Morgunblaðið - 21.01.1990, Síða 18

Morgunblaðið - 21.01.1990, Síða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGMiR SUNNUBAGUR 21. JANÚAR 1990 MlWlSltl, \l> SELJEMDUR ■ SÖLUYFIRLIT — Áður en heimilt er að bjóða eign til sölu, verður að útbúa söluyfirlit yfir hana. í þeim tilgangi þarf eftirtalin skjöl: ■ VEÐBÓKARVOTTORÐ — Þau kostar nú kr. 200 og fást hjá borgarfógetaembættinu, ef eignin er í Reykjavík, en annars á skrif- stofu viðkomandi bæjarfógeta- eða sýslumannsembættis. Opnunartím- inn eryfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00 Á veðbókarvottorði sést hvaða skuldir (veðbönd) hvíla á eigninni og hvaða þinglýstar kvaðir eru á henni. ■ GREIÐSLUR — Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að af lýsa. ■ FASTEIGNAMAT — Hér er um að ræða matsseðil, sem Fast- eignamat ríkisins sendir öllum fast- eignaeigendum í upphafi árs og menn nota m. a. við gerð skatt- framtals. Fasteignamat ríkisins er til húsa að Borgartúni 21, Reykjavík sími 84211. ■ FASTEIGNAGJÖLD — Sveit- arfélög eða gjaldheimtur senda seð- il með álagningu fasteignagjalda í upphafi árs og er hann yf irleitt jafn- framt greiðsluseðill fyrir fyrsta gjalddaga fasteignagjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fast- eignagjaldanna. ■ BRUN ABÓTAM ATS V OTT - ORÐ — í Reykjavík fást vottorðin hjá Húsatryggingum Reykjavíkur, Skúlatúni 2, II. hæð, en annars staðar á skrifstofu þess tryggingar- félags, sem annast brunatryggingar í viðkomandi sveitarfélagi. Vottorð- in eru ókeypis. Einnig þarf kvittan- ir um greiðslu brunatryggingar. í Reykjavík eru iðgjöld vegna bruna- trygginga innheimt með fasteigna- gjöldum og þar duga því kvittanir vegna þeirra. Annars staðar er um að ræða kvittanir viðkomandi tryggingafélags. ■ HÚSSJÓÐUR — Hér eru um að ræða yf irlifyf ir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu húsfélags um vænt- anlegar eða yf irstandandi fram- kvæmdir. Formaður eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að útfylla sérstakt eyðublað Félags fasteignasala í þessu skyni. ■ AFSAL — Afsal fyrir eign þarf að liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er hægt að fá ljósrit af því hjá við- komandi fógetaembætti og kostar það nú kr. 130. Afsalið er nauðsyn- legt, því að það er eignarheimildin fyrir fasteigninni og þar kemur fram lýsing á henni. ■ KAUPSAMNINGUR — Ef lagt er fram ljósrit afsals, er ekki nauð- synlegt að leggja fram ljósrit kaup- samnings. Það er því aðeins nauð- synlegt íþeim tilvikum, að ekki haf i fengist afsal frá fyrri eiganda eða því ekki enn verið þinglýst. ■ EIGNASKIPTASAMNING- UR — Eignaskiptasamningur er nauðsynlegur, því að í honum eiga að koma fram eignarhlutdeild í húsi og lóð og hvernig afnotum af sameign og lóð er háttað. ■ UMBOÐ — Ef eigandi annast ekki sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðsmaður að leggja fram um- boð, þar sem eigandi veitir honum umboð til þess fyrir sína hönd að undirrita öll skjöl vegna sölu eignar- innar. ■ YFIRLÝSINGAR — Ef sér- stakar kvaðir eru á eigninni s. s. forkaupsréttur, umferðarréttur, viðbyggingarréttur o. f 1. þarf að leggja fram skjöl þar að lútandi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yf