Morgunblaðið - 10.03.1990, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.03.1990, Qupperneq 8
S B ■ | MARZ 1-990- I * -giprrfr?**r-gr-+ HÁVAR SIGURJÓNSSON S K R I F A R Leitað til upphafsins ,JLeikrit Shakespeares þurfa engra skýr- inga vid, þau skýra sig sjálfý segir leik- stjórinn og Shakespeare-skýrandinn Patrick Tucker að kann að virðast borið í bakkafullan lækinn að hefja upp raustina eina ferðina enn um þann gamla senuþjóf, Vil- hjálm Shakespeare. Lærðir og leik- ir hafa þar lagt svo mörg orð í belg um aldir, að sumum kann að finnast nægilega mikið sagt nú þegar og þó fyrr hefði verið, enda hefur sumum áreiðanlega gengið annað til en varpa nýju ljósi á leikrit Shakespeares; margar skýr- ingar og vangaveltur um einstök leikrit, einstakar setningar og jafn- vel einstök orð eru enda á þann veg að upphefji skýrandann fremur en höfund verkanna. Hvað þá að þau hjálpi áhorfendum nútímans til betri skilnings á innihaldi leikri- tanna. „Staðreyndin er sú að verk Shakespeares þurfa engra skýr- inga við, þau skýra sig sjálf ef þeim er einungis gefið tækifæri til þess,“ segir Patrick nokkur Tucker, einn frumlegasti Sha- kespeareskýrandi sem undirritaður hefur komist í tæri við. Tucker bætir um betur og afskrifar aka- demískar rannsóknir, skýringar, og endurbættar útgáfur sem í besta falli villandi og í versta falli rangar. „Slík starfsemi á að minnsta kosti ekkert skylt við leik- hús og gagnast leikurum og leik- stjórum, sem eru að vinna þennan texta til flutnings á sviði, ekki neitt. í endurbættum útgáfum - jafnvel Arden-útgáfunni sem er jafnan talin sú besta - hefur orða- lag víða verið fært til „betri veg- ar“, og sömuleiðis hefur greinar- merkjum verið breytt frá uppruna- legu fólíóútgáfunni frá 1623.“ Fólíóútgáfan frá 1623 var fyrsta heildarútgáfan á verkum Shake- speares og var gefin út sjö árum eftir dauða hans. Umsjón með þessari útgáfu höfðu tveir leikarar úr leikflokki Shakespeares sem töldu leikritin nægilega mikils virði til þess að þau ættu heima á bók. Þessi útgáfa var óvenjuleg því prentun leikrita tíðkaðist almennt ekki á þessum tíma; leikrit voru eign leikhússins sem flutti þau og ef þau reyndust vinsæl var í meira lagi heimskulegt að gefa'þau út svo hver sem væri gæti tekið þau til handargagns og flutt sér að kostnaðarlausu. Höfundarréttur var hugtak sem þekktist ekki. Leikhúsin gættu því handrita vin- sælla leikrita sem fjöreggja sinna og yfírleitt var aðeins eitt eintak til í leikhúsinu af hveiju leikriti í heild sinni, The Promptscript, sem rétt- ast og einfaldast er að kalla hvíslarahandrit á íslensku. Nánast einu und- antekningarnar frá þeirri reglu sem nefnd var hér að ofan um útgáfu leikrita á þessum tíma var ef óprúttn- ir útsendarar annarra leik- húsa mættu á sýningar með pappír og blek og skrifuðu textann upp eftir leikurunum á sviðinu. Eins og nærri má geta voru slíkar uppskriftir iðulega ónákvæmar en um það var ekki hirt og þær komust margar á prent (oktavoútg- áfur) og gengu á milli leik- húsa og eru ein meginá- stæðan fyrir því hversu ós- ammála fræðimenn eru um hinn eina rétta Shakespear- etexta. Reyndar eru til ná- kvæmar oktavoútgáfur af fáeinum leikrita Shakespe- ares, þ.e. útgáfum sem ber saman við fólíoútgáfuna, og skýringin á því er sú að þegar leikhúsið, handhafi upprunalega textans, sá sína sæng útbreidda hvað varðaði einokun á verkinu, var það ör- þrifaráð tekið að prenta leik- ritið eftir hv- íslarahandrit- inu og gefa það út, því skárra þótti að rétt útgáfa af verkinu væri í umferð. Einn- ig gat leik- húsið hagnast dálítið á því að gefa handritið út úr því sem komið var. Sá hagnaður var þó hverfandi í samanburði við fullkomna einokun á vin- sælu leikriti. En