Morgunblaðið - 24.03.1990, Side 5
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARZ 1990
ISLENSKAR BOKMENNTIRIAUGUM SVIA
Á gígbrúninni
Á ÞESSU ári verður haldin bókastefha á ný í Gautaborg,
Bok & Bibliotek ’90, og mun ísland og íslenskar bókmenntir
verða i sviðsljósi.
í félagsblaði Bokklubben Norden (nr. 3,1989) beinir menn-
ingarstjóri sænska útvarpsins, Ulf Örnkloo, sjónum að ís-
landi af þessu tilefni.
T lf Örnkloo hefur oft verið hér
á ferð og gjörþekkir norræn
ar bókmenntir. Hann er kunnur
fyrir óvenjuleg viðhorf og er óhætt
að segja að um hann gusti á
málþingum.
I grein Ömkloos (annarri af
tveimur, hin er um eyjabækur
Einars Kárasonar) sem hann
nefnir Skön litteratur pa vulkan-
ens rand fjállar hann m.a. um
höfunda sem hann kallar braut-
ryðjendur íslensks prósaskáld-
skapar (Thor Vilhjálmsson, Svövu
Jakobsdóttur og Guðberg Bergs-
son) og gefur
verðlaunaskáld-
sögu Thors Vil-
hjálmssonar,
Grámosinn glóir,
þá einkunn að
hún sé „stórbrot-
Um hefðir í
skáldskap skrif-
ar Ömkloo af
minni hrifningu.
Til hefða reikn-
ast hinir tveir
íslensku höfund-
ar sem fengu
Bókmenntaverð-
laun Norður-
landaráðs á und-
an Thor, þeir
Ólafur Jóhann
BJK
NordeN
spá finnur Örnkloo í ljóðinu Fæð-
ingu (úr Tveggja bakka veðri,
1981) eftir Matthías Johannessen
þar sem „vindar gnýja héðan og
handan" og „svört verða sólskin".
Myndlíkingar ljóðsins er
Ömkloo ekki alveg sáttur við. En
það viðhorf sem birtist í Ijóðinu
að tíminn sé leyndardómsfullur
og óviss er líka áberandi í skáld-
skap ungra höfunda, að hans
mati.
Ulf Ömkloo er það að skapi
að finna hjá ungum íslenskum
höfundum kraftmikla viðleitni til
að fjalla ftjáls-
lega um það sem
við blasir, blása
lífi í hina dauðu
og draga fram
hetjur fornsagna
eins og þær séu
sprelllifandi á
meðal okkar. Al-
gyðistrú
blómstrar í þess-
um verkum,
skrifar hann, og
nefnir m. a. Med-
úsuskáldin, einn-
ig Steinunni Sig-
urðardóttur,
Þórarin Eldjám,
Einar Kárason,
a e n —i n 'i i n Einar Má Guð-
SnæfeHsjokuH.maJverkGeorgs mundsgon og
Sigurðsson og ^uðna’ félagsblaðs y. dfe;
& 6 Norræna bokaklubbsins. 6
Snorri Hjartar-
son. Þeir fengu
að sögn Ömkloo verðlaunin fyrir
að líta syfjulega um öxl til nátt-
úmundra og laða fram ljúfa ang-
urværð liðinna hausta.
Það kemur Ömkloo ekki á óvart
að íslendingar skuli frekar horfa
aftur en til óvissrar framtíðar.
Forgengileikinn er hluti af dag-
legu lífí þjóðarinnar og á þá ekki
verðbólgan ein sökina. Ófijótt
tungllandslag og sjóðandi hverir
er meðal þess sem vekur skelfingu
Svíans.
Nútímalegt bergmál frá Völu-
Grímsdóttur.
Hvað sem um
grein Ulfs Örnkloo má segja þá
vekur hún til umhugsunar, meðal
annars um það að íslenskar bók-
menntir séu svo staðbundnar að
í augum útlendinga verði þær
yfírleitt eins konar minjasafn þar
sem fortíðin og sérstaða landsins
valda því að þær eru að mestu
lokaðar öðrum en íslendingum.
Þetta hefur þó sína kosti því að
í algleymi fjölþjóðamenningarinn-
ar getur komið að því að sérkenni
þjóða öðlist nýtt gildi.
J.H.
