Morgunblaðið - 10.03.1990, Síða 3

Morgunblaðið - 10.03.1990, Síða 3
MORGUNBLADID LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 B 3 Undirmeðv itund íslensku þjóðarinnar er samþjöppuð á Þingvöllum LeikfélagReykjavíkurfrumsýnirHótelÞingvelliy nýtt íslenskt leikrit eftir Sigurð Pálsson Hótel Þingvellir er titill á nýju leikriti eftir Sigurð Pálsson sem frumsýnt verður á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu eftir viku, laugardaginn 17. mars. Eins og heiti verksins gefúr til kynna gerist það á hóteli á Þingvöllum, þar sem sköruleg kona, frú Petrína Oskars, hefúr stjórnað rekstrinum og þjónað gestum af myndarskap í mörg ár. Hún á tvö uppkomin börn, soninn Teó- dór sem á hippatímabilinu varð eiturlyfjunum að bráð, og Tinnu, sem er ung og uppreisnargjöm. Helsta stoð frú Petrínu á hótel- inu er því Grímur Viðar, ungi næturvörðurinn sem undanfarin sumur hefúr notað vinnutimann til að reyna fyrir sér við skriftir. Leikritið gerist á ein- um degi í lok ferða- mannatímans og einu gestimir á Hót el Þingvöllum eru „haustlitahóp urinn“, sem kominn er til Þingvalla til að njóta litadýrðarinnar, og nátt- úruvísindamaðurinn Leó Leósson, sem frú Petrína hefur litlar mætur á vegna áhuga hans á dótturinni. En þó Leó sé ekki í náðinni er út- lit fýrir að þessir síðustu haustdag- ar á Hótel Þingvöllum muni líða tíðindalaust. Eða þar til ókunn kona frá Ameríku birtist óvænt með fortíðina í farteskinu og teng- ir saman persónur sem virðast í fyrstu eiga lítið sameiginlegt. Ég spyr höfundinn, Sigurð Páls- son, hverjar þær séu, þessar per- sónur, og hvaðan þær komi. „Ég var að vinna að öðru Ieik- riti þegar það bytjuðu að koma sterkar myndir af persónum, þrungnar tilfinningum, fram í huga mér með setningar sem ég sá ekki strax samhengið í. Um tíma var þetta mjög ofsafengið. Það var eins og ég væri einhverskonar miðill eða í miðilsástandi, en þó ekki í skiln- ingi spíritisma. Þetta var frekar eins og eitthvað sem kemur í gegn- um mann úr undirvitundinni og hlýtur eiginlega að eiga upptök sín „Haustlitahópurinn“: Eiginmaðurinn (Karl Guð- mundsson) krefst þess að mynda eiginkonuna (Soffía Jakobsdóttir) með útvarpshlustandanum Flosa (Gísli Halldórsson), sem vill fá að lifa nýjan dag. Sigurður Pálsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Frú Petrína (Guðrún Ásmundsdóttir) er ekki ánægð með hegðun Tinnu dóttur sinnar (Inga Hildur Haraldsdóttir). „Þú færð herbergi nr. 44,“ segir Frú Petrína (Guðrún Ásmundsdóttir) við amerísku konuna (Sigríður Hagalin), sem er nýkomin á Hótel Þing- velli. „Næturvörðurinn (Valdimar Örn Flygenr- Morgunblaðið/Sverrir ing) fylgir þér upp.“ þar. Skilyrðin fyrir þetta ástand eru best þegar maður er á milli svefns og vöku, mjög þreyttur eða vel úthvíldur. En það eru skilyrði sem eru mjög góð til að skrifa.