Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 1
,T>r* r.r wv-
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
r
r
\
'J
'
ftlorgimbtatii’ 5» n
1990 ■ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR BLAÐ D
HANDBOLTI
Bjami bestur gegn
Gummersbach
Bjarni Guðmundsson átti mjög góðan leik með
Wanne Eickel er liðið gerði jafntefii við Gum-
mersbach, 16:16, í vestur-þýsku úrvalsdeildinni í
handknattleik um heigina. Bjarni var markahæstur
í liði Wanne Eickel með fimm mörk.
Bjarni og félagar byijuðu mjög
vel og höfðu yfir 10!? í hálfleik.
Gummersbach mátti teljast heppið
að ná jafntefli þar sem liðið náði
að jafna í fyrsta sinn á síðustu sekúndunum, 16:16.
Leiknum var sjónvarpað beint og fékk Bjarni
mikið hól frá íþróttafréttamanninum sem lýsti
leiknum. Wanne Eickei er enn í neðsta sæti með
13 stig, einu stigi á eftir Handewitt og Diisseld-
orf. Essen er sem fyrr í efsta sæti með 29 stig,
en liði vann Milbertshofen, 19:14, á lauga^daginn.
Frá
Jóni Halldóri
Garðarssyni
i Þýskalandi
KNATTSPYRNA
Eyjólfur
skoraði tvö
mörk fyrir
Stuttgart
EYJÓLFUR
Sverrisson
gerði tvö af
þremur mörk-
um varaliðs
Stuttgart gegn
U-21 árs
landsliði Kosta
Ríka á laugar-
daginn.
Stuttgart hef-
uraðundan-
förnu verið í
æfingabúðum
á Kosta Ríka
og leikið þar
nokkra æf-
ingaleiki.
KNATTSPYRNA
Lárus Loftsson verður að-
stoðavmaður Johanssons
LÁRUS Loftsson, sem hefur
verið unglingalandsliðsþjálf-
ari íslands undanfarin ár,
verður aðstoðarmaður Bo Jo-
hanssons, landsliðsþjálfara í
knattspyrnu, skv. heimildum
sem Morgunblaðið telur
áreiðanlegar.
Marteinn Geirsson, fyrrum
fyrirliði íslenska landsliðs-
ins, sem hefur ieikið flesta lands-
leiki íslands, eða 67, mun taka
við þjálfun 21 árs landsliðsins
skv. sömu heimildum. Liðið tekur
þátt í Evrópukeppni 21 árs lands-
liða, sem er jafnframt undan-
keppni fyrir Ólympíuleikana í
Barcelona 1992. Spánverjar leika
einnig í Evrópuriðlinum, en ef
þeir hafna í efsta sæti mun þjóðin
sem er í öðru sæti fara til Barcel-
ona. Frakkar, Albanir og Tékkar
leika einnig í riðlinum.
■ Að sögn heimildarmanns blaðs-
ins verður Hörður Helgason, fyn-
um þjálfari Akraness, KA og
Vals, næsti þjálfari unglinga-
landsliðs leikmanna undir 18 ára
og Kristinn Björnsson, fyrrum
leikmaður með Val og AkVanesi,
mun þjálfa 16 ára landsliðið. Hon-
um til aðstoðar verður Þórður
Lárusson, sem mun þjálfa 14 ára
landsliðið.
KNATTSPYRNA
Eyjólfur.
Varalið Suttgart sigraði U-21
árs lið Kosta Ríka með þremur
mörkum gegn einu og gerði Eyjólf-
ur tvö þeirra. Þetta voru fyrstu
mörk Eyjólfs fyrir
Stuttgart í æfinga-
leik.
Ásgeir Sigurvins-
son og félagar í að-
alliði Suttgart léku gegn Alajuela,
sem er í öðru sæti deildarkeppninn-
ar á Kosta Ríka, og sigruðu 3:0.
Mörkin gerðu Ailgöwer, Walter og
Gaudino.
Frá.