EGAR Laurence Olivi-
er og Dustin Hoffman
léku saman í kvik-
myndinni „Maraþon-
maður inn“, er sagt
að Dustin hafi eitt sinn komið hörmu-
lega útlits inn í búningsherbergið þar
sem Laurence var fyrir. Laurence
spurði þá Dustin hvað væri að, en
Dustin vildi ekkert úr því gera; sagði
að þetta væri venjulegur undirbún-
ingur fyrir atriði eins og það sem
átti að taka upp seinna um daginn:
Ef hann ætti að líta illa út í ein-
hverju atriði héldi hann sér vakandi
sólarhringum saman og æti lítið, svo
hann liti verr (betur) út. Þá á Laur-
ence Olivier að hafa sagt:„Hvers
vegna leikurðu þetta ekki bara?“
Amerískur og breskur leikstíll
Önnur fræg saga er til í tengslum
við ólíkan leikstíl bandarískra og bre-
skra leikara. Þegar John Gielgud xig
Marlon Brando léku saman í kvikmynd-
inni „Júlíus Sesar“ (Shakespeare), var
John fenginn til akð leiðbeina Marlon í
sambandi við framsögn. En þá vildi svo
til að nemandinn varð kennaranum
fremri og getur hver sem er fengið stað-
festingu á því með að skoða kvikmynd-
ina.
Aðalmunurinn á bandarískum og
breskum leikstíl er sá, að Bretarnir
byggja á aldagamalli Shakespeare-hefð
í flutningi á texta og nálgast gjarnan
hlutverk sín utan frá. Bandarískir leik-
arar eru hinsvegar þjálfaðir í rússnesk-
um raunsæisaðferðum Stanislavskíj frá
aldamótum. Sú þjálfun hentar vel fyrir
kvikmyndaleik, þar sem lögð er meiri
áhersla á að túlka tilfínningar innan
frá. Einn fyrsti bandaríski kvikmynda-
leikarinn í þessari hefð var James
Dean, en innan bresku hefðarinnar er
Laurence Olivier hvað dáðastur.
Hoffman eða Olivier
Nú gefst þeim sem leggja leið sína
um New York, tækifæri til að bera sam-
an túlkun Dustin Hoffmans á „Kaup-
manninum í Feneyjum" og meðferð
Laurence Oliviers á sama hlutverki, eins
og það hefur varðveist í kvikmyndaútg-
áfunni að verkinu. Dustin Ieikur undir
leikstjórn Peters Halls, fyrrverandi þjóð-
leikhússtjóra Breta, en hann tók við því
embætti af Laurence Olivier. Hall rekur
nú sitt eigið farandleikhús sem er gert
út frá London, en hann ferðast með
sýningar sínar víða um heim. Þetta fyr-
irtæki tók til starfa fyrir tveimur árum.
Þá var breska leikkonan Vanessa
Redgrave fengin til að leika aðalhlut-
verkið í bandaríska verkinu „Orpheus
Descending," eftir Tennessee Williams.
Sú uppfærsla tókst afar illa, listrænt
séð, en var blásin upp með auglýsinga-
skrumi beggja vegna Atlantsála, svo
væntanlega hefur Peter Hall efnast vel
á fyrirtækinu.
KAUPMAÐURINN í FENEYJUM
DUSTIN HOFFMAN EÐA
LAURENCE OLIVIER
Dustin Hoflman í hlutverki Sæ-
lokks.
Áður en hægt er að gera sanngjarn-
an samanburð á leikafrekum Dustins
Hoffmansog Laurence Oliviers í „Kaup-
manninum í Feneyjum", verður að taka
í reikninginn, hvar verið er að sýna
verkið núna, fyrir hvetja og af hvetjum.
New York-borg er sem sagt að stórum
hluta til gyðingaborg og þetta verk
Shakespeares er frægt fyrir að sýna
gyðingum hina mestu fyrirlitningu.
Dustin Hoffman er sjálfur gyðingur, svo
honum er vandi á höndum að styggja
ekki bræður sína. Laurence Olivier var
ekki bundinn af neinum slíkum fjötrum,
svo hann gat farið milliliðalaust í verk
Shakespeares og gefíð okkur karakter-
lýsingu sem er miklu fyllri mynd af
persónunni en Dustin kýs að gera.
„Kaupmaðurinn I Fenejrjum“
Kaupmaðurinn í Feneyjum er fremur
litlaus persóna í „Kaupmanninum í Fen-
eyjum“, en svo vel tekst til í sýningu
Peters Halls, að sá sem leikur hann —
lítt þekktur leikari, Leigh Lawson að
nafni — er einhver besti leikari sem ég
hef lengi kynnst, bæði hvað varðar
raddbeitingu, textameðferð og leik al-
mennt. Þá spyr væntanlega sá sem
ekki þekkir „Kaupmanninn í Feneyj-
um“: Hvað leikur þá stórstjaman Dust-
in Hoffman, fyrst hann leikur ekki aðal-
hlutverkið, sjálfan kaupmanninn í Fe-
neyjum?
