Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐE) ÍÞRÓTTIR ÞREDJUDAGUR 13. FEBRUAR 1990 B 3 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Jakob með 200 mörk Jakob Sigurðsson gerði þrjú mörk í leiknum í gær gegn Rúmenum en annað mark hans var jafnframt 200. mark hans fyrir íslenska landsliðið. Jakob hefur leikið 168 landsleiki en hann lék fyrst með landsliðinu árið 1983 gegn Bandaríkjamönnum og gerði þá fyrsta mark sitt. Jak- ob hefur mest gert níu mörk í einum leik, gegn Kúvait í B-keppninni í Frakklandi í fyrra. ÍÞRÖmR FOLK ■ MARIAN Dumitru, örvhenta skyttan öfluga, er orðinn fyrirliði rúmenska landsliðsins, í stað Stinga, fyrrum félaga síns hjá Steaua Búkarest. ■ ALEXANDRU Buligan, aðal- markvörður Rúmena og leikmaður Dinamo Búkarest, lék hvorki með í fyrsta leiknum á sunnudag né í gærkvöldi. Hann fékk sýkingu í hægri fót á dögunum. ■ RÚMENSKA deildarkeppnin í handknattleik hefur legið niðri síðan í nóvember, er landsliðið kom saman til æfinga. Staðan á toppi deildarinnar var þá ekki beint nýst- árleg — Steaua Búkarest efst og Dinamo Búkarest kom næst, tveimur stigum á eftir. ■ LOGI Krisljánsson úr Vest- mannaeyjum og Arnþór Ragnars- son, SH, tóku þátt í tveimur sund- mótum í Berlín og Bonn í Vestur- Þýskalandi síðustu daga. í Berlín þar sem keppt var í 50 metra braut synti Logi 100 m baksund á 1.04,54 mín og 200 m baksund á 2.19,08 mínútum. Arnþór synti 100 m bringusund á 1.08.74 mín. og 200 m bringusund á 2.31,44 mínútum. í Bonn var keppt í 25 metra barut. Þar synti Logi 100 m baksund á 1.01.38 mín, 200 m bak- sund á 2.13.68 mín. og 50 m bak- sund á 28,97 mínútum. Arnþór synti 200 m bringusund á 2.26,42 mínútum. Þeir voru báðir töluvert frá sínu besta. ■ HELGA Sigurðardóttir sund- kona úr Vestra á Isafirði er nú stödd í Alabama í Bandaríkjunum þar sem hún er að kynna sér að- stæður til sundæfinga. Hugsanlegt er að hún fari í sama skóla og Ragnheiður Runólfsdóttir er í. ■ ÓLAFUR Grettisson, hástök- kvari úr ÍR hefur ákveðið að fylgja bróðir sínum, Gunnlaugi Grettis- syni að keppa fyrir Selfoss í sum- ar. Einnig hefur Bryndís Guðna- dóttir ákveðið að yfirgefa IR og ganga í HSK. Rúmenía gegn Kúbu Fulltrúi HSÍ fylgist með í leikjunum í Baia Mai;e Rúmenar fá Kúbumenn í heim- sókn skömmu fýrir heims- meistarakeppnina í Tékkóslóvakíu, sem hefst 28. febrúar. Leikirnir fara fram 23. og 24. febrúar, í borginni Baia Mare í norðurhluta landsins, skammt frá sovésku landamærunum. Eftir að byltingin braust út í Tim- isoara og Búkarest fór landsliðið frá höfuðborginni norður til Baia Mare, þar sem allt var með kyrrum kjörum, og æfði þar. Allar líkur eru á því að fulltrúi frá HSÍ fari utan til að taka leikina tvo upp á myndband, en íslendingar eru með Kúbu í C-riðli sem kunn- ugt er. Lítið er vitað um Kúbu- menn, en þeir hafa ekki leikið í Evrópu síðan í september í fyrra er þeir sigruðu Austur-Þjóðveija. SUND Ævar fjórði í 100 m baksundi - á unglingameist- aramóti Svíþjóðar Ævar Örn Jónsson úr Njarðvík varð ijórði í 100 metra bak- sundi og fimmti í 200 metra bak- sundi á unglingameistaramóti Svíþjóðar um helgina. Keppt var í 25 metra braut Ævar Örn, sem er aðeins 17 ára, bætti árangur sinn í báðum bak- sundsgreinunum. Hann synti 100 m á 1.00,05 mín. og bætti fyrri árang- ur sinn um eina og hálfa sekúndu. í 200 metrunum bætti hann sig um fjórar sekúndur, synti á 2.09,32 mín. Þess má geta að íslandsmet Eð- varðs Þórs