Morgunblaðið - 03.03.1990, Side 3
Morgunblaðið/Bjami
VIÐTAL VIIIÞÓRUNNIVALDIMARS-
DÓTTUR, SAGNFRflEÐING
var með það að ég færi með söguna
ofan í skítinn."
„Þegar svona er staðið að málum,
þarf mikla frumrannsókn og kannanir
á bréfum, sem ekki hafa áður verið
nýtt við að skrifa söguna. Áður en
þessi sagnfræði kom til voru það skáld-
in ein sem urðu til þess að skrifa þetta
um hversdagslíf, í formi sögulegra
skáldsagna. Við að kynna mér Snorra
fann ég skjöl sem gerðu mér kleift að
lýsa hversdagslífi. Þá nálgast þessar
tvær greinar, sagnfræði og bókmennt-
ir, sem voru skildar að þegar sagn-
fræðin verður vísindagrein á 19. öld.
Áður var minni togstreita milli sann-
leika og skáldskapar. Gott dæmi um
það eru íslendingasögumar. Nú hafa
menn komist að þeirri niðurstöðu um
íslendingasögurnar að líta beri á þær
sem heimiidir um ritunartímann, sem
geymir hugmyndir um það sem gerðist
einhverntíma áður. Þá höfðu menn
frelsi til að lita myndina. Það er í raun-
inni dálítið hlálegt að í samtímanum
mega sagnfræðingar ekki ijúga, en
þeir sem gera kvikmynd hafa um það
frjálsar hendur. Samt sjá miklu fleiri
kvikmyndirnar“, bætir Þórunn við.
Við færum talið nær Snorra á Húsa-
falli og aðferð Þórunnar við að segja
sögu hans.„Ég byggi sögu Snorra ein-
göngu á heimildum. En ég nota til
hennar heimildir frá samtíma hans,
18. öldinni. Reyni að klæða fólk alltaf
rétt, hafa rétt matarræði og nota lýs-
ingar á húsum og siðum sem til eru.
En með orðalagi gef ég til kynna að
ég sé ætíð að þreifa á sannleikanum.
Læt lesandann vita að þar sé um að
ræða leit og að ég sé að reyna að
nálgast sannleikann. Allt sem ég byggi
verkið úr er í tilvísunum. Þannig að
sagnfræðingar geta þá ætíð fundið
hvaðan það er. Og mér finnst ævisag-
an vera rétta formið til þess að láta
sagnfræði verða eins og bókmennta-
lega frásögn.
Leitun á betri leiðsögn en
Snorra
En af hvetju valdi hún einmitt
Snorra á Húsafelli til þess að verða
burðarásinn í sögu 18. aldarinnar?
Þórunn svarar einfaldlega:„Af því að
ég var beðin um það“ Og bætir við:
„Eg held að ég hefði ekki getað fund-
ið betri leiðsögn gegn um öldina, því
það er svo mikið til um Snorra. Til er
eftir hann veraldlegur skáldskapur og
sálmar, rímur og leikrit. Þar sem hann
var prestur eru heimildir um hann
sjálfan og sóknarfólk hans. Þá eru
ótaldar þjóðsögumar sem mynduðust
um hann. Og Snorri lifði nær alla öld-
ina, frá 1710 til 1803. Það er leitun
á manni, sem er eins gott fórnarlamb
fyrir svona verk.“
Snorri á Húsafelli er mikið eljuverk
og Þórunn var í því í fullri vinnu í
þtjú ár samfleytt.„Nýlega sá ég á Stöð
tvö fræðslumynd sem segir frá ævi-
sögu Bernhards Shaw. Höfundur
hennar, Michael Holroyd, hafði unnið
að verkinu í 10 ár. Hann sagði þar frá
því að þegar hann settist við skriftir
þá rak hann eiginkonuna út. Hann
talaði um þetta eins og hjónaband.
Nei, nei, ég rak eiginmanninn nú aldr-
ei út, þótt furðulegt megi virðast. Son-
inn ekki heldur. En ég var með honum
Snorra í þtjú ár, eins og ég hefí stund-
um sagt. Eg var öll í 18. öldinni og
þar átti ég sálufélag með Snorra.
Maður vinnur við þetta einn og getur
ekki talað um það við nokkurn mann.
Er einn í sínum heimi. Ævisagnaritar-
ar eru dálítið eins og sníkjudýr. Maður
lifir sig inn í fórnarlambið."
Náði Snorri sambandi við hana? „Ég
reyndi að ná sambandi við hann strax
- huglægt. Hann skrifaði Æviraunir,
kvæði um ævi,sína, sem varð til hjálp-
ar. Ég sá strax að ég yrði að krukka
varlega í hann, þannig að ég geri hon-
um ekki upp hugsanir. Ég byggi á
heimildum. Það sem ég geri er fyrst
og fremst að sviðsetja og lífga. Brýt
sagnfræðilega hefð með því að klæða
hann og sjá hann fyrir mér. Lesandan-
um er þó ljóst að sannleikurinrt ér
horfínn og engin leið er að finna hann.