Jú, hann leikur Sælokk, okrarann,
sem er frægasta hlutverkið í verkinu.
Sælokk er ekki kaupmaður, heldur rek-
ur hann einkabanka og hefur sitt lifí-
brauð af því að lána peninga gegn vöxt-
um.
Annað þakklátt hlutverk í leikritinu
er Portsía sem dulbýr sig í karlmanns-
Leigh Lawson sem Antonio, kaup-
maðurinn í Feneyjum.
Portia er leikin af Geraldine
James.
föt og ræðst gegn Sælokk og grimmd
hans, undir handatjaðri laganna. Ég
hef aldrei séð þetta hlutverk leikið á
sannfærandi hátt. í New York var það
síðast óskarsverðlaunahafínn Sigourney
Weaver sem spreytti sig á Portsíu og
féll á prófínu. Ef til vill ekki síst vegna
þess að eiginmaður hennar leikstýrði
verkinu. I útfærslu Peters Halls er það
Geraldine James sem fer með hlutverk-
ið og Pétur virðist hafa skipað henrii
að tala eins hratt og hún lifandi gæti,
líklega til að ýta undir greindarvísitölu
persónunnar, en það er að sjálfsögðu
vélrænn hnykkur sem illa gengur upp.
íslenskir sjónvarpsáhorfendur kannast
líklega helst við Geraldine úr þáttun-
um„The Jewel in the Crown", og hún
lék einnig í kvikmyndinni „Ghandi".
Hráki eða Shakespeare
Gallinn á túlkun Dustins Hoffmanns
í hlutverki Sælokks er sá, að hann þor-
ir ekki að leika persónuna eins og hún
er skrifuð — líklega vegna þess að hann
vill betrumbæta Shakespeare, gera
hann minna fordómafullan gagnvart
gyðingum. En var Shakespeare þá for-
dómafullur gagnvart gyðingum? Það er
auðvitað ekki gott að segja, því enginn
leikritahöfundur hefur skilið eftir sig
jafn fá spor um einkalífsitt og Shak-
espeare. Hitt tel ég víst, að ekki skuli
lesa fordóma gagnvart gyðingum úr
verkinu, heldur beri að skoða Sælokk
sem afmarkaða persónu sem ekki megi
alhæfa útfrá um heilan ættstofn mann-
kyns.
Laurence Olivier hafði hugrekki til
að fylgja Shakespeare eftir og gefa
okkur fulla mynd af hatri, grimmd,
miskunnarleysi og blóðþorsta Sælokks.
Dustin Hoffman sýnir hinsvegar fyrst
og fremst eina hlið á persónunni: Hinn
þrautpínda gyðing sem allir eru vondir
við, hrækja á, og svo framvegis. Það
verður reyndar að telja Peter Hall til
hróss að hrákaatriðin í verkinu gera sig
vel. Kaupmaðurinn í Feneyjum er tvisv-
ar látinn hrækja á Sælokk og Dustin
Hoffman gefur sér góðan tíma til að
þurrka spýjuna framan úr sér með vasa-
klút. Þetta er óvenjulegt að sjá í leik-
húsi og að sjálfsögðu nokkuð sem
Shakespeare hefði aldrei dottið í hug
að setja á svið, því hann var smekkmað-
ur mikill þegar sviðið var annars vegar.
I verkinu minnist hann einungis á að
hrákaatriði hafí borið við, en það hefur
átt sér stað áður en leikritið hefst og
hefði síðan getað gerst eftir að leikrit-
inu lauk, ef það hefði farið á annan veg.
Þrátt fyrir áhrifarík hrákaatriði í
sýningu Peters Halls og þrátt fyrir
snerpu Dustins Hoffmans í nokkrum
atriðum verksins, er. sýningin í heild
fremur rislítil. Og enn sem áður verður
allur samanburður við leik Laurence
Oliviers aðeins til að rýra skerf þess sem
keppir við hann. Og þó Lárus hafí verið
sagður enn sterkari á sviði en í kvik-
myndum er þó nægur kraftur í kvik-
myndaleik hans, ekki síst er hann túlk-
ar persónur Shakespeares, til að gera
aðra leikara að smápeðum er þeir stíga
í þessi sömu hlutverk. Þegar öldin er
öll, eftir ellefu ár, kemur væntanlega í
ljós að Laurence Olivier verður talinn
Ieikari aldarinnar.
