkurn tíma þartil kistulagt var. Síðan var haldin húskveðja og að þvíloknu yfirgaf hinn látni fyrst heimili sitt. Börnin fæddust heima í rúmum foreldra sinna. Heimilisfólkið yfirgaf kannski baðstofuna ER MARKMIÐ HEIMAHLYNNINGAR hins vegar að mikilli spennu og getur valdið því að þessir aðilar geti ekki stutt hvorn annan á sama hátt og hægt er þegar full einlægni og traust er fyrir hendi. Sé reynt að blekkja sjúkling missir hann oft- ast traust á þeim sem að slíku standa og það eykur á einsemd hans sem oft er mikil. Margir að- standendur vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við og hætta jafn- vel að koma í heimsókn í vandræð- um sínum. Samkvæmt hugmynda- fræði „Hospice" hreyfingarinnar er réttur einstaklingsins til sjálfsá- kvörðunar virtur og reynt á faglegan hátt að styðja að slíku. Að fengnum nægum, hlutlausum og heiðarleg- um upplýsingum á sjúklingur að geta verið þátttakandi í ákvörðun- um er varða líf hans og dauða og m.a. átt þann valkost að dvelja síðustu stundirnar á eigin heimili ef aðstæður leyfa. Lilja Þormar og Bryndís Konráðsdóttir Að sögn Lilju Þormar og Bryndís- ar Konráðsdóttur hjúkrunarfræð- inga Heimahlynningar hóf Heima- hlynning starfsemi vorið 1987. Tvö síðustu ár hefur verið reynt að starfa samkvæmt hugmyndafræði „Hospice", en af vanefnum og varð að bjargast við sjálfboðavinnu starfsfólks. Um tveir mánuðir eru hins vegar síðan Heimahlynning tók upp formlegar vaktir allan sólar- hringinn þannig að sjúklingar og aðstandendur geti haft samband hvenær sem eitthvað kemur uppá sem kallar á aðstoð. Að sögn hjúkr- unarfræðinganna eru vitjanir skipu- lagðar á daginn og fá allir sjúklingar sem njóta aðstoðar Heimahlynn- ingar reglulegar vitjanir og auk þess frekari aðstoð eftir þörfum. „Ástandið breytist ört hjá fólki sem þannig er komið fyrir," sagði Lilja. „Versni því verða vitjanir til þess tíðari og auk þess fjöigar þá oft bráðavitjunum til þeirra líka. Krabbameinssjúkdómar eru marg- meðan fæðingin fór fram, en fljótlega að henni afstaðinni tíndust menn inn hver af öðrum til þess að sjá nýju manneskjuna sem komin var til þess að deila með þeim kjörum í lífsstríðinu. Þannig liðu árin og áratugirnir hjá hinni íslensku þjóð. Áratugirnir urðu að árhundruðum, og svona gekk þetta allt fram að síðustu aldamótum, þá fór allt að breytast í þessum efnum sem ýmsum öðrum i okkar þjóðfélagi. Þegar líða tók á þessa öld fæddust æ fleiri á þar til gerðum sjúkrastofnunum og æ fleiri háðu sitt dauðastríð fjarri ástvinum á sjúkrahúsum. Margir landar okkur hafa kvatt svo þennan heim að enginn af þeirra nánustu hafa verið hjá þeim síðustu stundirnar á sjúkrahúsinu. Nú hefur Krabbameins- félag íslands bætt þjónustu þá sem hófst fyrir rúmum tveimur árum og gerir mörg- um krabbameinssjúklingum, sem ekki eiga lengur von um bata, kleift að dvelja heima hjá sér, jafnvel þar til yfir lýkur. Heimahlynning kallast þessi starfsemi á íslensku. Hún byggir á hugmyndafræði „Hospice" hreyfingarinnar sem kom upp í Bretlandi fyrir rúmum tuttugu árum síðan og hefur nú breiðst út um allan heim og er víða orðinn hluti af veittri heilbrigðisþjónustu. Geng- ið er út frá þeirri forsendu að dauð- inn sé eðlileg staðreynd lífsins