“ Þú ert þá ekki að skrifa um eig- in reynsluheim eða hvað? „Ég held að menn hafí lagt of þrönga merkingu í orðið reynslu- heimur. Þeir einskorða sig við hlut- veruleikann en gleyma undirvit- undinni. Hún og draumar eru líka hluti af reynsluheimi okkar og þess vegna hef ég reynt að tefla þeim saman við staðreyndir úr okkar veruleika." Sigurður segist ekkert hafa á móti raunsæi í leikritun, en vill ganga lengra og tengja saman drauma og raunsæi. „Ég vil víkka raunsæið langt úr fyrir þennan andstyggilega sósíal-realisma, sem ég hef aldrei þolað, né heldur hvers- dagsraunsæið, því mér finnst þetta gefa svo þrönga mynd af raun- veruleikanum. Ég vil búa til draum- kennt raunsæi og hef lengi stefnt að því. Ég gekk mjög langt i þess- um tilraunum mínum í síðasta verki eftir mig sem Hallmar Sigurðsson,\ leikstýrði (Miðjarðarför í Nemenda- leikhúsinu ’83), en Hótel Þingvellir er miklu „venjulegra". Það er nær venjulegu raunsæi." Ég spyr hann hvort hann hafi kannski áhuga á fantasíum. „í bili hef ég ekki áhuga á neinu nema nútímanum og því sem þar gerist og það samræmist ekki hreinum fantasíum sem eru án tengsla við veruleikann." En nú eru persónumar í Hótel Þingvöllum ekki aðeins staddar i nútíðinni heldur einnig fortíðinni. „Það er vegna þess að fortíðin er innifalin í nútíðinni og á að vera það því annars erum við ekki til. Það sem er hættulegt fyrir okkar samfélag er einmitt að við missum tengslin við fortíðina. Að glata minningunum er eins og að missa minnið og ef við gerðum það þá yrðum við að minnislausum hópsál- um.“ Nú eru Þingvellir sá staður á landinu sem tengir okkur kannski einna helst við fortíðina, er það þess vegna sem þú lætur leikritið gerast þar? „Þessar persónur sem ásóttu mig voru alltaf að tala um Þing- velli svo verkið þróaðist bara þann- ig. Ég er því alls ekki að gera grein fyrir sögu þjóðarinnar eða Þing- valla, en ef til er undirmeðvitund þjóðar eða samfélags þá er undir- meðvitund íslensku þjóðarinnar samþjöppuð á Þingvöllum. Og allt sem þeir standa fyrir er vissulega í baksýn. En persónur verksins eru í forgrunninum og þær eiga sér hver sína sögu, þó það komi síðan í ljós að tengslin á milli þeirra eru flóknari og dramatískari en við héldum í upphafi." Það er Hallmar Sigurðsson sem leikstýrir verkinu, en leikarar eru Guðrún Ásmundsdóttir (frú Petrína Óskars), Inga Hildur Haraldsdóttir (Tinna), Kristján Franklín Magnús (Teódór), Sigurður Skúlason (Leó Leósson), Sigríður Hagalín (kona frá Ameríku), Valdimar Öm Flyg- enring (Grímur Viðar) og Gísli Halldórsson, Karl Guðmundsson, Sóffía Jakobsdóttir og Valgerður Dan (fólk í haustlitaferð). Leik- mynd og búninga gerir Hlín Gunn- arsdóttir og tónlistin er eftir Lárus H. Grímsson. „Það hefur verið geysilega skemmtilegt að sjá hvernig þessir frábæru leikarar hafa unnið þetta undir stjórn Hallmars," segir Sig- urður. „Sú reynsla réttlætir á svip- stundu allt púl, puð, efasemdir og andvökunætur. Áð öðrum ólöstuð- um verð ég að nefna aðalleikkon- umar tvær, Guðrúnu Ásmunds- dóttur og Sigríði Hagalín." MEO AF FINNUM Bókmenntamiðstöð í Helsinki í Rithöfundasambaudi Finnlands eru um 500 fé- lagar. Þar af hafa um 100 ritstörf að aðalstarfi. Að sögn Jarkko Laine, formanns sambandsins, er stuðningur ríkisins við rithöfúnda gagnlegur og árangursríkur. Kað vekur athygli gests i Finnlandi hve bókmenn- r taumræðan er lifandi (dagblöð og aðrir fjöl miðl ar, ekki síst sjónvarp) og að alltaf er verið að segja frá viðurkenningum og verðlaunum til rithöfunda. Það gildir ekki aðeins um Finlandia-verðlaunin sem íslensku bókmenntaverðlaunin eru sniðin eftir. Að þessu sinni