Eðvarðssonar í 100 metra baksundi er 56,20 sek. og 2.01,61 í 200 metra baksundi. Valdimar Grímsson átti góðan leik í gær og hér gerir hann eina mark sitt í leiknum. Morgunblaðiö/Einar Falur Aréttrileið! ÍSLENDINGAR unnu mikilvæg- an sigur á Rúmenum í Laugar- dalshöllinni, 23:20, í skemmti- legum en sveiflukenndum leik í gærkvöld. Þessi sigur var kannski engu merkilegri en sá fyrri en sannaði það þó að íslenska landsliðið þarf ekki að tapa öðrum hvorum leik eins og gerist svo oft. Þessi sigur er því mikilvægur fyrir landslið- ið áður en haldið er til Tékkó- slóvakíu og sýnir að liðið er á réttri leið. Það var fyrst og fremst frábær kafli um miðbik síðari hálfleiks sem tryggði íslendingum sigurinn. Þegar staðan var 15:14 Rúmenum ■■■■■ í vil tóku íslensku LogiBergmann varnarmennirnir Eiösson höndum saman og skrifar bókstaflega lokuðu vörninni. í kjölfarið fylgdu fimm hraðaupphlaup sem öll nýttust og að auki tvær vel heppnaðar sóknir. Þessi kafli færði íslenska liðinu sex marka forskot og þrátt fyrir að, liðið slakaði á síðustu mínúturnar var sigurinn öruggur. „Þetta var mjög gott og ég er sérstaklega ánægður með vörnina," sagði Júlíus Jónasson eftir leikinn. „Við náðum að loka í síðari hálfleik og ná hraðaupphlaupum og það hefur gífurlega mikið að segja í svona leikjum. Það besta við þennan leik er þó að við sýndum það að við getum unníð tvo leiki í röð gegn sterkri þjóð. Hinsvegar verðum við að halda okkur við jörðina og við megum ekki gera okkur of miklar vonir fyrir heimsmeistarakeppn- ina,“ sagði Júlíus. Byijunin var ágæt en snemma í síðari hálfleik náðu Rúmenar þriggja marka forskoti 4:7. íslend- ingar svöruðu með fjórum mörkum í röð og komust yfir en í leikhléi var jafnt, 11:11. Rúmenar höfðu frumkvæðið framan af síðari hálfleik og þegar 23 mínútur voru til leiksloka var staðan 14:15. Þá var engu líkara en að nýtt lið kæmi inná. Vörnin tók stakkaskiptum og hvað eftir annað vörðu Geir og Júlíus þrumu- skot Rúmena og unnu boltann. Eft- ir sjö mörk í röð kom hinn hefð- bundni slæmi kafli þar sem Rúmen- ar gerðu fjögur mörk í röð en ís- lendingar áttu síðasta orðið er Bjarki Sigurðsson gerði glæsilegt mark, eftir frábæra sendingu frá Sigurði Gunnarssyni. Islenska liðið lék af miklu öryggi lengst af og sóknarleikurinn var góður. Vörnin var of flöt framan af en náði mjög vel saman er líða tók á leikinn og íslendingar hafa líklega sjaldan náð jafn sterkri vörn. Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson fóru á kostum og hávöm þeirra stöðvaði flest skot Rúmena. í sókn- inni náðu Kristján Arason og Þor- gils Óttar Mathiesen mjög vel sam- an og hornamennirnir voru vel vak- andi. Sigurður Gunnarsson átti einnig góðan leik sem leikstjómandi og Guðmundur Hrafnkelsson varði mjög vel. „Það er óþægilegt að hafa ekki Einar með sér enda hefur hann ávallt verið markvörður númer eitt. En ég vissi að það var að duga eða drepast," sagði Guðmundur sem varði 16 skot í leiknum, mörg þeirra úr opnum færum. „Við vomm lengi í gang en vörnin var mjög sterk, einkum í síðari hálfleik. Þá hafði ég ekkert að gera í markinu. Það er mikilvægt að vinna tvo leiki í röð og samkvæmt þessu ætt- um við að vera komnir yfir það að vinna aldrei nema einn leik,“ sagði Guðmundur. Island-Rúmenía 23:20 Laugardalshöllin, vináttulandsleikur í handknattleik (2), mánudaginn 12. febrúar 1990. Gangur Ieiksins: 1:0, 2:1, 2:3, 3:3, 3:5, 4:7, 8:7, 8:8, 9:10, 