ir- leitt hjá viðkomandi fógetaembætti. ■ TEIKNINGAR — Leggja þarf fram samþykktar teikningar af eigninni. Hér er um að ræða svo- kallaðar byggingarnefndarteikn- ingar. Vanti þær má fá ljósrit af þeim hjábyggingarfulltrúa. ■ FASTEIGNASALAR — í mörgum tilvikum mun fasteignasal- inn geta veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala, sem að framan grein- ir. Fyrir þá þjónustu þarf þá að greiða samkvæmt Viðmiðunar- gjaldskrá Félags fasteignasala auk beins útlagðs kostnaðar fasteigna- salans við útvegun skjalanna. KAVPEKDIR ■ ÞINGLÝSING — Nauðsynlegt er að þinglýsa kaupsamningi strax hjá viðkomandi fógetaembætti. Það er mikilvægt öryggisatriði. ■ GREIÐSLUR - Inna skal allar greiðslur af hendi á gjalddaga. Selj- anda er heimilt að reikna dráttar- vexti strax frá gjalddaga. Hér gild- ir ekki 15 daga greiðslufrestur. ■ LÁNAYFIRTAKA — Tilkynna ber lánveitendum um yfirtöku lána. Ef Byggingarsjóðslán er yf irtekið, skal greiða fyrstu afborgun hjá Veðdeild Landsbanka Islands, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík og til- kynna skuldaraskipti um leið. ■ LÁNTÖKUR — Skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma fyrir lán- tökur. Það getur verið tímafrekt að af la tilskilinna gagna s. s. veð- bókarvottorðs, brunabótsmats og veðleyfa. H AFSAL — Tilkynning um eig- endaskipti frá Fasteignamati ríkis- ins verður að fylgja afsali, sem fer í þinglýsingu. Ef skjöl, sem þing- lýsa á, hafa verið undirrituð sam- kvæmt umboði, verður umboðið einnig að fylgja með til þinglýsing- ar. Ef eign er háð ákvæðum laga um byggingarsamvinnufélög, þarf áritun byggingarsamvinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess. ■ SAMÞYKKIMAKA — Sam- þykki maka þinglýsts eiganda þarf fýrir sölu og veðsetningu fast- eignar, ef fjölskyldan býr í eigninni. M GALLAR — Ef leyndir gallar á eigninni koma í ljós eftir af- hendingu, ber að tilkynna seljanda slíkt strax. Að öðrum kosti getur kaupandi fyrirgert hugsanlegum bótarétti sakir tómlsétis. LÁATAKEADIJR ■ NÝBYGGING — Hámarkslán Byggingarsjóðs ríkisins vegna nýrra íbúða nema nú — jan-marz — kr. 4.284.000.- fyrir fyrstu íbúð en kr. 2.999.000,- fyrir seinni íbúð. Skilyrði er að umsækjandi hafi ver- ið virkur félagi í lífeyrissjóði í amk. 20 af síðustu 24 mánuðum og að hlutaðeigandi lífeyrissjóðir hafi keypt skuldabréf af byggingarsjóði ríkisins fyrir amk. 55% af ráðstöf- urnarfé sínu til að fullt lán fáist. Þremur mánuðum fyrir lánveitingu þurfa eftirtalin gögn að liggja fyrir: — Samþykki byggingarnefndar — Fokheldisvottorð byggingarfull- trúa. Aðeins þarf að skila einu vott- orði fyrir húsið eðastigaganginn. — Kaupsamningur. — Brunabótamat eða smíðatrygg- ing, ef húsið er í smíðum. ■ ELDRA HÚSNÆÐI — Lán til kaupa á notaðri íbúð nemur nú kr. 2.999.000.-, ef um er að ræða fyrstu íbúð en 2.099.000.