Morgunblaðið - 24.03.1990, Page 1

Morgunblaðið - 24.03.1990, Page 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MENNING LISTIR LAUGARDAGUR 24. MARZ 1990 BLAÐ Starfsemi Norrænu listamidstöövarinnar í Sveaborg í Finnlandi Halldór Björn Runólfsson sýning- arsljóri Norrænu listamiðstöðvar- innar í Sveaborg fyrir framan aðal- byggingu mið- stöðvarinnar. Sveaborg séð frá ferjunni sem gengur milli eyjarinnar og mið- borgar Helsinki. Stærra gallerí listamiðstöðvarinnar „Strand- kasernen" er staðsett í byggingunni fremst á myndinni. ► íslenska leikhú- sió er nýstofnaó leikhús sem í næstu viku ætlar aó frum- sýna Hjartatrompet, nýtt verk, eftir ungan íslenskan rithöfund, Kristínu Omarsdótt- ur. Við litum inn á æfingu hjá hópnum í leikhúsi Frú Emilíu í Skeifunni í vikunni og tókum höfundinn og leikkonuna Þórdísi Arnljótsdóttur tali. S/3 ► Við litum einnig inn á æfingu hjá Tríói Reykjavíkur, sem ætlar að leika á tón- leikum í Bústaðar- kirkju annað kvöld á vegum Kammer- músíkklúbbsins, og fengum þau fil að segja okkur hvaða verk verða á efnis- skránni. S/4. ► Þá ræddum við stuttlega við þá Daða Kolbeinsson og Hörð Askelsson, en þeir leika saman barokktónlist á tón- leikum í Hallgríms- kirkju á morgun. S/8. ► Sýningar ís- lensku óperunnar á Carmina Burana og I Pagliacci eru nú í fullum gangi. Hér verður tekinn tali ungi breski söngvar- inn, Simon Keen- lyside, sem vakið hefur athygli óperu- gesta í hlutverki Silvio í síðarnefnda verkinu. S/5. Þeir sem leggja leið sína út í eyjuna Sveaborg við Helsinki að vetrarlagi geta oft ekið þangað eftir sérstaklega merktri vetrarbraut á ísilögð- um flóanum. í vetur heftir þó verið öruggast að taka far með feijunni, sem gengur þangað á hálftíma fresti, enda hefur ísinn á flóanum (Finnskaflóa) verið í þynnsta Iagi, því veður heftir verið milt og hitastigið oft að- eins um frostmark. að var í sérkennilegu og þokukenndu febrúarveðri sem greinarhöfundur lagði leið sína út í Sveaborg. Ferðin tók aðeins um 10 mínútur, en getur tekið lengri tíma þegar feijan þarf að bijótast í gegnum þykka íshellu á leið sinni. Að nálg- ast eyjarnar í þoku gefur um- hverfi þeirra „mystískan" blæ, og ekki síst hinum gömlu byggingum og varnarvirkjum á eyjunni Svea- borg. Norræna listamiðstöðin er stað- sett á Sveaborg sem er ein af 6 eyjum í eyjaklasa við bæjardyr Helsinki. Ætlunin er að kynna starfsemi listamiðstöðvarinnar, og fræðast örlítið um sögu þeirra húsa sem miðstöðin hefur aðsetur í. Halldór Bjöm Runólfsson list- fræðingur hefur starfað sem sýn- ingarstjóri listamiðstöðvarinnar frá sl. hausti, og hefur í vetur fengið nokkuð góða innsýn í starf- semina. Hann tók vel á móti grein- arhöfundi í aðalbyggingunni í listamiðstöðinni og veitti auðfús- lega viðtal, þrátt fyrir mikið annríki á staðnum. Þar sem um- gjörð listamiðstöðvarinnar er hin athyglisverðasta lá beinast við að spyija Halldór fyrst um sögu þeirra húsa sem hýsa starfsemina; Um byggingamar út frá sögulegu gildi sagði Halldór m.a.: „Þessar byggingar sem við emm f og mið- stöðin hefur til afnota vom upp- haflega byggðar þegar Rússar réðu Finnlandi, þ.e.a.s. Svíar misstu ítök hér í Finnlandi 1808 og Rússar náðu yfirráðum, þá höfðu Svíar þegar byggt hérna virki, sem er mjög merkilegt, og þegar Rússar tóku yfir þá héldu þeir áfram að byggja, þannig að byggingarnar sem em hér og við störfum í eru rússneskar að uppr- una, frá 18 öld. Það var nú harm- saga hér að einmitt i þeim bygg- ingum þar sem mesta starfsemin fer fram, bæði hér í aðalbygging- unni, og eins í stóra galleríinu, „Strandkasernen", var fangelsi Björgvin Björgvinsson spjallar við Halldór Björn Runólfsson sýningarstjóra eftir uppreisnina 1918, og þar voru settir inn svokallaðir rauðlið- ar. Hér var reyndar borgarastyij- öld á milli svokallaðra rauðliða og hvítliða, og í þessari byggingu sem við emm í vom 1400-1700 fangar geymdir, og þeir sem ekki dóu úr hungri voru skotnir á flöt- inni hér fyrir framan. Þetta er ákaflega blóðugur og átakanlegur kafii í sögu Finnlands. Þegar Norræna listamiðstöðín fékk þess- ar byggingar þá hafði fínnski herinn verið hérna á eyjunni frá sjálfstæðistökunni, og það var eiginlega herinn sem eftirlét byggingarnar, og listamiðstöðin fékk vilyrði fyrir þessu 1972-73. Þá var ákveðið að hér skyldi Norr- æna listamiðstöðin vera, en 1970 byijaði starfsemin. Þessi bygging hér var ekki full endurgerð fyrr en 1985, þá flutti listamiðstöðin hingað að öllu leyti. Eyjan er sögulegt safn, og hér þarf að endurgera fjöldann allan af hús- um. Væntanlega á listamiðstöðin eftir að dafna hér á Sveaborg mjög vel í framtíðinni.“ Halldór hafði á orði að þessa dagana væri allt á suðupunkti vegna viðamikillar sýningar á norrænni list frá sjöunda áratugn- um, sem listamiðstöðin stæði fyr- ir. Enda vom símalínumar rauð- glóandi í skrifstofu Halldórs, símtöl hingað og þangað og þar á meðal við skrifstofu Listasafns Islands. Þegar síminn þagnaði var haldið rakleitt inn í kaffistofu miðstöðvarinnar, og Halldór fékk loks tækifæri til að útskýra málin í ró og næði. Þótti við hæfí að byija á því að fá nánari útskýring- ar Halldórs á fyrrnefndri sýningu á norrænni list frá sjöunda ára- túgnum: „Það sem er gert hér er að við setjum saman sýningar og tökum < á móti sýningum, og flytjum þær á milli Norðurlandanna, og jafnvel út fyrir Norðurlöndin. Það sem er að gerast í augnablikinu er að við erum að undirbúa stóra sýn- ingu á norrænni list á sjöunda áratugnum, sem nær frá 1960- 1972. Sú sýning byijar í Reykjavík þann 3. marz í Lista- safni íslands, síðan flyst hún á milli Norðurlandanna, og endar hér í Finnlandi. Þetta er mjög viðamikil sýning, og þar verða um Sjá ncestu síöu Hluti af skrifstofuhúsnæði Norrænu listamiðstöðvarinnar í Svea- borg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.