11:10, 11:11, 12:13, 14:15, 21:15, 21:19, 22:19, 22:20, 23:20. ísland: Þorgils Óttar Mathiesen 4, Sigurður Gunnarsson 3, Kristján Arason 3, Jakob Sigurðsson 3, Héðinn Gilsson 2, Bjarki Sigurðsson 2, Júlíus Jónasson 2/1, Valdimar Grímsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Alfreð Gíslason 1. Geir Sveinsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 16 (þar af 5 aftur til mótheija), Bergsveinn Berg- sveinsson 1/1 (1/1 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Rúmenía: Cristian Zaharia 5, Dumitru Berbece 5/1, Maricel Voinea 4, Marian Dumitru 4, Ion Mocanu 2. Adrian Ghimes, Paul Cicu, Robert Lich, Rudi Prisacaru, Vasile Stinga. Varin skot: Vasile Cocuz 9 (þar af 3 til mótheija), Iahos Liviu. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Jan Rudinsky og Anton Mosa frá Tékkóslóvakíu. Dæmdu mjög vel. Áhorfendur: 1.700. KNATTSPYRNA / ITALIA Vorum teknir í kennslustund - sagði Maradona, eftir að Napolí hafði fengið skell gegn AC MOanó GEYSILEG stemmning var í Mílanó þegar leikmenn Napolí með Diego Maradona í broddi fylkingar mættu til leiks. 70 þúsund áhorfendur troðfylltu San Siro-leikvöllinn. Þegar hliðin á vellinum voru opnuð tveimur tímum fyrir leik fylltist leikvöllurinn á augabragði. Ahorfendur fengu svo sannar lega góða skemmtun fyrir pen- inga sína og kappinn Ruud Gullit var ánægður þar sem hann sat í ■■■■■■ heiðursstúkunni. Frá AC Mílanó varn Brynju stórsigur, 3:0, og Torner skaust upp á topp- altallu inn í ítölsku deildar- keppninni. „Mílanóliðið er geysilega sterkt. Leikmenn liðsins tóku okkur í kennslustund," sagði Maradona eftir leikinn og hann vill þakka gott gengi AC Mílanó frábærum þjálfara Arrigo Sacchi. „Nú hefst baráttan fyrir álvöru. AC Mílanó og Naoplí eru nú jöfn á stigum þegar lokaspretturinn hefst.“ Sacchi, þjálfari AC Mílanó, var ánægður með sína menn. „Það er fyrst nú sem baráttan er að hefj- ast. Við megum ekki ofmetnast, heldur halda okkar striki,“ sagði Sacchi. Daniele Massaro opnaði leikinn með góðu skallamarki á 46. mín. og síðan bætti Paolo Maldini marki við. Það var Hollendingurinn Marco van Basten sem gulltryggði síðan sigurinn fjórum mín. fyrir leikslok, með því að skora sitt fimmtánda mark í deildinni, 3:0. Basten, sem átti mjög góðan leik, sagði: „Nap- olí lék vel, en við lékum einfaldlega betur.“ Giampiero Boniperti, fyrrum for- seti Juventus, sem sagði starfi sínu lausu í sl. viku, mætti ekki á heima- leik Juventus gegn Lazio. Þetta er fyrsti heimaleikurinn sem hann hef- ur sleppt síðan hann var smástrák- ur. Juventus vann, 1:0. Á næstu dögum mun það koma í ljós hvort að Dino Zoff verði rekinn sem þjálf- ari liðsins. ■ Úrslit / B6 ■ Staðan / B6 Paulo Maldini (t.v.) gerði annað mark AC Mílanó. Hér á hann í höggi við Brasilíumanninn Careca. SKOTÞING Þorsteinn endurkjörinn Þorsteinn Ásgeirsson var endur- kjörinn formaður Skotsam- bands íslands á ársþingi sambands- ins sem fram fór á laugardaginn. Þorsteinn fékk 32 atkvæði, en mót- frambjóðandi hans, Ámi Þór Helga- son, hlaut tíu atkvæði. Aðrir í stjórn STÍ eru Hannes Haraldsson sem einnig var endur- kjörinn og Eiríkur Björnsson sem kom inn í stjórnina í stað Ferdinad Hansen sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þingið fór tiltölulega friðsamlega fram þó menn hafi greint á um ýmis málefni. Náiiar verður sagt frá skotþing- inu í blaðinu á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.