Blessuð sé minning hans.
Árni Blandon
KAMMERMUSIKKLUBBURINN
Tríó Reykjavíkur leikur
Haydny Ravel og Brahms
KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN heldur fjórðu tónleika sína á þessu starfs-
ári, í Bústaðakirkju, annað kvöld, sunnudaginn 25. mars. Tónleikarnir
hefjast klukkan 20.30 og að þessu sinni er það Tríó Reykjavíkur sem leik-
ur verk eftir Haydn, Ravel og Brahms. Tríó Reykjavíkur skipa þau Hall-
dór Haraldsson, píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir, fiðluieikari, og Gunn-
ar Kvaran, knéfiðluleikari. Auk þeirra mun Petri Sakari, stjórnandi Sin-
fóníuhljómsveitar Islands, leika á fiðlu og Helga Þórarinsdóttir á lágfiðlu
í verki Brahmsj kvintett fyrir pianó, tvær fíðlur, lágfíðlu og knéfiðlu í f-
moll, opus 34. Eg leit inn á æfingu fyrir tónleikana, til að forvitnast nán-
ar um cfnisskrána — hljóðfærafeikararnir fimm voru æði uppteknir við
að samræma túlkunarhugmyndir sínar um kvintett Brahms en samþykktu
að taka örstutt hlé til að upplýsa mig nánar um verkin og höfundana:
Fyrsta verkið á tónleikunum,
Tríó fyrir píanó, fíðlu og
knéfíðlu í G-dúr, Hob. XV :
25, samdi Haydn um 1790,
þegar hann var í Vín. Þetta
er eitt af vinsælustu tríóum hans —
hugsanlega vegna síðasta hlutans sem
er dans í sígaunastíl.
Haydn hefur verið kallaður „faðir
sinfóníunnar", vegna þess að eftir
hann liggja fleiri tónsmíðar en flest
önnur tónskáld og hann er mikilvæg-
astur þeirra sem komu á eftir Beethov-
en og Mozart. Sinfóníur Haydns eru
105 talsins.
Haydn er í gífurlega miklu endur-
mati í dag. Menn eru að vakna upp
við það hversu vel hann skrifaði. Hug-
myndimar í verkum hans koma ekki
fyrir aftur og aftur — verða aldrei að
klisjum. Haydn hefur fallið dálítið í
skuggann af Beethoven og Mozart,
því þeir voru svo stórir. Nú á dögum,
þegar menn eru farnir að leika meir
og meir hin stóru verk klassísku meist-
aranna, hafa þeir farið að leita lengra
en til þeirra Beethovens og Mozarts
og þá er Haydn ekki langt undan. En
hann samdi miklu fleiri verk en sin-
fóníumar. Hann samdi mikið af kamm-
ertónlist, meðal annars yfir 30
strengjakvartetta og tvo stórkostlega
sellókonserta, auk allrar kirkjutónlist-
arinnar. Það má skjóta því inn hér til
gamans, að síðastliðinn fimmtudag
flutti Sinfóníuhljómsveit íslands selló-
konsert hans í C-dúr.
Haydn var um sextugt þegar hann
samdi tríóið sem við leikum annað-
kvöld. Á þeim tíma hafði hann verið
í þjónustu Esterházy greifa í um þtjá
áratugi. Þar hafði hann heila hljóm-
sveit og söngvara til að gera tilraunir
með verk sín. Hann lifði því ekki við
sult og seym eins og til dæmis Moz-
art. Hann var mjög virtur, og sérstak-
lega af vinnuveitanda sínum.“
Seinna verkið fyrir hlé hjá ykkur
er Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfíðlu í
a-moll.
„Já — þetta tríó er algert meistara-
verk,“ segir Gunnar, „ég held að þetta
sé mesta snilldarverk Ravels, því það
er svo jafnt út í gegn. Það eru engir
veikir kaflar í því. En jafnframt er
þetta mjög erfitt verk.
Ravel var Baski, en fékk sína
menntun í París og starfaði mest þar.
