Morgunblaðið - 16.03.1990, Side 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1990
GLASAFRJÓVGUN hefur á sl. áratug verið að þróast
og náð útbreiðslu sem lækning við ófrjósemi. Þessi
aðferð er ein meðal nokkurra svokallaðra
„tæknigetnaða", en þeir eiga það allir sammerkt að
samræði kynjanna er með öllu ónauðsynleg forsenda
fyrir getnaði og þungun. íslendingum hefur gefist kostur
á slíkri meðferð um nokkurt skeið. Þannig hefur
tæknisæðing (eða tæknifrjóvgun) verið stunduð hér um
árabil og glasafrjóvgun hefur verið sótt til útlanda
síðastliðin tvö ár. Nú stendur til að flytja þessa meðferð
hingað heim. Það er ætlunin með þessari grein að iýsa
f örstuttu máli ófrjósemi, það er helstu tegundum
hennar og viðeigandi lækningu, bæði hefðbundinni og
hinum nýja sið tækninnar. Þá verður bent á að
tæknigetnað má nota í þeim tilgangi að koma íveg fyrir
arfgenga sjúkdóma og raunar er f sjónmáli, vegna
framfara íerfðagreiningu, að útrýma vissum banvænum
sjúkdómum úr íslenskum ættum. Enda þótt hér verði
dvalið við hinar jákvæðu hliðar þessa máls, er ekki
ætlunin að draga fjöður yfir ýmis álitaefni, sem upp
koma við tilurð tæknigetnaða. Æskilegt er að þau mál
verði kynnt og rædd opinberlega, en það mundi sprengja
ramma þessara stuttu blaðagreinar að fara nánar út f
þá sálma hér.
arnleysi merkir, að
hjónum verður ekki
auðið barns þrátt fyr-
ir ásetning og er þá
miðað við eitt til tvö
ár. Þetta er nánar til-
tekið óviljandi þarn-
leysi, til aðgreiningar frá hinu, sem
er viljandi og hefur verið tíska nú
um sinn, langt fram eftir frjósemis-
skeiði fólks.
Óviljandi barnleysi stafar oftast
af ófrjósemi, en sjaldnar er það
vegna endurtekinna fósturláta, ut-
anlegsfóstra eða andvana fæð-
inga. Að meðtöldum arfgengum
sjúkdómum og meðfæddum göll-
um er ófrjósemi í víðasta skilningi
allt það sem á einhvern hátt dreg-
ur úr hæfni mannsins til þess að
flytja heilþrigt líf frá einni kynslóð
til annarrar.
Ófrjósemin verður mörgum
áfall, meira en ýmsir gera sér Ijóst,
sem vanir eru að hafa áhyggjur
af hinu gagnstæða. Eitt er það,
að áfallið kemur á ungum aldri,
þegar yfirleitt ríkir bjartsýni á
framtíðina. Sumum veitist erfitt að
tjá sig um þessi mál, samlíf getur
truflast og sambúðir rofnað. Það
kemur því í hugann, sem spakir
menn hafa forðum sagt, að börn
eru þarfari foreldrum, heldur en
foreldrar börnum.
Vandi ófrjósemi í samfélaginu
miklast af þvi hversu algeng hún
er, svo algeng að nálgast faraldur.
Ætla má að um tíunda hvert par
sé ófrjósamt um lengri eða
skemmri tíma.
Það hefur allar götur verið hljótt
um þessi mál, enda hafa þolendur
trauðla þorið þau á torg. Þá er að
verða breyting á, sumpart vegna
nýstárlegra aðferða til að leysa
vandann, en einnig vegna vaxandi
Nýjo línan frá
MATIN BLEU
mynduó á Islandi
Skúli Björnsson, eigandi Sport-
þjónustunnar, var einn af fyrstu við-
skiptavinum Matin bleu. „Hann
trúði á það sem við vorum að gera
og við höfum átt mjög gott sam-
starf við hann síðustu fimm ár. Svo
langaði okkur líka til að kynnast
þessu landi, sem okkur finnst eftir
daginn í dag vera alveg stórkostlegt
og mjög heillandi." Hin taka undir
það, enda ekki hægt að segja ann-
að en þau hafi verið ótrúlega hepp-
in með veður, miðað við veðurfarið
almennt undanfarnar vikur, því það
var bæði logn og heiðskírt daginn
sem þau komu. „Tilgangur ferðar-
innar er ekki aðeins sá að taka
myndirnar því okkur langar líka til
að kynna löndin þar sem þær eru
teknar með því að skrifa um þau í
bæklinginn."
Þó ekki séu nema fimm ár síðan
Marion Muslin byrjaði að hanna
fatnað undir merkinu Matin bleu
er hún langt frá því að vera ný í
faginu. Hún segist alltaf hafa verið
dugleg að sauma og hanna fatnað
fyrir sig og 18 ára gömul opnaði
hún sína fyrstu tískuvöruverslun í
París ásamt eiginmanni sínum. I
fyrstu seldi hún aðeins fatnað frá
öðrum, en þar sem hún var alltaf
að sauma og hanna hvatti eigin-
maðurinn hana til að setja eitthvað
af því þeim fötum sem hún gerði
sjálf í búðina. Viðbrögð viðskipta-
vinanna voru það góð að brátt fór
hún að selja eingöngu eigin fatnað
og var það upphafið að fyrirtæki
þeirra, sem var stofnað fyrir 20
árum og nú framleiðir fatnað undir
merkinuMatin bleu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Pierre Jean Rey, Nicole Jamet og
Marion Muslin.
„Fyrstu árin vorum við aðeins
með tískufatnað fyrir konur, en tók-
um svo að okkur að hanna barna-
fatnað fyrir Marita og Francois Gir-
baut (þau framleiða tískufatnað
undir merkinu Closed; innskot blm.)
og síðar einnig hátískufatnað. Við
vorum því búin að vera í þessu í
fimmtán ár áður en við byrjuðum
með Matin bleu,“ segir Marion og
útskýrir hvers vegna þau hafi breytt
um stefnu og stíl.
„Okkur langði til að hanna sport-
fatnað sem væri öðruvísi en það
sem fyrir var á markaðnum. Við vild-
um tengja hannmeiratískunni, sem
var kannski eðlilegt þar sem við
höfðum aðallega fengist við að
hanna tískufatnað, en hafa hann
um leið þægilegan."
Ég spyr Marion hverju hún þakki
helst hversu vel þeim hefur tekist
að selja þennan fatnað. „Ég held
það sé margt sem vinnur saman
eins og stíll og litasamsetning. Það
er líka frumlegt að móta nýja línu
fyrir hverja árstíð þegar um íþrótta-
fatnað er ræða og það er líka ný-
breytni að hanna iþróttafatnað sem
er um leið tískufatnaður.
Það hefur líka haft sitt að segja
að formlegur klæðnaður er ekki
lengur eins mikið notaður, ekki einu
sinni á vinnustöðum eins og skrif-
stofum. Fólk klæðir sig nú orðið í
mun einfaldari og þægilegri fatnað,
jafnt heima hjá sér sem annars
staðar. Lífsstíll fólks hefur því
breyst og var að byrja að breytast
um svipað leyti og Matin bleu kom
á markaðinn. Ég held að það sé
skýringin á velgengninni."
MEO