Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 5
B 5 ~ MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990 Atli Hllmarsson skorar eitt eftirminnilegasta mark sitt með landsliðinu. Næst síðasta markið 25:23 sigrinum á Rúmenum í HM 1986 í Sviss. LdVlClSIIO* iðaretln siglingu... - eftirAtla Hilmarsson EFTIR fyrstu orrustuna af sjö fyrir heimsmeistarakeppnina í Tékkóslóvakíu — leikinn gegn Rúmenum i Laugardals- höll á sunnudagskvöld — sýn- ist mér að landsliðið sé á réttri siglingu. Eftir miklar og erfiðar æfingar að undan- förnu voru strákarnir seinir f gang gegn Rúmenum, sem komu vel út á móti þeim. En eftir að þeir voru búnir að setja upp leikkerfi gegn þess- um varnarleik Rúmena fékk íslenska skútan vind í seglin. Góð markvarsla Guðmundar Hrafnkelssonar kom mér skemmtilega á óvart. Guðmundur er sterkur, og veit það að hann er fyrsti markvörður þegar Einar Þorvarðarson er ekki með. Því þarf hann að standa sig, sem hann og gerði. Guðmundur lokaði markinu vel og var vel vakandi fyrir hraðaupphlaupum. Vömin er mjög sterk. Alfreð Gíslason kemur vel út í því hiut- verki að leika fremst í vöminni. Þá er miðjan sterk og ver mörg skot. Júlíus Jónasson og Héðinn Gilsson em sterkir einn-gegn- einum og átti Marian Dumitru í erfiðleikum með að leika gegn þeim. Hraðaupphlaup íslenska liðsins eru nokkuð góð og hornamennirn- ir em fljótir fram. Annars hikst- aði sóknarleikurinn stundum, en samt gengu leikkerfin nokkuð vel upp og flest mörkin vom skomð eftir leikkerfi. Þá nýttu leikmenn- irnir einnig önnur tækifæri, er þeir fóm út úr leikkerfunum og það varð til þess að sóknarleikur- inn varð hraðari. Sigurður Gunnarsson skilaði hlutverki sínu sem leikstjómandi mjög vel og var hann vakandi fyrir línusendingum. Þorgils Óttar Mathiesen kunni að meta það. Hann er að komast 5 betra form eftir að hafa æft vel með landslið- inu. Þorgils Óttar var grimmur í fráköstum, sem og aðrir leikmenn og það lofar góðu. Mjög mikil breidd Breiddin er mikil hjá landslið- inu. Bogdan gerði þrjár breyting- ar á bytjunarliði sínu í upphafi seinni hálfieiksins. Það dæmi gekk upp. Þetta sýnir að leik- mennirnir sem eru á bekknum geta komið inn á hvenær sem er og þeim má treysta. Óskar Ár- mannsson kom ekki inn á, en hann getur tekið við hlutverki Sigurðar Gunnarssonar. Alfreð Gíslason, Héðinn Gilsson og Júlíus Jónasson, vinna vel sam- an vinstra megin og Kristján er öflugur hægra megin. Hann þarf þó að hafa mann til að leysa sig af og Sigurður Sveinsson er ómissandi í því hlutverki. Bogdan má oft nota hann meira í leikjum tii að hvíla Kristján. Hornamennirnir skiluðú allir hlutverkum sínum vel í hraðaupp- hlaupum. Þeir skora ekki mikið af mörkum, enda ekki nema eðli- legt þegar að því'er gáð að leik- kerfi þau sem Bogdan lætur landsliðið leika byggjast upp á að skytturnar Ijúki sókn, eða þá línu- menn. íslenska landsliðið er á góðri siglingu. Það eina sem ég óttast er að liðið leiki nú of marga lands- leiki á stuttum tíma rétt fyrir heimsmeistarakeppnina. Það gekk vel í fyrstu orrustunni, en ég óttast jafnvel að bakslag komi ! leikjunum gegn Sviss. Spuming- in er þá hvemig leikmenn taki því. Þeir eiga að geta jafnað sig í tveimur léttum leikjum gegn Hollendingum. Ég var ekki ánægður með rúm- enska liðið í fyrsta leiknum. Ég bjóst við meiru og veit að það býr meira í rúmenska liðinu. Furðu- legt var að sjá hvernig þeir Stinga og Voinea, sem hafa leikið frá- bærlega með Valencia, voru lítið notaðir. Stinga var óþekkjanleg- ur. Rúmenska landsliðið er spegil- mynd af því sem er að gera aust- an járntjaíds. Margirtelja að tjald- ið sé einnig að falla í handknatt- leik. Sovétmenn eru öflugir og þá em A-Þjóðverjar með gott lið, en aftur á móti eru tímamót hjá landsiiðum Póllands, Tékkósló- vakíu, Rúmeníu, Júgóslavíu og Ungveijalands. Hfífundur er fyrrum landsliðsmaður í hnndknattieik. Hann er nú leikmaður með Grannollers á Spáni og er frétta- ritari íþróttadeildar Morgunblaðsins þar í landi. Morgunblaðið/RAX STINGASAGÐI ■ ...að altalað væri í Rúmeníu að Nicolae Ceausescu hefði átt 400 milljónir dollara á bankareikningum í Sviss (það er andvirði um 2,4 milljarða ísl. króna). ■ ...að í heimalandi sínu væri einn- ig altalað að forsetinn fyrrverandi hefði, þremur dögum fyrir bylting- una, flogið til íran. Það hefur reynd- ar áður fram í fréttum, en Stinga sagði að Ceausescu hefði meðal annars átt að hafa farið með gífur- legt magn af gulli til að geyma í íran — hann hefði fundið á sér eitt- hvað væri að gerast í Rúmeníu. ■ ...að ísland væri mjög athyglis- vert við fyrstu sýn. Rúmenar fóru í klukkustundar skoðunarferð á sunnudaginn. Veður var leiðinlegt þannig að þeir fóru ekkert út úr langferðabifreiðinni, en óku víða um. Þetta er í fyrsta skipti sem Stinga kemur hingað til lands eins og allir aðrir leikmenn liðsins, utan einn sem lék hér gegn Val í Evrópu- keppninni fyrir nokkrum árum. „Ég sá engann á ferli gangandi, einung- is bíla á ferðinni. Mér þótti þetta mjög skrýtið, en veðrið hefur örugg- lega átt þátt í þessu. Að horfa út um bílrúðuna á mannlausa hvíta borginn var eins og að sjá einhvers konar snjó-Sahara! ■ ...marga unga og mjög efnilega handknattleiksmenn vera í Rúm- eníu. Hann var því bjartsýnn á framtíð íþróttarinnar í landinu, „við náum þeim árangri á heimsmeist- aramótinu í Tékkóslóvakíu að tryggja okkur sæti á Ólympíuleik- unum á Barcelona. Þá gefst góður tími til að byggja upp nýtt lið með ungum leikmönnum. ■...að þjóðsöngur Rúmena, sem hljómaði í Laugardalshöll í gær og fyrrakvöld væri ekki sá sami og notaður hefði verið undanfarin ár. Þessi, byltingarsöngurinn Rís upp, rúmenska þjóð var í gildi hér á árum áður, en eins og svo margt annað, bannaði Nicolae Ceausescu, einvaldur landsins, lagið á vald- atíma sínum. di — í Laugardalshöll á sunnudagskvöld. r Morgunblaðið/RAX V bekknum tinga og félagi hans Voinea (t.h.), sem einnig leikur með Valencia á Spáni, er ekki vanir /í að sitja á bekknum. Það gerðu þeir þó lengst af í leiknum á sunnudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.