Hann er kannski fyrst og fremst þekkt-
ur sem virtuos í útsetningu fyrir hljóm-
sveitir. Hann samdi ekki mörg verk í
hveijum flokki, til dæmis aðeins einn
strokkvartett og einn píanókvartett —
en öll verk hans eru óvenjulega vönduð
og öll fræg. Bolero er líklega þeirra
frægast og sagan segir að hann hafí
grætt svo mikið á því lagi, að hann
hefði getað framfleytt sér á því alla
ævi.“
Síðasta verkið, kvintettinn eftir
Brahms, á sér nokkuð sérkennilega
sögu.
„Já. Brahms bytjaði með þetta verk
sem strengjakvintett fyrir tvö selló,
breytti því síðan í kvintett fyrir tvö
píanó. Enn var hann ekki ánægður og
skrifaði þriðju gerðina, fyrir fjögur
strengjahljóðfæri og eitt píanó — og
það er sá kvintett sem við leikum ann-
aðkvöld.“
Hópurinn virtist sammála um að
þessi kvintett Brahms væri einhver
stórkostlegasti kvintett sem saminn
hefur verið, „og það er óhætt að segja
að hann haldi manni við efnið á meðan
maður er að leika hann,“ segja þau.
Brahms var hárómantískt tónskáld,
fæddur í Hamborg, þar sem hann hóf
tónlistarferil sinn með því að leika á
kaffihúsum, flutti seinna til Vínar og
starfaði þar.
Petri Sakari er okkur líklega kunn-
ugri sem aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands en sem fíðluleikari. Þó
hefur hann tvisvar áður komið fram
með fiðluna á tónleikum hérlendis. Það
var síðastliðið sumar, í fyrra skiptið
með Tríói Reykjavíkur í Bústaðakirkju
og í seinna skiptið á Ilundadögum með
í BÚSTAÐAKIRKJU,
ANNAÐKVÖLD
fínnsku tríói, sem hann hefur leikið
með í nokkur ár. Hann starfar enn
með þessu tríói, sem hefur aðsetur í
Kauniainen í Finnlandi. Þegar ég spyr
hann um þetta tvöfalda hlutverk í tón-
listinni, svarar hann:
„Ég held að það sé hvetjum stjórn-
anda nauðsynlegt að hafa Iíkamlega
snertingu við tónlistina. Þar fyrir utan
er ég fiðluleikari og það er alltaf mik-
il synd að hætta að leika á hljóðfæri
sem maður hefur lært á árum saman.
Ef maður vill viðhalda leikni sinni, er
kammertónlist besta leiðin til þess.
Mér er ekkert minna annt um fiðluna
en áður, þótt hljómsveitarstjórnin hafí
verið meira í fókus hjá mér síðastliðin
tíu ár og ætli að verða það áfram.
Mér finnst gaman að leika þetta
vark núna með Tríói Reykjavíkur,
vegna þess að ég spila 2. fiðlu — en
1. fiðla er leiðandi fyrir strengina. Það
gefur mér svigrúm til að njóta þess
að leika verkið og hlusta á það; velta
fyrir mér byggingu þess. Guðný hefur
líka leikið þetta verk áður og þekkir
það mjög vel, þannig að ég þarf engar
áhyggjur að hafa.
í rauninni hafa allir hér, nema við
Gunnar, leikið þetta verk áður, sem
er kostur, því það er mjög erfítt. Þó
ekki eins erfitt og klarinettukonsert
Brahms. En leiðandi hljóðfærið í píanó-
kvintettinum er auðvitað píanóið og
er geysilega sterkt og ég nýt þess virki-
lega að taka þátt í þessum flutningi."
. ssv
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARZ 1990
B 5
____SIMON KEENLYSIDE, BARITONSÖNGVARI:
Láttu aldrei hanka
þig í hlutverki
einfalds elskhuga
Hjá íslensku óperunni standa nú yfír sýningar á Carmina Burana og Pagliacci; ólíkum
verkum eftir þá Carl Orff og Leoncavallo. Á meðan Carmina Burana er kórverk, er Pagl-
iacci hefðbundið óperuverk, þar sem hreyfiaflið er ástin og þá er stutt í átök sem stafa
af afbrýðisemi. Ég hafði beðið þessarar sýningar með mikilli efltirvæntingu, vegna þess
að Pagliacci er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þótt óperan byggi á grundvallarþema flestra
ópera - ástinni - er hún þó ólík þeim, að mörgu leyti; hún fjallar um leiksýningu inni í
lciksýningunni - trúðaleikhúsi, sem treður upp með farsa um afbrýðisaman eiginmann,
Pagliaccio, sem stendur konu sína að framhjáhaldi. Leikhússtjórinn Canio, leikur Pagliac-
cio, og á þeim tíma sem óperan gerist, stendur Canio sjálfúr konu sína, Neddu, að fram-
hjáhaldi með ungum bónda. Canio gerir ekki lengur greinarmun á leikritinu og eigin lífi
- og það hefúr hörmulegar afleiðingar. Operan er einnig frábrugðin öðrum hetjulegum
dramatískum sögum óperunnar í því að söguhetjan, Canio, er andhetja; aumkunarverður
hlunkur sem er farinn að reskjast og alls ekkert illmenni - í óperunni takast því ekki á
hið góða og illa. í lokasöng fyrsta þáttar, Vesti la Guibba, harmar hann örlög sín að þurfa
að skemmta sýningargestunum og bæla sorg sína á meðan; þessi mikli karl, sem á farand-
leikhús og allt hvað eina, afhjúpar smæð sína.