hreppti Markku Envall Finlandia- verðlaunin fyrir spakmælasafnið Samúarinn sefur. Finnar eru iðnir við að kynna bókmenntir sínar erlendis. í Helsinki er rekin upplýsingamiðstöð bók- mennta sem hefur þetta verkefni og úthlutar styrkj- um í þessu skyni. Starfið þar er m.a. fólgið í því að hafa samband við og koma á samvinnu við þýðendur úr fínnsku, útgefendur, bókmenntagagnrýnendur og fjölmiðlafólk og glæða með ýmsum hætti áhuga les- enda á finnskum bókmenntum. Það er gaman að konia í bókmenntamiðstöðina til að leita frétta af finnsku bókmenntalífí. Þaðan fer gesturinn vel nestaður, auk munnlegs fróðleiks má nefna tímaritið Books from Finland (4 hefti á ári), kiljuna Finlands litteratur. En översikt (útg. Otava 1988) eftir Kai Laitinen, Den svarta másen (útg. Schildts 1989) með smásögum 30 finnskumælandi höfunda sem valið hafa og þýtt Johan Bargum og Bo Carpelan og finnsk ljóð og sögur í franskri þýð- ingu: Poésie et prose de Finlande (útg. bókmenntamiðstöðin 1989), efnið völdu Marianne Bargum og Jean-Pierre Salgas. Við bætist al- manak 1990 þar sem ljósmyndir af finnskum rithöfundum koma i stað- inn fyrir vatnakyrrð og frostrósir hefðbundinna dagatala. Höfundur ljósmyndanna er Irmeli Jung (f. 1947), en hún er víðkunn fyrir ljós- myndir sínar af rithöfundum. Bókmenntamiðstöðinni finnsku hefur orðið ágengt í upplýsinga- starfi sínu. Henni stjómar Marja- Leena Rautalin, en tvær aðrar kon- ur liggja ekki á liði sínu, þær Mari- anne Bargum og Soila Lehtonen, Marianne Bargum segir að á ótrúlegustu stöðum sé fólk sem þýði beint úr finnsku. Hún minnist á vel heppnaða kynningu fínnskra bókmennta í París á liðnu ári. Við það tækifæri fengu þrír þýðendur verð- laun finnska menntamálaráðuneytisins sem bók- menntamiðstöðin veitir: Lucie Albertini, Miija Bolgár og C.G. Bjurström. Þessi verðlaun hafa verið veitt frá 1974. Thomas Warburton fékk þýðingaverðlaunin 1988 fyrir þýðingar sínar úr finnsku á .sænsku. Svíar eru að vonum duglegir við að þýða og gefa út finnskar bókmenntir. Athygli vekur að töluvert er þýtt úr finnsku á tungur nágrannaþjóðanna við Eystrasalt, einkum eistnesku og að sjálfsögðu á flestar helstu heims- tungur. Rithöfundasamband sænsku- mælandi Finna varð 70 ára í fyrra. Félagar þess eru um 200. Gefið var út afmælisrit þar sem saga sam- bandsins er rakin og núverandi for- maður, Ingmar Svedberg, bendir á að margt hafi áunnist eftir harða baráttu og stundum vanþakkláta. Svedberg er ritstjóri tímaritsins Nya Argus sem komið hefur út í 82 ár og er oflugt málgagn Finnlands- svía. Þar hefur oft birst efni frá íslandi og eftir íslenska höfunda. Svedberg er ljóst að ýmis vond teikn eru á lofti: flóð afþreyingarbóka á ensku, innrás sænskra bóka- klúbba á finnskan markað, ódýrt fjölþjóðaprent sem gerir lukku í stórmörkuðum og söluturnum; einnig nefnir hann aukna áherslu á verk rithöfunda sem hafa orðið „stjörnur“ og eru dýrkaðir sem slíkir. Hann viðurkennir að verk sænskumælandi Finna séu yfirleitt prentuð í litlu upplagi. „Þegar berjast skal fyrir framgangi vandaðra bók- mennta eru rithöfundar, útgefendur og bóksalar á sama báti,“ skrifar Ingmar Svedberg. J.H. Ingmar Svedberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.