Morgunblaðið - 24.03.1990, Síða 7

Morgunblaðið - 24.03.1990, Síða 7
( MORGUNBLAÐIÐ LÁUGARDAGUR 24. MARZ '1990 B 7 ímyndanir °g þráhyggja / v *v # >5fe E * K3* **> -^4 v , i!#k ^ í \ /P ^ssg if Js -*>,y '\*Wwl « - «v. ^ fpf P^I * 11 (flr •U \ íJ1A\ £5 ,>v,j Völd og samgöngur Bókmenntir Sigurjón Björnsson Það gerist ekki oft, að grafískir hönnuðir efni til sýn inga hér á landi, og gerist það eru það helst útlendingar, sem hafa þá oftar en ekki gripið til pentskúfsins. Þeir hafa fljótlega uppgötvað af þefvísi gestsins, að Islendingar vilja helst málaðar myndir og það vekur upp það markmið og forsendur grafískrar hönn- unar, að selja hugmyndir, þeir eru öðru fremur einmitt það, er sá, er hér verður fjallað um, nefnir „kaupsýslulista- menn“. Slíkt var til skamms tíma einhver mesti smánarstimpill á alla hugsjónamikla list, en það má svo auðvitað til sanns vegar færa, að öll list nútímans sé að meira og minna leyti mark- aðsvara, sbr. allar hinar miklu listakaupstefnur úti í heimi. Eitt virtasta listtímarit, sem út kemur, Kunstforum, sem er á við bók að stærð og kemur út annan hvern mánuð var t.d. nýlega að meginhluta til helgað þemanu „Listverðmæti — Markaður og aðferðir" (Kunst- werte — Markt und Methoden). Israelski hönnuðurinn Dani- el Morgenstern kemur til dyra eins og hann er klæddur og telur sig ekki endilega hrein- ræktaðan listamann, eins og hugtakið skilst, heldur fyrst og fremst grafískan hönnuð. Hann hefur sagt í viðtali, að listamaðurinn sitji fyrir framan autt pappírsblað með liti í hendinni sem hann svo dreifi á > það. Hann meinar vafalítið að grafíski hönnuðurinn gangi út frá ákveðinni hugmynd, en láti ekki frjálst hugarflugið ráða ferðinni. — Segja má að Morgenstern hafí fengið þróunina upp i hend- urnar — hún hafi verð upplagi hans hagstæð og að hann hafi verið á rétt- um stað, í réttu um- hverfi á réttum tíma, eins og iðulega er vitnað til. Hugkvæmni Morgensterns og dugnaður hefur þannig óvenju fljótt borið dijúgan árangur og hann virðist einnig hafa mjög djarfar og fastmót- aðar skoðanir. Og eins og oft er um slíka, þá eru aðferðir hans i sjálfu sér ekki ýkja frumlegar, því að svipuð vinnubrögð hafa sést í listinni áður, en Morgenstern bætir þó við vænum skammti af sjálfum sér auk þess sem honum hefur tekist að skapa eins konar ímynd í kringum persónu sína, sem hann fer og ekki dult með. Það er vafalítið hagstætt í Lundúnum að koma úr virtum listaskóla í ísrael með malinn fullan af viðurkenningum og í frekar staðnað og íhaldsamt umhverfi, sem þyrstir í nýjar hugmyndir og röggsamar skoðanir. Aðferðir Morgenstern um þessar mundir er að líma ótelj- andi pappírsstrimla á mynd- flötinn og gengur hann þá út frá einu grunnformi t.d. þekktu andliti eða líkamsþrykki. Á sýningunni sjáum við þannig myndir af ekki minni köllum en Maó, Stalín, Marx og Lenín og þessi fyrrum átrúnaðargoð og stórstjörnur austursins eru útfærð í glans- andi litum, — gull og silfurbr- onsi, svo að einna helst minnir á Ikonalist. Önnur aðferð Morgensterns er að mála á einhvern líkams- hluta fólks og taka síðan af- þrykk og vinna svo áfram með límstrimlaaðferðinni ofan í nær óhlutlægt formið á pappírnum. Þetta getur oft fengið svip af felumyndum enda verður það til þess að fólk rýnir heilmikið í myndirnar eins og til að finna eitthvað þekkjanlegt í þeim. Öll ber þessi sýning öðru fremur hinum leikna grafíska hönnuði vitni og sem slík er hún mjög áhugaverð og vafalí- tið lærdómsrík fýrir íslenska starfsbræður hans. Einkum má það vera þeim lærdómur hve hann hræðist lítt skreyti- gildi yfirborðsins í meðferð lita og forma, en slíkt er næsta , óvenjulegt nema þá í hefðbund- inni rússneskri myndlist og þykir þá utan við öll leyfileg mörk í vestrinu. Þá er með sanni engin þoku- móða yfir skoðunum Daniels Morgenstern og yfirlýsingum og mætti margur landinn draga af nokkurn lærdóm. Jafnan fer best á því að koma til dyra eins og maður er klæddur. Helgi Þorláksson: Gamlar götur og goðavald. Um fornar leiðir og völd Oddaverja í Eangár- þingi. Ritsafti Sagnfræðistofti- unar 25. Reykjavík 1989. 