En hver er svo elskhugi frúarinnar.
Jú, það er Silvio nokkur, ungur
bóndi, eins og fyrr segir. Hann
verður ástfanginn af Neddu og
þau ráðgera flótta hennar frá
Canio, en áður en til hans kemur, tekur Canio
ráðin í sínar hendur. Hlutverk Canios er baritón-
hlutverk og fram til þessa hefur það verið Sim-
on Keenlyside, sem hefur sungið það.
Að öðrum söngvurum ólöstuðum, var óhjá-
kvæmilegt að heillast af söng Simons í þessu
litla hlutverki og held ég að þeir sem hafi hlýtt
á hann, sé samdóma um að þar fari söngvari
sem á eftir að láta mikið að sér kveða. Þegar
ég bað hann um viðtal, tók hann því ljúf-
mannlega, en sagði jafnframt að þetta væri
síðasta helgin sem hann syngi þetta hlutverk
hér. „Ég harma það mjög rnikið," bætti hann
við. „því ég hef virkilega notið þess áð vinna
hjá Islensku óperunni og dvelja á íslandi."
Simon er í vetur ráðinn hjá Skosku óperunni
og nú um helgina er hann að syngja í Cosi fan
tutte í Glasgow.
Simon fæddist í London og hóf tónlistarferil
sinn barnungur í kór. Árið 1986 vann hann
bæði Britten/Pears- og Richard Tauber-sam-
keppnina og árið 1987 alþjóðlega ljóðasam-
keppni Walter Grúner sem gerði honum kleift
að nema og vinna í Þýskalandi hjá Elizabeth
Schwarzkopf og í London hjá Geoffrey Par-
sons. Óperuferil sinn hóf Simon í óperunni í
Hamborg haustið 1987 þar sem frumraun hans
var hlutverk Almavíra greifa í Brúðkaupi Fígar-
ós. Af öðrum hlutverkum Simons má nefna
Marcello í La Bohéme, Danilo í Kátu ekkjunni,
Guglielmo í Cosi fan tutte, hjá Skosku óper-
unni, Dr. Falke í Leðurblökunni, hjá Þjóðaróper-
unni í Wales, og áður en hann kom til íslands
söng hann hlutverk Silvios í Pagliacci hjá
Covent Garden. Framundan er mikið annríki
hjá honum. Eins og fyrr segir er hann nú að
syngja í Cosi fan tutte, síðan tekur við hlut-
verk rakarans í Rakaranum í Sevilla hjá Skosku
óperunni og hlutverk Juans í Don Kíkóta hjá
Covent Garden í London. Ég spyr Simon hvern-
ig svo önnum köfnum manni hafi dottið í hug
að fara til íslands.
„Þetta boð kom á mjög heppilegum tíma
fyrir mig. Ég hef verið að æfa næsta hlutverk
mitt hjá Skosku óperunni og var ekki bundinn
í sýningum þar. Þegar umboðsmaðurinn minn
spurði hvort ég vildi fara til Islands, sagði ég
strax já takk, vegna þess að ég sá að ég gat
alveg eins æft hlutverkið á íslandi, eins og í
Englandi.
Eg þekkti ísland eiginlega ekki neitt, og leit
á þetta sem hvert annað ævintýri," segir Sim-
on, situr svo lengi hugsi og bætir við: „og nú
er ég búinn að fá Íslandsbakteríuna."
Þýðir það að þú ætlir að koma aftur?
„Já, aftur og aftur. Og ég vona að ég eigi
eftír að syngja aftur með Islensku óperunni."
Hvers vegna?
