Morgunblaðið - 05.01.1990, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR1990
B 3
Heimilisbókhaldið hefur reynst
mörgum gagnleg leið til að skipu-
leggja betur rekstur heimilisins.
Fyrir þá sem stefna að því marki
er jaf nframt ýmislegt annað sem
komið getur að góðu gagni og
vert er að gefa gaum að. Hér á
eftir er drepið á nokkrum nytsam-
legum atriðum. Raggý Guðjóns-
dóttir gaf Morgunblaðinu góð ráð
en einnig er hér að hluta stuðst
við upplýsingar úr máigagni Neyt-
endasamtakanna, Neytendablað-
inu, 2.tbl 1988.
Matvörukaup
í asanum við matarinnkaupin
gleyma margir að gæta að því
hvort síðasti söludagur matvæla
sé runninn út og lenda því stund-
um í því að kaupa matvæli sem
samkvæmt neytendamerkingum
eru ekki lengur neysluhæf. Mat-
vörur eiga að vera merktar með
síðasta söludegi og það erfljótlegt
að ganga úr skugga um það hvort
að varan er neysluhæf eða ekki.
Fjölskylduverslunin
Matvara er dýr á íslandi og hún
er stærsti útgjaldaliðurinn hjá
flestum fjölskyldum. Mörgum er
því vafalaust umhugað að gera
hagstæð matarinnkaup, en ein
leiðin til þess er sú að versla ávallt
í sömu matvöruversluninni. Með
því móti eykst verðskyn neytenda
og þeir eiga hægara um vik að
gera verðsamanburð.
Staðgreiðsluafsláttur
Margir nýta sér sjaldan eða aldr-
ei rétt sinn á staðgreiðsluafslætti
verslana. Þegar keyptir eru stórir
hlutir út í hönd, t.d. þvottavél, sjón-
varp eða ísskápur, á neytandinn
rétt á 5 til 10% staðgreiðsluaf-
slætti. Full ástæða er til að nýta
sér rétt sinn í þessum efnum.
Neytendasamtökin líta svo á að
þeir sem staðgreiði vöru eigi ætíð
rétt á afslætti, þar sem greiðslu-
kortanotkun sé orðin mjög al-
menn. Gera verði greinarmun á
þeim sem staðgreiði og hinum
sem fái allt að sex vikna greiðslu-
frest.
Gölluð vara
Samkvæmt lögum er ársábyrgð
á öllum seldum vörum. Þannig má
skila vöru sem reynist gölluð, inn-
an árs frá því að hún var keypt,
og krefjast ógallaðrar vöru í stað-
inn eða riftunar kaupa. Af þessum
sökum er brýnt að fá kvittanir fyrir
þeim vörum sem keyptar eru <?g
geyma þær a.m.k. í eitt ár. Án
kvittunar getur reynst örðugt að
færa sönnur fyrir því hvar varan
var keypt og þar af leiðandi erfitt
að fá henni skipt.
Meðferð á fatnaði
Það er gott ráð að kaupa aldrei
fatnað sem er án þvottaleiðbein-
inga. Það hefur enginn gaman af
því að eyðileggja dýra flík í þvotti
eða efnalaug, af því að leiðbeining-
ar vantaði og flíkin var því ekki
meðhöndluð á réttan hátt.
Stundum kemur reyndar fyrir
að flíkur eyðileggjast í þvotti, þó
jjeim fylgi þvottaleiðbeiningar.
Ástæðan er þá sú að fólk kann
ekki að nýta sér leiðbeiningarnar.
í því sambandi skal hér bent á
handhægan þvottabækling Kven-
félagasambands Íslands, sem inni-
heldur nákvæmar útskýringar á
öllum þvottamerkingum.
Og enn um meðferð á fatnaði.
Það er ekkert gamanmál að fá Ijóta
bletti í föt og þurfa ef til vill að
leggja flík til hliðar af því að blettur
næst ekki úr. Á vegum Kvenfélaga-
sambandsins hefur verið gefinn
út ,bæklingur um blettahreinsun
sem inniheldur góð ráð og leið-
beiningar um það hvernig unnt er
að ná blettum úr fatnaði, gólftepp-
um o.fl.
Þegar færa skal heimilisbókhald
er ákjósanlegast að notast við
þar til gerðar bækur, en þær
eru staðlaðar og fást bæði hjá
Neytendasamtökunum og í bóka-
búðum. Einnig erfáanlegur*sérstak-
ur hugbúnaður fyrir bókhald hjá
flestum tölvufyrirtækjum.
Hentugast og árangursríkast er
að færa heimilisbókhaldið daglega.
Til að fá sem besta yfirsýn yfir rekst-
ur heimilisins er ráðlegast að taka
fyrir einn mánuð í senn. Þannig eru
í upphafi hvers mánaðar færð inn
föst útgjöld þess mánaðar, t.d. af-
borganir af lánum.
Hér á eftir er útskýrt á sem ein-
faldastan hátt hvernig færa skal
heimilisbókhald og því til hliðsjónar
er sýnt í töflu bókhald yfir einn
mánuð. Miðað erviðfjögurra manna
fjölskyldu.