og lögð áhersla á að hvorki séu gerðar tilraunir til þess að lengja eða stytta líf sjúklings sem ekki á lengur von um bata. Skristofa Heimahlynningar er í húsi Krabbameinsfélagsins, Skóg- arhlíð 8, í Reykjavík. Símanúmer þar er 21122 og er opið á venjulegum skrifstofutíma. Sjúklingar Heima- hlynningar og aðstandendur þeirra geta náð sambandi við starfsfólk Heimahlynningar allan sólarhring- inn. Heimahlynning veitir líknar- meðferð í heimahúsum þannig að starfsfólk hennar tekur að sér umönnun sjúklings á heimili, eftir að beiðni um þjónustu hefur verið metin og slík meðferð er álitin við- eigandi. Heimahlynning ber ábyrgð á meðferð sjúklings á meðan hann dvelur í heimahúsi og óskað er eft- ir þjónustu. Heimahlynning veitir hjúkrunarþjónustu sem sinnt er af fjórum hjúkrunarfræðingum. Lækn- isþjónustuna annast tveir krabba- meinslæknar. Einnig er af hálfu Heimahlynningar veitt ráðgjöf sér- fræðinga úr Ráðgjafanefnd um líkn. í nefndinni eiga sæti hjúkruna- rfræðingar og læknar Heimahlynn- ingar, geðlæknir, svæfingalæknir, félagsráðgjafi, sálfræðingur, prest- ur og leitað er til lyfjafræðings þeg- ar þess gerist þörf. Einnig er fag- fólki frá öðrum stofnunum, er ann- ast mikið veika krabbameinssjúkl- inga í heimahúsum, veitt ráðgjöf varðandi meðferð ef óskað er. Samkvæmt hugmyndum „Hospice" hreyfingarinnar ber að líta á sjúklinginn sem eínstakling sem hefur líkamlegar, andlegar, félagslegar og trúarlegar þarfir. Lit- Einar Jónsson og Ásta Steingrímsdóttir. ið er á aðstandendur sjúklingsins sem skjólstæðinga, ekki síður en sjúklinginn sjálfan. Reynt er að stuðla að því að sjúklingurinn geti eftir megni notið lífsins á þessu síðasta skeiði. Hafi hann verki eða önnur óþægindi er reynt að lina þjáningar hans og um leið leitast við að gera það þann veg að vitund sjúklingsins sé sem skýrust svo hann geti notið umhverfis síns.og ástvina. Stefnt er að því að sjúkling- urinn geti dáið með fullri reisn og virðingu, þess fullviss að aöstand- endur hans njóti umönnunar eftir andlát hans. Komi í Ijós við rannsóknir á sjúkl- ingi að hann eigi litlar sem engar batahorfur þá er það læknisins að ákveða hvenær hann segir sjúklingi þau tíðindi. Fyrir kemur að læknar segja aðstandendum fyrst frá hin- um slæmu batahorfum. Fyrstu við- brögð aðstandenda eru þá oftar en ekki að hlífa sjúklingi við þessum slæmu tíðindum. Stundum leikur sjúklingurinn sama leik, hann vill á sama hátt hlífa ástvinum sínum og segir þeim ekki hvernig málum er komið. Sú staða getur komið upp að báðir aðilar leiki blekkingleik í þessu skyni. Þessi staða stuðlar Morgunblaðið/Rax víslegir og fólk getur lifað með slíka sjúkdóma árum saman án þess að til líknarmeðferðar þurfi að grípa. Við veitum einnig aðstandendun- um aðstoð og stuðning bæði með- an veikindin standa yfir og einnig eftir andlát sjúklings ef þörf krefur. Sorgin grípur fólk oft strax þegar það veit að batahorfur eru ekki fyr- ir hendi hjá ástvini þess. Meðan á veikindum og dauðastríði stendur ■ gengur fólk í gegnum hin ýmsu stig sorgarinnar. Eftir andlát bætist söknuðurinn við sorgina og við reynum að hjálpa fólki til þess að vinna úr þessum tilfinningum sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.