- fyrir seinni íbúð. Umsækjandi þarf að uppfylla sömu skilyrði varðandi lánshæfni og gilda um nýbygging- arlán, sem rakin eru hér á undan. Þremur mánuðum fyrir lánveitingu þurfa eftirtalin gögn að liggja fyrir: — Kaupsamningur vegna íbúðar- innar. — Samþykki byggingarnefndar, ef um kjallara eða ris er að ræða, þ.e. samþykktar teikningar. — Brunabótamat. ■ LÁNSKJÖR - Lánstími hús- næðislána er 40 ár og ársvextir af nýjum lánum 4,5%. Gjalddagar eru 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember ár hvert. Lán eru afborgunarlaus fyrstu tvö árin og greiðast þá ein- ungis vextir og verðbætur á þá. ■ ÖNNUR LÁN — Húsnæðis- stofnun veitir einnig ýmiss sérlán, svo sem lán til byggingar leiguíbúða eða heimila fyrir aldraða, lán til meiriháttar endurnýjunar og endur- bóta eða viðbyggingar við eldra íbúðarhúsnæði, svo og lán til útrým- ingar á heilsuspillandi húsnæði. Innan Húsnæðisstofnunar er einnig Byggingarsjóður verkamanna, sem veitir lán til eignaríbúða í verka- mannabústöðum, lán til leiguíbúða sveitarfélaga, stofnana á vegum ríkisins og félagasamtaka. Margir lífeyrissjóðir veita einnig lán til fé- laga sinna vegna húsnæðiskaupa, svo að rétt er fyrir hvern og einn að kanna rétt sinn þar. SMIÐJAIU (■öiiinl húsgögn - ..anlík" II. hluti í SÍÐUSTU ferð í smiðjuna var ég að vekja athygli á nauðsyn þess að varðveita og gera upp gamla húsmuni svo sem húsgögn, kistur, kistla o.fl. þessháttar. Þessir munir geyma í sér sögu frá liðnum öldum. Ungir sveinar lærðu smíðar hjá gömlum meist- urum, sem höfðu frá mörgu að segja. inir gömlu iðnmeistarar í Reykjavík byggðu upp iðn Reykjavík byggðu upp iðn menntun og stofnuðu skóla sem þeir byggðu yfir myndarlegt og fagurt hús. Það stendur á horni Vonarstrætis og Lækjargötu og er auðþekkt af turn- inum sem hæst ber á horni húss- ins. Með greininni 14. janúar birtist mynd af ungum trésmiði er lauk prófi um 1920 og fékk ljósmyndara til að taka mynd af sér og lokaprófverkefni sínu. Slík prófverkefni áttu að ná yfir víðtæka verkkunnáttu, ýmiss konar samsetningar, töppun, geimeglingu á skúffum, smíði Þ hurða, spónlagn- ingu og bæði bónun og póleringu í yfirborðsmeðferð. Allt skyldi þetta unnið með handverkfærum og inn- an ákveðinna tímamarka. Oft voru hinir ungu smiðir félitl- ir er þeir luku prófí og urðu þá að selja kjörgripinn að loknu prófí, svo að unnt væri að greiða efnis- kostnaðinn. Það mun m.a. hafa ýtt undir myndatöku af gripnum. í lok fyrri greinar talaði ég um að einhvetjir kynnu að verða búnir að draga fram geymd verðmæti af háaloftinu, þegar þessi grein birtist. Ég á ekki von á að slíkir kjörgrip- ir, sem gömul sveinsstykki em, þarfnist mikilla viðgerða, nema því aðeins að raki eða ill meðferð hafí valdið skemmdum á gripnum. Það kann að vera að einhver eigi gamlan stól, koffort, kistu eða kommóðu, sem mun vera býsna algengt. Nauðsynlegustu verkfærin voru nefnd til smiðjunnar síðast. Hvað er helst að þeim grip sem nú er ætlunin að gera við? Ef um stól er að ræða, þá er mjög líklegt að lím sé bilað í samsetningum. Þegar viðurinn eldist og þornar meir og meir þá rýmar hann líka. Tappamir verða því of rúmir í götum lappanna á stólnum og þá bilar límingin. Þá er best að draga lausu þverstykkin útúr löppum stólsins, hreinsa brott gamalt og hart lím eftir bestu getu og líma spónblað öðru megin á tappann, svo að hann verði aftur hæfílega þykkur i gatið á stólfætinum. Sé ekki nægjanlegt að líma spónblað öðru megin á tappann, er betra að líma hinum megin á tappann líka, fremur en að límd séu tvö blöð hvert ofan á annað. Aliar límingar þarf að þvinga saman á