Samt rífur maður ekki eið sagnfræð-
ingsins með svona leik, þ.e. að ljúga
ekki og segja hvaðan maður fær hvað
eina. Og nú þegar bókin hefur verið
lesin og fólk reyndist vilja lesa hana,
hefí ég náð þeim tilgangi að almenn-
ingur missi ekki tengslin við þessa
fortíð, af því að sagnfræðin sé svo
þung.“
Flytur sig öld aftur á bak
Og nú er þetta stóra verk að baki.
Hvað tekur þá við hjá Þórunni? „Næst
vil ég skrifa verk sem er bara ætlað
fræðingum. Mig langar til þess að
skrifa um hugmyndafræði galdraaldar
og hefi sótt um Vísindasjóðsstyrk til
þess. Enginn skilur hvemig stóð á
þessum ósköpum. Til þess þarf að
skilja forsendur aldarinnar, þeirrar
sautjándu. Og mér finnst ágætt að
færa mig eina öld aftur á bak, taka
eina tröppu í einu. Upphaflega langaði
mig mest í miðaldirnar, en Björn Þor-
steinsson vildi að ég skrifaði um bú-
skap í Reykjavík. Það endaði með því
að ég gerði það sem mér var sagt og
treysti hans dómgreind. Hann hafði
rétt fyrir sér. Seinni hluta þessa árs
ætla ég að vinna að þessu verki og
nú vil ég láta málið hafa sinn gang,
ekki binda það við einhvern lokatíma. “
Hafði heimildasöfnunin um öld
Snorra, sem m.a. þjónaði lengi á Vest-
fjörðum, áhrif á þetta val? „Það má
segja það“, svarar Þórunn.„Ég leit þá
á rit sem nefnist Gandreið eftir Jón
Daðason. Hann var’ lærður klerkur og
skrifaði þetta rit um dulspeki og
stjömuspeki, sem mér finnst skemmti-
legt rugl, og ég ætla að byija á því
að fara svolítið ofan í það.“
„Eftir Snorra fínnst mér nú að ég
sé búin að fá of stóran skammt af
íslenskri menningu “, segir Þómnn
undir lok samtalsins.„Maður einangr-
ast. Mig þyrstir eins og eftir eyði-
merkugöngu eftir því að komast til
útlanda." Áður en hún sökkti sér svona
ofan í fræðin var Þómnn í listaskóla
í Mið- Ameríku og enn fyrr við sagn-
fræðinám í Lundi.„Annars er ég búin
að vera dauðhrædd á ferðalögum er-
lendis, allt frá því ég fór með Hamra-
hlíðarkómum til Walles og gleymdi þar
vegabréfínu mínu á hótelherbergi, svo
að Þorgerður varð að láta kórinn
syngja mig út úr landinu á Lundúna-
flugvelli. Og nú er ég spennt yfír því
að eiga að fara að hitta Indjána í
White Horse, skammt frá Klondike í
Yukon í Bandaríkjunum. Þar er haldin
rithöfundasamkoma og ég á að fara
þangað í maí og segja Indjánum sögur
án hljóðnema. Þangað hafa áður farið
tveir íslendingar, Sjón og Eyvindur
Eiríksson. Þetta er mikið æfintýri. Og
ég vona að ég geti hreinsað af mér
Snorra í Klettafjöllunum. Síðan fer ég
á Heimsmót sagnfræðinga í Madrid,
sem einmitt hefst á afmælisdaginn
minn 25. ágúst. Svona er ég blessuð
í bak og fyrir, og ég veit að þetta
verður hvort tveggja skemmtilegt, ef
ég kemst yfir þessa sveitamannslegu
hræðslu við að týna vegabréfinu, “
segir Þórunn að lokum og erum við
þá komnar býsna langt frá Snorra á
Húsafelli og 18. öldinni hans. Vonandi
tekst Þórunni með þessum ferðalögum
að fjarlægja Snorra, áður en hún tekur
til við aðra öld og nýja karla.
Að lokum skal þess getið að á morg-
un, sunnudag kl. 3, mun Þórunn Valdi-
marsdóttir_ flytja erindi í Listasafni
Sigutjóns Ólafssonar i Laugarnesi, þar
sem hún talar um landamæri sagn-
fræði og skáldskapar. Leikarar lesa
óbirtan kafla úr sögunni um Snorra á
Húsafelli. E.Pá.
