Morgunblaðið - 16.03.1990, Síða 8
8s B
MPKGUN'BLAUID KÖSTl^DAGyK 1,6.,MAfiZ.^p.O,
DÆMISAGA ÚR DAGLEGA LÍFINU
HANN hefur haft af mannlegum erfiðleikum að segja allt frá árinu
1963. Fyrstu kynni hans af „réttlætinu" í heiminum urðu um það leyti
sem foreldrar hans létust, bæði á sama ári. Á sömu dögum og faðir
hans var jarðsunginn, gerði hreppsnefnd staðarins sér lítiðfyrir, með
fulltingi sýsluanns og tók hús gamla fólksins eignarnámi, án þess
að bú hefði verið skrifað upp, eða nein slík aðgerð farið fram. Það
tók hann nokkur ár að ná húsinu aftur úr höndum þessra dáindis-
manna. Faðir hans hafði verið orðinn heilsulítill síðustu árin og hafði
fengið smávægilegan styrk úr sveitarsjóði til að gera við einn vegg
hússins. Þessi styrkur var óafturkræfur, en eftir lát eigendanna töldu
hinir vösku hreppsnefndarmenn að sveitarfélagið ætti rétt á að fá
þennan vegg aftur, ásamt með húsinu sem hann tilheyrði. Þessi styrk-
ur mun hafa verið nærri tvennum mánaðarlaunum verkamanns.
Fór að lesa lög
Þessir atburðir urðu til þess að
hann fór í tómstunum að kynna
sér lög sem fjalla um réttarstöðu
þeirra sem minna mega sín í þessu
landi. Hann vildi vita hvað væri að
gerast með þjóðinni. Síðan hafa
skipst á skin og skúrir í lífi hans,
en hann telur að erfiðleikarnir sem
nú eru að enda með gjaldþroti,
hafi byrjað árið 1985. Þá varð hann
fyrir tvennum áföllum. í fyrsta lagi
seldi hann hús norður í landi og
var sveitarfélagið kaupandi. Ein-
hverra hluta vegna komst sveita-
stjórinn aldrei til þess að ganga
formlega frá eigendaskiptum, yfir-
taka skuldir o.þ.h. Þetta voru lán
hjá Húsnæðisstofnun o.fl. Þetta
hafði þær afleiðingar að hann fékk
ekki lánafyrirgreiðslu hjá þeirri
stofnun vegna kaupa á íþúð í Kópa-
vogi. Þá hugðist hann selja bíl sem
hann átti og bjarga sér þannig út
úr vandanum. Þegar hann hins
vegar var á leið til þílasölunnar þar
sem ganga skyldi frá sölunni, þá
var ekið á hann. Bifreið var ekið
yfir Grensásveg á rauðu Ijósi og
rakleitt í hlið hinnar og eyðilagði
hana. Þrátt fyrir að hann væri á
grænu Ijósi, en hinn á rauðu, var
hann dæmdur í algjörum órétti.
Málið veltist í kerfinu
Mál þetta hefur nú verið að velt-
ast í kerfinu allt frá 1985 og niður-
staða er engin. Vitni kom fram,
sem lýsti atburðum á þann veg að
hinn bíllinn hefði verið á rauðu
Ijósi. Ekki var talin ástæða til að
taka mark á því. Núna, föstudaginn
16. febrúar 1990, erfyrst málflutn-
ingur í þessu máli.
Þetta varð til þess að hann tap-
aði íbúðinni í Kópavogi og sat uppi
með ein árslaun í lögræðikostnað
og innheimtulaun. Ofan á það
bætist svo ónýt bifreið, ef ekkert
fæst út úr henni.
Á þessum tíma hafði hann nokk-
uð fengist við að aðstoða fólk sem
í vanda rataði og vissi því að rétt-
lætið er ekki alltaf það afl sem
ferðinni ræður með þjóðinni. Hans
eigin reynsla var aðeins frekari
staðfesting á því. Hann fullyrðir
að réttlætið sé heldur fáséð fyrir-
bæri í íslensku réttarfari. Honum
finnst að mál sem snerta lifandi
fólk séu afgreidd fyrir dómi á líkan
hátt og um dauða hluti sé að ræða
og að meiri nærgætni ríki í um-
fjöllun um fjármuni en fólk. Hann
telur að dómstólar þessa lands
dæmi frekar eftir rökflækjum en
sannleikanum.
í gegn um árin hefur hann safn-
að að sér ótrúlega miklu af stað-
reyndum úr dómskerfinu og hefur
því úr miklu að moða. Hann bend-
Ósýnilegur tepoki?
Nei, en þó næstum því!
Hárfínir, vart sjáanlegir þræðirnir
í Braga tepokanum eru einstakir
og ólíkir öðrum tepokum. Þeir
hleypa hindrunarlaust í gegn öllu
góða tebragðinu sem venjulegir
tepokar drekka í sig. Með Braga
tei verður tedrykkjan því ósvikin
ánægja.