165 bls. etta er 25. ritið í ritröð Sagn- fræðistofnunar Háskóla ís lands sem Jón Guðnason dósent stýrir. Það fer ekki mikið fyrir þessu ritsafni, fremur en mörgum öðrum góðum bókum, en margt girnilegt er þar að finna. Og drift er i útgáfustarfseminni, því að ung er stofnunin að árum. Fyrsta ritið kom út árið 1979. Helgi Þorláksson sagnfræðing- ur hefur sitthvað látið sér fara á prent áður, en þetta mun vera fyrsta bók hans, ef ég fer rétt með. Lesendum tímaritsins Sögu er Helgi kunnur þar sem hann var ritstjóri þess í nokkur ár fyrir skömmu. Þessi ritgerð fjallar um tengsl milli valdakerfís Oddaveija hinna fornu og samgönguleiða í Rangár- þingi. Vegur og völd Oddaveija hófust eftir miðbik 12. aldar og náðu hámarki á árunum 1190-1220. Margt hafa menn látið sér detta í hug um orsakir þess hversu valdamiklir Oddaveijar urðu og reynir höfundur ekki að leysa þá gátu fremur en aðrir, þó að hann víki að hugsanlegum skýringum. Hins vegar rýnir hann nokkuð í eðli þeirra áhrifa sem þeir höfðu og hvemig þeir nýttu samgöngu- leiðir sér til framdráttar. Tvo hugtök varðandi tekjuöflun höfðingja era hér lögð til grand- vallar. Annað er endurgjöf (reciprocity). Þá er ætlast til að framlög séu endurgoldin, skipti séu gagnkvæm, gjaldi mætt með gjaldi. Þetta telur höfundur gilda innan ættarsamfélags, þar sem sameiginleg framlög og samneysla eru einkennandi. Hitt hugtakið endurveiting (redistribution) tekur til þess að „í staþ þess að gjafir gangi á milli tvéggja ... ganga þær . .. frá mörgum til eins og síðan aftur frá einum til margra, ekki endilega hinna sömu“. Höf- undur telur athugandi „hvort efnahagskerfinu á þjóðveldistíma megi ekki best lýsa þannig að það hafi verið að þróast frá endur- gjöf til endurveitingar, jafnframt því sem valdahlutföll raskast, stjórnkerfíð breytist og bóla tekur á miðstöðvum þar sem Oddi er eitt skýrasta dæmið“. Oddaveijar tóku sem sé við afgjaldi eða skatti frá þingmönn- um sínum. Og það var hreint ekkert smáræði: um 82 gemlingar á ári og nálægt hálfu öðru tonni af osti. Á móti kom svo m.a. að þeir héldu uppi geysimikilli risnu og greiðasemi. Til þess að hægt væri að njóta risnunnar þurfti Oddi að vera í þjóðbraut. En mikill straumur fólks um Oddastað hafði það einnig i för með sér að höfðingjar þar gátu auðveldlegar gert þingmenn háða sér, fylgst með gerðum þeirra og stjórnað þeim betur. En var þá Oddi í þjóðbraut? Hann er það alls ekki nú. Nákvæm athugun höfundar leiðir hins vegar í ljós að aðalleiðin austur og vest- ur um lá um Oddahlað. En Odda- veijar létu sér það ekki duga, því að þegar veldi þeirra var sem mest réðu þeir einnig öðrum mikil- vægum miðstöðvum í þjóðbraut: Hvoli, Keldum, Velli á Landi og Skarði ytra. Eins og ég les þessa ritgerð, era hér sagðar mikilvægustu hugmyndir og niðurstöður hennar. Höfundur styður tilgátur sínar margvíslegum rökum og gagnger- um athugunum (m.a. jarðfræði- legum) sem taka mikið rúm i frá- sögn hans. Er einkar ánægjulegt að lesa hina skýru og rökföstu framsetningu hans. Ég hygg að ritverk þetta sé markvert framlag til íslenskrar hagsögu sem enn er tiltölulega lítt könnuð. geysiólík og markast fyrst og fremst af þröngri pólitískri afstöðu. í A-Þýskalandi er því fagnað að sósíalískur höfundur skuli hafa fengið verðlaunin. I V-Þýskalandi eru viðbrögðin misjöfn. Sumir eru lítt hrifnir, aðrir reyna að sýna fram á að Halldór hafi alls ekki verið neinn kommúnisti, í þeim tilgangi einum að réttlæta nóbelsverðlaunin honum til handa. Það er forvitnilegt fyrir íslenska lesendur að kynnast því hvernig aðrar þjóðir veita verkum Halldórs viðtöku, hvernig þau geta beinlínis verið lesin inn í ákveðnar þjóð- félagsaðstæður. Samkvæmt