Tate virðist hafa gert ráð
fyrir að áheyrendur væru
gagnkunnugir frásögn Vigils
um Dido og Aeneas og þjapp-
ar því söguþræðinum
miskunnarlaust saman og
stjdtir hann að geðþótta.
Irauninni byijar óperan í
sögunni miðri. Dido, sem
er drottning í Karþagóborg,
á erfítt með að játa ást sína
til Aeneasar, en lætur loks
tilleiðast fyrir tilstilli Aene-
asar sjálfs og vina sinna. En
Dido á sér óvini. Það eru
nornir, sem vilja koma henni
á kné og þrá ekkert heitar
en sjá Karþagóborg þurrk-
aða út af yfirborði jarðar.
Þær eru valdar að miklu
óveðri, sem neyðir Aeneas
til að leita skjóls í helli, þar
sem nornaáhrif ráða ríkjum.
Ein nornanna bregður sér í
gervi guðsins Merkúrs og
'í því dular gervi minnir hún
Aeneas á, að honum beri
skylda til að hverfa aftur til
Ítalíu og koma þar nýrri
Tróju á stofn.
Aeneas lætur blekkjast en
nornirnar hugsa sér gott
til glóðarinn ar. Þær ætla sér
DIDO OG AENEAS.
að láta Aeneas og föruneyti
hans farast á hafi úti en
Karþagóborg brenna til
kaldra kola strax daginn eft-
ir.
Aeneas fer loks að gruna,
að ekki sé allt með felldu,
en Dido, sem hefur séð í
gegnum brellurnar frá upp-
hafi, vill engin frekari af-
skipti af honum hafa og seg-
ir honum að hverfa á brott.
Við svo búið sviptir hún sig
sjálfa lifi.
jr
Ahrifa „masque“-hefðar-
innar gætir í öllum þeim
dönsum, sem óperan býður
upp á, sem og í þeirri tónlist
sem tengist nornunum og
athæfí þeirra. En að öðru
leyti brýtur óperan hefðina.
JT
1„masque“ er venjulegast
um að ræða átök á milli
tveggja and stæðra afla,
venjulega á milli óumbreyt-
anlegrar skipan guðlegrar
forsjónar og neikvæðra aflaj
sem beijast gegn henni. I
frásögn Vigils eru það guð-
irnir sjálfir, sem kalla Aen-
eas heim, en í óperunni lætur
Aeneas gabbast og trúir því
að norn i dularklæðum sé
sjálfur Merkúr og hikar ekki
við að svíkja Dido í tryggðum
fyrir bragðið.
agan af Dido og Aeneas hefði
auðveldlega getað orðið lof
söngur til ástarsambánds
karls og konu, en skyndilega
tekur hún allt aðra stefnu,
þar sem ill öfl í dularklæðum
góðra afla fara með sigur
af hólmi.
jr
Ifyrstu trúir Dido því, að
Aeneas sé hetja og jafn
einlægur og óeig in gjarn í
ást sinni og hún sjálf.
En hún sviptir sig ekki lífi
vegna þess að hún gæti
ekki beðið eft ir að Aeneas
sneri til baka að loknum
skyldustörfum á fjarlægum
slóðum, heldur vegna þess
að hann hefur blekkt sjálfan
sig og aðra með því að þykj-
ast bera tilfinningar í bijósti,
sem engin innstæða var fyr-
ir, þegar á hólminn var kom-
ið.
Hún sviptir sig lífi, þegar
henni verður ljóst, að
þessum manni er fyrir mun-
að að elska á sama hátt og
hún sjálf.
Elin Ósk Óskarsdóttir og Sigurður Bragason.
Aeneas ásakar guðina fyrir
það, hvernig komið er.
Dido ásakar hvorkí einn né
neinn. Hún biður þess ein-
ungis, að hennar verði
minnst og það gerir hún í j
einni fegurstu aríu allra
tíma: „When I am laid in
earth“ (þegar ég verð lögð
til hinstu hvílu).
Það er vitað, að langur inn-
gangur eða prologus
fylgdi frumflutn ingi á Dido
og Aeneas og líklegast var
einhver eftirmáli. En óvíst
er, hvort Purcell átti þar hlut >
að máli og alla vega hefur ‘
hvort tveggja glatast.
Eftir stendur óvefengjanleg-
ur hlutur Henrys Purc
ells, þar sem allt er nær full-
komnun að jafnvægi. Sér-
hver persóna er skarpt dreg-
in í tónum og öll blæbrigði
og stemmningar skila sér af .
snilld, þannig að hver at-
burður fær sitt rétta vægi. .
011 áferðin er meistaraleg
og engum, sem á hlýðir,
dylst, að óperan Dido og
Aeneas er ómengað meist-
araverk frá upphafí til enda.
Halldór Hansen