hvað með handrit leikaranna? Fengu þeir ekki handrit að leikritinu þegar æfingar hófust, handrit sem þeir tóku með sér heim og lásu vand- lega, kynntu sér verkið í heild sinni og einbeittu sér síðan að rannsókn á hlutverki sínu? Þannig er okkur tamt að hugsa því þann- ig er aðferðin í dag, a.m.k. leyfir maður sér að vona að leikarar lesi meira en eigið hlutverk og læri stikkorðin sín. Og hér komum við að kjarnanum í hugmyndum Patricks Tuckers, því leikarar á dögum Shakespeares fengu ekki fullkomið handrit af leikritinu í hendur, heldur einungis uppskrift af hlutverkinu sínu ásamt stikk- orði úr ræðu mótleikarans. Slíkt handrit nefndist cuescript sem á íslensku gæti útlagst sem stikk- orðahandrit. Æfíngar í þeim skiln- ingi sem við þekkjum þær voru nánast engar, leikarinn fékk hand- ritið í hendumar einum eða'tveim- ur dögum fyrir frumsýningu, hann lærði hlutverkið og síðan var hald- in æfíng þar sem sýningarstjóri staðsetti atriðin lauslega og sagði leikurunum hvar þeir ættu að koma inn á sviðið og hvar þeir ættu að koma sér útaf því í lok atriðis. Þegar maður veltir því síðan fyrir sér hvaða áhrif slík vinnu- brögð hafa á útkomuna kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Hið mikilvægasta er auðvitað að hver leikari hefur ekki hugmynd í fyrstu um hvað samtölin fjalla af lestri handrits síns; hann verður því að hlusta náíð eftir því hvað mótleikarinn segir til að gera sér grein fyrir framgangi samtalsins. Hann verður einnig að fínna allar upplýsingar um eigin persónu í verkinu af sínum texta því öðmm upplýsingum er ekki til að dreifa. Shakespeare var sjálfur leikari og þekkti þessar vinnuaðferðir gjörla og samkvæmt Patrick Tucker gætti hann þess vandlega að allar upplýsingar sem hver leikari þurfti á að halda um persónu sína væra fólgnar í texta hans. Þannig hafí stuðlar, hálfrím, endarím, orðaval, frávik frá hefðbundnum fímmlið (pentajamba) og greinarmerkja- setning haft mjög ákveðna merk- ingu fyrir leikarann og verið svo skýrt og auðskilið að hver „hálf- viti“ í leikarastétt á tímum Sha- kespeares gat skilið þessar leið- beiningar án vandkvæða, sem var auðvitað mjög mikilvægt þegar haft er í huga að leikarar á tímum Elísabetar I voru ómenntaðir og lítt þjálfaðir lágstéttarpiltar undir gífurlegu vinnuálagi í leikhúsinu. Þeim gafst hvorki tími né aðrar forsendur til að kryfja hlutverk sín til mergjar eða ráða í æðra inntak leikritanna. Hér er rétt að gefa Patrick Tucker orðið aftur um mikilvægi fólíóútgáfunnar í þessu samhengi. „Sú staðreynd að fólíóútgáfan var unnin af lei- kuram úr flokki Shakespear- es sjálfs leyf- ir manni að slá tvennu föstu. Þeir voru gjör- kunnugir textanum eftir að hafa leikið í leik- ritunum um árabil og einnig má ætla að þeir hafí haft aðgang að a.m.k. hluta af hvíslara- handritum verkanna, ef ekki flestum. - Leikritin í fólíóútgáf- unni eru með öðram orðum sýningareintök verka Shakespeares; þau vora búin að ganga í gegnum þann hreinsun- areld sem sýningar hafa óhjá- kvæmilega á framtexta frá hendi höfundarins og hveijir voru betur til þess fallnir að fylgja slíkum texta í gegnum prentun en leikar- amir sjálfir. Við samanburð á þeim fólíóeintökum sem til era (á annað hundrað talsins) er jafnvel hægt að sjá hvernig textinn hefur víða verið leiðréttur og prentvillur lag- færðar frá einu eintakinu til ann- ars meðan á prentuninni stóð. Þannig er hægt að raða þeim eintökum sem enn eru til upp í nokkurs konar tímaröð hvað prent- un varðar." Patrick bendir á til skýringar á hugmynd sinni um innbyggðar leiðbeiningar til leikaranna í text- anum til leikaranna sjálfra að mikill munur sé á því hvort setning endi á punkti í miðri línu og ný setning taki við í sömu línu eða hvort línan sé aðeins hálf og síðan hefjist önnur lína. „Þetta era skýr- ar leiðbeiningar til leikarans um að í fyrra dæminu sé ekki þögn þrátt fyrir punktinn en í síðara dæminu er þögn og jafnvel gert ráð fyrir athöfnum án orða á milli línanna tveggja. í hinum svoköll- uðu „lærðu útgáfum" síðari tíma eru ótal dæmi um að tveimur hálf- um línum sé steypt saman í eina og þar er hreinlega verið að-hafa að engu leiðbeiningarnar sem Shakespeare hefur gefíð leikuram sínum.