meðan límið þornar. Spennikubbar skulu notaðir á milli þvingu og stóls. Til þess að spennikubburinn festist ekki við stólinn, ef lím pressast út fyrir, þá er gott að leggja þunnt pappírsblað á milli, sem þá h'mist sennilega fast, en það má þvo af. Ef svo illa vill til að tappi hafi brotnað á þverstykki í stól, þá er tvennt sem hægt er að gera, annað- hvort að saga upp í stykkið og fella nýtt hæfilega þykkt tappa- stykki inn í enda þverstykkisins, eða að smíða verður alveg nýtt þverstykki. 1. skýringarmynd. Stundum kemur fyrir að lappir á gömlum stól eru eyddar, slitnar eða að brotnað hefur neðan af einni löpp. Það má gera við svo að tæpast sjárst annað en að löppin sé heil. Þá þarf að fella haganlega og líma nýtt stykki við löppina. 2. skýringarmynd. Á þennan hátt er nauðsynlegt að gera við hvern hluta stólsins áður en farið verður að líma hann saman í heild. Hið sama á við um hreinsun stykkjanna, t.d. ef fjar- lægja þarf gamla málningu eða lakk. Þegar lokið er allri viðgerð á hveiju stykki fyrir sig, er komið að því að líma stólgrindina saman. Þá er best að byija á að líma t.d. fram- stykkið saman, þ.e. báðar framlapp- ir og þverstykkið á milli þeirra. Ekki hliðarþverstykkin, svo límist bakið saman, en að því loknu límast bæði hliðarþverstykkin samtímis á milli bak- og framlap- panna. Ekki má geyma að líma eina löpp þar til síðast, því að þá er hætta á að einhver hinna lappanna rifni við það að síðasta löpp spenn- ist inn á sinn stað. 3. skýringar- mynd. Það eykur styrkleika stólsins að miklum mun ef hornklossar eru límdir og skrúfaðir inn í rammann við afturlappirnar, undir setunni. Þegar stólgrindin hefur verið límd saman er komið að því að bera yfir hana þau efni sem ætlun- in er að nota, svo sem bæs, ef lita skal viðinn og síðan lakk eða pólítúr ef það verður notað. Síðast er setan fest á stólinn og hún bólstruð og klædd með viðeig- andi áklæði. Á sumum gömlum stól- um eru samlímdar setur úr massí fum viði, en þá getur verið að fella þurfi inn í rifur til að geta límt setuna heila saman. Hér hefi ég rætt lítillega um viðgerð á gömlum stól. Mér er vel ljóst að margar spurningar og vandamál kunna að koma upp, sem ég hefí ekki gert skil hér. Hér er stiklað á fáeinum atriðum, sem eiga oft einnig við í sambandi við við- gerðir á öðrum gömlum gripum, svo sem borðum, stólkollum o.fl. Það er nefnilega þannig í þessari smiðju, eins og öðrum verkstæðum, að tíminn er floginn áður en hægt er að gera verkinu nægjanlega mikil skil. Mig langar að fjalla um gamla gripi í a.m.k. einni grein ennþá, hugsanlega mismunandi stílgerðir. Hjá sænskum sérfræðingi um gömul húsgögn og muni frétti ég af gömlu línrúllubretti, sem hann mat mjög hátt af því að það var frá íslandi komið. Slíkir gripir eru fágætir frá þessu litla landi. Ég hvet lesendur þessarar grein- ar því til að halda til haga gömlum búshlutum og reyna að gera við þá, eða að láta gera við þá. Trog, síur, stafaílát hverskonar svo sem könnur, skjólur eða keröld, -rokkar, amboð m.a. hrífuhausar með viðartindum, auk muna sem ég hefí áður nefnt, eru allt munir sem gera má upp, hversu mikið sem þeir eru brotnir. eftir Bjarna Olafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.