„Þetta hefur verið einstakur tími fyrir mig
- bara að sjá af hvaða krafti er hægt að reka
óperu - án þess að hún sé ríkisrekin. Ég skil
það ekki alveg. Það hefur verið mér mikil lexía
að kynnast Garðari, því það sem hann er að
gera, er í óperuheiminum talið ómögulegt. Það
á ekki að vera hægt að byggja upp óperu, reka
hana og halda röddinni. Það hefur líka verið
óskaplega gaman að vinna með honum við
þessa sýningu - hann er góður söngvari og
listamaður . . .“
Áður en ég kom hingað, söng ég þetta sama
hlutverk í Covent Garden og í hlutverki Caniós
Simon Keenlyside í hlutverki Silvios hjá
Islensku óperunni.
var Vladimir Atlantov, feikilega góður og fræg-
ur söngvari, sem var gaman að vinna með. En
þegar menn eru komnir á það stig að syngja
þessi stóru hlutverk, veltir maður því lítið fyrir
sér hver er betri en hver. Það sem vekur mest-
an áhuga manns, er á hvern hátt þeir túlka
hlutverkið ólíkt. Og Garðar kann að höfða til
samúðar og tilfinninga áhorfenda, í stað þess
að vera að gera Canio að ímynd karlmennsk-
unnar.“
En hvað með sjálfan þig? Nú hófst þú þinn
tónlistarferil í kór, strax í barnæsku. Ætlaðir
þú alltaf að verða söngvari?
„Nei, það er nú öðru nær. Þegar ég var sjö
ára var ég sendur í kórskóla fyrir drengi - það
var heimavistarskóli, St. John s College í Cam-
bridge. Fyrir utan almennt námsefni grunn-
skóla, fóru fimm dagar í tónlistarnám og þá
ýmist í hljóðfæraleik, kóræfíngar, söngtíma,
tónfræði, hljóðfræði og tónlistarsögu. Og í þess-
um skóla var ég til fjórtán ára aldurs, eða
þangað til ég missti röddina af eðlilegum ástæð-
um. Þá fór ég í venjulegan grunnskóla og fór
loksins að lifa eðlilegu lífi.“
Hvernig fannst þér að þurfa að hætta í þess-
um skóla?
„Mér fannst það ágætt, að mörgu leyti og
næstu árin saknaði ég hans lítið, því ég var
svo upptekinn af því að lifa venjulegu lífí; gera
það sem aðrir strákar gera, til dæmis að vera
í fótbolta. En að öðru leyti var það erfitt, því
þessi skólakór var enginn venjulegur kór. Við
ferðuðumst um allan heim, héldum tónleika og
hljóðrituðum mjög margar plötur. Ég sneri mér
alfarið að öðrum áhugamálum og gleymdi
söngnum. Ég hef yfirgengilegan áhuga á dýrum
og þegar að háskólanámi kom, fór ég í dýra-
fræði og hef nú háskólagráðu í því fagi.
Það er ekki síst fuglalífið hér, sem hefur
gert dvöl mína á íslandi ánægjulega. Ég hef
notað tímann milli sýninga mjög vel til að ferð-
ast um og skoða náttúruna og þótt það sé
vetur, er hún alveg stórkostleg."
Þér hefur ekki dottið í hug að fara út í söng-
inn, þegar þú valdir þér framtíðarstarf?
„Nei, þegar ég fór að hugsa um framtíðar-
starfið, upp úr sextán ára aldri, vissi ég ekki
hvort ég gæti sungið - og velti því reyndar
lítið fyrir mér næstu árin, enda hafði ég enn
enga rödd þegar ég hóf háskólanámið. Ég er
það sem kalla má „seinn til“, þar sem röddin
er annars vegar. En svo eftir háskólanámið,
fór ég að velta því fyrir mér, hvað ég ætlaði
að gera og komst að því að kennsla ætti engan
veginn við mig - því kennsla er ekki bara
vinna, hún er ábyrgð. Ég var ekki tilbúinn að
axla þá tegund ábyrgðar. Annars er lífið ein
endalaus röð af tilviljunum. Einu sinni hélt ég
að ég yrði söngvari, en fór svo í dýrafræði og
hélt ég myndi vinna við það, en fór þess í stað
að syngja. Svo í vetur hélt ég að ég væri að
fara til ísrael að syngja og var byijaður að
undirbúa mig fyrir það, þegar svar kom frá
Skosku óperunni um að ég gæti ekki farið
þangað, því það stangaðist á við sýningaskipu-
lagið hjá þeim og svo er ég allt í einu kominn
til íslands. Starf söngvarans er skrýtið; einn
dag er maður í Þýskalandi, þann næsta í Ástr-
alíu, svo Skotlandi, Englandi, íslandi."