“ Patrick bendir einnig á þann algenga misskilning nútíma- manna að orðfæri leikrita Sha- kespeares hafi verið áheyrendum á 16. og 17. öld tamara en áhorf- endum nútímans. „Þetta er í flest- um atriðum rangt og leikuram í dag er fullkomlegá óhætt að beita þeirri þumalputtareglu að ef þeir hnjóta um einkennilegt orð eða orðfæri, þá hafi leikari úr leik- flokki Shakespeares sjálfs hnotið á' sama hátt. Þarna er einnig fólg- in leiðbeining af Shakespeares hálfu: einkennilegt orð eða orðfæri þarf sérstaka áherslu. Við skulum einnig hafa í huga að Shakespeare var mikill nýyrðasmiður og við njótum þess í dag að mörg orð úr smiðju Shakespeares era okkur kunnugleg eftir nær 400 ára notk- un í enskri tungu en áheyrendur á framsýningum Shakespeares voru að heyra þessi orð í fyrsta skipti. Við ættum því að eiga auðveldara með að skilja margt í texta Shakespeares en hans fyrstu áheyrendur. Ekki síst þegar þess er gætt að leikhúsgestir um alda- mótin 1600 vora mestan partinn óupplýst alþýða manna sem sóttist eftir skemmtan en ekki bókmenn- talegri upphafningu. Meginmunur- inn á áheyrendum Shakespeares og áhorfendum nútímans felst í breyttu eðli leikhússins. Þú tekur eftir því að ég tala um áheyrend- ur Shakespeares og áhorfendur nútímans. Leiklist 16. og 17. aldar- innar hér í Englandi var bundnari textanum en nú er; áherslan í dag er miklu meiri á sjónræna hlið sýningarinnar og geta nútímaá- horfenda til að fylgja flóknum texta er sennilega minni en áður var og einnig verður hin sjónræna áhersla til þess að dreifa athygl- inni. Loks skulum við ekki gleyma því að leikrit á 16. og 17. öld voru samin til að flytjast á leiksviði en ekki til að vera lesin. Þau urðu því að skiljast fljótt og vel af áheyr- endum. Textinn var skrifaður fyrir leikarana til að læra utanbókar á mettíma og lítið var hirt um hand- ritin eftir að leikflokkurinn hafði innbyrt textann í minni sitt. Þetta er ein aðalástæðan fyrir því hversu mikill fjöldi af leikritum frá þessum tíma hefur glatast og eina ástæðan fyrir því að leikrit Shakespeares voru gefin út 1623 er að tveimur leikurum úr flokki hans þótti nægilega vænt um þau til þess að vilja tryggja lífdaga þeirra. Persónulegur ávinn- ingur þeirra af þessari útg- áfu hefur tæpast verið mik- ill. Hugsanlega hefur út- gáfan staðið undir kostn- aði.“ Patrick Tucker lætur ekki sitja við orðin tóm og flytur hugmyndir sínar eingöngu úr ræðupúlti. Hann ferðast vítt og breitt um hinn en- skumælandi heim og heldur námskeið fyrir leikara og leikstjóra í því hvernig nálg- ast megi verk Shakespeares á einfaldan og áhrifaríkan hátt með flutning á verk- unum í huga en ekki lestur. Sú spurning vaknar óneitan- lega hvernig slík túlkun á leikritum Shakespeares gagnist þeim sem vinna með þau í þýðingum. Svar Patricks Tucker er einfalt: „Hafið Ijósprentun af fólíó- útgáfunni við hliðina á ykk- ur og leitið svara í henni ef eitthvað í þýðingunni orkar tvímælis og þá mun ykkur vel famast. Umfram allt, leitið ekki langt yfír skammt með því að fletta upp i rang- færðum útgáfum seinni tíma bókabéusa." Morgunblaðið/Börkur Patrick Tucker með ljósprentað eintak af fyrstu fólíóútgáfu verka Williams Shakespeares.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.