Guðrúnu Hrefnu gera gagnrýnendur, bæði austur- og vestur-þýskir, sig seka um að leiða hjá sér að ræða það sem óþægilegt kann að vera eigin samfélagsskilningi en lofa það í verkunum sem fellur að ríkjandi hugsunar- hætti. Þannig verða ritdómarnir að stórum hluta upplýsandi um menningarpólitík hvers tíma í viðtökulandinu en segja — a.m.k. okkur íslendingum — ekki ýkja margt nýtt um verk Halldórs. Ekkert af ritverkum Halldórs er eins forvitnilegt í þessu tilliti og Sjálfstætt fólk. Útgáfusaga þess í Þýskalandi er sú lengsta af verkum hans og líklega sú fjölbreytileg- asta. Alls hefur sagan komið þrisvar út hjá jafnmörgum útgáfufyrirtækjum og aldrei undir sama nafni. Strax 1936, tveim árum eftir íslensku frumútgáfuna, birtist Sjálf- stætt fólk á þýsku undir heitinu Der Freis- asse, önnur útgáfan kom ekki út fyrr en 1962 og hét þá Unabhangige Menschen, Halldór Laxness og 1969 var verkið gefið út í þriðja sinn, þá undir heitinu Sein eigener Herr. Samkvæmt rannsókn Guðrúnar Hrefnu hefur gagnrýnendum Þriðja ríkisins yfirsést írónían í sögunni því nær allir lofa þeir verkið fyrir að vera trútt hinni þjóðernissós- íalísku hetjuhugsjón. Einn þeirra sá sig þó tilneyddan til að benda á að þessi bók hlyti að túlkast sem ógnun við þjóðernissósíalískt Þýskaland, ekki væri hægt að taka undir orð annarra um að Halldór Laxness væri sporgöngumaður Hamsuns og að öllu leyti rangt að bera Sjálfstætt fólk við Gróður jarðar einmitt vegna ólíkrar söguhneigðar þessara.tveggja bóka. Þessi harði dómur, sem sýnilega hefur byggst á einna vandlegustum lestri bókar- innar, leiddi af sér að sagan var bönnuð í Stór-Þýskalandi. 1962 kom Sjálfstætt fólk aðeins út í V-Þýskalandi. I ritdómum, sem fylgdu í kjölfarið, var litið fram hjá þjóðfélagsádeilu verksins. Samanburðurinn við Gróður jarðar er samt aftur ágengur og einstaka ritdóm- ari telur verkinu það til ágalla að þar er boðuð andstæð lífssýn við þá sem er í Gróðri jarðar. 1969 var Sjálfstætt fólk gefin út í báðum hlutum Þýskalands. Hér fylgdi eftirmáli Halldórs þar sem hann drepur á margnefnd- an samanburð verksins við Gróður jarðar. Ritdómarar dvelja enn á ný töluvert við þennan samanburð í umsögnum sínum og nú er það í fyrsta sinn að boðskapur Hall- dórs þykir af einhverjum meira virði en boðskapur Hamsuns. í lok verksins kemst Guðrún Hrefna m.a. að þeirri niðurstöðu að ritverk Halldórs Laxness hafi verið þýskum gagnrýnendum óaðgengileg. Fyrir þessu nefnir hún þijár ástæður. í fyrsta lagi hafi norrænar bók- menntir ekki verið vinsælar eftir stríð vegna þess að þær höfðu verið misnotaðar í þágu þjóðernissósíalismans. (Þetta er algeng út- skýring á minnkandi vinsældum norrænna bókmennta í Þýskalandi eftir stríð. Hún er samt ekki að öllu leyti eins trúverðug og sýnist. A.m.k. verður þá að svara þeirri spurningu hvers vegna klassísk verk norr- ænna meistara, sbr. bækur Gunnars Gunn- arssonar, voru áfram gefip út í stórum upplögum kringum 1950.) í öðru lagi hafi samúð Halldórs með kommúnisma torveldað viðtöku á verkum hans í V-Þýskalandi og hafi nóbelsverðlaunin 1955 ekki hjálpað til eins og ætla mætti, í þriðja lagi hafi epískar sögur Halldórs fallið í heldur giýtt- an jarðveg hjá þýskum lesendum þegar nýskáldsagan („le nouveau roman") tók að ryðja sér til rúms. Uttekt Guðrúnar Hrefnu er um margt fleira athyglisverð, sumt í rannsókn hennar vekur raunar spurningar utan sjálfs við- fangsefnisins. Hvað með viðtökur á verkum Halldórs í öðrum löndum? Og hvað með viðtökur á verkum annarra íslenskra höf- unda á erlendri grund, t.d. Gunnars Gunn- arssonar? Það væri t.d. ærið verk, en spenn- andi, að gera grein fyrir því hvernig skáld- sögur hans hafa verið lesnar og skildar í Danmörku og Þýskalandi. í lokin skal aðeins hnykkt á því að hér er á ferðinni þakkarvert ritverk sem kemur Laxnessaðdáendum töluvert við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.