Ertu fastráðinn hjá Skosku óperunni?
„Nei, en ég var búinn að ráða mig í verk-
efni sem stangaðist tímalega á við verkefnið í
Israel. Það vandamál var hinsvegar ekki fyrir
hendi, þegar mér bauðst að fara til íslands."
Simon verður mjög hugsi og segir svo: „Það
þýðir ekkert fyrir óperusöngvara að vera á
föstum samningi, þá týnist hann. Annað sem
er slæmt fyrir söngvara er að taka öllum tilboð-
um sem hann fær. Það fyrsta sem við verðum
að læra, er að geta sagt nei. Að segja já við
öllu, er það hættuiegasta sem söngvari getur
gert því það er líklegt að hann ljúki ferli sínum
á tíu árum.“
Þú segist hafa verið seinn til.
„Já, ég var 26 ára þegar ég fór að syngja
og ég vildi syngja ljóðasöng. Eg gat erm ekki
sungið óperu - það er dálítið sérkennileg staða
sem maður lendir í, ef maður vill verða ljóða-
söngvari: Til þess að skapa sér nafn sem ljóða-
söngvari, þarf maður að skapa sér nafn í óper-
um. En ef maður getur sungið í óperum, gerir
maður alltaf meira og meira af því og hættir
alveg að syngja ljóðin."
Simon er elstur þriggja systkina og þegar
ég spyr hann hvort þau starfi líka við tónlist,
segir hann: „Nei, bara ég. Enda var ég einn
sendur í burtu í kórskóla. En það er mikil tón-
list í fjölskyldunni. Móðir mín er píanókennari
og faðir minn fiðluleikari. Hann var árum sam-
an í AEOLEAN-strengjakvartettinum, ferðaðist
með honum um allan heim. Þeir komu, meðal
annars, til Islands einu sinni á 7. áratugnum
- um það leyti sem Surtsey gaus. Ég á ennþá
lopapeysuna sem hann gaf mér við heimkom-
una.“
Nú ert þú að syngja hlut.verk Silvios öðru
sinni á stuttum tíma. Er það hlutverk sem þú
ert ánægður með - eða vilja óperusöngvarar
helst syngja aðalhlutverk?
Simon flissar yfir þessari spurningu og seg—
ir: „Sko, Silvio er einfaldur elskhugi. Eg hef
alltaf sagt að maður eigi aldrei að láta hanka
sig í hlutverki einfalds elskhuga. En þetta hlut-
verk er með þeim betri, sem baritónsöngvarar
syngja, vegna þess að músíkin fyrir það hlut-
verk er sérstaklega skemmtileg. Þetta er lítið
hlutverk, sem gerir manni kleift að vinna mik-
ið við það. Enn sem komið er hef ég engan
sérstakan áhuga á stói-um hlutverkum. Áhugi
minn snýst aðallega um áhugaverð sönghlut-
verk og Silvio er eitt af þeim.
Satt að segja fínnst mér óperusöngvarar oft
taka sig of alvarlega. Strax á unga aldri eru
þeir í rusli ef þeir eru ekki stanslaust í stórum
hlutverkum. En ef maður ætlar að endast eitt-
hvað í þessu starfí, er eina leiðin að vinna vel,
vera samkvæmur sjálfum sér - og hafa góðan
umboðsmann. Þá koma hlutverkin eitt af öðru
og maður þroskast sem söngvari upp í þau.
Auðvitað eru mörg hlutverk, sem ég tel mig
geta sungið, en ef ég ætlaði að gera það núna,
mundi það kosta mig svo mikla vinnu og
áreynslu að það væri ekki hollt fyrir röddina -
og þarmeð erum við komin að aðalatriðinu.“
Og það er ekki til setunnar boðið. Aðeins
þrír tímar i næstu sýningu og í millitíðinni
þarf Simon að ganga frá ferð sinni til Skot-
lands og fá æfingaáætlun þar á hreint. Þeir
sem ekki heyrðu hann syngja hér að þessu
sinni, eiga vonandi eftir að fá það tækifæri
seinna - en ekki úr vegi að athuga hvernig
eftirmaður hans í hlutverki Silvios - annar
ungur Breti, David EIlis, stendur sig í hlutverk-
inu. Hann syngur með íslensku óperunni aðeins
þessa helgi, en þá tekur Bergþór Pálsson við.
ssv