JóniHalldóri
Garðarssyni
ÍÞýskalandi
Lárus Guðmunds-
son í Stjömuna
LÁRUS Guðmunds-
son, sem lék með
Val ífyrra, hefur
ákveðið að ganga til
liðs við Stjörnuna og
mun leika með liðinu
í 1. deildinni í knatt-
spyrnu í sumar.
Lárus gerði eitt
mark í þrettán
leikjum sínum með Val
í 1. deild í fyrra en hann
Lárus.
hefur áður leikið með
Víkingi, Waterschei í
Belgíu og vestur-þýsku
liðunum Bayer Uerd-
ingen og Kaiserslaut-
ern. Lárus hefur leikið
17 leiki með íslenska
landsliðinu.
Annar fyrrum lands-
liðsmaður, Magnús
Bergs, . verður með
Stjörnunni í sumar.
HANDKNATTLEIKUR
Stinga ekki í HM
Ósátturvið leikaðferð rúmenska liðsins og segir leikina
þrjá hérá landi sína síðustu
VASELI Stinga, þekktasti leik-
maður Rúmena síðasta áratug-
inn, segist ekki ætla með
landsliðinu á heimsmeistara-
mótið íTékkóslóvakíu. Leikirnir
þrír í Reykjavík séu því kveðju-
leikir hans með landsliðinu.
Stinga, sem leikið hefur með
Valencia á Spáni í vetur, var
lítið með í fyrsta leiknum á sunnu-
daginn. Hann var ekki með á mót-
unum í Frakklandi og Búlgaríu um
daginn, og þetta voru því fyrstu
leikir hans með landsliðinu síðan á
Super Cup í V-Þýskalandi í haust.
„Ég er mjög óánægður með það sem
þjálfarinn er að gera. Þegar ég kem
hingað nú sé ég að þetta er eins
og annað lið, sem ég þekki ekki.
Nú er ekki byggt á kerfisbundnum
leik eins og við höfum alltaf gert,
heldur gera leikmenn það sem þeir
vilja. Ég kann ekki við þetta, og
mér sýnist leikirnir þrír hér á landi
muni veröa mínir síðustu með lands-
liðinu. Ég vil hætta, vil ekki fara á
heimsmeistarakeppnina í Tékkósló-
vakíu vegna þess að mér líkar ekki
þessi leikaðferð," sagði hann við
Morgunblaðið.
Þjálfarinn sagði ástæðu þess að
Stinga hefði lítið verið með í fyrsta
leiknum á sunnudag að hann væri
nýkominn frá Spáni á móts við lið-
ið, hefði lítið æft með því, og væri
heldur ekki í nægilega góðri líkam-
legri æfingu, og það sama væri að
segja um Voinea, sem einnig leikur
með Valencia. Stinga sagði þetta
hins vegar fyrirslátt. „I leikjum
Valencia spila ég allar 60 mínúturn-
ar. Ég hef mikla reynslu, á að baki
rúmlega 250 landsleiki og hef skor-
að um 1.600 mörk í þeim. Ég er
ekki leikmaður til að sitja á bekkn-
um, þá er betra að ég hætti.“
Viðtal við Vaseli
Stinga / B4
HANDBOLTI / LANDSLIÐIÐ
Morgunblaðið/Einar Falur
Glæsilegir sigrar
íslenska landsliðið í handknattleik lagði það rúmenska að velli í vináttuleikjum
í Laugardalshöll í fyrrakvöld og aftur í gærkvöldi. Þetta eru fyrstu sigrar ís-
lands á Rúmeníu hér á landi, en áður voru í höfn tveir sigrar erlendis gegn
þessu stórveldi í handboltaheiminum. Kristján Arason lék mjög vel í báðum
leikjunum eins og hann er vanui’. Hér er hann kominn í gegnum vörnina og í
þann veginn að skora eitt marka sinna í fyrra kvöld. Liðin mætast í þriðja og
síðasta sinn í þessari heimsókn Rúmena í Laugardalshöll í kvöld kl. 20.
■ Nánar um landsleikina / B2 og B3
HNEFALEIKAR: TYSON í GÓLFIÐ / B8