Fyrst eru mánaðartekjur heimilis-
ins reiknaðar út og færðar í dálk I.,
þ.e. dálkinn „reiknaðar mánaðar-
tekjur — samtals l“. Hafa ber í huga
hugsanlegar breytingar á tekjum
milli mánaða. Þá eru föst útgjöld
heimilisins reiknuð út, það er að
segja útgjöld einu sinni (mánuði eða
sjaldnar. Heildartalan er færð í dálk
II. eða „samtals II". Ef þessi útgjöld
eru dregin frá tekjum sést nákvæm-
REIKNAÐAR
MÁNAÐARTEKJUR
Fyllið út að eigT vai
Dagiega^
Dags. neysiuvorjf 6,Tr»'.3 Tó^K,.^.r
Gjóid
samiais.
SAMTALS I: Ho.ooo-kr.!
ÚTGJÖLD sem eru einu sinni
í mánuði eða sjaldnar
Sjónvarp,
útvarp.
I.O:>a lb.215- l.5»~- a.ooo-
Dagblöð, simi.
Rafmagn, hiti. ~
Tryggingar.
Lán (afborganir
vextir). B^.Or.
Annað. H. Ooo ~
lo- 4io- ^ Q? g.-
II-BUq- 1 1 Ooo- í 3.000 -
Gjöld | ' | ! 1 samtals|5M.'2.e\5-! iol "í>Vl - llO.ooo- 1
SAMTALS II.M’V.l'3'o’ kr.
NIÐURSTÖÐUR 1 - 11
MÁNAÐARINS iHpcookr.
Niðurstaða
q.iHs-to,
Heimilisbókhald fjögurra manna fjölskyldu yfir einn mánuð. Tölurnar
skipta að sjálfsögðu engu máli hér, heldur að bókhaldið sé fært rétt.
lega hvað mikið er aflögu til annarra
neysluþarfa heimilisins.
Regluleg útgjöld, þ.e. oft i mán-
uði, skal færa daglega í viðeigandi
dálka. í dálkinn fyrir daglegar
neysluvörur er færðar bæði matvör-
ur og hreinlætisvörur. Dálkana sem
fylla á út að eigin vali er hentugt
að nota fyrir ákveðna kostnaðarliði
sem hver og einn vill fylgjast með,
t.d. rekstur bifreiðar, tóbaksreyking-
ar eða skemmtanir, svo dæmi séu
tekin. í lok hvers mánaðar eru þessi
daglegu eða tíðu útgjöld reiknuð
saman og færð í dálk III.
Og þá er aðeins eftir að reikna
út niðurstöðu mánaðarins, en það
er gert þannig: Útgjöld, einu sinni í
mánuði eða sjaldnar (dálkur II), eru
dregin frá tekjum (dálkur I) og frá
þeirri tölu eru dregin útgjöld sem
eru tíð (dálkur III). Talan sem þá
kemur út er þá „niðurstaða mánað-
arins".
VETRARDAGSKRA
DANSSTÍDÍÓ SÓLEYAR
ÁRIÐ 1990
Jazzballet Motiern
Jazzfunk Sýningardansar
12 vikna námskeið fyrir stelpur og stráka,
byrjendur og framhaldshópa
Kennarar:
Ástrós Gunnarsdóttir
Bryndís Einarsdóttir
Jón Egill Bragason
Sóley Jóhannsdóttir
Cornell E. Ivey
gestakennari frá New York
Jazzballetskoli
fyrir börn
Skóli fyrir stelpur og stráka
á aldrinum 5-12 ára með
áherslu á leikræna tjáningi
meðal annars við dansa
úr þekktum söngleikjum.
Púl, sviti, teygjur og þrek. Skemmtilegir og hressir
tímar fyrir þá, sem vilja vera í góðu formi i vetur.
* Timar fyrir byrjendur og framhald
* Púltímar
* Brennslutímar
* Karlatímar
á öllum altiri
Hanna Ólafsdóttir Forrest verður með 7 vikna námskeið.
Hanna er áhugafólki um líkamsrækt
kunn, jafnt hérlendis sem í Bandaríkjunum,
þar sem hún hefur séð um sjónvarps-
leikfimi í 33 fylkjum um 18 ára skeið,
gefið út heilsuræktarrit og myndbönd,
sem selst hafa í milljónatali
og rekur þar að auki eigin
líkamsræktarstöð í Ohiofylki.
Tímar bæði fyrir
og eftir hádegi.
Tímar strax eftir hádegi
og á kvöldin
Kennarar:
Emilía Jónsdóttir, Árný Helgadóttir, Sóley Jóhannsdóttir
W VEGGTEHHIS
Tímabilið hefst 3. janúar.
Nokkrir lausir tímar eftrr.
ATH!
Skólaafsláttur á tímabilinu
13.15-17.00 alla virka daga
9.30-16.00 laugardaga
Aðeins 250 kr. á mann.
J
Innritun hafin í símum 687701-687801.