Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 6
6 B
MORGÚNBLAÐÍÐ PÖSTUDAGUR 5. JÁN'ÚaR 1990
— segir sr. Gunnar Rúnar
Matthíasson
sjúkrahúsprestur viö
Northwestern
Memorial-spítalann í
Chicago
af lækningunni
Erumhluti
Eitt fyrsta embættisverk hr. Ólafs Skúlasonar sem
biskups var að vígja tvo nýja presta. Það vakti athygli
að annar hinna nývígðu hafði ekki verið kallaður til lítils
prestakalls úti á landi, eins og vant er, heldur til þjónustu
á Minnjngarspítalanum íChicago. Harla óvenjulegt fyrir
ungan íslending.
Sá sem hleypti svo rækilega heimdraganum heitir
Gunnar Rúnar Matthíasson. Hann hefur undanfarin tvö
ár lært til sjúkrahúsprests hér vestanhafs og starfar
nú við Northwestern Memorial-spítalann f miðborg
Chicago. Lffið í dauðanum er hans daglega brauð.
Vinur að atvinnu
Það er kannski tímanna tákn að
sr. Gunnar hefur það að starfi sem
flest okkar flokka undir einkalífið:
að vera vinur í raun. „Rök okkar
fyrir því að hafa sjúkrahúspresta
eru þau að sjúklingurinn eigi meiri
batamöguleika ef fengist er við
alla hluta persónunnar í einu. Það
er samhengi milli þess hvernig
manni líður andlega og líkamlega
— ef manni líður illa andlega hefur
það áhrif á líkamann og öfugt. Við
reynum því að vera hluti af lækn-
ingunni með því að létta eitthvað
örlítið á með sjúklingnum andlega.
Þessi mannlegi þáttur hefur nefni-
lega viljað tapast með allri tækni-
þekkingunni í læknavísindunum —
sjúklingar kvarta mikið undan því
að það setjist enginn niður til að
spjalla við þá. Sem sjúkrahúsprest-
ur reyni ég að bæta úr þessum
skorti með því að bjóða mig fram
sem vin, því eina tækið sem ég
hef við mína vinnu er ég sjálfur.
Það kemur mörgum á óvart að
einungis lítill hluti tímans fer í að
Mig langaði til að
læra meira í ráð-
gjöf,“ segir Gunnar
Rúnar um tildrög
þess að hann ákvað
að verða sjúkrahúsprestur. „Ég
hugsaði til þess hvað ég þyrfti að
fást við sem prestur og fannst ég
ekki hafa fengið nógu góðan undir-
búning í Háskóla íslands; guð-
fræðideildin hefur hunsað grund-
vallaratriði í samræðu- og ráðgjaf-
artækni, þótt hún sé góður grunn-
ur fyrir sálgæslu. Ég komst síðan
í kynni við forstöðumann þjálfunar-
deildar fyrir sjúkrahúspresta og
ákvað upp úr því að láta slag
standa."
En hvað skyldi fá ungan mann
til að sinna svona starfi og það í
erlendri stórborg?
„Heiðarlegasta svarið sem ég
get gefið er að þetta gefur mér
möguleika á að hitta fólk,“ segir
Gunnar þar sem hann situr á skrif-
stofu sinni á 17. hæð spítalans.
Hann er borgaralega klæddur og
ekkert sem minnir á stöðu hans
nema nafnspjaldið í barminum.
„Ég hef gaman af fólki. Annars
væri ég sennilega ekki í þessu
starfi."
„Hér væntir fólk þess aö kirkjan sinni því þegar þaö er á spítala." Gunnar á tali viö sjúkling.
biðja með fólki, þó ekki megi
gleyma því að trú og sjúkdómar
hafa alltaf verið nátengd.
Það kemur fólki líka oft á óvart
að ég vinn jafn mikið með aðstand-
endum og sjúklingunum. Stund-
um, sérstaklega á gjörgæsludeild-
um, vinn ég meira með aðstand-
endum, þar sem sjúklingurinn er
iðulega nær ófær um að tjá sig.
Nærvera aðstandenda þykir hér
sjálfsögð og aðbúnaður í samræmi
við það.“
Sviptur persónunni
„Fólk þarf að glíma við mikla
niðurlægingu þegar það leggst á
spítala," segir Gunnar þar sem við
göngum af stað um sjúkrahúsið.
„Það byrjar með því að menn eru
afklæddir í eiginlegum og óeigin-
legum skilningi og þannig sviptir
því sem er þeirra. Mitt fyrsta verk
er þess vegna að reyna að kynn-
ast fólkinu, komast að því hvert
það er og hvað er að gerast innra
með því.“
Við erum komnir á gjörgæslu-
deildina. Sjúklingarnir, sem flestir
virðast rænulitlir, hverfa næstum
í tækjahafið. Gunnar segir marga
þessara sjúklinga hafa mikla þörf
fyrir að hann biðji með þeim. Sum-
GENGIÐ A STEINSTEYPU
í KÚREKASTÍGVÉLUM
Einu sinni tilheyrðu þau kúrekum Vesturheims, sem
riðu um víðlendar sléttur, ráku kúahjarðir og mun-
duðu byssur á báða bóga í kvikmyndum. Núna
snara menn sér ekki lengur á hestbak f kúreka-
stígvélum, heldur rölta eftir gangstéttum Reykjavik-
ur í þeim. Og ekki bara þar, kúrekastígvél hafa átt
miklum vinsældum að fagna í heimi tískunnar að
undanförnu og þá fyrir bæði kynin. Þau eru notuð
við gallabuxurnar, leðurbuxurnar, sfð piis og stutt
pils. Einföld í útliti eða marglit og útsaumuð, úr
leðri eða rúskinni. Það gengur allt. Lítum hér á
nokkrar útgáfur af þessum skófatnaði kúrekanna
ígegnum tíðina.
VE