Braga te fæst í tveimur
ilmandi bragðtegundum, Ceylon
og Earl Grey.
Kaffíbrennsla Akureyrar hf.
ir á að í afgreiðslu mála þeirra sem
lenda í óhöppum í umferðinni, séu
til úrskurðaraðilar sem geri eigur
manna upptækar, utan við lög og
rétt. Þar á hann við lögmenn trygg-
ingafélaganna. Hann hefur undir
höndum bréf frá dómsmálaráðu-
neytinu dags. 7. apríl 1986, sem
staðfestir að þessir aðilar hafi
enga heimild til að kveða upp þá
úrskurði sem þeir láta frá sér fara.
Starfaði í banka
Um tíma starfaði hann í einum
bankanna og kveðst þá hafa orðið
mikið var við fjárhagsvanda hjá
fólki. í bankanum gerði hann mikið
af því að aðstoða fólk við að endur-
skipuleggja skuldastöðu sína. Það
sem hann telur sammerkt með
öllu þessu fólki, er það að hvergi
mætti það skilningi eða velvilja í
öllu kerfinu. Hann fullyrðir að í
bönkum þessa lands sé litið niður
á þá sem ekki geta staðið í skilum,
burtséð frá því hverjar ástæður
liggja þar að baki. Hann bendir á
að nú hafa laun verið óverðtryggð
um langan tíma. Hins vegar eru í
öllum skuldabréfum ákvæði um
það að bankanum sé heimilt að
breyta vöxtum hvenær sem er,
þannig að honum er í sjálfsvald
sett hvenær hann kippir fótum
undan greiðslugetu fólksins. Hann
segir orðrétt:
„í bankakerfinu er ákveðið tekju-
myndunarhugtak, sem mætti kalla
að fólk sé í hæfilegum vanskilum.
Þar á ég við það, að bönkunum
er einstaklega hagstætt að fólk sé
svo sem tveim mánuðum á eftir
með greiðslur sínar. Þá eru bank-
arnir að fá dráttarvexti á allar
greiðslurnar. Að miklu leyti er
gengið út frá þessum formerkjum
í bönkunum, því stór hluti af af-
komugrundvelli þeirra eru van-
skilavextir. Þessum þætti hefur
aldrei verið skilað inn í umræðuna
um vaxtamálin af nógu miklum
þunga. Fólk er beinlínis neglt upp
við vegg, í því skyni að bankarnir
fái þessar tekjur."
í starfi hjá G-samtökunum
Nú hefur þessi maður tekið til
starfa á skrifstofu G-samtakanna,
þar sem hann situr frá morgni til
kvölds og vinnur fyrir vanskilafólk
við að endurskipuleggja fjármál
þess og leita samninga fyrir það.
Þetta gerir hann þrátt fyrir að eng-
in trygging sé fyrir því að hann fái
laun sín greidd. Hvatinn að öllu
þessu segir hann vera margra ára
reynslu af ranglæti þessa þjóð-
félags og löngun til að rétta hag
þeirra sem verða undir í frumskógi
mannlegs samfélags. Þetta starf
er hafið að fullu og verður ekki svo
auðveldlega stöðvað.
Grétar Kristjónsson,
formaður G-samtakanna.
Sumarlitir
f rá Dior
Nýjar snyrtivörurfrá Christian Dior
fyrir sumarið eru nú komnar í versl-
anir. Af nýjungum má nefna vara-
litablýanta sem eru einnig með
penslum og yddara sem fylgir. Lit-
irnir eru átta talsins.
Þá eru einnig komnir nýjir augn-
skuggar, fimm saman í pakkningu
eða tveir saman í öskju. Samsvar-
andi varalitir og naglalökk fylgja
að sjálfsögðu með í sumarlínunum.
Nýtt f rá Babor
Babor International, hefur ný sent
frá sér tvennskonar litalínur fyrir
sumarið og er þær að finna í augn-
skuggum, kinnalitum, naglalökk-
um, varalitum og öðru sem við-
kemur snyrtingunni. Annars vegar
byggja litirnir á fjólurauðum tónum
og hins vegar ferskjulitum.
Náttúrulitir
f rá Boots
Náttúrulitir einkenna nýjustu snyr-
tivöruframleiðsluna frá Boots.
Augnskuggar, kinnalitir, varalita-
gloss og naglalökk í litum jarðar
og og náttúru fyrir sumarið.
Húövörur
f rá Biodroga
Nú hefur verið
bætt við húðsnyrti-
línuna frá
Biodroga. Má þar
nefna hreinsivörur,
sem ekki ganga á
rakabirgðir húðar-
innar. Hréinsilínan
samanstendur af
hreinsimjólk,
hreinsigeli, sápu
og tvenns konar
andlitsvatni.
Þá er einnig komið svokallað
„Contouring gel“ sem er ætlað að
vinna gegn appelsínuhúð, en gelið
er framleitt í svokaðri „Body form-
ing“ línu. Það ber að nota í 14
daga í senn.